Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 7
Tómas Guðmundaaon skáld flytur þjóðhátíðarljóð sitt. nefndan „Eru fjárveitinganefndarmenn yfirleitt hlynntir tillögum landnámshátíðar- nefndar, þar á meðal till. um eftirlíkingu af sögualdarbæ." Jafnframt þessu var Þjóð- hátíðarnefnd 1974 falið að gera líkan að sögualdarbæ og var það fullgert 10. febrúar 1971. Hefur verið haldin sýning á þessu líkani, bæði í Þjóðminjasafni og á Heimilis- sýningu, sem nú stendur yfir í Laugardals- höll. Prentaður hefur verið bæklingur, tekinn saman af Herði Ágústssyni, um forna byggingarhætti, og seldur á þessum sýning- um. Á sínum tíma var Þjóðhátíðarnefnd falið að ræða við aðila, sem áhuga hefðu á að byggja sögualdarbæ og kosta hann að einhverju eða öllu leyti. Þjóðhátíðarnefnd var jafnframt falið að snúa sér fyrst til Þjóð- hátíðarnefndar Árnessýslu, sem hafði boðist til að annast byggingu bæjarins. Með bréfi frá 21. október 1972 býðst Þjóðhátíðarnefnd Arnessýslu til þess að byggja bæinn í Þjórs- árdal, annast alla framkvæmd verksins og ábyrgjast greiðslur allt að 6 milljónum af áætluðum kostnaði. Fylgir auk þess boð um gæslu og umsjón með mannvirkjunum. Þá hefur Landsvirkjun látið í ljós, að hún mundi fús að taka þátt í byggingarkostnaði til við- bótar, þannig að eftir stæði óráðstafað V3-V4 hluti byggingarkostnaðar, ef úr byggingu yrði. Hinn 21. maí sl. ritar formaður Þjóðhátfð- arnefndar Árnessýslu Þjóðhátíðarnefnd 1974 bréf, þar sem skýrt er frá nauðsyn þess, að svar berist við tilboði Árnesinga hið allra fyrsta, þar sem verið sé að vinna að fjárhagsáætlun fyrir árið 1974. Af þessum ástæðum óskar Þjóðhátíðar- nefnd 1974 eftir svari yðar við fyrirspurn Árnesinga og fyrirmælum um, hvernig með skuli fara." Það tókst ekki að hindra aftökuna. Og hinn 5. júnf barst nefndinni svar ráðherra, undirritað af Guðmundi Benediktssyni, ráðuneytisstjóra: „Ráðuneytið hefur móttekið bréf yðar dags. 28. maf sl. og ákveðið í samráði við þingflokka að hverfa frá fyrirhuguðum hug- myndum um byggingu sögualdarbæjar í sambandi við þjóðhátíð 1974. Kemur þvf ekki til samninga við Árnes- sýslu eða aðra aðila um þetta efni." Þannig var þá málum sögualdarbæjar komið þessa vordaga. Andófsmenn gátu fagnað um stund. Það hafði tekist í skjóli eldgoss og hörmunga í Vestmannaeyjum að hindra frekara framhald á byggingarmál- inu að sinni. Líkanið af bænum hafði vakið athygli á sýningunni í Þjóðminjasafninu. Eftir að þeirri sýningu lauk hafði líkanið fengist geymt í safninu. Nefndin lánaði það svo á sýningu í Laugardalshöll. Þegar þeirri sýningu lauk var ekki annað vitað en Þjóð- minjasafnið tæki líkanið aftur til geymslu. Það var sent með sendiferðabíl til Þjóðminja- safnsins, en þegar þangað kom birtist einhver starfsmaður og gerði bílstjórann afturreka með lfkanið. Þessi völundarsmíð þeirra Harðar, Magnúsar og Sigurðar Jóns- sonvar var nú á hrakhólum. Þjóðhátíðar- nefnd hafði tvö skrifstofuherbergi til afnota á Laugavegi 13. Þangað varð að troða líkan- inu, þótt það kæmist varla fyrir, og þarna var það geymt