Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 2
Hér er brugðið upp nokkrum dæmum úr bók Reymonds Moodys af fólki, sem hefur verið lýst látið, en snúið aftur og getað sagt frá því, sem henti það meðan ekkert lífsmark virtist vera með jarðlíkamanum. eftir ÆVARR.KVARAN Hvað Hiddari dauðans. Málverk frá 1935 eftir Salvador Dali. varðar mig um dauðann? ið erum nú orðnir nokkuð margir, sem árum saman höfum stutt þá kenningu, að dauðinn sé engan veginn endir allrar tilveru manns- ins, en við lifum áfram að þessu lífí loknu og það sé ákaflega mikilvægt hverjum manni að gera sér sem fyrst grein fyrir því sökum þess, að þessum sannleik fylgir óhjákvæmi- lega skilningur á því, að reikningar okkar verði ekki að fullu gerðir upp í þessu lífí. Það er hverjum hugsandi manni alveg ljóst með því einu að líta f kringum sig, að niður- staðan af því að trúa ekki á líf eftir dauða hlýtur að leiða til þeirrar skoðunar, að rétt- læti sé ekki til. Sú skoðun, að þetta' lff sé 511 tilvera mannsins, getur því leitt til eyði- leggjandi hugsunarháttar. Ef maður telur sig staddan f frumskógi, þar sem ofbeldi, fals og fláræði eitt sé til nokkurs gagns og sá sterki eigi tvímælalaust að ráða, þá get- ur slíkt leitt til miskunnarlauss lífs, sem getur eyðilagt viðkomandi. Þeir sem trúa á annað lff eða telja það beinlfnis hafa verið sannað fyrir sér, sökum þess sem þeir hafa upplifað, hljóta því jafn- framt að gera sér þess fulla grein, að hver er sinnar gæfu smiður. Að áminning Páls um að eins og maðurinn sái hljóti hann og að uppskera er lögmál, sem enginn kemst undan. En okkur gengur stundum erfiðlega að átta okkur á því, hvort gæfan sé okkur hliðholl, sökum rangs mats á því í hverju gæfa liggur. Hverja trú, sem menn þykjast játa opin- berlega, þá er það sannreynd, að á Vestur- lðndum og víðast annars staðar eru menn metnir eftir hæfileikum sínum til þess að safna fé og græða fyrst og fremst. Áhrifa- mesti guð Vesturlanda er. Mammon, þótt þess sé gætt að viðurkenna slíkt aldrei opin- berlega. Hér þarf að hefjast endurmat þessara skoðana og er það raunar þegar byrjað hjá fjölda ungs fólks meðal okkar. Það hefur séð á lífi foreldra sinna, að gæfa er ekki föl fyrir fé eða frama. Meðal annars af þessum ástæðum fögn- um við nýjum rannsóknum vísindanna, sem færa enn nýjar stoðir skynseminnar undir þá skoðun, að látinn lifir. Þær rannsóknir, sem hafa stutt þetta best eru einkum rannsóknir á endurholdgun- arkenningunni, sem minnst var á í annarri grein í þessu blaði, rannsóknir á sýnum við dánarbeð og rannsóknir á reynslu fólks, sem læknar hafa lýst yfír að látið sé, en snýr engu að síður aftur til jarðlíkama sfns. FÓLK SEM SNÝR AFTUR Við skulum nú bregða upp nokkrum dæmum úr bók Raymonds Moodys, Lífið eftir lífið, af fólki sem hefur verið lýst látið en snúið aftur og getað sagt frá því sem henti það meðan ekkert lífsmark reyndist vera á jarðlíkamanum. Eitt af því sem er afaralgengt í þessum frásögnum er lýsing þessa fólks á því, hvernig það hittir aftur vini og kunningja, sem dánir eru. Kona nokkur lýsir því með þessum orðum: „Þetta henti mig við barnsburð. Fæðingin var mjög erfið og ég missti mikið blóð. Læknirinn taldi mér ekki bjargar von og sagði ættingjum mínum, að ég myndi deyja. En ég var enn með fullri rænu þegar hann sagði þetta og á meðan hann hafði orð á þessu fann ég það á mér að ég væri að snúa við. Á meðan á því stóð varð ég þess vör, að hjá mér var fjöldi fólks, nánast heil- ir hópar að mér virtist, sem sveimuðu uppundir lofti herbergisins. Þetta var allt fólk, sem ég hafði þekkt í lifanda lífi, en var nú látið. Ég sá hana ömmu mína þarna, stúlku sem hafði verið skólasysjir mín og fjöldi annarra ættingja og vina. Ég sá eink- um andlit þeirra og fann fyrir nærveru þeirra. Þau virtust 511 vera glaðleg. Þetta var fagnaðarríkt andartak og ég fann að þau voru komin til þess að vernda mig og leiðbeina mér. Þetta var líkast því sem ég væri að koma heim til mín og allur hópur- inn væri kominn til þess að fagna mér. Allan þann tfma sem á þessu stóð, fannst mér allt vera bjart og fagurt. Þetta var dýrðleg stund!" Ég hef alltaf talið það mjög mikilvægt, að fyrir gerum okkur fulla grein fyrir þvf, að það er lögmál, að uppskera okkar hljóti ævinlega að vera f samræmi við sáninguna. Þess vegna læt ég f útvarpsleikriti mfnu, í Ijósskiptum fólkið verða að sjá liðið líf sitt fyrir sér f algjörlega miskunnarlausu ljósi sannleikans. I lífinu höfum við lag á því að „gleyma" því, sem við höfum gert ósæmilegt, en minnast fremur hins, sem gott kann að þykja. En við verðum að læra að horfast f augu við galla okkar lfka. Það er eina leiðin til þess að geta bætt þá. Þetta kemur greinilega fram í reynslu þeirra, sem segja frá því hvað henti þá meðan þeir voru „látnir" í bók Moodys „Lífið eftir lifið". Hér er dæmi. „Þegar ljósið birtist mér sagði fyrsta ljós- veran við mig þetta: „Hvað getur þú sýnt mér, sem þú hefur afrekað á æviskeiði þínu?" Það var að minnsta kosti eitthvað svipað. Og um leið hófst sýning þessara upprifjunarmynda. Þá varð mér hugsað: Jæja, hvað er nú á seyði? Enda var í þeirri andránni brugðið upp myndum frá fyrstu bernsku minni. Síðan var því líkast sem myndirnar héldu áfram allt frá þessum fyrstu árum til allra sfðustu daga minna. LIfIÐÍMYNDUM Þetta var mjög athyglisvert allt frá upp- hafi — það hófst með myndum af mér þar sem ég var lítil stúlka og lék mér við á, sem rann um landareignina — og svo rak hver myndin aðra — myndir af ýmsum atriðum, sem báru fyrir mig og systur mínar. Og þannig héldu þessar æviminningar í mynd- um áfram uppeftir skólaárum mínum og allt til fyrstu áranna f háskólanum þar sem ég var nú. í rauninni sá ég ekki ljósið meðan ég fylgdist með þessari æviupprifjun, enda virt- ist veran hverfa jafhskjótt og hún hafði lagt spurninguna fyrir mig og þó þóttist ég finna fyrir nærveru hennar áfram, enda var sem hún leiddi mig gegnum minningarnar og svo gerði hún athugasemdir við þær endrum og eins. Á meðan á þessu stóð vakti ljósver: an stöðugt athygli á gildi kærleikans. í sambandi við það dró hún fram ýmislegt í samskiptum mínum við systur mína. Þar kom fram, að stundum hafði ég sýnt eigin- girni, en einnig voru þættir þar sem ég sýndi henni ástúð og skipti réttilega með henni. Veran lagði áherslu á að mér bæri að reyna að vinna öðrum allt það gagn sem ég mætti. Allt að einu gætti hvergi ádeilu í þessum ábendingum. Þegar veran kom að atriðum, sem sýndu eigingirni í fari mínu, var afstaða hennar mörkuð af því viðhorfi, að ég mætti sjálf eitthvað af þeim læra. Þá virtist ljósveran hafa mikinn áhuga á allri þekkingu og lagði áherslu á ýmis at- riði, sem að henni lutu, hvatti mig til þess að halda áfram námi og sagði, að þegar hún myndi nálgast mig aftur (þá hafði ver- an þegar sagt mér að ég ætti í þetta sinn að hverfa aftur til jarðlífsins) myndi lögð áhersla á aukna þekkingu. Hún sagði að þekkingarleitin væri órofin þróunarbraut og mér tók að skiljast, að þeirri leit lyki ekki við líkamsdauðann. Ég tel að ljósveran hafi reynt að nota þessa æviupprifjun til þess að veita mér fræðslu og aukna innsýn. Þetta var sannarlega ákaflega einkenni- legt. Þarna var ég og horfði á þessa upprifjun ævi minnar. Eg fylgdist af ná- kvæmni með öllu og þó gekk þetta svo örhratt fyrir sig. Birtubjarminn umlukti mig. Hvort þetta