Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Síða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Síða 22
Myndir frá Gambíu 1988 Gambía er eitt af minnstu löndum Afríku, 10.367 km. Með- albreidd landsins er 35 km og lengd þess 300 km. Lega lands- ins er sérkennileg, Gambía er eins og fíngur sem potar inn í landið Senegal, sem liggur við Atlantshafíð í Vestur-Afríku. Strönd Gambíu er 50 km löng og frá hafínu og alveg inn í botn landsins — og ennþá lengra — rennur Gambíaflóðið. Gambía er sjálfstætt ríki síðan 1965, en hafði áður verið ensk nýlenda. Enska er ríkismál en annars eru mörg tungumál töluð innan hinna ýmsu kynþátta landsins. Áætlaður fólksfjöldi er um 700.000. Aðalatvinnugrein er framleiðsla á jarðhetum. Góð fiskimið eru fyrir utan Gambíu og 1971 var fískiðnaði komið á fót þar. Erlent fjármagn hefur að mestu leyti staðið fyrir fisk- iðnaðinum, m.a. japanskt. Fyrir nokkru tók íslensk-norska ráð- gjafarfyrirtækið NORFICO að sér alhliða ráðgjöf um fískveiðar og fiskvinnslu í Gambíu, fyrir um 450 millj. íslenskra króna, en samningurinn um ráðgjöfína var gerður við Gambíustjóm. Ferðaiðnaður í Gambíu er frekar nýr af nálinni en fjöidi ferðamanna er þó núna um 50 þús. árlega. Aðallega eru þetta ferðamenn frá Bretlandi og Skandinavíu. Ferðamannatíminn er frá október til apríl, en þá er loftslagið ákaflega gott. Sólin skín allan liðlangan daginn og Ánægt bam — ánægð móðir. Farþegar koma í land úr bát á Gambíaflóðinu. hitastig í lofti er 28°—32° ^>g í hafinu og flóðinu um 24°. Það er alveg hættulaust að synda í hafínu þó að hákarlar séu ekki langt undan, því þeir koma aldr- ei það nálægt ströndinni. Dýralíf er frekar fábreytt, lítið er um stór dýr, en fuglalífið er því margbreytilegra. Rúmlega 400 fuglategundir eru í landinu, þ.á m. nokkrir íslenskir farfugl- ar! Gambíaflóðið er lífæð lands- ins. Bátar og lítil skip eru stöð- ugt á ferð með vörur og far- þega. Það er ákaflega gaman Matur lagaður á hlóðum á bæjarhlaðinu. 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.