Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    282912345
    6789101112

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 8
Dulrænt sögubrot til minningar um höfuðskáld Þórshafnar, þá Djurhuusbræður. Þýtt hefur Þorgeir Þorgeirsson Eftir WILLIAM HEINESEN að hefur rignt töluvert í nótt og þorpslækurinn steðjar hvítfyssandi skamman spöl áðuren hann deyr í hafið. A tand- urhreinu eldhúsgólfinu í Lækjarkotsbænum niður- við ósinn leika sér tveir berlappaðir strákar. Þeir hafa látið báða fótaskemlana á hvolf og hafa þá fyrir skip að sigla með á vit hulinna svaðilfara. Eldhúsið fábrotið einsog þau gerðust hér áðurfyr með svargljáandi kolavél úr pott- jámi. Á eldavélarhringjunum etendur ketill og bullar innfjáJgur við sjálfan aig. Strákam- ir einir heima. Og hvert lá svo leiðin á þessum rýra fóta- skemlaflota? Jú, okkur er kunnugt um það alt. Annar þessara bræðra fór um víða veröld og gerðist bæði lærður maður og lögspakur en gæfusnauður í ástum og athvarfslaus. Fótaskemillinn hans varð stolt og rásiglt óheillafley sem leið skipbrot fyren varði. Hinn bróðirinn sat í makindum heimahjá vinum og vandamönnum. Eiginlega varð lífsfley hans aldrei neitt annaðen fótaskem- illinn góði og dyggi. En báðir urðu þeir skáld. Sá fyrri kvað um hafgúur og skapanom- ir og blæðandi hjartasár sem aldrei gróa. Hinn um sæla bamaleiki og syfjulegar end- umar niðrá íjörusandi við lækjarósinn neðanundir leiftrandi festingunni heima. X Æ, margt er það nú ekki sern gerist í svona mygluðu smáplássi útá hjara verald- ai, varla nokkur skapaður hlutur, sé það mælt á stiku heimsmannsins. Altént þó eitt- hvað smávegis, margoft jafnvel fleira en spuml og fróðleiksþyrst sál fær með góðu móti rúmað. Einfaldir þorpslyklar ganga að velflestum mannanna skráargötum. Ekki samt að þeim öllum, einsog gefur að skilja. En mörgum þó. Einkanlega þegar rétt galdraþula er látin fylgja. Heyri eyra sjón sjái falli skalli komi allir fufdar heim ellegar Hulda mulda dulda . taktu Biitt gémmér þitt. Og séu gömlu og góðu lykilþulumar frá bertisltudögunum famar að missa kraftinn má altént hjálpast við þá eilífðarinnar óbrigöulu möntru: Tat twam así! (Þú ert ég og ég er þú) sem vitringar austurlanda höfðu verið að reyna að tileinka sér og lifa eftir í mörghundruð ár þegar tímatal okkar 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað og Ferðablað Lesbókar (06.02.1988)
https://timarit.is/issue/242345

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað og Ferðablað Lesbókar (06.02.1988)

Aðgerðir: