Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    282912345
    6789101112

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 6
liti þegar við klæðum okkur. Mála okkur í framan. Leggja á borð, skreyta herbergin okkar. Við erum því að fást við hönnun í okkar daglega lífí á hveijum degi. Síðan má líka minna þau á allar þær atvinnugrein- ar sem tengjast þessu fagi. Og að allt sem þau noti hafí áður legið á teikniborði. Þóra: Sköpunarþörfin er svo rík í okkur og bömin verða að fá að skapa. Þau verða að þekkja þessa leið til tjáningar. — En hefur það eitthvert gildi að kenna bömum að teikna augu sem líta út eins og augu og nef sem eru alveg eins og alvöru nef? Asrún: Kannski er það ekki nauðsynlegt að þau læri að teikna nákvæmlega „rétt“ og það er ekki endilega markmiðið. En þeg- ar krakkar eru orðnir svona tíu, ellefu ára verða þau svo sjálfsgagnrýnin og raunsæ að þau vilja teikna alvöru nef og munn. Og þau vilja teikna „rétt“. og'þama em við að mæta óskum nemenda. Þóra: Ég kennni stundum tólf ára krökk- umk módelteikningu og þau verða svo undrandi á hlutföllunum í líkamanum; að fætumir skuli vera helmingurinn af líkams- stærðinni... Asrún: Og þeim fínnst það asnalegt þangað til þau mæla það og verða þá furðu- lostin á því hvað handleggimir ná langt niður og segja, alveg eins og á öpum! Þóra: Á þessum aldri fínna þau að þau em ekki með þetta rétt. Og það hjálpar þeim en heftir þau ekki að læra rétt hlutföll. Ásrún: Og þau kæra sig ekkert um mynd- ir þar sem málarinn leikur sé rmeð hlutföllin í líkamanum. Það fínnst þeim hálfvitalegt og bamalegt því þau em raunsæ og rétt skal vera rétt! — Em böm látin skoða myndlist, fara á sýningar? Ásrún: Það er mjög einstaklingsbundið hvort kennari sinni þeim þætti. Ég reyndi að nota skyggnur í þessum tilgangi en böm- in kröfðust þess að fá hljóð með. Kannski gætu myndbönd leyst þetta. En ég verð að segja eins og er, að mér varð svolítið illa við þegar ég uppgötvaði þetta. En það er óskaplega erfítt í fjölmennum skóla að halda uppi sýningarferðum. Þóra: Ef sinna ætti þessu sem skyldi þyrfti fleiri myndmenntakennara í hvem skóla. Saftiakennarar koma hér að miklu gagni. Edda: Tíminn er það knappur sem gefínn er til kennslunnar, áttatíu mínútur í senn, að það er erfitt að komast eitthvert. Yfír- leitt kostar þetta rútuferðir og það þýðir að stundatafla skólans riðlast og hinn al- menni kennari verður að koma inn í dæmið. Ásrún: Og rútumar eru dýrar. Skólamir em ekkert ólmir í að fjármagna svona ferðir. Þóra: Það er samt mismunandi eftir skól- um og bæjarfélögum. Ásrún: En að ætti að vera hægt að taka upp myndlistasýningar á bönd og sýna í skólum. Og þá er ég ekkert endilega að tala um tipp topp myndbönd. Það mættu þess vegna vera hráar upptökur sem sýndar væru. — Segið mér nú af markmiðunum með myndmenntakennslu í grunnskólum ... Edda: Við viljum reyna að gera hvem einstakling skapandi, eða að viðhalda sköp- unarmætti hans. Svo að hann geti hannað hluti og komið hugmyndum sínum frá sér. Það er ekkert á stefnuskránni að gera alla að listamönnum. Heldur að gera krakkana sæmilega dómbæra á að sjá hvað er góð og hvað er léleg hönnun. Þóra: Að fá böm til að tjá sig persónu- lega en ekki herma hvert eftir öðru. Ásrún: Já og líka að kenna þeim að horfa og njóta umhverfisins. Að sjá og taka eftir. Við erum ekkert endilega að tala um að allir ættu að iðka myndlist, þó að sjálfsögðu hvetji ég alla til þess, en bara að menntun- in verði vonandi til þess að þau verði svolítið meðvitaðri um myndir, myndmál ogtúlkun. Þóra: Við viljum opna augu þeirra og það um leið opnar persónu þeirra. Þannig verður líf þeirra auðugra. egar sá mikli skáldjöfur, Viktor Hugo var 18 ára gamall, veiktist hann af hitasótt sem lagði hann í rúmið í