Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 10
Ball á bryggjmmi & Siglufirði, um 1923. heimili, svo og fagmannleg viðhorf heimilis- fólksins til listgreinar sinnar kann að hafa stappað í Kristínu stálinu. Allt um það hélt hún norður í land að skólaári loknu og virðist hafa dvalið í heima- húsum mestan part vetrar, 1908—1909. Sú ákvörðun hennar að fara út í myndlist- amám hefur að öllum líkindum komið fjölskyldunni á Hjaiteyri í opna skjöldu. Fram að þeim tíma höfðu mjög fáar stúlkur úr Eyjafirði haldið utan til framhaldsnáms og engin þeirra hafði gerst svo djörf að læra til myndlistar. En að hinu leytinu er óþarfi að gefa sér að ásetningur Kristínar hafi mætt veruleg- um mótbyr heimafyrir. Það hefði a.m.k. verið mjög ólíkt Jóni Antonssyni að taka ekki hugmyndir næstyngstu dóttur sinnar til yfirvegunar. Orðstír þeirra Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónssonar og Einars Jónssonar hafði einnig borist til Akureyrar. Hvaða augum sem menn litu verk þeirra, ef þeir höfðu þá litið þau augum, fór ekki á milli mála að allir höfðu þessir ungu listamenn hlotið opinbera viðurkenningu. Árið 1902—1903 hafði Einarí Jónssyni t.d. verið veittur 3000 króna styrkur. Eftir því sem Bjöm Th. Bjömsson segir í myndlistarsögu sinni svaraði sú upphæð þá „hæstu árslaun- um embættismanna, t.d. landsverkfræðings, og vom embættislaun þó hlutfallslega miklu hærri þá en síðar", (B. Th. B., I, bls. 68). Dugandi myndiistarmenn virtust því eiga framtíð fyrir sér á íslandi. Ekki er heldur víst að ættingjar Kristín- ar, og þá sérstaklega ekki bræður hennar og systur, hafi litið á kynferði hennar sem sérstakan ásteytingarstein á fyrirhuguðum listferli. Þeir vissu sem var, að hún hafði yndi af teikningu og útskurði og var eflaust kunnugt um æruverðugar frúr í Reylgavík sem gengið höfðu á listaskóla í Danmörku, sjá I. kafla hér að framan. Ef listgyðjan yrði Kristínu ekki nógu hlið- holl mundi hún alltaf geta haft ofan af fyrir sér með teiknikennslu. Hins vegar var sú þrautin þyngri að flár- magna nám hennar úti í Danmörku. Jón Antonsson hafði nú ekki eins mikið umleik- is og fyrrum. Um þessar mundir vom tvö eldri systkini Kristínar, þau Margrét og Anton, bæði óiof- uð og farin að vinna fyrir sér. Á fyrsta áratug aldarinnar fengu röskar stúlkur iðu- lega nóg að starfa við sfldarsöltun og saltfiskvinnslu á Hjalteyri og notaði Mar- grét hvert tækifæri sem gafst til að vinna sér þar inn peninga. En Amamesfóikinu var ráðdeild í blóð borin og Margrét var þar engin undantekn- ing. Hún lagði fyrir allt hvað hún gat og er kom fram á annan tug aldarinnar tók hún að sér rekstur gistihússins sem verið hafði á Hjalteyri um nokkurt skeið. Seinna stofnaði hún og rak bæði Hótel Akureyri og Hótel Hvanneyri á Siglufirði við góðan orðstír. Anton var einnig fljótur að koma undir sig fótunum. Eins og Jón faðir hans var hann bæði laginn í höndunum og hamhleypa til vinnu og þvi eftirsóttur til alls kyns smíða. í annan stað stundaði hann búskap bæði í Amamesi og á Hjaiteyri og famað- ist vel. Um 1910 var hann einnig farinn að stunda útgerð frá Hjalteyri, fyrst sem nokkurs konar umboðsmaður fyrir útlenda, mest þýska, fiskkaupendur, en síðan upp á eigin spýtur. Þessi umsvif hljóta að hafa gefið af sér dágóðar tekjur, að minnsta kosti taldi Anton ekki eftir sér að