Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 5
Hiairákœrðu voru tuttugu ogeinum betur. Af ákærunum máttihelztráða, aðþeirhefðu gert samsæri tilað eyðileggja allan iðuað ogallan landbúnað íSovétríkjunum.
Teikning: Ámi Elfar
við því að rekja glæpina í smáatriðum, lýsti
hann því einfaldlega yfir, að sem leiðtogi
samtakanna tæki hann fulla ábyrgð á öllum
athöfnum þeirra, hvort sem hann vissi af
þeim eða ekki. Þvínæst hóf hann að greina
frá sinni efnahagsstefnu, sem þá, fyrir
fimmtíu árum, svipaði dálítið til glasnost og
perestrojku Mikaels Gorbatsjofs í dag. Hann
skýrði frá því að hann hefði fyrst hvarflað
frá flokkslínunni varðandi efnahagsstefnu
Stalíns að byggja upp þungaiðnað, sem fram-
kvæmd var af svo miklum hraða að það kom
niður á fjárhagsáætluninni og hafði neikvæð
áhrif á framleiðsluna. Hann og félagar hans
hefðu líka haft efasemdir um áform stjómar-
innar um algjört samyrkjuskipulag land-
búnaðarins og útrýmingu betur megandi
bænda. Hann hefði að lokum orðið hlynntur
einskonar ríkiskapítalisma, með smáum sam-
yrlqubúum, sjálfstæðum góðbændum, er-
lendri flárfestingu og afnámi ríkiseinokunnar
á útflutningsversluninni. Á stjómmálasvið-
inu hefðu þeir líka hneigst að meira lýð-
ræði, með fleiri en einum flokki á endanum.
PERSÓNAÍ
EiginLeikriti
Þegar hér var komið voru Ulrich og Vys-
inskíj mjög famir að óróast. Þetta var hreint
ekki það sem þeir hefðu viljað láta heyrast,
Vysinskíj spurði í flýti um njósnimar. En
Búkharín var fastur fyrir og neitaði eindreg-
ið að hann hefði nokkum tímann verið erind-
reki erlends stórveldis; þaðan af síður hefði
hann hugleitt að myrða Lenín eða sundur-
lima Ráðstjómarríkin.
Ekki var þetta heldur allt. Áiján mánuðum
áður, þegar undirbúningur þessara réttar-
halda hófst, hafði Henrik Grígoreivitsj
Jagóda ennþá verið þjóðfulltrúi innanríkis-
mála, með öðrum orðum yfirmaður hinnar
allsráðandi NKVD, eða leynilögreglunnar.
Vegna eins af þessum duttlungafullu gamb-
ítum, sem Stalín hafði svo mikla ánægju af,
hafði hann síðan verið settur af, fangelsað-
ur, og nú, um það bil ári síðar, stóð hann í
sakbomingastúkunni hjá mönnunum sem
hann sjálfur hafði fengið handtekna og fyrir
honum komið, ef svo má segja, eins og leik-
ritahöfundi sem skyndilega er orðin persóna
í eigin leikriti. Fyrir Vysínskíj, sem hlaut
að láta hvarfla að sér að það sama gæti
hent hann, var það auðsjáanlega vandasamt
hlutverk að yfirheyra þennan fyrrverandi
starfsbróður sinn, sem þar til fyrir skömmu
hafði, haft vald á lífi og dauða hvers manns
í salnum.
Ifyrrum skósveinar Jagóda höfðu sannar-
lega ekki tekið hann neinum vettlingatökum.
Einu til tveimur árum áður hafði hann verið
unglegur og djarflegur. Nú var hann niður-
brotinn og gráhærður. Þrátt fyrir það stóð
hann enn fast á sínu um nokkur atriði og
hélt áfram að andmæla, þrotinni röddu.
Hvemig stóð á því, spurði Vysínskíj, að
yfirlýsing hans nú var ekki í samræmi við
þær sem hann hafði undirritað áður en hann
kom fyrir réttinn?
„Vegna þess,“ var svarið, „að þær yfirlýs-
ingar voru rangar."
„Og nú?“
„Er ég að segja sannleikann."
„Og hvers vegna laugstu?"
„Kannski," sagði hann lágri, hljómlausri
röddu, „þú leyfir mér að láta þeirri spum-
ingu ósvarað?"
Fyrr í réttarhöldunum hafði Krestínskíj
sagt að hann hefði verið fenginn til að gefa
fyrri yfirlýsingar gegn vilja sínum. Þessi illa
dulda skírskotun til aðferða leynilögreglunn-
ar var jafnvel enn áhrifameiri þar sem hún
kom frá fyrrverandi yfirmanni hennar. Það
sem gefið var í skyn með henni gat jafnvel
ekki farið fram hjá þeim sem sátu á troð-
fullum áheyrendabekkjunum. Það varð
ókyrrð í réttarsalnum. Það þurfti greinilega
að grípa til róttækra ráðstafana. Þegar rétt-
urinn kom saman aftur nokkmm klukku-
stundum síðar hafði fanginn elst um tuttugu
ár. Áður hafði hann verið niðurbrotinn, nú
var hann sundurkraminn. Fyrir réttarhlé
hafði hann játað allt, þar á meðal röð af
heldur ótrúlegum morðum, en morð höfðu
nú verið hans ær og kýr eins og allir þama
vissu.
