Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 3
i.Egnáw il|R a u n 8 l a d S I N 8 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: .Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Myndmennt þjóðarinnar hefur lengi verið áhyggjuefni og eru margir sammála um, að hún sé ekki í neinu samræmi við allt það sem sýnt er undir merki myndlista. Eðlileg- ast er að myndmennt sé tekin föstum tökum í grunnskólunum; ekki bara með hefðbundinni teikni- kennslu eins ogtíðkast hefur, heldur að farið sé dýpra í málið. Til að hreyfa þessu hefur Kristín Ómars- dóttir rætt við þrjá myndmenntakennara og myndir eru af myndmennt í tveimur skólum. Flugfélög eiga í harðnandi samkeppni og spáð að þau muni þurfa að sameinast og að um 1995 verði aðeins 5—6 flugfélög í Evrópu. Frá þessu segir Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða, í sambandi við Ferðablað Lesbókar. Forsíðan Að þessu sinni eru á forsíðunni sjálfsmyndir ijögurra íslenzkra máiara og einnig á bls 10. Það er í tilefni sýningar, sem Kjarvalsstaðir standa fýrir á sjálfs- myndum mjmdlistarmanna. Sýningin hófst um síðustu helgi, en vegna vígslu Listasafnsins var ekki hægt að sýna neitt frá henni þá. Hans frá íslandi er sögupersóna hjá sjálfum Victor Hugo, höfundi Vesalinganna, sem nú ganga í söngleiksformi í Þjóð- leikhúsinu. Hans frá ísiandi er einskonar Skugga- Sveinn og forstúdía fyrir sögupersónuna Valjean í Vesalingunum. Elísabet Jökulsdóttir Til Ragnars og Siggu Augnablik býr eilífðin hjá ykkur Undir stjömubjörtum fjöllum leikur andinn í húsinu á flygil heimilisfriður og rabbabbaravín með kaffinu Heimurinn hefur ákveðið að vera hér þessa leiknu stund sem kemur aldrei aftur og hverfur aldrei Hér eru samræður list og þegar dagar flýgur síðasta orðið úr nóttinni og verður lag handa hugsuninni og lykt af nývöknuðu hafi Hér er enginn gestur en ferðalag handa hverjum og einum Um eilífð á augnablikið heima hér Ljóðið er tileinkaö Ragnari H. Ragnar og Sigríði konu hans. B Að væta kverkarnar Islendingar eru meiri vatnsins böm en margar þjóðir aðrar. Vaxnir upp, frá kyni til kyns, við mikinn snjó og mikla rigningu. Auk þess kváðum við, í viðbót við bæði snjó- inn, ámar og rigninguna, nota í rífasta lagi af kranavatni, meðal annars til hvers kyns hreinlætis- aðgerða á persónu okkar og eignum. En þegar til þeirrar frumþarfar kemur að væta kverkamar, þá verða íslendingar allt í einu öðru fólki vatnsfælnari, en leita þess í stað á náðir svaladrykkjanna, hverra tala er legíó, auk hinna sítryggu förunauta á lífsleiðinni: mjólkur og kaffis. Þetta hefur nýlega heyrst tíundað af ábyrgum mönnum sem ein skýringin á hörmulegri tannheilsu þjóðarinnar. Sykraðir drykkir em auðvitað tanneitur eins og hver önnur sætindi, og sú gullna regla tannhirðunnar að borða ekki á milli mála tekur jafnt til næringar í föstu formi og fljótandi. En að drekka ekki milli mála er þeim mun harðari regla sem þorstinn er hvikuili en hungrið: Stungum þarf maður einfaldlega að væta kverkamar. Þá á að fá sér vatnssopa, sögðu hinir vísu menn í útvarpinu, í stað þess að gera þorstann hvetju sinni að tilefni til að fá sér skammt af fljótandi fæðu, sem er ekki að- eins skaðvæn tönnunum, heldur einhæfur og óhollur hluti af mataræði fjölda fólks. Drykkjarsullið á víst dijúgan þátt í að halda íslendingum í meistaraflokki sem sykuræt- um. Og þeir ætiuðu, hinir vísu menn í útvarp- inu, að gerast málsvarar vatnsins: skera upp herör fyrir vatnsdrykkju. Það er verðugt viðfangsefni, og sjálfsagt má vænta nokk- urs árangurs af markvissri áróðursherferð, jafnvel þótt ekki sé geypimiklu til kostað. En aldrei verða vinir vatnsins jafnsterkir á auglýsingasvellinu og sölumenn svala- drykkjanna. Þar er raunar ólíku saman að jafna: vatnið hlýtur ávallt að gjalda þess að kosta ekki neitt svo að enginn hefur til- efni til að halda því fram til sölu. Hafið þið til dæmis hugsað út í það, úr því að við erum að tala um tannheilsu, hvað það er mikil blessun að tannkremið er dálít- ið dýrt? Þess vegna geta einhveijir grætt á því og þess vegna er það auglýst og þess vegna fær maður engan frið til að gleyma hvað það er hollt og sjálfsagt að bursta tennumar. Er kannski h'ægt að gera vatnið sam- keppnisfært með því að pakka því inn í nógu dýrar umbúðir og selja það svo út úr búð með nógu miklum tilkostnaði, auglýs- ingum og álagningu? Þetta gengur víst svolítið í löndum þar sem kranavatnið er nógu hraklega bragðvont, en hér er ekki einu sinni því að heilsa: okkar dýrlega drykkjarvatn gerir sjálft sig óseljanlegt með því að streyma óspillt úr hvers manns krana. En kraninn góði er ekki alltaf aðgengileg- ur. Komi Þorsteinn að manni á götum úti, er stutt í sjoppuna, en vatn hvergi í boði. A margs kyns mannafundum eða opinbemm stöðum er gos til sölu, djús og kaffi; en vatn fæst ekki nema úr krana frammi á klósetti, þar sem maður bograr yfir vaskin- um og sötrar úr holum lófa sínum — eða lætur það bara eiga sig og hallar sér að svaladrykkjunum. Helgina eftir að vinir vatnsins komu í útvarpið og töluðu um tennumar fór ég í Laugardalslaug þar sem fátt er til sparað gestunum til þæginda. Þar er í sturtusalnum eitt forkostulegt fágæti: sístreymandi drykkjarbuna (raunar tvær, önnur neðar á vegg fyrir bömin). Þetta er postulínsskál, eins konar vaskkrfli, með eilitlum gos- branni, blýantsdigurri bunu sem hæfílegt er að lúta yfír og súpa af. Víðföralt fólk kannast raunar við svona þægindi frá út- landinu, þar sem það er sums staðar mjög útbreitt, bæði sístreymandi bunur og þó ekki síður fráskrúfaðar, oft stýrt með fót- stigi. Þetta þykir jafnvel sjálfsagt í löndum með æði vont vatn. Og raunar er ekki ör- grannt að drykkjarbunur hafi þekkst hér á landi, en einhvem veginn aldrei fengið vera- lega útbreiðslu. T.d. ekki í skóiunum, þar sem þær kæmu þó í góðar þarfír og gætu átt þátt í að venja bömin á vatnsbragðið. Víst kunna drykkjarbunur að hafa sína galla. Utanhúss þarf að passa að ekki frjósi í þeim; innandyra má ekki sulla úr þeim; og þær geta orðið skotspónn prakkara eins og önnur mannanna verk. En ljómandi væri það nú góð auglýsing fyrir vatnið, hinn náttúralega svaladrykk, að drykkjarbunur sæjust sem víðast á almannafæri: frá skólum til skyndibitastaða, þvottaplönum til Þjóð- leikhúss. HELGI Skúli kjartansson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. FEBRÚAR 1988

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.