Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 9
Leikur með akæra liti, rúmfræðUeg form og hnitakerfi er skarast einkennir
verk bandaríska arkitektsins Peter Eisenmann, sem er höfundur þessarar hom-
byggingar við Friedrichstrasse.
Bam síns tíma. Interbau 1957. Á sýningunni í Hansa-hverfinu var stefnt saman
arkitektum eins og Alvar Aalto, Ame Jacobsen, Grophinsi og LeCorbusier.
í sinni röð fyrir skiining á samspili hinna
ýmsu þátta, félagslegra, stjómmálalegra og
fagurfræðilegra, sem áhrif hafa á skipulag.
Undirbúningsvinnan
Sérstakri IBA-nefnd var komið á fót
8nemma árs 1979. Nefndin sem slík hafði
ekki framkvæmdaval heldur var henni ætlað
að móta skipulagslegan ramma, þannig að
hin nýja borgarbyggð fengi á sig heilsteypta
og listræna mynd. Verksvið nefndarinnar var
risavaxið ef miðað er við hinar fyrri sýning-
ar, sem allar hðfðu risið á auðum svæðum.
Nauðsynlegt var að lfta á borgina í heild sinni
sem vettvang sýningarinanr. Eftir talsverð
heilabrot var sú leið valin að skipta verkefn-
inu í tvo hluta. í þeim hverfum sem verst
höfðu orðið úti í loftárásum bandamanna var
um að ræða endumýjun í formi nýbygginga
(Neubau) en í heillegri borgarhlutum var
áherslan lögð á endurbætur á þeim húsakosti
Arkitektúr nýrrar
framtíðar eða „póst-
póst-m6demismi“?!
Þessi tiUaga arki-
tektsins Zaha Hadid
að íbúðarsambygg-
ingu & hornlóð í Kre-
uzberg-hverfi vekur
óneitanlega upp ýms-
ar spurningar um
hvers sé að vænta í
arkitektúr 10. ára-
tugarins. Byggingin,
sem íraun minnir
helst á nútímalegan
skúlptúr eða blóma-
vasa, er eitt af sein-
ustu verkefnunum
sem boðin vom útí
nafni IBA. Sam-
kvæmt nýjustu frétt-
um em taldar minnk-
andi líkurá því að
þetta óvepjulega
verksleppi ígegnum
nálarauga skipulags-
ogbyggingaryfir-
valda.
sem fyrir hendi var (Altbau). Var Vestur-
Þjóðveijanum J.P. Kleihues falin umsjón með
nýbyggingahluta sýningarinnar er Hardt
Walterr Hamar með þeim þætti er sneri að
endumýjun eldri bygginga.
í upphaflegum áætlunum um sýninguna
var reiknað með að fullgera og/eða endurýja
9.000 nýjar Sbúðir fyrir árið 1984, en fljótlega
kom í ljós að þetta markmið yrði aðstandend-
um sýningarinnar ofviða. Eftir gagngera end-
urskoðun var ákveðið að ljúka við 3.000 nýj-
ar íbúðir og 3.000 endumýjaðar íbúðir fyrir
afmælisár borgarinnar 1987. Þrátt fyrir góð-
an ásetning skortir talsvert á að þessu mark-
miði hafi verið náð. Þáð að skapa nýja borg
innan um þá gömlu reyndist mun erfíðara
og tfmafrekara en ef byggt hefði verið á
auðri jörð. í samanburði við flöldaframleiðslu-
aðferðir 6. og 7. áratugarins hefur IBA-
sýningin því skilað af sér tiltölulega fáum
fbúðum, en á þeim tfma var kappkostað að
Eitt af markmiðum IBA-sýningarinnar var að sýna fram á að unnt værí að fylla
upp í eyður / vef miðborgarinnar með nútímalegum byggingum sem löguðu sig
að þeirrí byggð sem fyrir var. tbúðabyggð við Köthener-stræti. Höfundur: H.C.
Milller.
reisa sem flestar íbúðir á sem skemmstum
tíma án tillit til gæða umhverfísins.
Skiptar Skoðanir
Hinn kunni fræðimaður á sviði skipulags,
Colin Rowe, hefur lýst þeirri skoðun sinni á
IBA að „félagslegar fbúðarbyggingar, einar
og sér, nægðu ekki til að skapa heillega borg.
Góð boig verður að geta boðið upp á ýmis-
legt fleira en vandað fbúðarhúsnaeði. Það að
skapa góða borg útheimtir fleiri og stærri
fómir en skriffínnar og teknókratar 20. aldar-
innar em reiðubúnir til að inna af hendi".