senda Kristínu peninga strax um vorið 1908, þegar hún var enn í Reykjavík. ff • • • NEMASÉR BróðurEigi“ Við vitum ekki nákvæmlega hvenær Ant- on bauðst til að styrkja systur sína til myndlistamáms í Kaupmannahöfn, en það hlýtur hann að hafa gert ekki seinna en um vorið 1908, þegar Kristín þurfti að sækja um „Tegne og Kunstindustrískolen for Kvinder". Margrét virðist ekki heldur hafa talið eftir sér að styðja við bakið á Kristínu. Hvenær sem hún var aflögufær sendi hún henni smáupphæðir til Kaupmannahafnar, eins og bréf hennar sýna. Yngri systkinin, Jónína ogÁmi, létu held- ur ekki sitt eftir liggja. Og fram að 1913, og eftilvill lengur, sendi Jón faðir þeirra Kristfnu 50 króna nótur með reglulegu milli- bili. Öll þessi peningaframlög færði Kristín samviskusamlega tii bókar. Sú bók er enn við lýði og er, ásamt bréfasafni hennar, merkileg heimild, ekki aðeins um þann skil- yrðislausa Qárstuðning sem hún varð aðnjótandi frá fjölskyldu sinni um margra ára skeið, heldur einnig um þau útgjöld sem fylgdu listnámi í Kaupmannahöfn á árunum fyrir heimsstyijöldina fyrri. í janúar 1912 greiddi Kristín til dæmis 97,36 krónur fyrir matföng, mestmegnis brauð, smjör og ost, plús „middag" við Akademíuna, 38,42 krónur fyrir aðrar lífsnauðsynjar, að meðtöldum nokkrum flfkum („skór, 2 buxur, vasaklútur") og loks 65,89 krónur fyrir pappír, blýanta, teiknikol og liti við Akademíuna. Samtals nema því heildarútgjöld hennar í janúarmánuði 201,67 krónum. En ein- hverra hluta vegna er húsaleiga ekki meðtalin. Nú er þrautin þyngri að meta þessa upp- hæð til núvirðis. Þó höfum við nokkrar tölur að miða við. Árið 1902 samsvöruðu 3000 krónur þær, sem Einar Jónsson fékk í styrk, „hæstu árslaunum embættismanna", að því er Bjöm Th. Bjömsson segir hér á undan. Mánaðar- iaun þeirra hafa þá numið 250 krónum. Litlar sem engar breytingar urðu á gengi krónunnar frá 1903 til 1912. í dag mundu mánaðarlaun „hæstu emb- ættismanna" sennilega vera á bilinu 100.000- 140.000. í bréfi sem Anton sendi systur sinni seint á árinu 1911 nefnir hann að góður hestur kosti þá 120 til 140 krónur. Ætli mætti ekki miða við 80—100.000 krónur f dag? Loks má geta þess, að á sýningu sem Kristín tók þátt í ásamt fjórum öðram íslenskum listamönnum (Ásgrími Jónssyni, Jóni Stefánssyni, Þórami Þorlákssyni og Guðmundi Thorsteinssyni) hjá Kleis við Vesterbrogade árið 1920, átti dýrasta olíu- málverk hennar að kosta 1000 krónur. í dag mundi listamaður á svipðuðum aldri lfklega verðleggja meðalstórt oiíumálverk á um það bil 150.000 krónur. Með þennan samanburð í huga er ekki fráleitt að álykta að þær rúmlega 200 krón- ur sem Kristín lagði út á mánuði fyrir fæði, uppihaldi og skólakostnaði f Kaupmanna- höfn árið 1912 mundu samsvara 50.000— 70.000 krónum að núvirði, auk húsaleigu. Hætt er við að mörgum ungum listamönn- um nútímans hrysi hugur við að stunda listnám í útlöndum upp á slík býti, þó svo þeir hafí aðgang að lánasjóðum. Hvemig fór þá Kristín að því að fjár- magna fyrstu námsár sín í Kaupmannahöfn? Svarið, eða að minnsta kosti hluta þess, er að fínna í bókhaldi hennar. Þar er t.d. að finna sundurliðun á þeim 728,25 kiónum sem Kristín virðist hafa haft með sér, eða haft til ráðstöfunar, á haustmánuðum 1909, þegar hún hóf nám í Tegne og Kunst- ustriskolen for Kvinder. Samkvæmt þessu reikningshaldi