tók fimm mínútur eða fimm sekúndur er mér um megn að ákveða. Ég var óneitanlega nokkuð áhyggjufull meðan ég hélt, að mér ætlaði ekki að veit- ast náð til þess að lifa lengur á jörðinni og það vakti mér kvfða um hríð. En ég naut þess að fylgjast með þessari upprifjun. Ekki sfst að hverfa aftur til minna bernskuára, nánast eins og ég endurlifði þau til fulls. Allt virtist þetta stefna að því að sýna mér ævi mína þannig, að mér myndi unnt að skoða hana og meta betur með öðru móti." í þessari frásögn er bersýnilegt að ljósver- an leggur áherslu á tvo lífsþætti sérstaklega: Að leitast við að auðsýna öðrum kærleik og leita sér aukinnar þékkingar. AðHverfaÚr Jarðlíkamanum En hver verður nú afstaða mánns, þegar það fer að renna upp fyrir honum, að hann kunni að vera dáinn? Að vísu f þeim skiln- ingi, að hann hefur fulla meðvitund og fylgist jafhvel með því sem reynt er að gera við lfkama hans og gerist f kringum hann. Hvernig tekur hann því að hverfa úr jarðlfkama sínum, að því er virðist fyrir fullt og allt? Samkvæmt rannsóknum Moodys virðist hjá flestum verða mikil breyting frá afstöð- unni til dauðans frá þvf sem tíðkaðist f upphafí dauðareynslunnar. Algengast er að frásegjendur f upphafi andláts sfns harmi þetta og þrái heitast að fá að hverfa aftur til líkama síns. En þegar hinn deyjandi hef- ur notið andlátsreynslu sinnar í ákveðinn tíma kemur að þvf, að hann kýs ekki lengur að hverfa aftur í jarðneskan lfkama sinn. Að minnsta kosti gildir það um flesta þá, sem svo langt komast, að þeir mæta ljósver- unni, sem minnst er á í fyrra dæmi. „ótil- neyddur hefði ég aldrei horfíð frá þessari veru," sagði einn viðmælenda Moodys við hann. ISAMRÆMIVIÐ UPPLÝSINGAR Miðla Hér virðist því komið fram stórathyglis- verð ný aðferð til þess að undirstrika og leggja áherslu á það, sem sálrænt fólk hef- ur haldið fram um aldir. Ófreskt fólk hefur öldum saman orðið að vera eins og sjáendur í heimi blindra. í frásögnum þess eru erfið- leikarnir eins og rauður þráður í lffi þessa fólks, nema það feli hæfileika sfna og þyk- ist vera eins og allur almenningur til þess að fá að vera í friði. Einkanlega er oft rauna- legt að lesa um slíkar raunir barna, þegar þau í fyrsta skipti segja frá sýnum sínum eða dulheyrnum, en hfy'óta skammir eða jafn- vel barsmfðar fyrir að vera sjáandi á sviðum þar sem flestir eru blindir. Þetta niinnir mig á það, sem hinn hug- rakki vísindamaður Shafíca Karagulla segir frá f bók sinni Nýjar viddir i mannlegri skynjun. Þegar þessi kona, sem framinn f læknavfsindum blasti við, leyfði sér að halda þvf fram opinberlega að athuguðu máli að til væri fólk með magnaða sálræna hæfi- leika. Til dæmis manneskjur sem gætu séð skemmdir f innri líffærum á svipstundu og ýmislegt því svipað, og að þetta fólk gæti orðið læknavfsindunum að miklu liði, þá lokuðust henni allar dyr læknavísindanna. Hún hætti að fá að starfa með þeim miklu vísindamönnum, sem hún hafði unnið þrek- virki með, sjóðir til styrktar vísindarann- sóknum lokuðust henni og fyrri starfs- bræður hennar forðuðust hana eins og heitan eldinn. Henni var útskúfað. Hún varð fjárvana og varð að byrja aftur frá upphafi. En hún neitaði að víkja af þeim vegi, sem hún taldi leiða til sannleikans eins og hún skildi hann og hún fórnaði því svo- kölluðum „vfsindaframa" sínum og öllum vonum um frægð og viðurkenningu af hendi starfssystkina sinna. Þessi smávaxna, vilja- fasta og gáfaða kona kvaðst aldrei mundu láta af því að berjast fyrir því, sem hún áliti sannleikann, hvað sem það kostaði hana. Og hún stóð við það. Höfundur er leikari og rithöfundur f Reykjavik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.