Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 5
Myndmenatakennsla í Melaskólanum. Hér ernemendum leið- beint með dúkskurð oguppiá veggmá sjá árangurinn. j .11»-Ui.il JLUn-í Úr myndmenntakennslu í Sejjaskóla.. að ævintýrið situr í fyrirrúmi. Á myndunum tveimur eftir nemendur sést, í Fjölbrautaskóla Breiðholts er hægt að taka stúdentspróf af listasviði. Starfandi mynd- menntakennarar á höfuðborgarsvæðinu eru nálægt sjötíu að tölu og um tuttugu utan þess. Félag íslenskra myndmenntakennara varð þrjátíu ára nú í september og formað- ur þess er Þóra Lovísa Friðleifsdóttir sem einnig kennir fímm hundruð börnum mynd- mennt í Melaskólanum. Ásdís Tryggvadóttir er myndmenntakennari og Itýrir nýstofn- aðri myndmenntadeild Kennaraháskóla íslands. Edda Oskarsdóttir er myndmennta- kennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þær báðar hafa og kennt bömum myndmennt. Við settumst niður og spjölluð- um ... — Næsta vor útskrifar Myndlista- og handíðaskóli íslands (MHÍ) síðustu mynd- menntakennnarana að sinni og í haust byijuðu fimmtán manns nám í Kennarahá- skólanum (KHI) með myndmennt sem valgrein. Hvað er að gerast með þetta nám og á hveiju byggist það? Edda: Það hefur enginn skráð sig í kenn- aradeildina í MHÍ undanfarin tvö ár en fram til þessa hafði hún verið ágætlega vel sótt deild. Ástæðan er einföld. Laun kennara í dag gera kennaranám ekki eftirsóknarvert. Þar fyrir utan rekum við ekki tóma deild í skólanum. Námið í MHI er mjög yfirgrips- mikið. Leitast er við að þjálfa nemendur í aðferðum og efnismeðferð margra ólíkra greina innan myndlistar. Það hefur verið lögð ívið meiri áhersla á verklegu þættina en uppeldisgreinarnar. Helsti munurinn á kennara- og hinum fagdeildunum er sá, að í þeim síðamefndu einbeita nemendur sér meira að einni grein á meðan kennaranem- ar kynnast fleiru og leita þess vegna ekki djúpt ofan í einstakar greinar. Það jákvæða er þá að þau kunna skil á flestum greinum myndlistar. En það neikvæða að kunnáttan verður auðvitað takmarkaðri. Ásrún: í KHÍ fá nemendur mun færri kennslustundir í faginu sjálfu en verður valgrein ásamt með almennri kennara- menntun. Þetta er svipað og tíðkast á sumum Norðurlöndum, þar sem mynd- menntakennarar eru ekki sérmenntaðir, eins og við höfum verið hér hingað til, heldur almennir kennarar með myndmennt sem valgrein. En nú sem stendur er þetta við kvæmt mál. Edda: Og ekki hægt að bera skólana saman því námið í KHI er enn í mótun. Þóra: Við vitum hvað við höfum en ekki hvað verður og hvað við fáum og sumir eru ansi efnis um þær breytingar sem nú eiga sér stað. Edda: Menn hræðast að kunnátta mynd- menntakennarans verði nú minni með tilkomu deildarinnar í KHÍ. Fimmtán tíma á viku í KHÍj þar sem við. höfum haft alla vikuna í MHI! Hins vegar má búast við því að KHÍ útskrifi fleiri kennara með mynd- menntaval en MHÍ og ekki er vanþörf á, því hingað til hafa eingunis fjölmennu skól- amir getað gefið kost á fagmenntuðum kennurum og víða úti á landi vantar mynd- menntakennara. — Segiði mér nú eitt, hvað er börnum kennt og hvað er myndmennt? Þóra: Þegar ég var í skóla hét greinin teikning og við lærðum að teikna. Síðan var nafninu breytt þegar fleiri þættir og önnur efni komu inn í, svosem málning, vír, þrívíð verk, þ.e. mótun í leir og pappamassa. Svo við erum ékki bara að kenna teikningu núna. Edda: Námsskráin er leiðbeinandi því það er erfitt að njörva þetta efni niður og það verður vart kennt eins og stærðfræðibók, kafli eftir kafla. í rauninni er hver kennari smiður námsefnisins. En kennarar reyna að fýlgja sameiginlegri línu; kenna bömum að nota ýmsar aðferðir og síðan auðvitað að leyfa þeim að nota fantasíuna. Þóra: Myndflæðið sem böm verða fyrir í dag er geysilega mikið en við höfum ekki haft nægan tíma til að kenna þeim að lesa myndir. Ásrún: Og kenna þeim að horfa á mynd- ir með gagnrýni. Það þyrfti að gera meira af því. Þóra: Við höfum miðað okkur við Norð- urlöndin en þar liggur áherslumunur í kennslunni aðallega í því að Danir og Svíar hafa lagt megináherslu á kennslufræðina. En við Islendingar og Finnar á fagkunnáttu bamanna, myndmálið og myndgæðin. — Myndmenntakennslan virðist þá snú- ast hér meira um fagkunnáttu. En til hvers að lœnna þeim að teikna? Ásrún: Krakkarnir spyija oft að þessu, af hveiju þurfum við að læra að teikna? Það er góð lausn að svara þeim þá, við lifum í neytendaþjóðfélagi og þurfum að velja á hveijum degi. Velja okkur föt. Setja saman LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. FEBRÚAR 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.