Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Síða 8
H E I E K I Frummyndakenning PLATÓNS Nótt eina átti Sókrates að hafa dreymt svan í sárum er sat á knjám honum, en varð brátt fleygur. Daginn eftir kom til hans ungur maður, sonur Aristons. Þessi höfðingjasonur, sem rakti ættir sínar til Sólons í móðurætt og sjávarguðsins Póseidons í karllegg, átti eftir að gera nafn lærimeistara síns ódauð- legt en sjálfur skrifaði Sókrates aldrei staf- Kjami kenningarinnar er að hugtök eigi sér sjálfstæða tilvist, óháð fyrirbæmnum, semþau lýsa. Þau séu óhagganlegar fastastæður í heimi eilífra sanninda, en fyrirbæri jarðlífsins séu ófullkomnar afsteypur. — Fyrri hluti — EFTIRJON HJALTASON krók. Platón nefndist hann, þessi ungi maður, sumir segja að skímamafni aðrir að viður- nefni. Hann er sagður fæddur um 427 f. Kr. í Aþenu, sem þá hafði um langt skeið verið voldugust borgrílq'a Grikklands. Pelóps- skagastyijöldin setti þó strik í reikninginn og var Platón vart kominn af gelgjuskeiði þegar Aþeningar urðu að sæta afarkostum af hendi Spartveija árið 404 f.Kr. Platón lifði miklar þjóðfélagshræringar. Lýðræðið var fótum troðið, uppreisnir gerð- ar og almenningur sviptur lýðréttindum sínum. En lýðsinnar risu um síðir úr ösku- stónni og hófu sig til vegs á nýjan leik, að vísu ekki til annars en að reka smiðshöggið á endanlegan ósigur Aþenu í styijöldinni miklu. Dæmdi þingið hæfustu herforingja sina til dauða, en varla hafði dómnum fyrr verið framfylgt en þingmennimir sáu að sér. Og eins og tii að bíta höfuðið af skömm- inni dæmdi þingið, sjálfsagt í yfírbótar- skyni, þá til dauða er vasklegast höfðu geng- ið fram í að fá herforingjana rekna fyrir ættemisstapann. Eins og fyrr er sagt biðu Aþekingar fulln- aðarósigur í Pelópsskagastyijöldinni árið 404 f.Kr. en ófriðurinn hafði þá geisað linnu- lítið frá árinu 431. í skjóli Spartveija kom- ust hinir svokölluðu 30 harðstjórar til valda í borginni. Ári síðar var þeim steypt af stóli og lýðræði komst á laggimar enn á ný. Dró nú brátt til þeirra atburða er líklegt má telja að háft hafí gífurleg áhrif á Platón. Hann hafði í 10 ár hlýtt á ræðu Sókratesar, kynnst hugðarefnum hans og sífelldri leit að sannleikanum. Nú var þessi aldni hugsuður kærður fyrir að spilla æsku- lýðnum og bijóta gegn ríkinu, með því hann efaðist um guðina og boðaði annarlega trú. Árið 399 dæmdi alþýðudómstóll, skipaður 500 borgurum, hann til dauða. Yfirgaf Platón nú borgina og næstu 12 árin flæktist hann víða. Hvert hann fór eða hvað hann gerði þessi ár er ekki með öllu ljóst. Getgátur em uppi um að hann hafí komið til Egyptalands, en lengst er hann talinn hafa dvalist í Vestur-nýlendunum á Suður-Ítalíu. Þar vom þá höfuðstöðvar pýþagóringa, en borgin Tarentúm var helsta vígi þeirra á Appennínaskaganum. Þá drap Platón niður fæti í Sýrakúsu á Sikiley þar sem hann vingaðist við Díonýsos eldri, alræðismann eyjarinnar. Hvort þar kastaðist í kekki með stjómspekingnum og alvaldinum er ekki vitað með vissu, en hitt þykir næsta víst að Platón var í kjölfar þessa boðinn upp á þrælamarkaði, en var forðað frá ævilangri þrælkun af vini sínum einum, ónafngreindum, sem keypti hann. Ekki gerði Platón það endasleppt við Sikiley- inga því síðar á ævinni átti hann eftir að heimsækja eyjuna f tvígang. Sneri ferðalangurinn nú heimleiðis og til Aþenu kom hann 387 f.Kr. og stóð þá á fertugu. Líffskeið hans var hálfnað og má gera ráð fyrir því að starfsævi hans sem heimspekings hafí nú fyrir alvöru hafíst. Gmndvallaði hann skóla sinn, Akademíuna, en þeim skóla hefur orðið lengstra lífdaga auðið af öllum skólum hins vestræna heims. Hann starfaði í 900 ár samfleytt. 