Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 6
Mannfjöldinn á þjóðhátíðinni á ÞingvöUum. Mörgum er enn í fersku minni veðurblíðan þennan dag. Þjóðhátíðin 1974 BÓKARKAFLAR EFTIRINDRIÐA G. ÞORSTEINSSON lippi meðal ráðamanna, að e.t.v. væri hægt að fá þessar greiðslur hækkaðar upp í níu milljónir, og var því enn freistað að leita samninga við Arnesinga og Landsvirkjun, sem miðuðu að slíkri niðurstöðu. En nú kom annað til, sem átti eftir að gjörbreyta við- horfum til þjóðhátíðarhaldsins yfirleitt og sögualdarbæjarins sérstaklega. Hinn 23. janúar 1973 hófst eldgos við byggðina í Vestmannaeyjum. Nóttina, sem gosið hófst, var Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, staddur á Blönduósi. Hann hélt þegar til Reykjavíkur um nóttina og hóf að telja þrek og þor í landsmenn á þessari örlagastundu. Það var næsta erfitt að ræða um þjóðhátíð- arhald næstu vikurnar og jafnvel næstu mánuðina, en þó var bót í máli, að Vest- manneyingar sjálfir hétu því að haida sína árvissu þjóðhátíð á „meginlandinu" þetta sumar, yrði þeirra kæra heimabyggð komin undir hraun og ösku í byrjun ágúst. Og Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, lét engan bilbug á sér finna hvað þjóðhátíðina snerti, þótt eitthvað af þeim atriðum, sem á dagskrá höfðu verið, kynni að þurfa frek- ari endurskoðunar við. Fleira en eldgos var þess valdandi, að upp var kominn tími endur- skoðunar. Lengi höfðu einstakir aðilar og félagasamtök haft horn í síðu undirbúnings þjóðhátíðar. Við eldgosið færðust þessir aðilar í aukana og kröfðust þess, að stór- lega yrði dregið úr hátíðarhaldi eða jafnvel hætt við hátíðina. Við þennan söng varð forsætisráðherra og ríkisstjórn að taka ákvörðun um framhaldið, eftir að mesta skelfingin vegna gossins var liðin hjá. Er ekki ósennilegt að forsætisráðherra hafi einnig mátt hlusta á þennan úrdráttarsöng innan ríkisstjórnarinnar. Seinna verður vikið að því hvernig eldgos- ið í Eyjum var notað til að draga úr öllum undirbúningi hátíðarhalda árið 1974. Hvað sögualdarbæinn snerti sérstaklega, þá var það snemma á vitorði nefndarmanna, að líkur væru á því, að byggingu hans yrði fyrri hluta starfsferils síns reyndi Þjóðhátíð- arnefnd 1974 eftir mætti að vekja athygli á þeim hugmyndum, sem fram komu innan nefndarinnar og utan hennar og taldar voru þjóna því hlutverki að efla sjálfsvitund þjóðar- | innar, sögulega kennd og samstöðu. Og þegar áttundi tugur aldarinnar hófst, taldi nefndin að hún væri búin að hreyfa öllum helstu málum, sem tímafrekust væru í undir- búningi, og þótt oft væri óljóst hvaða mál hefðu mestan byr á fyrstu starfsdögum nefndarinnar, var nú orðið ljóst, að stefnt var að byggingu þjóðarbókhlöðu, ritun ís- landssögu og byggingu sögualdabæjar. Leiðin að ákvörðunum um þessi atriði var vörðuð hugmyndum, sem höfðu fæðst og dáið, og þótt stundum væri eins og nokkuð skorti á þann stórhug, sem hæfði velmeg- andi þjóð í aðfara merkra tímamóta, þá varð ekki annað sagt, þegar hér var komið, en hin stærri verkefni, sem vakist höfðu upp vegna afmælisins, væru sæmdarmál og góð mál, og sýndu vilja samtíðar til að reisa merkilegri og rishári þjóðarsögu óbrotgjama minnisvarða. Fram að þessu hafði undirbún- ingi sjálfra hátíðarhaldanna víðsvegar um land, í bæjum og byggðum og á Þingvöllum, verið minna sinnt. Undirbúningur þess þátt- ar afmælisins var framundan. Smíði líkans sögualdarbæjar miðaði vel áfram í Landssmiðjunni, þar sem þeir Magn- ús Pálsson og Sigurður Jónsson unnu að gerð þess samkvæmt teikningum Harðar. Það stóð nær fullbúið á palli sínum á efstu hæð í Lands8miðjuhúsinu, og í byrjun febrú- ar 1971 var það flutt niður í Tjarnar'°úð við Vonarstræti, þar sem Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, bauð þingmönnum að skoða það. Áður en líkanið var sýnt þing- mönnum var borgarstjóranum í Reykjavík, borgarráði og embættismönnum borgarinn- ar boðið að skoða líkanið í Landssmiðjunni. Hörður Ágústsson skýrði líkanið og hvernig hann hafði hagað gerð þess, og sýndi ljós- myndir til skýringar á einstökum atriðíim. Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri, ræddi nokkuð um hugsanlega staðsetningu bæjarins, kæmi til þess að hann yrði byggð- ur. Þegar Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri og formaður stjórnar Landsvirkjunar, sat fund nefndarinnar á miðju sumri 1970, skýrði hann frá því, að hann hefði þá fyrir nokkru látið sér til hugar koma, að vel væri mögulegt að reisa sögualdarbæinn í Þjórsárdal. Hörður Ágústsson hafði lagt rústirnar á Stöng til grundvallar, þegar hann teiknaði bæinn, þótt hann að sjálf- sögðu hefði víðar leitað fanga. Eftir að Búrfellsvirkjun kom til sögunnar hafði stjórn Landsvirkjunar gert ýmislegt til að vernda Meðal þess setn þjóðhátíðarnefnd hafði á prjónunum var bygging sögualdarbæjar, en þegar undirbúningur stóð sem hæst hófst eldgos í Vestmannaeyjum og fékk þá ýmiss konar andstaða við þjóðhátíðarhaldið byr undir báða vængi. Frá þessum þætti í undirbúningi þjóðhátíðarinnar segir í hluta úr tveimur köflum bókar um þjóðhátíðina 1974,semIndriðiG. Þorsteinsson hefur skráð ogútkemurhjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. ^Í^fc ' ¦¦'¦jt' ¦¦¦ "::2iíPI : M ¦ WL J fjM B\ ^M : ¦ . ¦ 'mm ¦S'-JfömzSm fl^-SíSl'i p •*/¦•-W'-: " fl B 's^- i*& í ¥£'««¦ 1 fl ¦K^vv,-V--1 :flfl ^mY:í-;s^^:^'^'^ ¦¦¦:s"*--ííí!>í?4B t ¦ ¦ ¦¦¦.-. E^2^ > 'í fci- ¦' wm^ 1 -JsaíF^SBiw .. - :' B5Sk?T- "':":^*^^mrW ' •*¦?- '3mmmmmmur**ÍlrtK& Í^^^^mmmmmm Meðal þesa sem umdeUt var og þótti hafa í för með sér óþarfa fjáraustur, var efri vegurinn, frá' Gjábakka á vellina. Hér er höfundur bókarinnar um Þjóðhá- tíðina lengst til vinstri á veginum nýlögðum, en Indriði var í þjóðhátíðarnefnd ásamt Matthíasi Johannesson, sem gegndi þar formennsku. sögustaði í dalnum, en vitað var að stöðugt fleira fólk mundi leggja leið sína um Þjórs- árdal í framtíðinni. Hugmyndin um bygg- ingu sögualdarbæjar á þessu svæði hafði verið borin undir dr. Kristján Eldjárn, for- seta, sem hafði unnið mikið að ránnsóknum á Stöng, og taldi hann, að bygging bæjarins í nánd Stangar væri góð hugmynd. Það var á þessum fundi með Jóhannesi, sem fyrst var rætt um þann möguleika að byggja bæinn nálægt þeim stað, 4>ar sem nokkurn veginn er vitað að Skeljastaðir hafa verið. Hafði þegar verið gerð á því nokkur athug- un fyrir forgöngu nefndar, sem gætti góðrar umgengni í Þjórsárdal, hvernig forustu- mönnum sveitarfélaga á svæðinu og í nágrenni litist á að taka þátt í byggingu bæjarins. Höfðu þessir aðilar strax tekið vel í málið, og hafði þá stjórn Landsvirkjunar í huga að Landsvirkjun greiddi fé í söfnun, sem efnt yrði til íþessu skyni. Höfundur líkansins, Hörður Ágústsson, hafði látið í ljós þá skoðun, að bæinn ætti að reisa við Arbæ. Þá höfðu aðrir staðir verið tilnefnd- ir, s.s. Borg á Mýrum, Bergþórshvoll og Hlíðarendi. Næst er gripið niður í kafla sem heitir Jarðeldar og andróður og segir þar trá ýmsum mótblæstri. Áætlun um byggingarkostnað var gerð af verkfræðingum Landsvirkjunar 1. ágúst 1972 og hljóðuðu niðurstöðutölur upp á tólf milljónir, m.a. vegna breytts verðlags. Ár- nesingar og Landsvirkjun höfðu því boðist til að greiða helming byggingarkostnaðar. Aftur á móti munu þær skoðanir hafa verið fórnað til friðþægingar hinum óánægðu og fórnarglöðu. Nefndin vildi gera sitt til að koma í veg fyrir að hætt yrði við byggingu bæjarins, og freistaði þess að biðja honum lífs með bréfi, sem framkvæmdastjóri skrif- aði forsætisráðherra 28. maí 1973. Bréfið hljóðar svo: „Á fundi Þjóðhátíðarnefndar 25. maí sl. var mér falið að skrifa yður og senda yður afrit af bréfi formanns Þjóðhátíðarnefndar Arnessýslu um byggingu sögualdarbæjar. Eins og yður er kunnugt var samþykkt þingsályktunartillaga 18. apríl 1967, sem fól m.a. í sér eftirfarandi álit fjárveitinga- Minnispeningur með merki þjóðhá- tíðarinnar öðrum megin og landvættun- um hinuni megin, einn af mðrgum Ustrænum gripum, sem út voru gefnir af þessu tilefni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.