Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 4
U M
MYNDMENNTUN BARNA
Myndmenntakennararnir, sem við er
rætt, talið frá vinstri: Ásrún Tryggva
dóttir, Þóra Lovísa Friðleifsdóttir
og Edda Óskarsdóttir.
Ljósm.Lesbók/Sverrir
Við viljum opna
augu þeirra
þorpi einu ítölsku er dagheimili sem ber nafnið
Díana. Þar er bömum kennt að beita augunum og
horfa vel á húsin og dúfumar...
Loris Malaguzzi, einn forstöðumanna þar, segir:
Það er ein af skyldum okkar gagnvart baminu að
Við viljum telja okkur
menningarþjóð og víst
er um það, að margir
stunda einhvers konar
myndsköpun. Samt
blasir við, að
almenningur á erfitt með
að átta sig á því, hvað
er þróuð myndlist og
hvað er vanþróað eða
beinlínis fúsk. Einhvers
staðar hefur eitthvað
brugðizt og böndin
berast að mynd eða að
hugsanlegum skorti á
henni. Um þetta er rætt
við Þóru Lovísu ^
Friðleifsdóttur, Ásdísi
Tryggvadóttur og Eddu
Óskarsdóttur, sem allar
eru
myndmenntakennarar.
Eftir KRISTÍNU
ÓMARSDÓTTUR
ala upp augu þess. Að sjá er ekki bara að
sjá og glápa út í loftið, heldur mótar sjonin
einig hugsun, athygli, gagnrýni og það að
sjá hlutina upp á nýtt. Með því að þenja
athygli bamsins eflist einbeiting þess, hugs-
un þess skýrist, það nær betri tökum á
tungumálinu, það skilur meira, og það skap-
ar betur.
Menning okkar hefur vanrækt augað.
Um leið og augað sér vel og skoðar vel,
þá hreyfíst höndin betur. Sambandið auga
og handar er mikilvægt bæði fyrir athöfn
og hugsun. Þess vegna viljum við frá byijun
byggja upp hæfíleika bamsins til að nálgast
hlutina, tileinka sér þá eins vel og auðið er,
skoða þá; til þess að bamið vinni síðan með
efíiið. Auga sem ekki skoðar vantar alla
forvitni, löngun í að uppgötva og viljann til
þess að gera alvöru úr óskum sínum og
fyrirheitum. Hvert fullorðið mannsbam veit
það Jjka að þegar maður hættir að nenna
að horfa í kringum sig verður maður
hálfsyflaður.
Við eigum í baráttu við hinn síbeljandi
orðaflaum. Orðið er og orðin eru úti um
allt. Það er talað sleitulaust á símalínum
heimsins, í sjónvörpum, útvörpum, kennslu-
stundum og í kirkjum. Nám bamsins flæðir
í orðum og er leitt áfram af orðum. Þörf
bamsins til að nálgast hlutina gerist hins
vegar í gegnum augað . . Og augað leggja
þeir á dagheimilinu Díönu mesta rækt við.
Enda ná þessi litlu, ítölsku böm undraverð-
um árangri í dúfu- og stráka- og stelpu-
myndunum sínu.
í þorpi einu íslensku, dönsku, spænsku
eða frönsku eru öll umferðarskiltin á sama
máli og einu máli. Myndmáli er snúið upp
á tungumálið. Þetta era jafnokar og stíga
saman dans.
í þorpi einu íslensku er grannskóli en
enginn myndmenntakennari og fullt af sjón-
varpi. Og þó öll heimshom flæði í orðum
þá era þau líka troðfull kríuvörp af mynd-
um. Það er því mál að athuga hvað er að
gerast f myndmenntakennslustofum lands-
ins ískalda þar sem hefðin fyrir að horfa
er örstutt, málaralistin ekki svo löng að
áram, sjónvarpsstöðvar glænýjar og sýning-
arsalir lykta enn af nýju timbri. Að ógleymd-
um hinum fagurlöguðu jöklatindum sem
alltaf hafa gnæft yfír sjónum landsmanna
sem nýfamir era að hafa smá tíma aflögu
til að líta á þá aftur.
Myndmennt er skyldugrein (tvær
kennslustundir á viku) í grannskólum frá
þriðja upp að níunda bekk en þá verður hún
valgrein. í sjö og átta ára bekk heitir grein-
in myndíð og ekki talið nauðsynlegt að
sérmenntaðir kennarar sjái um hana. Mynd-
mennt er í boði í sumum framhaldsskólum.