Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 14
Inge Aicher-Scholl, höfundur bókarinnar Hvíta rósin, sem nýlega er komin út í íslenzkri þýðingu. Dreifibréf Hvítu rósarinnar EINAR HEIMISSON ræðir við INGE AICHER- SCHOLL, höfund bókarinnar HVITA RÓSIN, sem kemur út í íslenzkri þýðingu um þessar mundir. að er einkar fagurt að aka um sveitir Suður- Þýskalands á lygnum og björtum degi síðla í október. Landið er slegið litum haustsins, trjá- laufíð roðið og gulnað og smáþorpin hvíla hljóðlát og friðsæl í kvosum og dalverpum. Þetta eru oftast þyrpingar nokkurra húsa úr viðarbjálkum og múrsteinum, sem bera vitni um rólyndi íbúa sinna, bændanna, sem margir eru að sýsla við eitthvað útivið, að dytta að húsum fyrir veturinn, sinna dýrum eða höggva sér í eldinn. Það er undarlega óhugnanleg mótsögn að einungis skuli liðin rúm fjörutíu ár síðan þetta kyrrláta, friðsæla land var vettvangur óendanlegrar grimmdar, vettvangur ein- hverra hroðalegustu níðingsverka veraldar- sögunnar. Inge Aicher-Scholl býr í Allgau-héraði, nokkru norðan við Bódenvatn, í sambands- ríkinu Baden-Wurtemberg. Þar býr hún ásamt manni sínum, grafíklistamanninum og hönnuðinum Otl Aicher. Hún stendur á sjötugu og hefur búið alla ævi sína á þessum- slóðum. Æskudögum sínum eyddi hún í Kochertel, rétt norðan við Stuttgart. Þar ólst hún upp, ásamt systkinum sínum fjór- um, Hans, Elísabetu, Sophie og Werner. Aðeins Inge og Elísabet eru enn á lífi. Hans og Sophie voru líflátin í Stadelheim- fangelsi í Munchen 22. febrúar 1943. Þá var Hans 24 ára og Sophie 21 árs. Werners er saknað á Austurvígstöðvunum síðan sumarið 1944. Þá var hann tvítugur. Inge Aicher-Scholl hefur helgað líf sitt minningu hinna líflátnu systkina sinna. Eft- ir að henni hafði sjálfri verið sleppt úr fangelsi nasista hóf hún þegar í stað handa við að safna saman öllu því sem hún taldi varpa ljósi á Iíf þeirra. Sögu þeirra segir hún í bók sinni Hvítu rósinni, sem prentuð hefur verið í yfir sex hundruð þúsund eintök- um í Vestur-Þýskalandi. Þessi bók kemur út í íslenskri þýðingu nú um þessar mundir. Nafnið Scholl og táknið „Hvita rósin" eru fynr löngu orðin goðsögn í Þýskalandi. Asamt fáeinum vinum stóðu systkinin Hans og Sophie Scholl að dreifmgu flugrita í háskólanum í Miinchen, þar sem þau voru við nám, Hans í læknisfræði, Sophie í lfffræði og heimspeki. Fyrstu „dreifibréfum Hvítu rósarinnar" var dreift vorið 1942 og þar er hvatt til andspyrnu gegn stjórn nas- ista. Alls urðu flugritin sex, og ávallt er þar reynt að ýta við samvisku fólks, einkum menntamanna, og gert ráð fyrir því að menn viti hvað sé að gerast. Þegar árið 1942 er fjallað um gyðingaofsóknir og því lýst að hverju þær miði, og nákvæmlega sagt fyrir um lyktir styrjaldarinnar. Gestapo komst á slóð andspyrnuhópsins og 18. febrúar 1943 þegar Hans og Sophie voru að dreifa flugritum í aðalbyggingu háskólans í Miinchen voru þau handtekin. Ýmislegt þykir benda til að þau hafí beinlín- is ætlað sér að falla í hendur leynilögregl- unnar, og vonast til að dauði sinn ylli uppþotum í borginni. En svo varð ekki. Fjór- um dögum síðar, þegar þau voru dæmd til dauða fyrir landráð og líflátin með fallöxi nokkrum klukkustundum síðar, þagði borg- in, þagði þjóðin. En dreifibréfin lifðu; þau voru og eru leiðarstjörnur, vonarstjörnur. ÓSAMBÆRILEGT VlÐ OkkarSsamtíma „Mér hefur verið sögð sú saga að Helmut von Moltke, einn þeirra manna sem stóðu að tilræðinu gegn Hitler í júlí 1944, hafí eitt sinn staðið á svölunum heima hjá sér með eitt dreifibréfa Hvítu rósarinnar í hend- inni, og sagt við konu sína að eitthvað þessu líkt þyrfti hann líka að gera. Þá var nokkur tími íiðinn frá dauða systkina minna, og þetta sýnir að dreifibréfin lifðu. Þau voru jafnvel hvatning þeim mönnum sem stigu það spor að reyna að ráða Hitler af dög- um," sagði Inge Aicher-Scholl þegar við höfum sest út á veröndina hjá henni í haust- blíðunni. „Það er ekki hægt að bera neitt af því sem gerðist á þessum árum við það sem er að gerast í okkar samtima. Enginn getur bent á það fólk sem barðist gegn nasismanum og sagt: Þetta er fyrirmynd mín. Nú þarf enginn að óttast að Gestapo birtist