Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 19
Klakksvík, önnur stærsta borg Færeyja. Háskólinn, Þjóðminjasafnið og Þjóðarbókasafnið í Færeyjum. strönd Færeyja. Þau urðu því að steindröngum við nyrstu kletta- strönd Færeyja — steindrangar sem vísa í áttina til íslands. íslenskir ferða- menn í Færeyjum Koma íslenskir ferðamenn mikið til Færeyja? Flestir íslendingar eiga tveggja daga viðkomu í Þórshöfn, þegar þeir eru á heimleið úr Evrópuferð með Norröna. íslenskir ferðamenn eru eina þjóðin sem kaupir lúxus- vöru í Færeyjum. Meginlandsbúar kaupa nær eingöngu minjagripi og pijónavörur, en íslendingar kaupa sjónvörp, myndbandstæki og fatnað. Tollur hjá okkur er ekki eins hár og hér, en vöruverð í Færeyjum er samt hærra en á meginlandinu. Hvað kostar vikudvöl í Fær- eyjum með flugi fram og til baka frá Reykjavík? „Apex" miði gefur um 40% af- slátt og eins gott að panta með góðum fyrirvara bæði flug og gistingu. Ég giska á 45.000 íslenskar krónur, þegar allt er innifalið. Er erfitt að fá gistingu á hótelum yfir aðal ferðamannat- imann? Hótelgistingu í Þórshöfn er vissara að panta með allt að þriggja mánaða fyrirvara, en gist- ingu 1 nágrenni Þórshafnar — svipuð flarlægð og til úthverfa frá miðbæ Reykjavíkur — er yfirleitt auðvelt að fá. Við erum með mik- ið af góðri einkagistingu, sem er tiltölulega ódýr. Um 20 hótel eru á Færeyjum, af mismunandi stærðum og gæðum. Mikið hefur byggst upp af minni hótelum á smærri stöðunum, en við erum með 5 nokkuð stór hótel með öll- um nýtísku þægindum — Hótel Borg í Þórshöfn er stærst með 100 tveggja manna herbergi og 8„svítur“. Hvað er að sjá og gera fyrir ferðamann í Færeyjum? Mjög vinsælt er að sigla á milli eyjanna með bílferjum, sem fara ' allt að 12 sinnum daglega í styttri ferðir. Skipulagðar skoðunarferð- ir eru Iíka með bátum, einu til tvisvar í viku, bæði frá Þórshöfn og Vestmanna — siglt er meðfram klettunum og sjófuglaríkið skoð- að. En það verður að vera gott veður í slíkar siglingar og þess vegna er ferðamönnum ráðlagt að hafa daglegt samband við upp- lýsingamiðstöðvar ferðamanna og ferðaskrifstofu Færeyja. Áætlun- arbílar ganga líka á milli bæja og sveitar um 13 sinnum á dag. Einnig er hægt að panta sér far með þyrlum, sem taka 14 farþega tii minni eyjanna. Þórshöfn Höfuðborgin með 15.000 íbúa, er miðstöð samgangna og menn- ingarviðburða. Gamli bæjarhlut- inn Tinganes er varðveittur í upp- runalegri mynd. Þar var gamla , þjóðþingið haldið, sem er eitt elsta alþingi í Evrópu og færeyska ríkisstjómin hefur ennþá aðsetur í gömlu byggingunum. Fróðlegt er líka að heimsækja „Skansinn" — byggður fyrir 400 árum til vamar gegn sjóræningjum. Heim- sókn í Listaskálann og nýja Norð- urlandahúsið — hannað af norsk- um og íslenskum arkitekt, þeim Ola Steen og Kolbrúnu Ragnars- dóttur; með sænsku tréverki; norskum flfsum; danskri gler og jámvinnu; finnskum húsgögnum og íslenskri þakgerð — er vel þess virði. Nýtísku sundlaug er í Þórs- höfn. Kirkjubær — Mykines og allar eyjarnar Flestir ferðamenn skoða sögubæinn Kirkjubæ, sem er 12 km frá Þórshöfn. Þar er Magnús- ar-dómkirkjan frá 1300, sem aldr- ei var fullgerð; miðaldakirkja Ólavs og 900 ára