347 f.Kr. er talið að Platón hafí dáið. Hann lét eftir sig mörg ritverk, sem öll era skráð í „samræðuformi“, líkt og tíðkast með leikrit. Hafa þessar ritsmíðar hans nær allar varðveist. Vil ég nú reyna að gera einni helstu hug- mynd Platóns, frummyndakenningunni, nokkur skil. Reyndar er þetta verkefni fyrir margra hluta sakir æði erfítt. Platón sjálfur kemur nær aldrei fram í verkum sínum og Brjóstmyad af Platon. Ein af mörgum styttum af Sókratesi. þá sjaldan honum bregður þar fyrir þá er hann ætíð í hlutverki lítilsigldrar aukaper- sónu, jafnvel veikur heima í rúmi. Þegar öll kurl koma til grafar er það margslungið verk að negla hugmyndir hans fastar innan um allan heilaspunann, sem hann leggur söguhetjum sínum í munn. Ennfremur vflar Platón ekki fyrir sér að láta sömu hugmynd- imar ganga aftur í mörgum myndum í hin- um íjölmörgu ritum sínum. Að kenna þar haus og sporð er því oft á tíðum lagt í hend- ur lesandanum sjálfum — en er það ekki einmitt einkenni góðs kennara? Frummyndakenningin Það er ekki hvað síst erfítt að henda reið- ur á hugsun Platóns þegar hann leiðir hug- ann að frummyndum sínum. Ef við föllumst á það að sá Sókrates, sem gægist ffarn í eldri verkum Platóns, s.s. Málsvöminni og Evþýfróni, sé í einhveiju, jafnvel miklu, líkur hinum sama þrasara og vanrækti konu sína og þijú böm fyrir sakir viskuleitar, þá sann- ast hið fomkveðna að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Fyrir alþýðudómstólnum gerði Sókrates að umræðuefni ummæli véfréttarinnar í Deifí, en hún svaraði aðspurð, að engin væri honum vitrari. Þetta olli Sókratesi miklum heilabrotum, enda hann fjarri þvi að télja sjálfan sig spakvitran. Eftir miklar bollaleggingar og rannsóknir komst Sókrat- es að þeirri niðurstöðu að viturleiki hans kristallaðist í þeirri vissu hans að mannleg viska væri í raun á villigötum. En hvers vegna hlaut þetta að vera svo, vissi mann- skepnan ekki sínu viti? Jú, því var ekki að neita að maðurinn vissi kannski lengra nefí sínu, en það var hjóm eitt hjá hinni sönnu visku. En þessi sanni vísdómur var vitneskj- an um ástæður hlutanna. Það var nefnilega ekki nóg að vita hvað einkenndi einstakan góðan mann eða guðhræddan, réttiátan eða hófsaman. Sókrates spurði Evþýfrón ekki að því hvaða einstakir verknaðir teldust heilagir, heldur lá honum á hjarta að fá vitneskju um hvað það væri, sem gerði alla heilaga verknaði heilaga, það er hvert væri eðli heilagleikans sjálfs. Öðmm hugtökum (í það minnsta hinum siðferðilegu, sálfræðilegu og fmmspekilegu) gerði hann sömu skil. Segði ég Birgittu Bardott og Raquel Welsh falleg- ar þá myndi Sókrates heitinn, mætti hann mæla, spyija mig um hæl — en hvað er það sem gerir fallegt fallegt? fy'óaði nú lítt fyrir mig að nafngreina fleira fólk er ég teldi fritt eða lýsa fögm vaxtarlagi kvennanna sem til umræðu væm. Sókrates, lítill og ljót- ur, myndi heimta svar við því hvort ekki fyndist í öllu fögm einn og sami gmndvöll- ur hins fagra, sem gerði það fagurt? Svar- aði ég játandi væri ég að þrengja snömna að eigin hálsi því næstu spumingu