nokkrar vikur. Leitaði þá ákaft á hann hugmynd að skáldsögU og færði hann söguna á blað. Söguefnið sótti hann norður í Þrándheim, skömmu eftir 1700, nánar tiltekið vikuna sem frægasti fangi Dana var náðaður. Það var von Griffenfeldt greifa, öðru nafni Peter Schumacher. Hann var geymdur í Munk- hóima við Þrándheim, en þangað hafði hann verið sendur til af afplána landráða- dóm. Konungur hafði á síðustu stundu breytt dauðadómi í fangelsisdóm. Þessi ríorski maður, sem risið hafði til æðstu metorða ríkisins, kom meðal annars við sögu við veitingu biskupsembættis á Hól- um, er Jón Vigfússon (Bauka-Jón) varð öllum að óvörum biskup. En þótt sagan snúist að mestu um þetta, þá er þama nóg rúm fyrir ástir ungs fólks og undar- lega atburði. Og það eru hitasóttarórar Hugos um hið síðasta, sem snerta íslend- inga mjög, því að þar býr hann til íslensk- an útilegumann að nafni Hans, og um þennan útilegumann snýst bókin svo mjög, að hún dregur nafn afhonum „Hans d’Is- lande“ (Hans frá íslandi). Þessi villimaður er eins konar forstúdía fyrír villimanninn Jean Valjean í Vesalingunum, ogííslensk- um bókmenntum er Skugga-Sveinn afar líkur honum. Og eins og Skugga-Sveinn hafði sinn þræl, Ketil skræk, hafði Hans frá Islandi sinn þræl, og var það dr. Ben- ignus Spiagudrius, líkhússtjóri í Þránd- heimi. Hér er þýddur sá kafli er íslendingurinn er kynntur til sögunnar. Hinir einkenni- legu vinargreiðar Hans við GiIIa vin sinn koma úr lýsingu Heródótusar hins gríska á þjóðinni ísódónum um 500 f.Kr., en sumir hafa haldið að þeir byggðu Norður- lönd. Saga þessi hefur verið afar vinsæl í rómönskum löndum, og rússneskir höf- undar 'þekktu til hennar á 19. öld. En sagan var aldrei gefin út á Norðurlöndum, trúlega vegna hins viðkvæma Griffen- feldts-máls, sem ekki mátti minnast á meðan einveldi ríkti. stór, varimar þykkar, tennur hvítar, odd- hvassar og langt á milli þeirra, nefíð bogið eins og á emi; og gráblá augu hans, sem voru mjög lifandi, skutu gneistum í áttina að Spjagudriusi, og í því tilliti var grimmd tígursins aðeins tempruð af illgimi apans. Þessi einstæða persóna var girt breiðu sverði, berum dálki og steinexi, og hallaði hún sér fram á langt skaftið; hendur hans voru faldar innan í þykkum vettlingum, gerðum úr bláu refaskinni. „Gamli draugurinn lætur mig bíða lengi eftir sér,“ sagði hann eins og við sjálfan sig; og hann rak upp skaðræðisöskur. Spjagudrius hefði vissulega fölnað af skelfíngu, hefði hann getað fölnað meir en áður. „Veistu það,“ hélt litli maðurinn áfram og ávarpaði hann formálalaust, „að ég kem af Orkadals-sandi? Viltu skipta á hálmbeði þínum og einhverjum af þessum, úr því að þú lætur mig bíða?“ Spjagudrius skalf nú allur og titraði; og geiflumar tvær sem eftir voru uppi í hon- um, skulfu í munni hans. „Afsakið, húsbóndi góður," sagði hann og beygði sig niður að litla manninum. „Ég var sofandi." „Viltu að ég kenni þér dýpri svefn en þetta?" Nú varð Spjagudrius skelfingin upp- máhið. Það var það eina sem var hlægilegra en reiðisvipurinn. „Jæja, hvað er nú?“ hélt litli maðurinn áfram. „Hvað er að þér? Líður þér illa í návist minni?" „Ó, herra minn og húsbóndi," svaraði gamli ráðsmaðurinn. „Það er vissulega eng- in sæla æðri en að horfa á Yðar Ágæti.“ Og þegar hann reyndi að snúa skelfing- arviprunum í bros, þá hefði hálfdauður mátt brosa. „Halaklippti gamli refur, Mitt Ágæti býð- ur þér að rétta sér fötin hans Gilla frá Stað.“ En þegar hann nefndi nafn hans varð harðneskjan að sorgarsvip. „Ó, húsbóndi, hafíð mig afsakaðan, en ég er ekki með þau!