Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    282912345
    6789101112

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 2
ERLENDAR BÆKUR KINCSLEY Kingsley Amis: The Old Devils. Penguin Books. Hetjur þessarar kaldhæðnu innansveitar- króniku sitja öllum stundum að sumbli. Karlpeningurinn sækir knæpur af lands- frægum dugnaði Wales-búa og frúmar sötra vín úr hæfílegum glösum. Brottfluttur kunn- ingi þeirra snýr aftur og rót kemst á líf allra þeirra sem nálægt em. Gamlar ástir blossa og gamalt vonleysi sest að mönnum. Amis fer þessum fínu höndum um persónur og atburði og er útkoman sprenghlægileg. Skáldsaga þessi hlaut Booker-prísinn 1986 og ekki óverðskuldað. Rock of Ages. The Roliing Stone History of Rock and RoU. Höfundar: Ed Ward, Geoffrey Stokes og Ken Tucker. Penguin Books. Verði einhver til að skrifa sögu rokksins á íslandi þá gæti sá fræðimaður ekki farið miklu lengra aftur í tímann en svo sem eins og þijátíu ár. En saga þess er lengri ef mark er takandi á höfundum þessarar bók- ar og rokk ekki einasta tónlist heldur lífsstíll sem heldur ennþá striki. Þessi bók er hafsjór af fróðleik um félags- fræði rokksins, tónlistina og stjömumar sem margar kviknuðu snöggt og lognuðust út af í tfmans rás, og eins hinar sem enn halda áfram að lýsa í myrkviðum. Enda þótt þetta geti ekki talist biblía rokksérfræðinga þá er ritið vissulega fræð- andi og skemmtilegt. Ekki verða fleiri orð sögð um þessa bók. Rokkmenn íslands!, „Rokk er betra en fúlltæm djobb", það söng svanurinn Kristján Pétur svo undir tók í fjöllum. John Briley: Cry Freedom. Penguin Books 1987. Nú em sýningar að he§ast á einni stór- myndinni enn eftir þann orðlagða Richard Attenborough sem stýrði kvikmyndinni um Gandhi. Cry Freedom fjallar um aðskilnað- arstefnu suður-afrísku stjómarinnar. í miðpunkti em Steve Biko, umbótasinnaður og allróttækur þeldökkur maður, og frjáls- lyndur blaðamaður, hvítur, Donald Woods. Þeir urðu vinir. Biko var í stofufangelsi. Honum var meinað að vera með fleimm en einum í senn, hann mátti ekki skrifa og From Iho AcaderrvAward-Winmng Dtredor/ Producw ol Gancn» Richaid Aitonborou^ís CRYFREEÐOM ■ A SKWr or HBONNi varðhundar ógnarstjómarinnar höfðu hann stöðugt í sjónmáii. Biko kunni ráð til að snúa á þá og á leið frá Höfðaborg féll hann loks í óblíðar hendur valdhafanna. Hann var pyntaður til dauða og þegar Donald Woods hugðist gera lýðum það ljóst beið hans stofu- fangelsi og bannfæring. Woods skrifaði bók um Biko og tókst að flýja land. Hann býr nú á Englandi og berst gegn aðskilnaðar- stefnu hvítra í Suður-Afríku. Þessi skáld- saga er gerð eftir kvikmyndahandriti og getur ekki talist til heimsbókmennta, en engu að síður heimtar samviskan það að hún sé lesin. u Egill Jónasson á Húsavík var viðstaddur þegar kunningi hans mátaði gleraugu og orti: Uargur bresti sína sér svona í björtu og góðu, en þeir sem horfa gegnum gier grilla þá rétt í móðu. Einnig þessa mannlýsingu: Um það sem að aldrei sést, ekki fjallar stetið. Það sem prýðir manninn mest er munnurinn og netið. Hér fyrr á ámm kom það fyrir að einum og einum góðum hagyrðingi var hleypt inn í þá möigu flokka, sem listamönnum var þá skipað í, og var verið að rokka með þá fram og til baka, fella menn út og setja inn á ný, eftir því hvemig atkvæði féllu í nefnd- inni í það og það skiptið. Þetta átti við um alla, háttvirta sem hina, og réð þá ekki pólitíkin litlu. Egill fékk nokkrum sinnum glaðning, hærri og lægri eftir atvikum. Hér víkur hann að þessu. Stuðlum fjölgar, styrkur vex, stælist allt að vonum. Fjölgaði úr timm í sex fóðureiningonum. Á Húsavík hafa jafnan verið miklar póli- tískar hræringar. Um kunningja sinn, sem var í rauðara lagi og hafði allt á homum sér, sem hægri menn svokallaðir gerðu, þótti gott að fá uppbætur, sem andstöðu- flokkur hans lögfesti, orti Egill: Fyrir eðli ótuktar engin gæði metur. Ytir fóðri tiamsóknar fýlir grön - en étur. Þegar kvennakórinn söng. Þessi skræku hrundahljóð heimurirm vit ég banni. En þeirra rödd er þýð og góð þegar þær hvisla að manni. Lesin Ijóð Einars Benediktssonar. Eyrun heyra, augun sji, allt erígóðu standi, þó hef ég tapað áttum á Einars Stórasandi. Hvað dreymdi Náttfara, sem frá segii* í Landnámu, nóttina áður en Garðar lét í haf? Sæll hann brosti svefhi i, sem ég ekki lái 'onum. Dreymé' 'ann væri frjáls og tii og falleg stelpa hjá ’onum. Orð til konu. Efað liggur illa á þér eða hryggð að dyrum ber, aldrei þiggur þú hjá mér það, sem hyggilegast er. Tvær vísur að lokum. Kveðjum svo öld- unginn Egil að þessu sinni. Hann er fæddur rétt fyrir síðustu aldamót, nánar tiltekið 27. des. 1899: Svört þó hríð um sumarmál syngi kvíðaljóðin, færa þýðu þreyttri sál þrasta blíðu hljóðin. Hnípnir þröngan hafa kost háðir ströngum raunum, þeir sem löngum fjúk og tiost fá að söngvalaunum. Einar Kristjánsson rithöfundur frá Her- mundarfelli hefur lengi verið búsettur á Akureyri. Hann hefur gefíð út margar smá- sagnabækur, minningar- og greinasöfn, f. 1911. Þessar þrjár vísur em eftir hanri: Hatir þú um kyrrlátt kveld kysst og faðmað svanna, verður hlýtt við arineld endurminninganna. Birta fer um byggð og ver. Blómin eru að vakna. Angrast ber því ekki mér, eða að vera að sakna. I ferskeytlunni frægu mest tinnst af gulli og stáli, og hún talar einnig best alþýðunnar máli. Leiðrétting í vísnaþætti mínum í Lesbók Morgunblaðs- ins 9. jan. sL, sem bar yfirskriftina „Við mér bjarta vonin hlær“, hefur orðið dálka- ruglingur. Þátturinn átti að byija á fímm vísum eftir Rósu B. Blöndals, sem teknar em úr fyrstu bók hennar, Þökkum, sem út kom nokkra fyrir fyrra stríð, „fallega hugs- aðri“ eins og ég komst að orði, „trúrri sínum tíma og höfundi sínum lík“. Hlut Rósu lauk með vísu um Hallgerði Langbrók. Útgáfuár bókarinnar er og prentvilla. Annað efni í þessum þætti em Júmvísur eftir Guðfínnu Þorsteinsdóttur, hina kunnu austfirsku skáldkonu, 1891-1972. Efnisum- brot veldur því að það ljóð fellur í tvo hluta um miðja vísu. Þetta sjá glöggir lesendur, en er leiðinlegt samt og er beðist afsökunar á því. Jón Gunnar Jónsson Fannborg 7, Kópavogi. Matarhlé Schevings í grein dr. Gunnars Kristjánssonar í jólablaði Lesbókar 1987, sem bar yfírskriftina „skírskotað til Jesú" var m.a. mynd af málverki Gunnlaugs Schevings, „Á engjum". Sú mynd gleður augu matargesta á Hótel Holti, en kannski hefur lesendum þótt full langsótt að tengja þetta frægri kvöldmáltíð- armynd Leonardos. Að vísu er trúarleg uppphafning yfír verkinu eins og reyndar mörgum öðmm frá hendi Sche- vings, en raunar átti dr. Gunnar við aðra mynd hans, þar sem þessi samlíking er augijósari. Það er mynd, sem heitir „Matarhlé" og er prentuð hér. Þetta er íslenzkt bændafólk, líklega á engjum og yfír myndinni er rósemi sem jaðrar við helgisvip. Samlíkingin við kvöldmáltíðarminnið felst bæði í því og eins hinu, að málarinn hefur kosið að raða fólkinu umhverfís einhverskonar borð. sem ekki tíðkaðist þó að. hafa meðferðis við heyskap. GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað og Ferðablað Lesbókar (06.02.1988)
https://timarit.is/issue/242345

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað og Ferðablað Lesbókar (06.02.1988)

Aðgerðir: