Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 9
hófst. Þetta sama eru líka endumar með í huga þegar þær hneigja sig hvor fyrir ann- ari niðurá fjörusandinum við lækjarósinn um háttatímaleytið. X Tat twam así. Tat twam así. En við eram hér enþá á hreinþvegnum eldhúsgólfshaffleti fymdarinnar, og sem piltamir báðir era þar að sigla auðnir hranna heyrist fyrirvaralaust bankað á útidymar og þrír undarlegir gestir stíga innfyrir. Út- lit þeirra vekur enga minstu undran því þær era einsog hveijar aðrar sveitakonur eða stelpur með þessi tandurhreinu og nýstro- knu skjaldhafnarsjöl yfír sér og svartar skuplur á höfðunum með ljósa sauðskinhskó á fótum innanundir heimagerðum viðartöffl- um með svörtu yfírleðri. Það undarlega er að þær skuli ekki spuija neins né bera upp nokkurt erindi heldur bara vera þama. Bræðumir góndu magnvana á þessa fá- málu heimsókn. Sá eldri, þessi sem fór síðarmeir um víða veröld, reis uppúr fótas- kemlinum og sagði: „Pabbi og mamma era ekki heima." Þessu svöraðu konurnar engu heldur sett- ust stillilega á bekk þar í eldhúsinu og vora ekkert að flýta sér. Það glitraði regnúða- salli í skuplukögranum þeirra, sjölin þeirra og fótabúnaðurinn lyktaði ramt af fymsku og pijónlesi og viðarkeim innanúr fataskáp- um. Yngri strákurinn sem hélt sig enn í fótas- kemlinum hnikaði sér varfæmislega inní skotið bakvið eldavélina og hýmdi þar gón- andi og furðulostinn. Konumar þijár vora sín á hveiju aldurskeiði en þó ekki gott að geta sér til um aldur hverrar fyrir sig. Þær vora feikn virðulegar og mikilúðlegar að sjá. Nema hvað hálfvegis einsog vottaði fyrir brosvipra við augnkróka þeirrar yngstu. Allar vora þær kinnbeinaháar með íbjúg nef og fjarska þýðingarmikið augna- ráð. Þær kinkuðu hóglátlega kolli og horfðu á bræðuma — og síðan ekki söguna meir. Forlög verða að hafa sinn gang. En svo fór yngri strákurinn að grenja (enda bara fímm ára gamall). Bróðir hans var heldur ekki sem borabrattastur þó hann mannaði sig uppí að segja: „Hvað viljiðP." En þá heyrðist fótatak móður þeirra við útidymar og samtímis var einsog það kæmi móska yfír konumar þijár, þær máðust burt hægt og hægt þangaðtil þær vora horfnar. Seinust hvarf sú yngsta og brosti þá alveg greinilega, varð beinlínis góðleg til augnanna. Móðir strákanna hafði skroppið út að kaupa kartöflur og stokk af elspýtum. Kom líka með spyrðu af nýveiddum físki sem hún lagði frá sér í vaskinn neðanundir dælunni. Annar fískurinn var enþá kvikur og sló til sporði nokkram sinnum. — Kom einhvur? spurði móðir þeirra, og þegar strákamir sögðu henni frá heimsókn þessara dularfullu kvenna dæsti hún ögn við og sagði: — Æijá — þær! Eg trúi þær séu svona á ferli, vesalingamir, daufar og dumbar sem þær era, segja þessvegna heldur aldrei neitt. En þær vita alt um alla og sjá langt inní framtíðina. Móðir þeirra hafði líka keypt eitthvað af skildingakökum með kanel og sykri. Þvíumlíkt þótti hið mesta hnossgæti hér áðurfyr meðan fólk hafði lítil efni. — En afhvuiju hurfa þær bara svona, konumar í svörtu fötunum? spurði sá yngri. — Þær hafa þetta til siðs,- sagði móðir strákanna, era svona að koma og hverfa. — Eiga þær þá hvergi heima, spurði sá yngri. — Ojú, sagði móðir þeirra, einhverstaðar hafa þær víst spunastófu, því spunakonur era þær. — Snælduvitlausar svona kellingar! sagði þá eldri strákurinn og braddi skildingskök- una sína. En mállausu systumar þijár era farnar. Hvert? Það veit enginn maður. Kanski inní fjal- lið dimma þarsem þær eiga helliskúta utanvið tímann. Eins gætu þær átt sér kofa útvið heimsendabrúnina neðanundir ein- manalegri kvöldstjörnunni. Þar flökta mólogar í hlóðum og bregða skuggum og ljósi á hvítskúrað gólfíð þarsem fíntánir ull- arhraukamir rísa og það er gamall rokkur uppvið þilið. Þetta er spunastofa systranna þriggja útá heimsenda og þyturinn sem maður heyrir ef maður verður andvaka á nóttunni og þykist vera að hlusta á veraldar- hjólið snúast um sjálft sig er víst bara rokkhljóðið frá spunakonunum þrem. Sagan er úr nýrri bók; sem heitir Töfralampinn og kom út á íslensku síðastliðið haust. William Heinesen er víðkunnastur færeyskra rithöfunda í samtímanum. Niðurstöður vísinda- legra rannsókna benda til lífs að þessu loknu Fyrir nokkrum árum kynntist ég á heimili þáver- andi forseta Sálarrannsóknafélags íslands, Guðmundar Einarssonar, bandarískum vísinda- manni, sem er mér mjög hugstæður. Hann heitir Ian Stevenson. Hann var yfirmaður þeirr- Eftir ÆVAR R. KVARAN ar deildar læknaháskólas í Virginíu í Bandaríkjunum, sem fæst við tauga- og geðlækningar. Dr. Ian Stevenson er löngu orðinn kunnur meðal vísindamanna heims fyrir frábærar, vísindalegar rannsóknir á tilfellum, þar sem talið hefur verið að um endurholdgun væri að ræða. Hann hefur sjálfur persónulega rannsakað hundrað slíkra tilfella frá upphafi. Árið 1966 kom út fyrsta bók hans um þessar rannsóknir og hlaut mikið lof. Hann var svo elskulegur að gefa mér eintak af þessari merku bók sinni, en hún heitir Twenty Cases Sugges- tive of Reincarnation (eða Tuttutu tilfelli sem benda til endurholdgunar). En það þýð- ir auðvitað, að eftir að höfundur hefur beitt á vísindalegan hátt öllum þeim skýringum öðram en endurholdgun, sem fyrirfinnast, þá segir hann beinlínis í bókartitli sínum, að þessi tilfelli, sem hann hefur svo vand- lega rannsakað, bendi til endurholdgunar- skýringarinnar, því hún ein er eftir nægileg til skýringar. VaxandiFylgi Ég hygg að vísindamennirnir dr. Karl Osis og dr. Eriendur Haraldsson gætu engu síður með sama hætti skrifað bók, sem bæri nafnið Tilfelli, sem benda til lífs að þessu loknu, því niðurstöður þeirra á rann- sóknum á sýnum við dánarbeð hefur í rauninni leitt til alveg hliðstæðrar ályktunar. Persónuleg viðtöl við merka vísindamenn og lestur bóka þeirra og ritgerða benda ótvír- ætt til þess, að þeim í þeirra hópi, sem fást við sálrænar rannsóknir, fari mjög fyölg- andi, sem era þeirrar skoðunar, að annað líf hljóti að taka við að þessu loknu. Þannig hefur Raymond Moody, höfupdur bókarinnar Lífið eftir lífíð, sem margir íslendingar hafa lesið, lýst því yfir opinberlega síðan hann lauk bókinni, að hann sé sannfærður um, að líf sé eftir dauðann, þótt hann i bók sinni forðist slíkar fullyrðingar. Þetta er eðlilegt sökum þess, að því meira sem vísindamenn rannsaka í þessum efnum, hvort heldur það er endurholdgunarkenningin, sýnir við dán- arbeð eða reynsla fólks, sem læknar lýsa látið, en snýr aftur til lífsins, því ljósara verður, að sú skýring að líf sé að þessu lo- knu virðist vera eina skýringin, sem veitir svör við öllu sem svara þarf. Við megum ekki gleyma því, að kröfur vísindanna era strangari um sannanir í þessu efni en mörgum öðram sökum þess, að afleið- ingin af vísindalegri viðurkenningu á lífi eftir dauðann er gjörbylting í skoðunum vísindaheimsins, sem hefur byggt rannsókn- arreynslu sína á efnishyggjusjónarmiðum síðastliðinnar aldar. Þetta krefðist því endur- skoðunar á viðurkenndum grandvallarregl- um. Þess vegna verðum við að gera greinarmun á því, sem vísindamenn era sannfærðir um, og hinu, sem þeir telja sig geta sannað á fullnægjandi hátt eða leyft sér að viðurkenna opinberlega. Hitt fer ekki á milli mála, að.