Eftir að yfirheyrslum jrfir föngunum lauk
flutti Vysínskíj lokarseðuna fyrir hönd
ákæruvaldsins, fimm og hálftíma langa. Það
sem opinbera ákærandann skorti í málsnilld
bætti hann upp með yfirgengilegum líking-
um; líkti Búkharín við Júdas ískaríot og A1
Capone og lýsti honum sem kynblendingi
refs og svíns. „Þjóð okkar,“ lauk hann máli
sínu hárri, skrækri röddu, og það var dálítil
froða í munnvikunum, „biður um það eitt
að þessir óþverrahundar, þessi bölvuðu skrið-
dýr, verði afmáð."
AðVerða
Skotnir
Af lokaávörpum hinna ákærðu bar eitt
af — ávarp Búkharíns. Manni fannst að hér
stæði, frammi fyrir endalokum sínum, einn
þeirra sem eftir lifðu af deyjandi kynþætti,
af mönnunum sem gert höfðu byltinguna,
sem allt sitt líf höfðu barist fyrir hugsjón
og frekar en að bregðast henni væru nú að
kremjast sundur af sínu eigin sköpunar-
verki. Eftir að hafa viðurkennt réttmæti
málshöfðunarinnar gegn sér í grundvallarat-
riðum, hóf hann þegar að tæta málflutning-
inn sundur, á meðan Vysínskíj gerði sér upp
geispa og varð órólegur í sæti sfnu. Enn
neitaði hann því að hafa nokkum tímann
verið njósnari eða skemmdarverkamaður,
eða hafa nokkru sinni látið sér til hugar
koma að myrða Lenín. En, hélt hann áfram,
þetta þýddi ekki það að hann væri ekki sek-
ur og að hann verðskuldaði ekki að vera
skotinn margoft. Að vissu leyti hefði pólitísk
þróun hans verið rökrétt afleiðing af and-
stöðu hans við stjómina. Eftir að hafa einu
sinni vikið frá bolsévismanum, frá flokkslín-
unni, hefðu hann og vinir hans óhjákvæmi-
lega orðið gagnbyltingarsinnaðir misyndis-
menn, þó að þá hefði skort raunverulega trú
á gagnbyltingarmálstað sinn, Því að þegar
öllu var á botninn hvolft hafði ríkisvald
Ráðstjómarríkjanna máttinn til að lama vilja
andstæðinga sinna og gera þeim að lokum
að iðrast og játa. Slíkt gæti aðeins gerst í
Ráðstjómarríkjunum. Hvers_ vegna hafði
hann gengist við sekt sinni? í fangavistinni
hafði hann riflað upp hið liðna og spurt sig
þessarar spumingar. Ef ég dey, fyrir hvað
dey ég þá? Það var þá sem honum fannst
sem hann horfði ofan í svart tóm, og gerði
sér ljóst, að ef hann dæi án iðrunar hefði
hann engan málstað lengur til að deyja fyr-
ir, en ef svo skyldi á hinn bóginn vilja til,
að honum yrði þyrmt, hefði hann ekkert
framar til að lifa fýrir. Það var þá sem hann
gerði sér á ný grein fyrir kostum Ráðstjóm-
arföðurlandsins, og varð svo gagntekinn, að
jafnvel á þessari stundu gæti hann beygt
hné fyrir flokknum og ættlandinu. Að tekið
yrði persónulegt tillit til sín fannst honum
ekki skipta máli lengur. Iðrun hans táknaði
siðferðilegan sigur Ráðstjómarríkjanna yfir
einum andstæðingnum enn.
Það var langt liðið á laugardag þegar
rétturinn tók sér hlé til að yfirvega dóminn
og það var ekki fyrr en klukkan fjögur að-
faranótt sunnudagsins 13. mars, sem úr-
skurðurinn var tilkynntur. Undir röðum af
glampandi bogaljósum þyrptust fangamir
aftur inn í sakbomingastúkuna og við stóð-
um upprétt á meðan dómarinn las dóminn.
Allir vom fundnir sekir um öll sakarefni.
Síðan fletti Ulrich blaðinu og las lista með
átján nöfnum, þar sem Búkharín var efstur.
Þvínæst, í algjörri þögn, hegninguna: AÐ
VERÐA SKOTNIR. Eftir þetta opnuðust
litlu dymar i síðasta sinn og þinir átján
dæmdu gengu í röð út.
Það sem Búkharín hafði gert gat aðeins
gerst í Ráðstjómarríkjurium. Eftir tíu daga
í réttarsalnum fór manni að skiljast hvað
hann var að fara, að reyna sjálfan sig sem
fanga, dómara og ákæranda, allt í senn, á
tæpu vaði milli hugarburðar og staðreynda.
