Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 12
Saga af lakkrís Eftir HELGA HÁLFDANARSON Vinur minn einn í stétt sálfræð- inga hefur skorað á mig að birta sögu, sem ég sagði honum og hann taldi merkilega frá sínu faglega sjónarmiði. Svo er mál með vexti, að maður nokk- ur, ættaður af Sauðárkróki, var um skeið búsettur á Húsavík og rak þar lyfjabúð. Þá búgrein hafa sumir talið ábatasama og vitna þá einatt til þess, að jafnvel þessi Sauðkræklingur, sem ekki þótti reiða fjár- málavitið í þverpokum, hafi stundað hana í tvo áratugi án þess að fara á hausinn. Að vísu kom fyrir, að til hagsbóta slædd- ist fleira yfir búðarborðið en heftiplástur, apsirín og kogari, svo sem tóbak og sæl- gæti og annað sem til heilsuræktar horfði. Svo var það eitthvert sinn, að sölumað- ur úr Reykjavík ók í hlað og vildi óvægur selja fyrirtækinu lakkrís. Ekki leizt lyfja- byrlara varan ýlg'a gimileg til átu; en til þess að losna við sölumanninn féllst hann á að taka við smáslatta, sem lfklega mætti pranga út með klækjum. Litlu síðar fær hann sendan lakkrísinn, allt eins og um var rætt, nema hvað skammturinn var hundrað sinnum það sem pantað var. Þótti byrlara sýnt, að nú yrði hann vel birgur af lakkrís næstu tvær aldimar eða svo. Á þessu méli gerðist það, að Rússar sendu í fyrsta sinn mannað geimfar um- hverfís jörðu. Þetta þótti gífurlegum tíðindum sæta, sem vonlegt var, og nafn geimhetjunnar, Gagaríns, var á hvers manns vörum. Og nú lét einkaframtakið á Húsavík til sín taka. í glugga lyfjabúðarinnar gat allt í einu að líta flannastóra auglýsingu skrautritaða: „Gagarín-lakkrísinn geim- frægi er kominn aftur." Mikill straumur ferðamanna lá um þorp- ið um þetta leyti, og allra augu glenntust upp á þennan glugga. Og ekki er að orð- iengja það, að hver rútufyllin af annarri mddist inn í sjoppuna og allir heimtuðu Gagarín-lakkrís! Gagarín-lakkrís! eins og sáluhjálpin væri í veði. Og tveggja alda birgðir af lakkrís hurfu eins og dögg fyrir sólu. Hvem skyldi undra þótt höfundi þessar- ar augiýsingar tækist annað betur í við- skiptalífínu en að fara á hausinn? Ollum sem heyrt hafa þessa sögu ber saman um það, að hún sé allmerkileg. En skoðanir era skiptar um hitt, hvort hún eigi fremur heima í verzlunarsögu íslands eða vísindariti um sálfræði. við Floridaháskólann og þar með, að lista- verk Jóhanns hafí þegar hlotið viðurkenn- ingu vestanhafs. Kristín kona Jóhanns er annars sálfræðingur, en dreif sig í listná- mið jafnhliða eiginmanninum og hefur a.m.k. uppá síðkastið orðið þekkt fyrir risa- stór portret, meðal annars af Reagan forseta, og hefur hún haldið sýningu á þeim hér. í Október 1964 segir Jóhann í viðtali í Morgunblaðinu, að hann sé hættur húsa- gerðarlist og hafí einvörðungu snúið sér að skúlptúr. Sama ár sýndu þau hjón saman í gamla Listamannaskálanum. Þau vora enn á ferðinni með sýningu á sama stað 1968 og þá fyrir nokkra farin að kenna í Banda- ríkjum. í þetta sinn sýndi Jóhann 33 lág- myndir úr áli, kopar og jámi og fór Bragi Ásgeirsson lofsamlegum orðum um sýning- una í gagmýni sinni. Bæði áttu þau verk á úrvalssýningu bandarískra listamanna á Olympíuleikunum í Munchen 1972 og síðan hafa þau að sjálfsögðu margsinnis sýnt verk sín vestra og annarsstaðar. Þegar Jóhann sýndi skúlptúra sína á Kjarvalsstöðum í júní 1984, vora raunar liðin 16 ár frá því hann hafði sýnt hér síðast og við það tækifæri sagði hann í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins: „Ég tel listamann fyrst og fremst þurfa að búa yfír miklu innsæi. Menn geta verið hámenntaðir í list sinni og verið fróðir um allar hugsanlegar aðferðir, en það er inn- sæið sem gildir" Hann ræddi við það tækifæri einnig um vinnuaðstöðu sína í Florida; kvaðst vinna öll sfn skúlptúrverk utanhúss við heimili þeirra hjóna í Orlando. „Hitastigið skiptir miklu máli“, sagði hann, „ég vinn mikið með málma, sem storkna á samri stundu. í rauninni er þetta allt saman náið samspil milli hitastigs, veðurs og verksins, sem ver- ið er að vinna. Ég er hræddur um, að ég gæti ekki gert slíkt hér heima". Nú er enn hægt að fylgjast með þróun- inni hjá Jóhanni; í þetta sinn í pappírsverk- um, sem sýnast framandleg eftir ljósmynd- um að dæma, en verður án efa forvitnilegt að sjá með eigin augum í Galleríi Svörtu á hvítu. GS. Jóhann vinnur að gerð pappírsaamfellu í garðinum heima lýá sér i Florida. Pappírssamfellur Jóhanns Eyfells í Galleríi Svörtu á hvítu lestir sýningarstaðir borgarinnar tjalda ein- hverju sérstöku í tilefni Listahátíðar og svo er um Gallerí Svart á hvítu við Laufásveg. Þar er á ferðinni Jóhann Eyfells, sem verið hefur próf- essor í skúlptúr listadeild háskólans í Orlando í Florída síðan um 1970. Jóhann var orðinn vel þekktur hér áður en hann fluttist vestur fyrir sérkennilega skúlptúra sína, en hann hefur sjaldan komið og sýnt verk sín hér sfðan hann fór. Ekki verður hann sjálfur á ferðinni, en sendir þrívfddarverk, sem heita á ensku Paper Collapsions og vísir menn kalla pappírssamfellur á íslenzku. Jóhann Eyfells er fæddur 1923, sonur Ey- jólfs Eyfells listmálara. Hann nam arkitekt- úr í Bandaríkjunum, en fljótlega eftir heim- komuna fór hann að fást við skúlptúr og hélt sína fyrstu sýningu 1961 í einbýlishúsi að Selvogsgranni 10, sem hann hafði sjálfur teiknað. Þá vakti sýning Jóhanns athygli m.a. vegna þess að svo virtist sem ungir menn hefðu ekki kjark til að leggja fyrir sig höggmyndalist og hún virtist stefna í öldudal. Sfðar hefur vegur höggmyndalistar mjög farið vaxandi og hefur mikil þróun og geijun átt sér stað þar, ekki sízt í Banda- ríkjunum, þar sem Jóhann hefur verið þátt- takandi í ævintýrinu. Verk hans heyra und- ir það, sem almennt er kölluð framúrstefna og er heilmikil hugmyndafræði utanum það með nýyrðum, sem reynt hefur verið að þýða á íslenzku með árangri, sem er í bezta lagi broslegur og öllum fyrir beztu að minn- ast ekki á það hér. í Morgunblaðinu 23. mai 1963 er sagt frá því, að hjónin Kristín og Jóhann Eyfells séu bæði í listnámi við College of Fine Arts Ein af mynd- um Jóhannsá sýningunni í Galleríi Svörtuá hvítu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.