Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 10
í
Sjálfsmynd eftir Gunnlaug Scheving Sjálfsmynd eftir Louisu Matthíasdóttur
Sjálfsmyndir á Kjarvalsstöðum
Fyrir viku hófst á Kjarvalsstöðum sýning á sjálfsmyndum
íslenzkra myndlistarmanna, allt frá Sigurði málara á síðustu
öld til yngstu kynslóðarinnar. Þetta er meira að vöxtum
en við hefði mátt búast; margt vel þekkt, en sem betur fer
sumt sem ekki hefur sést áður og er hnýsilegt. Hér er víða
farið út fyrir þá skilgreiningu, að portret hafi þá líkingu
við fyrirmyndina, að þekkjanlegt ,sé. Með öðrum orðum; sé
„dókúment" varðandi útlitið á viðkomandi persónu. Hugtak-
ið sjálfsmynd virðist vera mjög teygjanlegt. Listamaður
gæti þessvegna lagt fram mynd af fígúru úr fantasíu eins
og Helgi Þorgils Friðjónsson og sagt; Þetta er ég. Eða
hann gæti málað sjálfan sig með gersamlega framandlegt
og ókunnuglegt andlit. Það verður víst bara að taka því;
við lifum á tímum þegar allt er leyfilegt í listinni. Því fylg-
ir óhjákvæmilega, að hægt er að sleppa „billega" eins og
Danir segja. _
Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson og Ásgrímur Jónsson
máluðu svo frábærar sjálfsmyndir, að flest af því sem síðan
hefur verið gert, fellur í skuggann. Þama er lítil og óþekkt
sjálfsmynd Asgríms, framúrskarandi vel máluð, en kannski
eru myndir Jóns Stefánssonar beztar; unnar með miskunnar-
lausri sjálfsgagnrýni og af frábærri tilfinningu, sem óhætt
er að segja að skari afskaplega mikið framúr sjálfsmjmdum
hinna yngri á þessari sýningu. í svipuðum gæðaflokki, en
ólíkar að vinnubrögðum, eru mörg portret Nínu Tryggvad-
óttur og sjálfsmynd hennar þar á meðal.
Af því sem sýnt er eftir núlifandi myndlistarfólk, er
sjálfsmynd Sveins Bjömssonar eftirminnilega góð og lík
höfundinum þrátt fyrir grófleikann. Bæði sú mynd og sjálfs-
mynd Einars Hákonarsonar sýna verulega stílfærslu, sem
„gengur upp“ og sama má að sjálfsögðu segja um mynd
Louisu Matthíasdóttur. Framlag þeirra sem em undir fer-
tugu gerir sýninguna flölbreyttari, en dregur meðaltalið í
gæðalegu tilliti niður. Kannski er það merkasta við sýning-
una, að hún brýnir myndlistarmenn til að vanrækja ekki
sjálfsmyndina, sem öldum saman hefur þótt sjálfsagt við-
fangseftii. Má minna á, að tímunum saman gaumgæfðu
sumir afburðamenn listasögunnar einkum andlitið á sjálfum
sér og skráðu ferli hnignunar og elli á miskunnarlausan
hátt; einkum var Rembrandt þetta hugleikið. Með því eftir-
minnilegasta frá hendi van Goghs em sjálfsmyndir hans og
á þessari öld hefur Chagall verið atkvæðamikill í þessari
grein, svo og Egon Schiele frá Austurríki sem túlkaði sjálf-
an sig á óvenjulega miskunnarlausan hátt. Sjálfskoðun af
því tagi er sjaldgæf hjá íslenzkum listarmönnum og ef hún
kemur fram á sýningunni á Kjarvalsstöðum, þá er það einna
heízt í sjálfsmynd Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur. GS.
10