Eitt af vandamálum IBA felst f því að þó
að borgaryfírvöld hafí gott taumhald á upp-
byggingu fbúðarhúsnæðis geti beitt sér fýrir
uppbyggingu þjónustustofnana, þá hafa þau
lítið með þann þátt að segja sem snýr að iðn-
aði og verslun. Slík uppbygging var því ekki
á færi þeirra sem að sýningunni stóðu. Ein
afleiðing þessa er sú að hina nýju byggð skort-
ir þann fjölbreytileik mannlífs og athafna sem
er aðalsmerki rótgróinna borga. Jafnvel á
þeim svæðum, þar sem um endumýjun eldra
húsnæðis var að ræða skortir talsvert á að
flölbreytni f verslun sé söm og áður var.
Þrátt fyrir öfluga viðleitni þeirra sem að
sýningunni stóðu til að vinna gegn hinni við-
teknu aðferð nútfma skipulags að skipta borg-
um upp í aðgreind svæði eftir starfsemi (zon-
ing), þá eru flest nýbyggingasvæðin f raun
og vem einhliða íbúðarhverfi, sem þjóna versl-
unar- og þjónustusvæðinu umhverfís Kur-
fursterdamm. Hin göfugu markmið, sem
borgaryfirvöld settu sér í upphafí um að ýta
undir sjálfræði og sérkenni einstakra hverfa
innan miðborgarinnar fóm því að vissu leyti
forgörðum í meðfömm þess „kerfis" sem
sömu stjómvöld höfðu áður komið á fót.
í ljósi þeirrar áherslu sem lögð var á íbúðar-
byggð og tengslin við fortíðina þarf það vart
að koma á óvart hversu stór hluti sýningarinn-
ar snerist um það hvemig unnt væri að endur-
skapa hina dæmigerðu „Berlfnarblokk" á
nútfmalegan hátt. „Berlfnarblokkin", með
sínum þröngu bakgörðum, hvem inn af öðr-
um, var það byggðamynstur sem einkenndi
borgina fram undir 1920. of mikil áhersla á
einstakar tilraunir frægra arkitekta með þetta
rótgróna byggingarlag Berlínar hefur í sum-
um tilvikum orðið til þess að „gatan“ sem
félagsleg og fagurfræðileg eining hefur verið
vanrækt. í mörgum tilvikum var upphaflegum
markmiðum samkeppnistillagna breytt og em
sumar byggingar í endanlegri mynd sinni
vart svipur l\já sjón.
Þær byggingar sem reistar voru í nafni IBA
hlutu að öllu leyti sömu umfjöllun í kerfínu
og allar venjulegar byggingar og urðu arkit-
ektamir að hlfta gildandi skipulags- og bygg-
ingarreglugerðum í borginni út f ystu æsar.
Framkvæmdimar voru flármagnaðar eins og
um venjulegt, félagslegt leiguhúsnæði væri
að ræða, samkvæmt þýskum stöðlum. Var
þetta allt með ráði gert til þess að þær hug-
myndir sem settar vom fram gætu skapað
raunhæft fordæmi fyrir uppbyggingu eftir
að sýningunni lyki, f Berlfn sem og f öðmm
borgum. Komið var upp flóknu kerfi sem
annaðist úthlutun fjármagns til einstakra
byggingaraðila sem varð þess óbeint valdandi
að margar af hinum djörfustu hugmyndum
urðu niðurskurðarhnffnum að bráð. Bankar
og aðrir lánardrottnar settu strangar reglur
til að tryggja að fjárfestingar þeirra skiluðu
tilætluðum arði. Byggingaverktakar létu ekk-
ert tækifæri ónotað til að skera burt allt það
sem að þeirra dómi var óþarfa „arkitektúr“
ef það gat orðið til þess að auka hagnaðinn
af verkinu. Þar eð verktakamir höfðu oftar
en ekki hið eiginlega vald yfir framkvæmd
verksins vom þeir í góðir aðstöðu til að skara
eld að eigin köku í skjóli meðalmennskunnar.
ÁRANGURINN
Þrátt fyrir endurteknar málamiðlalausnir
og linnulausa baráttu við skriffínna og lánar-
drottna verður afrakstur IBA-sýningarinnar
samt sem áður að teljast stórkostlegur. Þó
að margar bygginganna hafí að vísu ekki enn
litið dagsins ljós hafa flest hinna nýju bygg-
ingasvæða fengið á sig heillega mynd. Það
að tekist hefur að gæða flest hinna sundmðu
íbúðarhverfa í miðborg Vestur-Berlfnar nýju
lífi er, út af fyrir sig, næg ástæða til að rétt-
læta áralanga baráttu þeirra Kleihues, Hamer
og annarra aðstandenda IBA-sýningarinnar.
