Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 13
Haust við Lómagnúp. Myndin er máluð nú í októberbyrjun, þegar snjóaði í fjoll. ísland. Hér er fegurðin allsstaðar og ekki er hún minnst hér í nágrenni Reykjavíkur. Esjan er til dæmis óviðjafnanleg. Og ekki má ég gleyma hálendinu, öræfunum; kannski taka þau öllu fram. Ef ég væri ungur núna og með það vit, sem ég tel mig hafa, þá færi ég beint í myndlist og léti mig hafa það, þótt ég yrði blankur. Það flögraði að mér að fara þessa leið, þegar ég var ungur, en ég gaf hug- myndina frá mér af ótta við fátækt. Eg hafði þekkt og fylgst með Kjarval og sá ekki betur en hann væri bláfátækur. Á pen- ingalegan mælikvarða var hann það ugg- laust stundum^ en þetta var einn stór misskilningur. I raun og veru var Jóhannes Kjarval stórauðugur, svo auðugur, að pen- ingar skiptu hann ekki máli.Ég rnet mikils að hafa kynnst honum; samt er Ásgrímur Jónsson minn uppáhalds listamaður o'g í mínum augum er hann kóngur eða keisasri yfir þessu listarinnar ríki á íslandi." „HefurÁsgrímurhaft mikil áhrifáþig?" „Alveg sérstaklega. En ég hef líka lært mikið af öðrum, sem ég hef kynnst af bók- um; bandarísku málurunum Winslow Homer og Andrew Wieth. Ég hef líka séð myndir eftir þá á söfnum í Bandaríkjunum og nefni ti! dæmis „Heim Kristínar" eftir Wieth á Museum of Modern Art í New York. Maður gleymir ekki slíkri mynd. I upphafi lærði ég af föður mínum, sem málaði alla sína tíð og hafði ekki aðra að- stöðu til þess en eldhúsið heima. Hann málaði landslagsmyndir eins og þá var raun- ar algengast og mér er í minni frá kreppuár- unum, að fyrir kom að hann seldi mynd og í fátæktinni á £eim árum munaði sannar- lega um slíkt. Eg hef víst sagt frá því áður og vil rifja það upp einnig nú, að Jóhannes Kjarval var heimagangur hjá okkur í Vonar- stræti 8. Hann sá að ég var að reyna að búa til myndir og sagði: „Þessi strákur á að verða málari". Svo fór hann út í verzlun- ina Málarann og keypti handa mér fínustu Rowney vatnsliti, pensla með marðarhári og eðalfinan pappír. Svona var hann mikill höfðingi og vitur eftir því. Hann var ekki að færa mér barnaliti, eða eitthvað ómerki- legt dót. Báðir eru þeir Kjarval og Ásgrímur svo snjallir í sínum beztu verkum, að maður stendur orðlaus. Líttu bara á stóru Heklu- myndina hans Ásgríms; hún er yfirgengileg. Þvílíkur áhrifamáttur í birtunni á fjallinu og bakgrunninum. Svo held ég að hann sé eitthvað nálægt því að vera bezti vatnslita- málari, sem uppi hefur verið. Vatnslita- myndir Ásgríms frá 1905 - 1940 eru hreinlega það fínasta, sem ég hef séð í myndlist. Eg segi það ekki út í bláinn og að óathuguðu máli. Ég held að ég hafí séð á söfnum og í bókum alla þá, sem snjallast- ir þykja í vatnslit. Turner er einn af þeim vatnslitamálurum, sem maður getur staðið gapandi yfir, en Ásgrímur gefur honum ekkert eftir. Ég veit ekki til þess að hann hafi nokkru sinni gert lélega mynd. Flestir eru víst sammála um, að miklu misjafnari verk liggi eftir Kjarval, en þegar hann er. beztur, má segja það sama: Hann gefur þá engum eftir. Kristin Jónsdóttir var líka mikill málari. Ég gerði mér það ekki ljóst framan af, en síðar þegar ég sá nokkurn fjölda mynda eftir hana á einum stað, sá ég hvað hún var góð. Ég held líka mikið uppá Jón Engil- berts; hann er skemmtilegasti abstraktmál- arinn okkar og eiginlega jafn góður í því og fígúratífa málverkinu. Allt er safaríkt og svipmikið, sem Jón lét' frá sér fara. Hann er einn af okkar stóru málurum og hefur ekki til þessa fengið þá viðurkenningu, sem mér finnst að hann eigi skilið." „Mörgum finnst gamaldags þetta venju- iega landslagsmálverk, þar sem málarinn stílfærir það ekki og notar það ekki sem svið fyrir fólk eða einhverskonar fantasíu. Þessi afstaða hefur ekkert haldið fyrir þér vöku?" „Nei, enginn skal fá mig til að viður- kenna, að það sé gamaldags að mála íslenzkt landslag - og reyna að mála það eins og það er. Engin mótíf jafnast á við það. En ég ber fulla virðingu fyrir þeim, sem ekki þurfa á slíkum mótífum að halda og leita að myndefnum í eigin hugarheimi. Það á bara ekki við mig. Eg leita til landsins og finnst ótrúlegt, að ég muni leita annað." Á