bóndabær, enn- þá í byggð en opinn fyrir ferða- menn. Mykines, vestasta eyjan með 35 íbúa, er draumastaður fyrir ferðamenn og býr yfír mik- illi náttúmfegurð og fjölbreyttu fugialífi. Segja má að hver eyja búi yfir einhveiju sérstöku í nátt- úrufari, menningu og byggð. Auð- velt er að fá veiðileyfi bæði í vötn- um og sjó. En besta upplifun ferðamannsins í Færeyjum er að ganga á fjöll og virða fyrir sér útsýnið yfir eyjar og sund. Myndbandsupptöku- tæki auðveld bráð Aldrei er nægilega brýnt fyrir ferðamönnum að ferðast ekki með of dýra hluti — að öðrum kosti að sértryggja þá. Ljósmyndar- ar sértryggja ljósmyndavélar, skartkonur sértryggja skartgripi, golfleikarar sértryggja golfsettið og svona mætti lengi telja. En hvað þýðir sértrygging? Tryggir hún fullar bætur á verðmæti hlut- ar? í sértryggingu er skráð niður fast verðmat á viðkomandi hlut — lýsing á honum, tegund og númer, ef um framleiðslunúmer er að ræða. Tjónhafi heldur alltaf 25% sjálfsábyrgð af raunmati hlut- ar, sem þýðir að þú færð ekki nema 75% bætur — þó að huturinn sé að fullur sértryggður. í bótatjóni er rétt verðmæti kannað og miðað út frá þvi. Ný tækniöld Á myndbandsöld, þegar flestir leita sér afþreyingar á skjánum — eru nýjar myndavélar að ryðja sér rúms — myndbandsupptökuvélar er sífellt að verða vinsælli. Augna- blik eru fest á myndbandsspólur upptökuvélanna, spólunni smellt inn í myndbandið og á næsta augnabliki sérðu sjálfan þig á skjánum! Gaman er að upplifa sumarfríið aftur, þegar heim er komið og fleiri ög fleiri ferðamenn taka slíkar myndavélar með sér í ferða- lagið. Þær eru léttar og fyrirferð- arlitlar — en um leið auðvelt bráð fyrir þjófa á ferðamannastöðum — sem bíða eftir því augnabliki að þú leggir vélina frá þér. Upptöku- vélamar geta kostað allt frá 50 upp í 120 þúsund krónur, svo að þjófamir sjá sér Ieik á borði. Kannski em þeir sem stunda slíka iðju þegar famir að bjóða vélamar til sölu á mest sóttu ferðamanna- stöðunum — kannski bjóða þeir þér þína eigin vél. Það er eins gott að vera með framleiðslunúmer skráð niður. Tryggingafélög, sem Ferðablað- ið raeddi við, sögðu það vera að færast í vöxt að ferðamenn kvört- uðu undan þjófnaði á slíkum vélum — flestir höfðu ekki sértryggt þær. Ef við tökum dæmi um trygg- ingu á 100 þúsund króna vél í hálfsmánaðar ferðalagi, kostar tiygging rúmar 1000 krónur, en þú færð aðeins 75 þúsund til baka með sértryggingu, ef vélin glatast í ferðinni. Farangurstrygging bæt- ir ekki tjón á einstökum hlutum, en ef þú ert með gullkort færðu um 13 þúsund króna bætur fyrir hvem einstakan hlut er glatast. Sumar- bústaða- eigendur í VÖRUHÚSIVESTUR- LANDS fáið þið allt sem þarf til að lagfæra og dytta að bústaðnum, auk matvöru, fatnaðar og til dægrastytting- ar: spil, bækur, blöð og videospólur. Komið við hjá okkur í sumar. VÖRUHÚS VESTUR- LANDS Birgðamiðstöð sumarbústaða- eigenda Vesturlands Borgarnesi sími 93-71 200 ERÐATRYGGING Myndbandsupptökuvél r ■N h™bilar SL STÆRÐIR >ot . Ifft SIMAR O? 82625 v 685055 ífr er liótel fyrir þig ^ Velkominá ÆÍHÓTEL OX HVERAGERÐI sími 99-4700. & LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNl 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.