Von þeirra frá upphafi var sú að IBA-sýning-
in gæti orðið öðmm þjóðum heims fyrirmynd.
Þó að IBA-hugmyndin sé vissulega verðug
til eftir breytni þá er nauðsynlegt að slá
ákveðna vamagla. Það væri verr farið en
heima setið ef skipulags- og arkitektúr-
hugmyndir IBA-sýningarinnar myndu fæða
af sér yfírborðslegan „stíl“. Flestar þessar
hugmyndir em staðbundnar í jákvæðum skiln-
ingi þess orðs. Þær eiga sér djúpar rætur í
Vestur-Berlín, í sögu hennar, byggingar-
hefðum og lífsháttum borgarbúa. í margra
augum er miðborg Berlínar aðeins fráhrind-
andi samsafn „Berlínarblokka" með fbúðum
sem holað er niður umhverfís þrönga og inni-
byrgða húsagarða. Þrátt fyrir ýmsa ókosti
hafa borgarbúar tekið sérstöku ástfóstri við
þær lífsvenjur sem mótast hafa af þessari
tegund húsnæðis, venjur sem em óaðskiljan-
legur hluti þess að búa í Berlín. Þó svo að
nýju IBA-byggingamar séu mildari að yfír-
bragði en hin dæmigerða „Berlínarblokk" er
vafasamt að formræn uppbygging þeirra eigi
við sem bókstafleg fyrirmynd að byggð ann-
ars staðar í heiminum. Það sem fremur öðm
er eftirbreytivert fyrir aðrar borgir er hug-
myndin um miðborgina sem íbúðarhverfí sem
og þær aðferðir sem beitt var við skipulagn-
ingu og framkvæmd.
Með IBA-sýningunni hefur verið sýnt fram
á, svo ekki verður um villst, að unnt er að
skapa nútfmalegan arkitektúr sem tekur tillit
til þeirrar byggðar sem fyrir er og ýtir undir
fjölskrúðugra mannlíf í miðborginni. Reynslan
af sýningunni hefur leitt f ljós að nútímalegur
borgararkitektúr hlýtur ávallt að byggjast á
gaumgæfílegri könnun á þeirri byggð sem
fyrir er: nauðsynlegt er að skoða sögu sér-
hvers borgarhluta út af fyrir sig ef takast á
að varðveita staðbundin sérkenni í nýrri
byggð.
Með IBA-sýningunni hefur verið sýnt fram
á, sVo ekki verður um villst, að unnt er að
skapa nútímalegan arkitektúr sem tekur tillit
til þeirrar byggðar sem fyrir er og ýtir undir
flölskrúðugra mannlff í miðborginni. Reynslan
af sýningunni hefur leitt í ljós að nútímalegur
borgararkitektúr hlýtur ávallt að byggjast á
gaumgæfilegri könnun á þeirri byggð sem
fyrir er Nauðsynlegt er að skoða sögu sér-
hvers borgarhluta út af fyrir sig ef takast á
að varðveita staðbundin sérkenni í nýrri
byggð.
Með IBA-sýningunni hefur verið sýnt fram
á hversu langt verður náð með aðferðum
skipulags og byggingarlistar. Gagnstætt þvf
sem oft er haldið fram kom í ljós að það
voru oftast nær aðrir en arkitektamir sem
höfðu hin raunverulegu áhrif á mótun um-
hverfisins. Sú staðreynd blasir við að mikil-
vægustu ákvarðanir í sambandi við þessa
sýningu voru stjómmálalegs eðlis. Þrátt fyrir
velvild og skiining borgarstjómar og háleitrar
hugsjónir þeirra sem að sýningunni stóðu
voru margar af bestu hugmyndum kyrktar í
helgreipum skrifræðisins. Og úr því að svo
fór hjá hinum vfðsýnu Berlfnarbúum, hvers
má þá vænta í öðrum borgum?
— Greinin er byggð á umfjöllun um
IBA-sýninguna sem birtist í tímarit-
inu Architectural Review i aprfl á
síðasta ári.
Höfundur er arkitekt og höfundur bókar um
heimili og húsagerö sem út kom hjá AB 1987.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNl 1988 9