um sinn, eins og nokkurskon- ar blóraböggull sameinaðs átaks þriggja ríkisstjórna, Alþingis og Þjóðhátíðarnefnd- ar. En upp úr þessu var hægt að fara að ganga til verks við dagskrárgerð Þingvalia- hátíðar, þar sem þeir þættir, sem óráðnir höfðu verið, biðu fullbúnir. Nógur tími var enn til æfinga og útsetningar á hljómsveitar- verkunum. Tómas Guðmundsson gekk um sína kæru borg, Reykjavík, og hugsaði ljóð sitt, og um allt land var hafin skipuleg fram- kvæmd þeirra efnisatriða, sem veita hátíðum umgjörðina. Þegar hér var komið sögu voru að mestu gleymdar yfirlýsingar voldugra samtaka um, að aflýsa bæri hátfðarhöldum, og þeir sem höfðu setið hljóðir undir þeim lestri í fyrstu, sóttu í sig veðrið í byrjun hátíðarárs- ins og skrifuðu m.a.: „Menn eru lfklega ekki búnir að gleyma því fargangi, sem dundi yfir þjóðina á sfðasta ári. Þá voru haldnir fundir svo að segja á hverju götuhorni og vegamótum, jafnt í bæjum og borgum, og sfðan sendar ályktanir til hægri og vinstri þess efnis, að íslendingar væru orðnir svo miklir aumingj- ar síðan gaus í Vestmannaeyjum, að þeir gætu ekki haldið upp á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar. Skorað var á forsætisráð- hæstu mögulegu tölu, til að hugsanlegur undirbúningur yrði nægilega öflugur. T.d. var leitað til Heilbrigðiseftirlits ríkisins "og beðið um áætlun yfir hreinlætisaðstöðu mið- að við allt að hundrað þúsund manns í tvo til þrjá daga. Þessi athugun var gerð, sjálf- sagt eftir bestu vitund, en niðurstöður urðu svo stórbrotnar, að lengi var haft að gaman- málum og talað um „kamrahátíðina miklu". Þá voru einnig uppi raddir um það, að af- lýsa yrði hátfðinni á Þingvöllum vegna hættu á því að fólk yrði örvita af brennivíns- drykkju, einkum unglingar. Og aðrir báðu náttúru Þingvalla griða. Sannleikurinn var sá, að ekkert var gert á Þingvöllum nema í samráði við Þingvallanefnd, þar sem Ey- steinn Jónsson var formaður þegar nær leið hátíðinni, en hann er kunnur fyrir áhuga á náttúruvernd og hefur lengi verið formaður Náttúruverndarráðs. Eysteinn leysti þessa samvinnu m.a. með því að tilnefna Eyþór Einarsson, náttúrufræðing, sem eftirlits- mann Þingvallanefndar við allar fram- kvæmdir Þjóðhátíðarnefndar á Þingvöllum, _en yfirstjórn þeirra framkvæmda hafði Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, framkvæmdastjóri Þingvallanefndar. Nátt- úra Þingvalla gat því vart verið betur tryggð, fyrir utan það, að enginn í Þjóðhá- tfðarnefnd vildi verða til að Þingvellir bæru sár eftir hátfðina. Einn nefndarmanna, Gils Guðmundsson, átti að auki sæti í Þingvalla- nefnd. Vel má vera að sjónvarpsviðtal það, sem haft var við framkvæmdastjóra síðla árs 1972 og áður hefur verið minnst, hafi verið fullopinskátt hvað snerti hugmyndir manna. Á hitt ber að líta, að um var að ræða hátíð allra landsmanna, og þeir áttu rétt á að vita hvað til umræðu var hjá þeim fjölmörgu aðilum, sem unnu að því að mynda hðfuð- drættina í því, sem síðar átti eftir að verða að hátfðarhöldum sumarsins 1974. Ef ferða- hópar úr fjórðungunum vildu koma