því fleiri svið sem era rannsökuð, því greinilegra verð- ur það, að eina fullnægjandi svarið er: Það er líf að þessu loknu. Líkur og sannanir aukast í sífellu, jafnframt því sem undran rannsóknarmanna yfír mætti og möguleikum mannlegs hugar verður æ meiri. Saga Imads Elawars En snúum okkur nú aftur að vísindamann- inum, sem ég minntist á í upphafi máls míns. Dr. Stevenson hefur rannsakað og skýr- greint ítarlega nálega þúsund tilfelli, þar sem talið hefur verið að um endurholdungarsann- anir væri að ræða, og af þeim valdi hann svo tuttugu, sem hann taldi rétt að rannsaka sérstaklega, eins og nafn bókar hans ber með sér. Þannig rannsakaði hann persónu- lega sjö tilfelli á Indlandi, þijú á Ceylon, tvö í Brasilíu, sjö í Alaska og eitt í Líbanon. Ef til vill er síðasta tilfellið einna áhugaverðast fyrir þá sök, að það uppgötvaði Stevenson sjálfur. Þar átti lítill drengur hlut að máli. Stevenson átti þar kost á því að vera með baminu, þegar fyrst var farið með það til þorpsins, þar sem það virtist hafa eytt fyrra lífi sínu. Frá því andartaki að drengurinn fór að geta talað virtist Imad Elawar (en það er nafn drengsins) vita um hluti, sem enginn hafði nokkra sinni sagt honum eða kennt. Þannig nefndi hann með nafni fjölda marga vini, sem foreldrar hans þekktu ekki, enda töldu þeir að á þessu væri ekkert mark tak- andi. Þetta væra bara hugarórar í baminu. En þá gerðist það dag nokkum úti á þorps- strætinu í Komayel, að bamið hljóp í fangið á ókunnugum manni og faðmaði hann að sér. Sá ókunnugi varð furðu lostinn og spurði: „Þekkir þú mig?“ Og Imad svaraði: „Já, þú varst nágranni minn!“ Þessi maður bjó í 23 km fjarlægð handan við fjöll í þorp- inu Khrilby. Uppfrá því fóra foreldrar drengsins að taka hann álvarlega, og þegar Stevenson kom til þorpsins þeirra, Komay- el, til þess að rannsaka allt annað tilfelli, þá vora foreldramir komnir á þá skoðun, að Imad sonur þeirra hefði eitt sinn verið Mahmoud Bouhamzy, sem hafði verið kvæntur Jamile nokkurri, en hann hafði orð- ið fyrir vöraflutningabíl og báðir fætur hans höfðu brotnað í slysinu, en hann síðar dáið af völdum meiðslanna, sem hann varð fyrir. Stevenson skrifaði niður allt, sem foreldr- amir héldu fram, og reyndu eftir bestu getu að greina það frá því, sem drengurinn sjálf- ur hafði raunveralega sagt. Og svo fóra þeir Stevenson og fímm ára snáðinn saman til Khrilby. Það var afar lítið samband milli þessara tveggja þorpa, og þegar Stevenson kom þangað komst hann að raun um það, að Haoud Bouhamzy bjó þama virkilega, en hann var bara bráðlifandi! Hins vegar komst hann að því, að maður með þessu nafni hafði dáið á þann hátt, sem drengurinn lýsti, og besti vinur þessa manns væri frændi hans, Ibrahim Bouhanzy, sem hefði tekið lát frænda síns mjög nærri sér og síðan dáið sjálfur úr berklum. Ibrahim hafði aldrei kvænst, en átt hjákonu, Jamie að nafni, og var hann nágranni mannsins, sem Imad hafði kannast við í Komayel. Stevenson rannsakaði nú húsið, sem Ibrahim hafði búið í, og fann þar seytján atriði rétt, sem drengurinn hafði minnst á, svo sem lítinn bíl gulan, tvær skemmur, sem notaðar vora sem bílskúrar og óvenjulegan olíulampa. Minnisblöð Stevensons sýna, að Imad hafði ekki beinlínis sagt, a hann hefði farist í bílslysi, heldur einungis að hann myndi glögglega eftir því. Hann talaði af hrifningu um Jamile og hafði jafnvel líkt henni við móður sína. En hann hafði aldrei haldið því fram, að hann hefði kvænst henni. Þær ályktunarvillur, sem 'fram komu hjá foreldr- um Imads, benda raunar einmitt til heiðar- leiks þeirra og gera það ákaflega ósennilegt, að þau hafi spennið upp alla söguna í blekk- ingarskyni, eða þau hafí óafvitandi verið sú upplýsingalind, sem Imad hafí fengið þessar upplýsingar úr um Khrilby-þorpið. Þegar allra sannreynda er gætt í þessu máli er niðurstaðan þessi: Það er ljóst, að það er samræmi milli minninga Imads og lífsreynslu Ibrahims, sem ekki er hægt að útskýra sem tilviljun, svik eða venjulegt minni. I einkaviðtali mínu við dr. Ian Stevenson lét hann í ljós mikinn áhuga á hvers konar sálrænum fyrirbæram hér á landi og þá ekki sist hæfileikum miðla, enda hafði hann fylgst vel með rannsóknum bandaríska sálar- rannsóknafélagsins á hæfileikum Hafsteins Bjömssonai*. Höfundurinn er leikari og rithöfundur 'í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. FEBRÚAR 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.