“ sagði Spjagudrius. „Yðar Náð veit, að við eigum að afhenda krúnunni allar eigur námumannanna, þar sem þeir eru leiguliðar hans og hann á erfða- réttinn." Litli maðurinn sneri sér í átt að líkinu og spennti greipar, og mælti tómlegri röddu: „Það er rétt. Þessir vesölu námumenn eru eins og æðurin; Menn byggja fyrir hana hreiður, en ræna hana dúninum." Síðan tók hann líkið í fang sér, og hjúfr- aði það að hjarta sér, og veinaði af tryllingi ástar- og sorgarstef, eins og bjamdýr stumr- ar yfír húnum sínum. Innan um þessi óhljóð heyrðust við og við orð á stangli á undar- legu tungumáli, sem Spjagudrius skildi ekki. Hann lagði líkið aftur á steininn og sneri sér að ráðsmanninum. „Veistu, bölvaði galdramaður, hvað hann hét sá óheillahrafn sem var svo heillum horfínn að vera tekinn fram yfír Gilla af þessari stúlkukind?“ Victor Hugo og Hans frá íslandi Formáli og þýðing er eftir Kolbein Þorleifsson Stundu eftir að ungi ferðalangurinn með svarta fjaðurhattinn fór úr Spladgesti, skall noftin á og mannfjöldinn fór heim til sín. Ogljfpiglap lokaði ytri dyrum líkhússins, en húsbóndi hans, Spjagudrius, skvetti síðustu vatnsdropunum yfir líkin. Síðan héldu þeir báðir til fátæklegra herbergja sinna, og Oglypiglap lagði sig á harðan bekk, rétt eins og líkin sem hann hafði umsjá með,-en Spjagudrius hinn virðu- legi settist við steinborð, á hvöiju lá stafli af bókum, þurrkuð blóm og hreinsuð bein, og hann sökkti sér niður í lærdómsiðkanir sínar, sem þrátt fyrir meinleysi sitt höfðu áunnið honum galdraorð í augum fólksins. Það var hin voðalega afleiðing vísindaiðkana á þessum tíma. Hann sat í þungum þönkum nokkrar klukkustundir og loksins, þegar hann var tilbúinn að kasta bókunum fyrir hvílubeð, varð honum starsýnt á dapurlega setningu eftir Þormóð Torfason: „Ef maðurinn kveik- ir á lampa sínum, liggur dauðinn hjá honum, áður en hann brennur út.“ „Með leyfí hins mikla doktors," tautaði hann, „skal hann ekki liggja hjá mér í kvöld." Og hann tók upp lampann og slökkti á honum. „Spjagudrius!" hrópaði rödd úr líkher- berginu. Gamli maðurinn nötraði ft-á hvirfli til ilja. Hann trúði því reyndar ekki, eins og aðrir í sömu sporum, að ófrýnilegir gestir Splad- gests hefðu risið upp gegn húsbónda sínum. Hann var nógu lærður til þess að standast slík hugarfóstur; og ótti hans var á góðum rökum reistur, því að hann þekkti alltof vel röddina sem kallaði. „Spjagudrius," endurtók reiðileg röddin, „þarf ég að koma og rífa af þér eyrun áður en þú heyrir í mér?“ „Sánkti Hospitius veri mér náðugur, ekki minni sál, heldur líkama!" stundi skelfingu lostið gamalmennið og með skrykkjóttum gangi hræðslunnar, nálgaðist hann aðrar hliðardymar og opnaði þær. Lesendur vorir hafa ekki gleymt að dyr þessar lágu inn í líkhúsið. Lampinn lýsti upp svið, sem bæði var undarlegt og andstyggilegt, — annarsvegar renglulegur og langur Spjagudrius, hins vegar lágvaxinn, hraustlegur maður sem klæddur var villidýrafeldi frá hvirfli til ilja, og alþakinn storknuðu blóði, og stóð maður þessi við fótastokk Gilla frá Stað, sem lá á bak við hann ásamt líkum stúlkunnar og hermannsins. Þessir þrír þöglu vottar lágu grafnir í skugga, og vom þær einu verur, sem gátu horft á þessa sjón án þess að taka til fótanna af skelfingu við þessa tvo, sem riú hófu samræður sínar. Yfírlit mannsins lágvaxna lifnaði allt við birtuna, sem á hann skein, bijálæðislegt og tryllingslegt. Skeggið var rautt og mosavax- ið og enni hans undir elgskinnshúfunni sýndist umgirt eins konar kraga; munnurinn í Vesalingum Victors Hugo, sem nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu, er ein aðalpersónan Jean Valjean. En áður hafði Hugo gert einskonar forstúdíu af þessum villimanni með sögunni af Hans frá íslandi. Við kynnumst honum hér. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað og Ferðablað Lesbókar (06.02.1988)
https://timarit.is/issue/242345

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað og Ferðablað Lesbókar (06.02.1988)

Aðgerðir: