Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Qupperneq 4
FINNGÁLKN
í ÍSLENZKRIÞJÓÐTRÚ
OG ANNARSTAÐAR
Iþjóðtrúarheiminum koma ýmis einkennileg dýr fyr-
ir, sem ekki er auðvelt að flokka í kerfí nútíma
dýrafræði. Sum eru jafnvel eins konar blendingar
af dýri og manni. Þannig er finngálknið, sem hér
verður til umræðu.
„Finngálkn er það dýr
kallað, sem köttur og
tófa geta saman. Er það
grimmt mjög, og öllum
vargi skaðlegra fyrir
sauðfé manna, og
skotharðast allra dýra.
Vinnur engin kúla á
Finngálknið, og verður
það ekki skotið nema
með silfurhnapp eða
silfurkúlu. Það er styggt
mjög og ákaflega frátt á
fæti.“
(Úrþjóðsögum
Jóns Ámasonar)
Eftir HELGA
HALLGRÍMSSON
Því er oftast lýst sem það sé í mannslíki
að ofan, en í líki einhvers ferfætts dýrs að
neðanverðu. Því er gjaman líkt við „kentár-
ana“ grísku eða mannhestana, sem voru
menn að ofan en hestar að neðan. Sam-
kvæmt okkar fomu og nýju heimildum,
væri þó nær að líkja því við það sem kallað
var „manticore" eða mannljón, sem var hinn
mesti óvættur suður í heimi (orðið er líklega
komið úr persnesku og merkir mannæta).
Orðið finngálkn kemur fyrir í fomum
bókmenntum okkar, m.a. í elstu þýðingu á
ritinu „Physiologus", frá um 1200, en þar
stendur
„bonocentaurus heyter dyr, þat es ver
kollom finngalkan; þat es maþr fram en
dyr aftru (bonocentaurus = onocentaur-
us, þ.e. asnamenni).
Þá er minnst á fínngálkn í Hauksbók
Landnámabókar, en þar segin
„Ormr nam land milli Varmár og Þver-
ár, um Ingólfsfell allt, og bjó íHvammi;
hann átti Þórunni dóttur Ketils kjölfara,
þess er fínngálknið barði í hel.“ (Isl.
fomrit I, 391.)
Þessa Ketils kjölfara er getið á nokkrum
stöðum í Landnámu og Egils sögu, en ekki
er minnst á finngálknið nema á þessum eina
stað. Hann hefur líklega verið Norðmaður
og atburður þessi skeð í Noregi. Þá kemur
finngálkn einnig fyrir í Njáls sögu, þar sem
segir frá Þorkeli hák, er þeir Njálssynir
báðu hann liðsbónar:
„En fyrir austan Bálgarðssíðu átti Þor-
kell að sækja þeim vatn eitt kveld: þá
mætti hann fínngálkni og varðist því
lengi, en svo lauk með þeim, að hann
drap fínngálknið.u (ísl. fomritXII, 303.)
Þess er einnig getið, að Þorkell drap flug-
dreka og vann ýmis önnur hreystiverk, enda
„lét hann gera þrekvirki þessi yfír lokhvílu
sína, og á stóli fyrir hásæti sínu", segir í
sögunni (þ.e. hann lét skera út myndir af
þessum atburðum).
Samkvæmt skýringum útgefanda (neðan-
máls), er Bálgarðssíða talin vera á suðvest-
urströnd Finnlands.
í Fomaldaraögum Norðurlanda koma
fínngálkn fyrir á tveim stöðum, og er þar
að fínna lýsingar á þeim.
FinngálknI
Fornaldarsögum
í Fomaldarsögum Norðurlanda er finn-
gálkna getið á tveimur stöðum, þ.e. í Örvar-
Odds sögu og í Hjálmþérs sögu og Ölvis.
Fomaldarsögumar eru, sem kunnugt er,
skáldsögur frá fyrstu öldum íslands byggð-
ar, en styðjast þó oft við sögulegar persón-
ur, er uppi vom á tímabilinu 500—1000 úti
í Evrópu. Þær em yfirleitt harla ævintýra-
legar, og fullar af fomum þjóðsögum.
í Orvar-Odds sögu segir frá stórvirkjum
og ævintýralegum ferðum Örvar-Odds, sem
var kappi mikill. Fór hann um tíma einn
saman vítt um heim, og hitti þá m.a. kap-
pann Grana eða Rauðgrana, er svo var
nefndur, og slást þeir í fóstbræðralag.
Oddi er mikið í mun að hefna fóstbróður
síns, er drepinn var af illmenninu Ögmundi
flóka, og hefur strax orð á því við Rauð-
grana, en Rauðgrani segir honum þá tilurð
og ættemi Ögmundar.
Hafði Hárekur konungur á Bjarmalandi
(Rússlandi) átt hana með „gýgi undan forsi
stómm", og hét sú Grímhildur. Síðar breyt-
ist gýgur þessi eða flagðkona í finngálkn,
og Ieitast það við að fyrirkoma Oddi. Verð-
ur mót þeirra á Englandi, og er því svo lýst:
„Það var einh veðurdag góðan, að þeir
Skímir og Garðar fóru á land að
skemmta sér og margir menn með þeim,
en Oddur var við skip niðri. Rauðgrani
sást ekki. Veður var furðu heitt, og fóm
þeir fóstbræður af klæðum og á sund
við vatn eitt. Þar var skógur nærri. Flest-
ir voru menn þeirra af nokkurri skemmt-
an.
En er leið á daginn, sáu þeir, að dýr
eitt, furðu stórt, kom fram úr skóginum.
Það hafði mannshöfuð og geysistórar
vígtennur. Hali þess var bæði langur og
digur, klærnar furðulega stórar. Sitt
sverð hafði það f hvorri kló. Þau voru
bæði björt og stór.
Þegar þetta fínngálkn kemur fram að
mönnum, þá emjar það ógurlega hátt
og drap þegar fimm menn ífyrsta atvígi.
Þá hjó hún með hvoru sverði, en hinn
þriðja beit hún með tönnunum, tvo sló
hún með halanum og alla til dauðs. Inn-
an lítils tfma hafði hún drepið sex tigi
manna. “
Illa gekk þeim að ráða niðurlögum þessa
skrímslis, en þó gat Örvar-Oddur drepið það
að lokum, eftir að það hafði gert usla mik-
inn í liðinu.
í Hjálmþérs sögu er finngálknið heldur
skaplegra. Söguhetjan Hjálmþér er þá að
koma frá því að „drepa niður blámenn og
berserki" (líklega frá Afríku), og er á heim-.
leið. Koma þeir síðla kvölds að ey einni,
skógi vaxinni og slá þar tjöldum, en Hjálm-
þér átti að halda vörð og vaka.
„En er þeir voru sofnaðir, gekk hann frá
tjaldinu á hæð eina, og stóð þar lengi
og sást um. Hann heyrði mikinn gný
með stórum brestum í skóginum, svo að
eikurnar bifuðust. Litlu síðar kom fram
úr mörk eitt finngálkn, mikið og gild-
legt. Það hafði hrossrófu, hófa og fax
mikið. Augun voru hvít, en munnurinn
mikill og hendur stórar. Brand hafði hún
í hendi sér vænan, svo að engan hafði
hann slíkan séð fyrir. Hann hugsar að
sérskuli eigi orðfall verða, ogkvað visu:“
í vísunni ávarpar Hjálmþér fínngálknið
kurteislega og síðan kveðast þau á og tal-
ast við í bróðemi. Kemur þar máli þeirra,
að Hjálmþér ámálgar að fá sverðið (brand-
inn), en finngálknið gefur þess ekki kost,
nema hann kyssi sig (það er jafnan sagt
„hún“ um þetta fyrirbæri):
„Eigi vil ég kyssa tijónu þína,“ segir
Hjálmþér, „þvf að kannski ég verði fast-
ur við þig.“ „Hætta verður þú á það,“
segir hún, „en ráð þó sjálfur. “
Honum snýst þó bráðlega hugur og
afræður að kyssa óvættina.
„Hún mælti: „Þá verður þú að hlaupa á
háls mér, f því ég kasta upp brandinum,
en ef þú efar þig, þá er það þinn bani. “
Hún kastar nú upp sverðinu. íþví hleyp-
ur hann á háls henni og kyssti hana, en
hún henti (þ.e. greip) sverðið fyrir aftan
bak honum. Hún réttir nú að honum
brandinn og kvað vfsu. “
Ekki var nóg með að Hjálmþér fengi
sverðið að kosslaunum, heldur fékk hann
og ýmis meðmæli og góð álög, hjá þessu
merkilega finngálkni.
Af frásögnum fomsagnanna verður ljóst,
að fínngálknin eru „manndýr", sem ýmist
em í líki hests eða rándýrs að neðanverðu.
Einnig má geta þess, að í Hrólfs sögu kraka
er ein söguhetjan Elg-Fróði, er var fædd
með þeim ósköpum að vera „maður upp,
en elgur niður frá nafla", og vom álög því
valdandi. Bróðir hans hafði hundsfætur frá
rist. Elg-Fróði þótti ekki aldæla og heldur
harðleikinn: „Má ég ekki við menn eiga, því
að þeir em ölmusur einar og meiðast strax
þá við er komið," segir hann. Síðan settist
hann að einn saman í skála við Kjalveg í
Noregi. Hann er þó jafnan talinn maður en
ekki fínngálkn.
Finngálknin virðast flest vera í Austur-
vegi eða upp rannin þaðan, þ.e. í Finnlandi
eða Rússlandi, enda virðast galdrar og tröll
hafa átt þátt í sköpun þeirra og þessi lönd
vom þekkt fyrir slíkt.
Heitið finngálkn mun og að líkindum
dregið af nafni Finna (lappa) sbr. finnskur
galdur, finnabrækur, o.fl. en það var al-
mennt álit á Norðurlöndum, að Lappar,
væm sérstaklega göldróttir. Síðari hluti
orðsins, -gálk, er óljós að upprana, en það
var stundum ritað galkan (Physiologus),
og hefur S. Bugge getið sér til að það væri
samandregið úr eldra orði: gandlíkan, sem
myndi þýða einhvers konar galdralíkneski.
í Hymiskviðu er orðið „hreingalkn" notað
sem jötnaheiti.
Geta má þess að stjömumerkið Sagittar-
ius, sem nú er oftast nefnt bogmaðurinn á
íslensku, var fyrram kallað finngálkn, enda
er það gjaman myndað í líki mannhests
(kentaurs).
Ennfremur var til lýsingarorðið finn-
gálknað, sem notað var um vissa tegund
myndhverfs skáldskapar.
Getur Snorri um það í Eddu sinni, og
vísar til Ólafs Hvítaskálds, að hann kalli
„það fínngálknað, er líkum er skipt á einum
hlut í enni sömu vísu“. Segir Snorri að þetta
sé líka kallað „nykrað", og telur heldur
vera löst á skáldskap.
[Eftir Þjóðs. JA, neðanmáls, I, 611].
Ýmis aíbrigði koma fram í þjóðtrú og
fornsögum af einhverskonar skepnu,
sem er að hluta til maður og að hluta
dýr. Þar á meðal er ófreskjan margýg-
ur, sem var með mannshendur, en höf-
uð sem á hrossi og sporður á aftur-
hluta. Lýsingin er úr Flateyjarbók og
sýnir Ólaf konung helga vinna á mar-
gýgí-
I (ttöí núúQ tuár- árý Qnáj \*ená drl4
?| AfTmr cpf tóttí? etJ\xát&leýíd r íWn Wt'fefir m e bdtm dte