Kjalvegi. Vatnslitamynd. „En fylgir það þessari leitþinni að fegurð- inni, að þú sækist eftir að málá í fögru veðri, helzt logni?" „Já, ég vil helzt mála landslagið í fögru veðri. En það getur orðið virkilega fín stemmning, þótt ekki sé glampandi sólskin - og raunar verður landslag stundum flatt og dálítið dautt í mikilli sól. Ég kem helzt ekki á Þingvelli á sumrin, þegar allt er grænt. En snemma vors eða á haustin, - það er nú eitthvað annað. Stundum þeysi ég austur í Landsveit eða Skaftafellssýslu eldsnemma að morgni til þess að ná í morg- unbirtuna. Ekki svo að skilja, að ég fari þá að mála á staðnum. Það væri of seinlegt. Ég nota einfaldlega myndavél til þess að góma birtuna og stemmninguna." „Finnst þér gagnlegt að fá gagnrýni í blöðum?" „Ekki sé ég fyrir mér að ég muni hafa mikið gagn af henni og lesendur sennilega ekki heldur. Mér virðist, að mjög oft sé ákaflega lítið mark takandi á gagnrýni og ég hef gagnrýnendur stundum grunaða um að segja ósatt viljandi, en stundum eru skrif- in til þess að lyfta einhverju á stall og maður veit ekkert, hvað kann að vera á bak við það. Ég hef séð málara rakkaða niður fyrir góðar sýningar og einhvern hégóma lofaðan uppí hástert. Eg tek eftir því, að yfirleitt er ekki minnst á vinnubrögð fremur en þau skipti engu máli, enda gera þau það víst ekki lengur. Það er ekki heldur minnst á litinn; hvort málarinn er kóloristi, eða hvernig kóloristi hann er. Það kemur fyrir, að ég sjái vel málaðar myndir hjá þeim ungu; í fersku minni eru til dæmis myndir eftir Kristján Steingrím á Kjarválsstöðum nú í október eða nóvember. Hann málar vel, hvort sem myndefnið er abstrakt eða fígúratíft og er virkilega góður kóloristi. En ég man ekki til þess að á það væri minnst í þeirri gagnrýni, sem hann fékk. Hún snerist mest um hugmyndafræðilegt rugl." „Þú virðist að sumu leyti sjá eftir því að hafa ekki varið ævinni til að standa við trön- ur fremur en tannlæknastól. En nú þegar þig vantar ár uppá sextugt, - geturðu þá ekki fargað tannlæknastólnum og snúiðþéi að því, sem þig langar mest til að gera?" „Jú, ég vona að einhverntíma í náinni framtíð fari ég að hætta tannlækningum. Hún amma mín bætti oft við: Ef guð lofar. Tannlækningar eru erfið vinna og maður hefur kannski unnið alltof langan vinnudag. Samt er ég stálhraustur og fínn ekki, að ég sé neitt farinn^að gefa mig; þarf til dæmis ekki á gleraugum að halda, hvorki til að lesa né til að sjá frá mér. Þessi hreysti er úr móðurættinni, sem er austan úr Laug- ardal og raunar austan úr Landsveit, þegar lengra er rakið. Móðir mín er náskyld Böð- vari heitnum á Laugarvatni og mér er sagt, að við bræðurnir séum mjög að líkjast Böð- vari með aldrinum, einkum þó Örn. Kannski getur maður, ef guð lofar, snúið sér alveg að því að mála og kannski fær maður sig saddan á landslagi. Það er bezt að slá engu föstu; aldrei skyldi maður segja aldrei. Ekki svo að skilja, að mér finnist ég hafa verið að eyða tímanum til einskis í tannlækningunum í 40 ár. En ég hef séð þá sjaldan ég hef tekið mér fri einungis til að mála, hvað þeir eiga gott, sem geta al- veg helgað sig þessu. Það er ekki mikið sem liggur eftir mig af myndum; syona 250 eftir alla ævina, gæti ég trúað. Ég hristi myndir ekki framúr erminni, vil það ekki og get það ekki. En kannski hefur maður líka spillt myndum með því að mála þær of mikið og vita ekki, hvenær bezt væri að hætta. Ég hef oft sagt það og segi það enn: Að mála finnst mér það skemmtilegasta í lífinu. En það er einkennilegt, að flestir verða að sýna öðrum það sem þeir gera. Það er ein- hver þörf og þessvegna halda menn sýning- ar. Maður er alltaf að mála handa einhverjum öðrum. Og maður er ekki án- ægður fyrr en einhver annar er búinn að sjá árangurinn. Mér virðist þessi þörf sé fyrir hendi hjá nánast öllum, en það þurfa ekki endilega að vera sérfræðingar, sem til eru kvaddir. Þessu er svona varið með mig, ég verð að sýna einhverjum það sem ég mála, til dæmis Erni bróður mínum, sem er nú í næsta húsi, eða honum Jóni á horn- inu, sem er líka að fást við að mála." GS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER 1987

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.