er rösk- ur helmingur upphæðarinnar, eða 375 krónur, frá Antoni kominn. Eftir því sem ég kemst næst létu aðrir ættingjar Kristínar einnig 250 krónur af hendi rakna. Anton gerði ekki endasleppt við systur sína. Prá því að Kristín fór til Kaupmanna- hafnar um haustið 1909 og fram til 1923, þegar hún fluttist heim, var Anton stöðugt að senda henni peninga. Bankónótur eða ávísanir á viðskiptareikn- ing Antons í Kaupmannahöfn, 50—250 krónur, komu með næstum hveiju skipi að heiman. Árið 1912 virðist Anton til dæmis hafa sent Kristínu meir en 800 krónur. Framan af, það er frá 1909 til 1916, sendir Anton henni 500—600 krónur á ári að meðaltali. Hvort sem við miðum við áður- nefnd mánaðarlaun embættismanna eða verð á hestum, þá er hér greinilega um veralegar upphæðir að ræða. Upp úr 1916 virðist peningasendingum til Kristínar fara fækkandi, enda var hún þá farin að hafa sæmilegar tekjur af mynd- um sínum. Árið 1917 seldi hún til dæmis myndir fyrir 1953,43 krónur á sýningu hjá Chr. Larsen, sem seinna verður rætt um. Matarsendingar Antons drýgðu þessa peninga enn frekar. Kristín fékk senda saltsfld, saltfisk, harðfisk, súrt skyr og ann- an súrmat, hangikjöt, svið og ýmislegt fleira matarkyns á nokkurra mánaða fresti, oft í svo miklu magni að hún varð að leigja sér vagn og burðarmenn til að flytja kræsing- arnar heim. Nokkur kostuleg bréf era til vitnis um þá flutninga og matarveislumar, sem fylgdu í kjölfarið. Margrét systir Kristínar lá heldur ekki á liði sínu. Til hátíðarbrigða sendi hún systur Kristín Jónsdóttir listmálari. sinni reyktan Mývatnssilung og ijúpur, en þess á milli sameinaðist kvenfólkið í fjöl- skyldunni um að gauka ullarflíkum að listakonunni ungu. Rétt er að bæta því við hér, að margir aðrir íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn, til að mynda þeir Einar Guðmundsson frá Hraunum, frændi Kristínar, og gamall ná- granni hennar, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, fengu einnig mikinn mat send- an frá ættingjum sínum. (Sjá grein þess fyrmefnda, Nokkrir æviþættir, í Skáldið frá Fagraskógi, 1965, bls. 58.) Hins vegar er ekki vitað til þess að þeir hafi hlotið eins mikinn fjárstuðning frá þeim og Kristfn fékk frá sínum ættingjum. Anton tók jafnframt að sér að vera eins konar umboðsmaður systur sinnar heima á íslandi. Sem slíkur leitaði hann hófanna um styrki fyrir Kristínu hjá þingmönnum Norð- lendinga — með misjöfnum árangri — og var vakinn og sofínn í umhyggju sinni fyrir henni. Árið 1910 var til dæmis allsendis óvíst, hvort Kristín kæmist inn á Akademíuna að loknu náminu við Tegne og Kunstinndustri- skolen for Kvinder, og því hafði Anton grennslast fyrir um teiknikennslu fyrir hana, bæði á Akureyri og í Reykjavík, svona til vonar og vara. I nóvember það ár komst hann að því að Svava Þórhallsdóttir (biskups) mundi ætla að hætta teiknikennsiu sem hún hafði verið með í Reykjavík og lét hann Kristínu þegar vita. Ekkert Amamessystkina var gefíð fyrir tilfínningasemi. Tónninn í þeim bréfum sem fóra á milli á Kaupmannahafnaráram Kristínar er ævinlega blátt áfram, hressileg: ur, stundum allt að því ópersónulegur. í bréfum sínum fjallar Kristín sjaidan um sín hjartans mái nema í hálfkæringi, og um það sem henni var hjartkærast, sjálfa listina, talar hún næstum aldrei. En í bréfí sem hún sendi Antoni