Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Side 23

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Side 23
„Fatadeildin “ á markaðinum í höfuðborginni Banjul. að ferðast með þessum bátum, fara í land við og við og heim- sækja litlu þorpin, sem eru hér og þar við flóðið. íbúamir eru vingjarnlegir og hafa ekkert á móti því að maður taki myndir af þeim. Börnin flykkjast að ferðafólkinu, forvitin, það er til- breytni í því að sjá þetta hvíta fólk, með skrítna sólhatta á höfði og myndavélar á lofti. Heimsókn í Gambíu er ánægjulegt. Það er engin stjóm- málaleg óró í landinu, sami for- seti, Sir Dawda Jawara, hefur setið við völd frá að hann var kosinn þegar landið varð sjálf- stætt. Fátækt sér maður ekki, þó að lífskjör séu auðvitað allt önnur en í vestrænum löndum. Eftir að hafa verið í Gambíu hugsar maður með ánægju um blaktandi pálmatré, heiðskíran himin, glampandi sól, skrækjandi apa, sem sveifla sér á milli ttjá- toppanna, og vingjarnlega íbúa. Unnur Guðjónsdóttir Matur seldur á markaðinum í bænum Serekunda. Kona að binda bamið sitt á bakið. s Sérhæfðar ferðavörur: Skordýrafæla hitabeltisnætur Ferðablaðið hefur áður birt greinar um sérhæfðar ferða- vörur — neysluvaming fyrir neyslufrekasta flakkara í heim- inum — ferðamanninn. AHtaf er verið að koma til móts við kröfur ferðamannsins og upp- finningar eru margar og sumar harla nýstárlegar. Hérna kem- ur ein, sem kannski rnargir hafa beðið eftir. Hún er fyrir þá, sem eru svo heppnir að ferðast um heitari lönd og kjósa að ráða sínum nætur- stað. Ferðavörur kynna hér með hinn mikla moskítóflugnaeyðir, er gefur þreyttum ferðamanni friðsælan nætursvefn. Hann nefn- ist „buzz-off“ eða „suðið í burt“ og er einföld innstunga með bún- aði fyrir töflur sem eyða skordýr- um. Tíu tíma svefn Innstungunni fylgja 20 töflur, en hver tafla hefur áhrif í 10 klukkustundir þannig að flestir ættu að geta sofið út! Leiðbeining- ar: Setjið eina töflu í hólfíð og stingið flugnaeyðinum í samband. Góða nótt! Virðist einfalt og hand- hægt. Töflumar gefa frá sér veika lykt — þægilega fyrir ferðamann- inn, en „lífshættulega" fyrir moskítóflugur og önnur fljúgandi óþægindi er hrella ferðamanninn. Innstunguna er hægt að nota hvar sem er í heiminum, ef með fylgir hið sérhæfða aðlögunar- rafkerfí frá alþjóðlegum ferðavör- um ( kynnt í næsta Ferðablaði). Flugnaeyðirinn kostar um 350 krónur. Pakki með 20 töflum kost- ar um 200 krónur. Upplýsingar og pantanir fyrir „buzz-off“ eru hjá: Honey Halliday, Traveller Intemational Products, 51 Hays Mews, London WIX 5DB. Sími: 01-262 1976 Fyrir friðsælan nætursvefn LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MAÍ 1988 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.