„Hvað finnst þér um þetta?“ spurði ég Chol-
erton frá Daily Telegraph, sem hafði verið
lengur í Moskvu en nokkur okkar hinna.
„O, ég trúi hveiju sem vera skal,“ sagði
hann. „Ollu nema staðreyndunum." Því að
aðalráðgátan var enn óleyst.
Gat hugsanlega verið einhver sannleikur
í því sem ég hafði orðið heymarvottur að?
Eða var það hvergi að finna nema í ímyndun
Stalíns? Við höfðum fengið áhrifamikla stað-
festingu á því hvað hann lét málareksturinn
sig miklu varða, þegar bogaljósi var af
klaufaskap beint þannig að okkur birtist
kunnuglegt andlit hans og þykkt, lafandi
yfirvararskeggið þar sem hann skimaði
gegnum dökka gluggarúðu efst uppundir
þaki á réttarsalnum.
Hafði Búkharín ekki þrátt fyrir allt einu
sinni í hugsunarleysi líkt honum við Djengis
Khan?
Sterkustu áhrifin sem fylgdu mér voru
samt áhrif Búkharíns og hvemig honum
hafði tekist, þrátt fyrir hverskyns skefja-
lausar þvinganir, að halda einhvetju sem
minnti á mannlega reisn og heiðarleika, og
einnig hollustu við málstað, sem var svo
afskræmdur orðinn, að hann var naumast
þekkjanlegur og krafði hann þó hinstu fórn-
ar. Þetta eru áhrif sem ekki hafa dofnað í
huga mínum í fimmtíu ár.
ElGINKONAN í 20
áraFangayist
Ég varð því stórhrifinn þegar ég fékk
meira að vita í Moskvu á dögunum um
síðustu stundir Búkharíns fyrir handtökuna.
Nokkmm árum áður hafði hann kvænst
Önnu Mikaílóvnu, hinni ungu og hrífandi
fögm dóttur vinar síns og gamals félaga
úr bolsévíkahreyfingunni. Mikjáls Larins.
Ekkja hans minntist þess að að kvöldi 27.
febrúar 1937 hafði hann skyndilega fengið
símboð frá ritara Stalíns um að mæta á alls-
heijarfund í stjóm flokksins, sem hann vissi
af reynslu að hann myndi að líkindum ekki
koma aftur af. Hann kvaddi konu sína í flýti
og bað hana, hvað sem gerast kynni, að ala
ungan son þeirra upp sem sannan bolsévíka
og lét hana sveija að leggja á minnið bréf
sem hún, þá aðeins tuttugu og þriggja ára
gömul, átti að færa einhveijum framtíðar-
leiðtoga flokksins með beiðni um að maður
hennar yrði endurreistur. Sagan, sagði hann,
ætti það til að gera gremjuleg mistök, en
sannleikurinn finndi sér að lokum leið fram
í dagsljósið. Síðan kyssti hann hana, vitandi
að þau væm að kveðjast fyrir fullt og allt,
setti á sig hattinn, fór í leðuijakkann og
gekk út um dymar í hinsta sinn.
Önnu Mikaílóvnu var gert að dvelja í
fangabúðum næstu tuttugu árin, en tókst
einhvemveginn að lifa þau af, eins og syni
hennar, sem tekinn var frá henni og settur
á muriaðarleysingjahæli. f febrúar síðastliðn-
um, réttum fimmtíu áram eftir dauða manns
hennar, þegar hún sjálf var orðin gömul
kona, fann hún loks í Mikaíl Gorbatsjof þann
flokksleiðtoga sem var fús til að sinna náðun-
arbeiðninni, sem eiginmaður hennar lét eftir
sig.
Búkharín hefur að svo komnu máli aðeins
fengið uppreisn æra í lagalegum skilningi.
Að því leyti sem stefna hans fer saman við
markmið Mikaíls Gorbatsjofs virðist mögu-
legt að pólitísk endurreisn hans fylgi í kjöl-
farið þegar frá líður.
Það að endurreisn Búkharíns og allra sem
sakfelldir voru með honum, að undanskildum
Jagóda, sjálfum skipuleggjanda þeirra rétt-
arhalda sem tortímdu þeim, hefur loks feng-
ið umfjöllun í víðlesnum blöðum (Moskovsk-
æja Litteratúmæja Gasétta birti nýlega
áhrifamikla grein þar sem Vysínskíj var
tættur niður) sýnist mér vera nokkuð athygl-
isverður viðburður. Nú hefur glasnost loks
verið beint gegn því sem einna mestan ugg
vekur í ráðstjómarskipulaginu, hinum laga-
lega dularreyk, sem oft er hafður til að
breiða yfir vandræðamál. Má vera að Búkh-
arín hafi ekki verið óhóflega bjartsýnn þegar
hann sagði, fyrir öllum þessum áram, að
sannleikurinn muni að iokum snúast við?
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNl 1988 5