Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 19
Skíðað með blöðrur í Saalbach. eftir endilöngum dalnum, hvort sem maður vill á móti eða með sólarganginum. Tvö vinaleg þorp, Saalbach og Hinterglemm, liggja í dalbotninum í 1.003 metra hæð. Auðvelt er að skíða á milli þorp- anna og eins yfir til Leogang sem er þriðja þorpið á svæðinu. Þegar litið er á gistirúma- og lyftufjölda má sjá að hér er verið að kynna eitt fremsta skíðasvæði Austurríkis. fbúar eru aðeins 2.600, en gistirými fyrir 17.000 mahns. Skíðabrautir eru 180 km langar og lyftumar anna 49.000 manns á klukkustund. Það sem er kannski skemmtilegast við Glemmertal-dalinn er að öðrum Snjókarlinn er sætur — svört augu með. rennir sér inn í þorpin síðdegis liftia þau við. Álján sundiaugar eru svæðinu, 12 heitir nuddpott- ar, 35 veitingastaðir og 6 bjór- kjallarar svo eitthvað sé nefnt. Aðeins að hafa allt í réttri röð; skíðin, nuddpottana og gufubaðið, sundið, veitingahúsið — bjórkjall- arann síðast ef þrekið leyfir. Boðið er upp á gistingu bæði í íbúðum og hótelum með morgun- verði eða hálfu fæði. Dæmi um verð: 44.200 krónur á mann mið- að við þijá í íbúð. í tveggja manna herbergi með hálfu fæði krónur 49.500 á mann. Verðið gildir fyr- ir tvær vikur. Flug og ferðir innifalið. megin eru fremur erfiðar brekkur fyrir skiðamanninn sem vill virki- lega spreyta sig, en hinum megin eru meira aflíðandi brekkur, mjög góðar fyrir þá sem vilja æfa sig á skíðum. Við skulum byija á að taka stærsta lyftukláf Austurríkis (tek- ur yfir 100 manns) upp á Schatt- berg Ost í 2.097 metra hæð. Þaðan liggja brattar svigbrautir sem kunnáttufólk kann vel að meta, svonefndar „norðurbraut- ir“. Einnig er átta km brautin sem kennd er við Jausem mjög skemmtileg. Fallegasta skíðaleið- in er talin vera vesturbrautin frá vesturtindi Schattberg niður að Hinterglemm. Nýlega er búið að leggja tvær stólalyftur frá Hinter- glemm upp á Schattberg-West. Með tilkomu þeirra er líka hægt að fara í öfugan hring á svæðinu. Annað vinsælt skíðasvæði sem býður upp á íjölbreyttar skfða- brekkur er uppi á Zwölferkogel, 2.000 metra hátt. Þangað liggja stólalyftur frá Hinterglemm. Hin dalshlíðin er meira fyrir þá sem eru að byija á skíðum. Þar er úrval af stóla-.og toglyftum og tvær gönguskíðabrautir á milli þorpanna. Enginn á að þurfa að láta sér leiðast í Saalbach-Hint- erglemm. Strax og skíðafólkið Skíðað við jökulrætur í Ölpunum með kláf upp á Gaislachkogel í 3.058 metra hæð, opnast 3 skíða- brautir niður, með um 1.700 metra hæðarmismun. Þessar skíðabrautir eru aðeins fyrir vel þjálfað skíðafólk. En út frá lyftu- miðstöðinni á hásléttunni geta allir fundið brekkur við sitt hæfí. Brautir niður í dal liggja í gegnum skógarbelti og í Innerwald eru mjög góðar æfmgabrekkur og lyftur til að þjálfa sig. Skíðasvæð- ið út frá skíðaþorpinu Hochsölden er hefðbundnara. Þangað er hægt að komast bæði með lyftukláf, stólalyftu eða með strætisvagni. Þar er mikið úrval af léttum og miðlungs skíðabrekkum. Þýska ólympíu-stjaman Rosi Mittelmeyer hefur greinilega gert garðinn frægan héma, hin 1.600 metra löngu göng sem liggja upp að jökulrótum bera nafn hennar. Sumarskíðasvæði jöklanna eru tvö. Annað sem liggur upp við Teifenbach-Femer (3.309 m) er flatara og býr yfir þægilegum aflíðandi brekkum, en svæðið sem liggur í hlíðum Rettenbach-Femer (3.014 m) er mun erfiðara. Marg- ir góðir skíðamenn telja það eitt besta jöklaskíðasvæði Alpanna. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á gistingu í 5 hótelum í Söld- en bæði með morgunverð og hálfu fæði. Verð er frá 38.950 kr. á mann í tveggja manna herbergi með morgunverði — upp í 53.500 kr. með hálfu fæði. Miðað er við tveggja vikna dvöl. Flug og ferðir innifalið. Sölden — vinalegt þorp í dalsbotni Ötztal. Flugfrakt innanlands !*\ Vöruflutningarí lofti sparatimaog fyrirhöfn. Hraðsendingar samdægurstil flestra staða. h\ Eftirkröfuþjónusta tilogfrá26stöðum. h Fraktafgreiðsla til 37 staða á landinu. Fraktafgreiðsla Flugleiða Reykjavíkurflugvelli er opin ALLAVIRKADAGA KL 8.00 TIL 18.00. Á LAUGARDÖGUM KL 8.00 TIL 12.00. Símar vöruafgreiðslu á Reykjavíkurflugvelli: \ Skiptiborð 690100. Vörumóttaka: 690584. Vöruafhending: 690585. M Allarupplýsingar áskrifstofum Flugleiða og hjá umboðsmönnum. IFLUGLEIDIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. FEBRÚAR 1988 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.