einhvem tímann í nóvember 1910 fékk Kristín ekki dulið þakklæti sitt fyrir allt það sem hann hafði þegar gert henni til framdráttar. Ennfremur gat hún ekki varist þeirri hugsun að hún, vonarpeningurinn, væri ef- tilvill að íþyngja bróður sínum um of. Anton tók af öll tvímæli um viðhorf sín til myndlistamáms Kristínar í bréfi sem skrifað var 4. des. 1910. Þar stendur meðal annars: „ ... Jæja elsku systir, ég man ekki bet- ur en ég segði í seinasta bréfínu til þín, þegar ég var að tala um þetta pláss í Reykjavík, að þú værir alveg sjálfráð með það hvað þú gerðir, ég myndi senda þér peninga þegar þú beiddir um þá, og það stendur við það enn, og er þér óhætt þess- vegna að búa þig undir og sækja um Akademíið því það var ekki meining mín þegar ég hvatti þig til þessarar farar, að sleppa af þér hendinni á miðri leið, á meðan efnin leyfðu, og fínnst mér þú gjöra nokkuð mikið úr því í bréfinu þínu hvað ég iáti af- mörkum; því bæði er það að það er ekki mikið og ekki gert með hangandi hendi!" Fá íslensk listamannsefni hafa hlotið betra veganesi en þessar fáu línur Antons og þann hug sem þeim fylgdi. Kristín var kjarkmikil kona og skapföst. Hún hefði tæplega látið féleysi aftra sér frá því að hefja iistnám í Kaupmannahöfn. En mér er til efs að henni hefði tekist að ljúka fimm ára námi við Akademíuna án fjárstuðnings og uppörvunar Antons. Enda taldi hún sig aldrei geta þakkað hon- um nógsamlega. ÁTeikniskóla FyrirKonur Allt frá því að Konunglega danska lista- akademían var stofnsett árið 1754 áttu íslendingar jafti greiðan aðgang að henni og Danir — svo fremi sem verk þeirra kæm- ust í gegnum nálarauga inntökunefndar. En þar sem íslendingar áttu ekki kost á skipulegri kennslu í grandvallaratriðum myndlistar hér heima komu þeir reynslulitl- ir til Kaupmannahafnar og þurftu að byija á því að innrita sig í eins til tveggja ára undirbúningsnám við listiðnaðarskóla eða tækniskóla. Auk þess gátu þeir auðvitað gengið til einkakennara, oftast roskinna listamanna, sem vora með vinnustofur sínar víða um borgina. Þeir íslensku listamenn, sem fóra til Kaupmannahafnar á undan Kristínu, höfðu flestir sótt Teknisk Selskabs Skole (stofnað- ur 1879), sem var eins og Bjöm Th. Bjömsson segir „undirbúningsskóii í al- mennri teikningu, ætlaður listamannsefnum og iðnaðarmönnum" (Bj. Th. Bj., I, bls. 93). Það væri synd að segja að þeir Einar Jónsson, Ásgrímur og Jón Stefánsson hafi haft ánægju af náminu við þennan „for- skóla", en það kom að tilætluðum notum, bjó þá undir Akademíuna eða aðra sambæri- lega listaskóla. Sams konar skóli, Tegne og Kunstind- ustriskolen for Kvinder (hér eftir nefndur T. f. K.), sem staðsettur var við 10 Vestra Boulevard, sá um undirbúning kvenna. Þangað hefur Kristín sent inn umsókn um skólavist snemma á árinu 1909, og hef- ur trúlega þurft að láta einhveijar teikningar fylgja með. En T. f. K. gerði tiltölulega litlar kröfur til umsækjenda. Fyrst og fremst var ætlast til þess að þeir hefðu „einhveija reynslu" í teikningu og góð meðmæli. Kristín virðist hafa uppfyllt bæði þessi skilyrði og var ekkert því til fyrirstöðu að hún fengi að hefja nám við skólann strax um haustið 1909. Fór hún til Hamborgar á þýskum togara, sem lestað hafði á Hjalt- eyri, og tók síðan lest til Kaupmannahafnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.