fjallvegi á Þingvallahátíð, þá var þeim það frjálst, og vildu menn heilsa hátíðarári með myndar- legum áramótabrennum, þá gat enginn bannað það. Það gat heldur enginn bannað kunnum lærdómsmanni um grænlenska þjóðhætti, Haraldi Ólafssyni, að skrifa eftir- Meðal þess sem gert var til hátíðabrígða, var póstferð á hestum úr Reykjavík og norður á Vindheimamela i Skagafirði með 26 hesta lest og á þeim 20 þúsund bréf, sem sérstaklega voru stimpluð fyrir sunnan og aftur fyrir norðan. Myndin er tekin í Ártánsbrekkunni í upphafi fararinnar og ríður fyrirliðinn fremstur, Þorlákur Ottesen, kunnur hestamaður. herra, ríkisstjórnina, Alþingi og alla hugsanlega aðila að láta af þvf glapræðis- áformi að halda upp á afmælið. Þessi heimskuþvættingur var látinn vaða yfir þjóðina dag út og dag inn, öllu almennilegu fólki til sárrar skapraunar, og áreiðanlega hefur þessi úrtölusemi og uppgjafartónn farið mest í taugarnar á Vestmanneyingum sjálfum. Sem betur fór þagnaði þessi „háværi minnihluti" bráðlega, og nú munum við halda upp á afmæli íslandsbyggðar svo sem okkur sæmir." Þegar flett er blöðum frá árinu 1973 ber óneitanlega á yfirlýsingum og samþykktum varðandi þjóðhátíðarhaldið. Einnig bárust nefndinni nokkur bréf frá félagasamtökum, þar sem því áliti var lýst að ekki væri fært að halda hátíð eins og áraði, a.m.k. yrði að draga mjög úr öllum undirbúningi. Annars hófst þetta tal áður en byrjaði að gjósa í Vestmannaeyjum. Sfðla árs 1972 kom fram- kvæmdastjóri fram í sjónvarpsþætti og skýrði frá ýmsum vangaveltum, sem þá voru uppi miðað við tveggja til þriggja daga hátíð á Þingvöllum, eða að lengd til á borð við hátíðina 1930. Þegar þetta viðtal fór fram, lá fyrir úttekt á ýmsu, sem talið var fylgja slíkri margra daga samkomu bílaþjóð- ar. Var þá miðað við, að heima f héruðunum yrði ekki eins miklu tjaldað til hátfðarhalds og raun varð síðar, en Þingvallahátíðin yrði aftur á móti að sama skapi öflug. Erfitt var að spá um hver aðsóknin yrði, en við áætlanir varð þó að gera ráð fyrir farandi í dagblaðið Vísi 7. desember 1972: „Hópferðir þeirra að vestan og norðvest- an, norðaustan, austan og sunnan undir forustu sýslumanna, og vörn unglinga gegn brennivínsnotkun, töfralyfið þjóðhátfðar- mjöður, sem útrýmir áfengislöngun, og skrautbúinn knörr fyrir landi siglandi inn á hverja höfn til að gleðja þá, sem heima sitja — hraðskrifuð íslandssaga, allt þetta hvarf f skuggann fyrir þeirri alvöru, að rætt var um að helmingur þjóðarinnar yrði á Þing- völlum þessa sæludaga, og þessi hundrað þúsund manns hefðu til afnota tvö þúsund náðhús, búðir, pósthús og lækningamið- stöðvar. Fari svo að margar sýslur tæmist af fólki þessa dagana, verður það í fyrsta sinn um langt skeið, að sveitafólk upp og ofan hefur þægilega aðstöðu til að leita læknis." Allir landsmenn urðu sem steini lostnir, þegar hamfarirnar í Vestmannaeyjum dundu yfir. Sjö dögum síðar, eða 30. janúar 1973, birtu samtök skólastjóra í barna- og gagnfræðaskólum f Reykjavík yfirlýsingu, þar sem lagt var til að hætt yrði við þjóðhá- tíðarhald, en