Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 5
íslenzka hljómsveitin á œfingu. Fremstur stendur stjórnandinn, Guðmundur Emilsson. Fyrsti temakonsert íslenzku Hljómsvoitarinnar rœddur á gönguferð yfir Tjarnarbrúna í mai sl. vor. Frá vinstri: Guðmund- ur Emilsson hljómsveitarstjóri, Sigurður Pálsson skáld, Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld og gunnar Orn Gunnarsson listmálarí. að hafa hljóðfæri við tónsmíðar. Um tón- verk er takmarkað hægt að tjá sig í orðum og það yrði trúlega merkingarlaust, væri það reynt. Tónverk verður maður að heyra; öðruvísi verður það ekki meðtekið og lag Þorkels hef ég því miður ekki heyrt og get því ekkert um það sagt. Mynd Gunnars Arnar hef ég aftur á móti séð í vinnustofu hans í Kambi í Holt- um. Ætlunin er að listamaðurinn afhjúpi sjálfur myndina á tónleikunum í Hallgríms- kirkju og þessvegna var ákveðið, að birta ekki ljósmynd af verkinu hér. Gunnar Örn var nýkominn úr boðsferð til Japan, þar sem hann átti myndir á norrænu menningar- kynningunni, Scandinavia Today, eins og hún var nefnd á ensku. Hann var búinn að tímasetja sýningu á Rjarvalsstöðum í vetur, en hefur nú hætt við hana, vegna þess að honum bauðst að sýna öðru sinni hjá um- boðsmanni sínum í New York, Achim Mueller Fine Art Ltd. Sú sýning mun verða í mai næstkomandi og þá fer Gunnar Örn vestur - „en ekki til langframa", segir hann, „því það er ekki hægt að vera lengi að heim- an, þegar allt er að grænka. Við erum líka að byrja á skógrækt hér í Kambi, svo það er nóg að gera á vorin og þar að auki erum við með 12 hesta. Svo kyrfilega hef ég fest rætur í Kambi, að það er því líkast að ég hafi aldrei átt heima annarsstaðar". Um landnámsmyndina, sem blasti við komumönnumn á vegg vinnustofunnar, sagði hann: „Ég fékk alveg frjálsar hendur og fór að hugsa um þetta á fyrsta fundi okkar með Guðmundi Emilssyni slíðastliðið vor. Hugmyndm mótaðist þá strax og það var alveg á mínu valdi, hvort ég ynni eftir þeirri hugmynd eða tæki mið af ljóði Sigurð- Þorkell Sigurbjörnsson við tónsmíðar Sigurður yrkir í orðastað þessa ókunna kjarkmanns, sem lagði á opið haf og var ef til vill búinn að velkjast vikum saman í hafi með fjölskyldu sína og það fátt eitt, sem hægt var að taka með í slíka för: „Allt skildi ég eftir / handan við djúp hafsins", segir Sigurður í orðastað landnámsmannsins síðar i ljóðinu. Þetta er innblásið \j6ð og að mínu mati áhrifamesta ljóð skáldsins til þessa. Ljósm.Lesb/Ámi Sseberg. Þorkell Sigurbjömsson tónskáld kvaðst fyrst hafa farið að vinna við tónsmíðarnar þegar ljóðið lá fyrir og það var ekki fyrr en í ágúst. Hann varð að sjálfsögðu að hafa sönginn í huga, en ekki kvaðst hann neitt sérstaklega hafa gengið út frá söngrödd Kristjáns Jóhannssonar. Þetta er sem sagt sönglag, bundið af textanum og Þorkell sagðist einfaldlega hafa samið það við skrif- borðið sitt, því hann þarf ekki nauðsynlega ar. Það fór svo, að ég var búinn að gera skyssu af myndinni þegar ég sá ljóðið fyrst - en fannst þá að hugmynd mín og ljóðið færu ágætlega saman. Sigurður nálgast viðfangsefnið sem nútímaskáld og Reyk- víkingur, en ég nota mitt myndmál og sveigi það að þeim þörfum, sem mér sýnd- ust vera fyrir hendi.". Það er nú nokkuð hefðbundið að hugsa sér landnámsmenn sem Víkinga eða að minnsta kosti vígalega og vel vopnum búna menn. Þetta er orðin einskonar „klissía", sem hefur teitt af sér, að sögulegar myndir af þessu tagi hafa orðið mjög keimlíkar. í myhd Gunnars Arnar er þessu öðruvísi far- ið. Þar eru engir herklæddir garpar, bara venjulegir menn, fjölskylda, og ugglaust mun það einnig koma á óvart, að fólkið er nakið þegar það stígur á land. „Ég hugsa mér sjálfan mig í för með þessu fólki, þeg- ar það stígur á land", segir Gunnar Örn. Maður nokkuð við aldur, líklega ættar- höfðingi, rogast með goðamynd. Annar yngri maður, grænn á litinn, bendir með fingri og segir: „Sérðu jökulinn maður?" Það er heiti myndarinnar. Og jökullinn blas- ir við upp af grýttri strönd. Að sjálfsögðu er konan með í för, - konu- lausir landnámsmenn væru illa staddir. Hún er nakin eins og mennirnir; landnám er eins- konar fæðing og maðurinn fæðist nakinn. Nektin leiðir líka hugann að allsleysinu, sem þetta fólk bjó við, að minnsta kosti sam- kvæmt hugmyndum nútímafólks. Land- námskonan er engin valkyrja, stórættuð og þóttafull. Hún liggur í myndinni við fætur mannsins sem bendir á jökulinn og er ekki með mennskt andlit, heldur andlit dýrs - líklega vegna þess að listamanninum fannst það fara betur í myndinni. Goðamyndin ein er skelfingu lostin yfir þessu landnámi. „Ég les þetta myndmál út úr myndinni eftir á", segir Gunnar Örn, „yfirleitt mála ég ekki eftir neinu frásagnarlegu efni, - það formræna situr alveg í fyrirrúmi. Þetta eru heldur engar ákveðnar, sögulegar persón- ur". Þá er aðeins eftir að óska íslenzku Hljóm- sveitinni til hamingju með þetta stórhuga framtak. Námur eru táknrænt nafn; nafhið reyndar valið til heiðurs Einari skáldi Bened- iktssyni. Námur merkja einhverskonar verðmæti, óunnin verðmæti og í hugmynd- aríkum og skapandi listamönnum eru námur, sem hægt er að virkja. „Þegar þessari tilteknu námavinnslu lýk- ur, eigum við að hafa á hendi 12 ljóð, 12 tónverk og 12 myndverk, - þrjú listaverk um allar 12 aldir íslandssögunnar frá land- námi til 21. áldar", segir Guðmundur Emilsson. í þessu liggur m.a. von, trú og hlutverk hljómsveitarinnar. Það eitt skyggir á, að skuldir vegna stofnkostnaðar frá árinu 1981, eru slíkur baggi, að þær gætu gert þessi glæsilegu áform að engu. Vonandi kemur ekki til þess. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.