allt í einu fyrir framan dyrnar, þótt hann sé á móti einhverju, vilji mótmæla einhverju." Þegar að styrjöldinni lokinni, árið 1957, kom Inge Aicher-Scholl á laggirnar stofnun sem kennd er við systkini hennar, „Die Geschwiester Scholl Stiftung". í tengslum við hana var stofnaður listaháskóli í Ulm, sem er meðal hinna virtustu í Vestur- Þýskalandi. Einnig bera yfir áttatíu grunn- og menntaskólar í landinu nafn þeirra. Og nú í ár voru stofnuð samtök í Bandaríkjun- um sem kennd eru við Hvítu rósina, „The White Rose Foundation". „Það var á friðardaginn, 8. maí 1985, þegar fjörutíu ár voru liðin frá lokum heims- styrjaldarinnar að stjórn Sambandslýðveld- isins bauð Ronald Reagan og hershöfðingj- um með honum að skoða grafir SS-manna," segir Inge Aicher-Scholl. „Við vorum mörg sem tókum þetta nærri okkur, litum á þetta sem lítilsvirðingu við það fólk sem þolað hafði sem mestar þrautir í styrjöldinni. Við ákváðum að hittast nokkrum dögum síðar í Perlacher-kirkjugarði í Miinchen, þar sem systkini mín eru grafin, og fleiri úr and- spyrnuhópnum Hvítu rósinni. Þarna var einnig fólk úr samtökum gyðinga í Banda- ríkjunum, og margt af því kynntist þarna í fyrsta sinn sögu þýsku andspyrnuhreyfing- arinnar. Þetta var fólk sem misst hafði marga ættingja og vini í helförinni, og margt af því hafði ekki haft hugmynd um að einhverri andspyrnu hefði yfirleitt verið hreyft í Þýskalandi. Þetta var þessu fólki frelsun, sem gerði því kleift að stíga á þýska jörð. Þetta var ógleymanleg stund samein- ingar. Þennan dag kom fram sú hugmynd að stofna þessi samtök í Bandaríkjunum. Og r,Z höfum við ákveðið að hittast árlega, fulltrúar frá okkar samtökum í Þýskalandi og bandarísku samtökunum. Fyrsta ráð- stefnan af þesum toga verður á næsta ári hér í Þýskalandi og þá ætlum við meðal annars að ræða áhrif þýsku andspyrnu- hreyfingarinnar á stjórnarskrá Sambands- lýðveldisins Þýskalands." Fyrir skömmu varð Inge Aicher-Scholl fyrir því að embættismaður fór fram á það við hana að fá að lesa ræðu yfir sem hún ætlaði að flytja við opnun skóla í Breisach í Baden, sem kenndur er við systkini henn- ar. Hann mun hafa óttast að hún segði eitthvað sem telja hefði mátt óheppilegt. Ég spyr Inge Aicher-Scholl hvort hún telji að stjórnvöld í Vestur-Þýskalandi geri nógu mikið til að kryfja valdatíma nasista til mergjar, eða hvort ef til vill sé enn reynt að þegja hluti í hel. „Því miður hefur þetta vernsað nú á síðustu árum," svarar hún. „Nú eru ekki lengur tímar Brandts og Heinemanns. Franz Josef Strau segir: „Við eigum að ganga upprétt, ekki að vera að hræra of mikið í því sem liðið er." Slíkt tal er glæpur við lýðræðið. Lýðræðið verður aldrei heilbrigt, nema gengist sé við því sem gert hefur verið rangt, og talað um það. Og það er þess vegna sem ég birti allt ljóðið eftir Gottfried Keller í bókinni minni, síðustu línur þess voru bróður ínum afar kærar: Sú þraut, sem þjakar mest, mun þiðna hægt sem freri; þá helst mun henni jafnað við hina svörtu pest. Og börn i sveit og borg þá brenna karl úr stráum og láta gteði Ijóma af liðnu böli og sorg. (ísl. þýð: Helgi Hálfdánarson) „ÉGEYGlVARLA VORSKÝIN ..." í bók sinni lýsir Inge Aicher-Scholl hvern- ig hún og systkini hennar hrifust í fyrstu af Hitlersæskunni, og hvernig sú hrifning breyttist síðan í efasemdir og loks algjöra afneitun. Fjölskylda hennar er kaþólsk, og trúin hafði mikil áhrif á Hans og Sophie Scholl, og átti mikinn þátt í að sveigja þau inn á þá braut sem fóru. En einnig bók- menntir og heimspeki og tónlist: „Systkini mín elskuðu tónlist, Bach, Moz- art, Schubert, einnig Saint-Sáens. Og systir mín hafði sérstakt yndi af sönglögum Hugo Wolfs." Inge Aicher-Scholl hefur safnað saman öllum bréfum og dagbókarbrotum systkina sinna. Þau komu út á bókarformi 1984. í síðasta bréfinu sem Sophie Scholl skrifaði — til vinkonu sinnar 17. febrúar 1943 — segir hún: „Ég er einmitt núna að hlusta á Silunga- kvartettinn af grammófóni. Eiginlega vildi ég helst vera silungur, þegar ég hlusta á Andantino-kaflann. Það er aðeins hægt að gleðjast og hlæja, þótt hjartað sé bugað og 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.