landnámsins yrði m.a. minnst með þakkarguðsþjónustum f kirkjum lands- ins og sögulegu yfirliti í fjölmiðlum, en fjármunum þeim, sem við þetta spöruðust, yrði varið til að bæta eitthvað af tjóni þvf, sem orðið var í Vestmannaeyjum. Þessu fylgdi skriða af líkum samþykktum frá öðr- um félögum. Hjúkrunarfélag íslands, Menningar- og friðarsamtök íslenska kvenna, Félagsráð félags fslenskra sfma- Vestmannaeyjagosið veturinn 1973 var m.a. notað sem ástæða til að draga úr hátiðarhöldum á 1100 ára afmæli byggðar í landinu. manna og Kvenfélagasamband íslands tóku undir samþykkt skólastjóranna, fyrir utan fjölda kvenfélaga og ýmissa annarra sam- taka. Dagblöðin skiptust nokkuð í tvö horn í skrifum sfnum um hátíðarhaldið. Forustu- lið Alþýðubandalagsins virtist enga hátíð vilja á Þingvöllum, og hallaðist Þjóðviljinn á sömu sveif. Vfsir, Morgunblaðið og Al- þýðubláðið studdu mjðg við hátfðarhald f þessari hrinu, en Tíminn, blað forsætisráð- herra, seildist með skærum eftir andmælum, þ.e. klippti þau úr landsbyggðarblöðum, þegar aðsendar greinar gegn hátíðarhaldi hrukku ekki til. Sjálfur stóð Ólafur Jóhann- esson, forsætisráðherra, fast við áformin um hátfðarhaldið, enda var honum manna best kunnugt, að ekki var ætlunin að efla neinn voða á Þingvöllum og allar ákvarðan- ir Þjóðhátíðamefndar yrðu bornar undir hann og ríkisstjórnina til samþykktar. Það var um þetta leyti, sem sú ákvörðun var tekin f rfkisstjórninni að hætt skyldi við byggingu sögualdarbæjar. Sú fórn sneri við blaði hvað snerti andróðurinn gegn hátíðar- haldi. Hörðustu aðförinni slotaði, eins og við mátti búast, en jafnframt tóku þeir aðil- ar til máls, sem loksins ofbauð hvaða stefnu væntanleg landnámsminning var að taka. Þáverandi ritstjóri Alþýðublaðsins, Frey- steinn Jóhannsson, skrifaði grein, sem hann nefndi: Samsærið gegn þjóðhátfð íslend- inga, og hóf hana á þessum orðum: „Mestur fjöldi íslendinga hefur mátt horfa upp á það með vaxandi undrun undan- farna hálfa árið, eða svo, hvernig markvisst hefur verið unnið að því að fyrirbyggja veru- leg hátíðarhöld í landinu á ellefu alda afmæli fslandsbyggðar. Hefur þetta m.a. komið fram í skipulegum mótmælum, eins og hjá ýmsum kvenfélögum í hreppum víða um land, þótt ekki sé enn opinbert um þátt heildarsamtaka þessara félaga f þeim sam- blæstri, undarlegum skrifum í Þjóðviljanum og Tímanum, en bæði blöðin eru málgögn stjórnarinnar, og nú sfðast þeirri furðulegu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að aflýsa bygg- ingu sögualdarbæjar. Þeir sem fylgst hafa eitthvað með þeim leik, sem verið er að leika með þjóðhátfðar- hald íslendinga á ellefu alda afmæli byggðarinnar, fundu fljótlega að hvorki fjár- veitingavaldið eða rfkisstjórnin lét sig varða reisn og framgang málsins. Það upplýstist við afgreiðslu fjárlaga í vetur að ári fyrir þjóðhátíðarárið voru aðeins veittar sjö hundruð þúsund krónur til hátiðarhaldsins." Þegar þessi grein var skrifuð hafði borg- arstjórn Reykjavíkur ákveðið þriggja daga hátíðarhöld. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.