Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 6
Tónlistarhöllin í Shekon, iðnaðarhverfi í Gvangajhú, sem áður hét Kanton.
Anddyri tónlistarhallarinnar.
Kínversk tónlist
Síðari hluti
/ einu af elztu borgarhverfunum í Beying.
heyrir öll
hjartanu til
æstu tvenna tónleika héldum við í Gvangsj-
hú, sem áður var kunn sem Kanton, höfuð-
borg Gvandonghéraðs.
Hér var einu sinni kínversk útvarðarstöð
þar til straumur innflytjenda kom að norðan
Norræna kvartettinum,
sem í eru auk
greinarhöfundar, Einar
Jóhannesson
klarinetleikari, Roger
Carlsson slagverksleikari
og Áskell Másson
trumbuleikari og
tónskáld, var boðið til
að flytja vestræna
samtiðartónlist í Kína
og birtist fyrri hluti
frásagnarinnar í síðustu
Lesbók.
Eftir JOSEPH KA
CHEUNGFUNG
Einnaf vörðunum við Minggrafhýsið.
er úbreiddasta málið meðal Kínverja sem
búa utan Kína.
Þrátt fyrir þessi róstusömu viðskipti við
hingað suður á Tangtímabilinu (618—906
e.K.) til að setjast að og nefndu sig „Menn
Tangs“ á kantonsku, til aðgreiningar kenn-
ingamafni norðanmanna, „Menn Hans". Frá
þeim tíma, og þar til hið nýja Kína einangr-
aðist frá umheiminum, hafði Gvangsjhú
verið heimsborg og sérstök miðstöð veru-
legrar utanríkisverslunar; í fyrstu við Aust-
urlönd nær og lönd í suð-austur Asíu og
síðan við Vesturlönd. Það voru síðasttöldu
viðskiptin, sem leiddu mesta auðmýkingu,
hugmyndafræðilega kúgun og arðrán yfír
Kínveija, sem náði hámarki með Ópíum-
stríðinu (1839—1842) og „ójafnaðarsamn-
ingum" sem fylgdu í kjölfarið, hver á eftir
öðrum, og fólu meðal annars í sér afsal á
Hong Kong til Breta, sem nýlendu. Það var
líka héðan sem flestir kínverskir útflytjend-
ur komu, sem skýrir hvers vegna kantonska
(i
•JígjfáfM
Vesturlönd er Vesturlandabúum enn fagnað
af innilegri kurteisi af Gvangsjhúbúum —
fólki sem er „of stolt til að sýna ókurteisi".
Þetta viðmótsþýða og óáreitna fólk verður
nú að aðlaga sig vestrænum framfaraskiln-
ingi og miskunnarlausum viðskiptaháttum
til að verða hlutgengt á alþjóðamörkuðum
hinna þróuðu landa. En það hefur enn ekki
lært þessa ströngu lexíu, því að ólíkt því
sem er í Hong Kong, sem hefur sama æða-
slátt og New York, er tímaskyn þess bund-
ið eilífðinni; það var ekkert takmark að
keppa að, enginn markaður að vinna, aðeins
líf að lifa. En þetta kyrrláta yfírbragð er
þó óðum að raskast.
En þó að Kínveijar séu kyrrlátir er ekki
þar með sagt að þeir séu ekki örgeðja, því
það eru þeir í rauninni einmitt. Þeir eru
spaugsamir og hláturmildir og seigla þeirra
við erfið störf er annáluð. Ekki er leitast
við að glæða lyndiseinkunnir á borð við
skapbræði, frekju og ráðríki, sem á Vestur-
löndum eru stundum taldar vera stýrkur,
heldur vekja þær andstyggð og eru taldar
siðblinda. Það var fallegt að sjá friðsamlega
lífshætti Kínveija. Maður gengur óhultur
um stórborgir Kína að nóttu til, ólíkt því
sem er í nokkurri borg á Vesturlöndum.
Hjá Kínveijum, einkum sunnanmönnum,
urðum við afar lítið varir við það vamarvið-
mót, sem stórborgarbúar á Vesturlöndum
hafa tamið sér til að komast af; þeir virtust
svo vingjamlegir, opinskáir og viðkvæmir,
og okkur fannst það einkar mannlegt og
hjartnæmt. Þeir bregðast af þolinmæði og
skilningi við því þegar Vesturlandabúar
haga sér undarlega — eru t.d. dmkknir á
götum úti — brosa vanalega og yppta öxlum
og sumir koma jafnvel og bjóða aðstoð.
Gamalt fólk og böm em enn virt og betur
annast um þau en víðast hvar annars stað-
ar, og samskipti kynslóða virðast vera vand-
kvæðalaus. Þær búa oftast undir sama þaki
og deila kjömm, og til skamms tíma hafa
ólíkir menningarhættir ekki aðskilið þær.
Nú fara unglingar á diskótek og hlusta á
popptónlist, sem er undir vestrænum áhrif-
um, en gamlingjamir halda tryggð við Kant-
onsku ópemna þar sem sjá má suma þeirra
ræskjandi sig og kýtandi, án þess að hirða
um viðtekna siði! Aðrir kjósa að fylgjast
með textanum, sem birtist á hliðartjaldi,
fremur en því sem fram fer á sviðinu, sem
er þó bæði litskrúðugt og tilkomumikið!
Þetta er vegna þess að óperutextamir era
á mjög fáguðu máli, bundnu og óbundnu,
samboðnu þeirra klassísku höfundum - sem
samsvara Shakespeare hjá okkur.
Bæði Beijingóperan og Kantonska óperan
bera vitni iist sem fullkomnuð hefur verið
í aldanna rás og í báðum er byggt á föstu
táknkerfí sem auðveldar ókunnugum skiln-
ing. Inn í ópemmar er iðulega skotið döns-
um og fimleikaatriðum, sem gera áhorfend-
ur agndofa, jafnvel þá sem ekki skilja orð
í kínversku.
Kínversk tónlist heyrir öll hjartanu til —
angurværðinni, söknuðinum, þrám, vonum,
löngunum, aðdáun á náttúmnni og fogru
landslagi, minningum um ástvini og þá
látnu, gleði og dansi. Laglínan vegur þyngst
og það sem er af samhljómi og kontra-
punkti lýtur henni í öllu.
Hljómsveitin var falin til hliðar við sviðið
og stjómað af einum hljóðfæraleikaranna,
í stað þess að leika í gryfju og vera stjóm-
;ið af hljómsveitarstjóra, eins og gerist á
Vesturlöndum. Samleikur hennar var undra-
verður, á hvaða mælikvarða sem er, einkum
þegar tillit er tekið til þess hvemig hljóm-
sveitin varð sífellt að aðlaga sig atburðarás-
inni á sviðinu, sem oft var fylgt eftir og
6