þrætu- meistarans vissi ég mig allsendis ófæran að svara — hvað er þetta gmndvallaratriði hins fagra? Svaraði ég spumingunni hins vegar neit- andi má gera sér í hugarlund viðbrögð Sókr- atesar. „Nú er ég aldeilis forviða. Hvemig þykist þú geta þekkt hið fagra ef ekki er til neitt það er gerir fagurt fagurt? Ekkert sem þú getur lagt sem mælistiku við hluti og yfírfært á þá og sem gefur samsvömn ef hlutimir em fagrir, annars ekki. Hvemig getur þú, minn kæri, talað um eitthvað fag- urt og eitthvað fegurra ef ekki er til ein- hver almenn fegurð, þ.e. hið fegursta, full- komlega fagurt, sem önnur fegurð dregur dám af?!! Þannig er réttlátur maður eða hófsamur sá eini er skilur hinstu rök slíkrar breytni. Hinn, sem ekki kann skil á því eðli eða þeim sannleika er gerir hið réttláta réttlátt eða hófsemina hófsama, getur aldrei orðið réttlátur eða hófsamur. Það er sama þó hann álpist til réttlátra verka eða hófs í orði og verki, svo lengi sem hann þekkir ekki rótina em honum ávextimir forboðnir. Var nema von að Sókrates ræki Evþýfrón á stampinn þegar jafnvel hann sjálfur átti ekki nein svör eða skýringar á takteinum. Þessi fáfræði, eða öllu frekar vitund um fáfræði, var engu að síður í augum guðanna hin mesta vitneslq'a. Því var það að véfrétt- in í Delfí rómaði vitsmuni Sókratesar, að hann gekk ekki dijúgt fram í dul ofmetnað- ar og oflætis. Þessi vora þau jám er hinn leitandi andi skildi eftir í afli sínum og hömmð vom til eggjar af lærisveini hans, Platóni. Því í raun- inni var frummjmdakenningin „ ... alhæfing á þessari ffumhugmynd Sókratesar, kerfisbundin útfærsla eða útvíkkun hennar. Kjami hennar er... að hugtök eigi sér sjálfstæða tilvist, óháð fyrirbæmnum sem þau lýsa. Þau séu óhagganlegar fastastæður í heimi eilífra sanninda, en fyrirbæri jarðlífsins séu ófullkomnar afsteypur, eftirmyndir hug- takanna og þá aðeins að svo miklu leyti, sem þau eiga hlutdeild í eða reyna að lflq'ast frummyndunum.“i Lærisveinninn Platón En það fléttuðust fleiri þræðir saman í kenningu Platóns, en þeir einir sem hér hefur verið drepið á. Hugmynd Herakleitos- ar um hverfulleika heimsins endurspeglast í ritum Platóns. Dæmisaga Herakleitosar sjálfs um að ógjömingur væri að stíga tvisv- ar í sama fljótið lýsir kenningu hans einna best. Ekkert er í raun og vem til heldur er allt annaðhvort í mótun eða á fallandi fæti „allt fram streymir endalaust" — panta hrei. Það er augljóst að slíkur heimur sem þessi er óskiljanlegur þar sem allt er á sér- hverri sekúndu og mínútu breytingum undir- orpið. Sönn þekking er óhugsandi með öllu því breytingin er eilíf og ævarandi og nær til alls, sem í heiminum er. Þessi skoðun endurómar í frammyndakenningunni, sem segir skilningarfæri mannsins vera með öllu ófær að gefa honum sanna mynd af um- hverfí hans. Platón var þó ekki með öllu reiðubúinn að leggja fyrir róða möguleikann til vísinda- legrar iðkunar og líklega hefur hann þar gengið í smiðju eleatana. Því víst er um það að skoðanir aðalforsprakka þeirra, Parmen- ídesar frá Eleu, em mjög lifandi í frum- myndakenningunni. í hnotskum var heims- mynd Parmenídesar sú að í heiminum væri eitthvað vitrænt, sem alltaf hefði verið og myndi halda áfram að vera um alla framtíð, ævinlega óbreytt og óbreytanlegt. Og svo fremi, sem maðurinn léti stjómast af skyn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.