Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 15
Ferðamenn í sýningarsal íslenskrar náttúru ODDNÝ BJÖRGVINSDÓTTIR skrifar um ferðamál í ljóðrænu likingamáli hefur náttúrufegurð og náttúruvætt- um íslands oft veríð líkt við tignarlega, fagra fjallkonu. Á sama hátt og fegurð blómans fölnar, þannig getur nátt- úrufegurð og náttúruvættir okkar unga lands glatað þ'óma sinum, ef lítið er um þá hirt eða að þeim hlúð. Líkja má ferðamönnum — sem koma til að skoða sérkenni og fegurð náttúruvætta er hlotið hafa heimsfrægð — við gesti að koma á dýra sýningu. Hvilík vonbrígði fyrir sýningargesti, ef ekkert er búið að laga til f sýningarsalnum — fjúkandi drasl og rikjandi sóðaskapur — lítið gert til að taka vel á móti þeim. Ábyrg’ð íslands á sinum náttúruvættum Okkur íslendingum er trúað fyrir mikilli náttúrufegurð og sér- stökum náttúruvættum — á engan einstakan er hallað, þó að nafnið GULLFOSS beri þar hæst. Fáir náttúruvættir hafa malað meira gull fyrir ísland en Gullfoss, en hvemig höfum við launað foss- búanum? Hvað höfum við gert til að taka vel á móti ferðagestum er borga sig dýrum dómum inn á náttúrusvið Gullfoss? Svarið er einfalt: ^Við höfum ekkert gert!“ Skartbúin upp að fossi að hitta forsetann — Hvað skyldi Sigríður Tóm- asdóttir, húsfreyja á Brattholti, segja, ef hún væri uppi? — Hún er klæddi sig í sitt besta skart og fór að hitta Svein Bjömsson, forseta íslands, uppi við Gullfoss — þótti svo vænt um fossinn og viidi búa svo vel að fossbúa, að hún fór til að biðja forsetann að aðstoða sig við að hlúa betur að umhverfi hans. — Hvað skyldi Einar Guðmundsson, bóndi á Brattholti segja, ef hann sæi ástandið núna? — Hann sem gaf þjóðinni landið i kringum fossinn til þess að eitthvað yrði gert fyrir umhverfið — til þess að þjóðin mætti njóta þess! Lítt aðlaðandi sýningarsalur Náttúrusvið Gullfoss er að troð- ast niður í forar- og moldarsvað og j afnvel_ grasrótin er að yfirgefa svseðið. Á tunglinu finnst ekki mold, sem enn er til staðar við Gullfoss — en tungllandslag gæti orðið veruleiki á svæðinu — ef áfram heldur sem horfir og ekk- ert er gert til að binda uppblást- ur. Hvemig er svo hirt um svæð- ið? — Mannasaur urðaður bak við steina; — klósettpappír, ásamt öðm óprenthæfu og plastpokar — fjandsamlegir náttúmaðlögun — Qúka fyrir fótum ferðagesta; — yfirfullar ruslatunnur, langt frá því að anna öllum úrgangi er fell- ur frá fjölda staðargesta. Lítt er sýningarsalurinn prýddur fyrir gestamóttöku — eins og „gullmol- inn“ okkar á skilið. Stjórnun og ábyrgð á ferðamönnum Hin margrædda stjómun á ferðamönnum og brýnasta að- staða fyrir þá — finnst ekki á mest sótta ferðamannastað ís- lands! Sýningargestir náttúm- Sviðs klífa stórhættulegar moldar- eða aurskriður — glerhálar í regn- bleytu og ávallt sleipar þar sem fossúða ber yfír. Eini göngustíg- urinn er hálfhmninn! Englending- ar aumkuðu sig yfír okkur og unnu sjálfboðavinnu á staðnum fyrir nokkmm ámm að fmm- kvæði Einars bónda á Brattholti — ennþá sjást einhver ummerki. En núna má alls staðar ganga — alls staðar tjalda — alls staðar allt! Um þrjú þúsund ferða- menn daglega Furðu sætir að ekki skuli hafa orðið stórslys í því aðstöðuleysi, sem látið er viðgangast. Hver og hvemig ætti að bregðast við, ef stórslys yrðu við Gullfoss? — Eng- inn eftirlitsmaður — enginn sími — ekkert húsaskjól! Þúsundir, en ekki hundmð af ferðamönnum — upp í þrjú þúsund á dag — kannski 10-12 rútur í einu fyrir utan smá-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.