Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 16
PHILIPS KANN TÖKIN A TÆKNINNI Fyrirhugað svæði fyrir þjónustumiðstöð á efstu brún. bíla. Mjög algengt er að sjá hér um 30 tjöld, þegar feijuhópar frá Norröna koma yfír hálendið — kannski blautt og hrakið fólk, sem býst við „einhverri aðstöðu" við mest auglýsta náttúruvætt ís- lands! „Mér fannst ég vera mjög lítill í heiminum, þegar ég var að reyna að hreinsa áðan — ástandið er vægast sagt hrikalegt," sagði bóndinn á Brattholti, Njörður Jónsson. Ástarævintýrið í Selmýrinni Náttúran sýnir sig víðar í stór- fengleik sínum en í sjálfum Gull- fossi. Niður með Hvítárgljúfri er heil paradís og þesS virði að leggja göngustíga upp og niður frá foss- inum. í Selmýri, ofan við Gull- foss, er mikið um álftir og gæsir. Þar var heyjað áður fyrr frá Bratt- holti og setið yfir ám enn fyrr á árum. Sagan segir að selkona frá Hamarsholti, handan árinnar, hafí skorað á vinnumanninn frá Bratt- holti að koma yfír til sín, þegar þau sátu bæði yfir ánum. Hann tók áskoruninni og hún átti með honum tvíbura, sem urðu ættfeður merkrar ættar er dreifðist um landið — allt vestur á fírði. Talið er að þetta ástarævintýri sé frum- rót hugljúfrar sögu Jóns Thor- oddsen — Piltur og stúlka. Deilt um umgjörð „gnllmolans" Hart hefur verið deilt um Gull- foss-svæðið og er það af hinu góða, þar sem deilan sýnir að ís- lendingum er ekki sama um hvemig að Gullfossi er búið. Harðlínumenn hafa ekki einu sinni viljað snyrtingar á svæðið — Eiðrir hafa kynnt sér og beitt sér fyrir framkvæmd sameiginlegrar ferðamannamóttöku með margv- íslegri aðstöðu. 12 ár til ársins 2000 Árið 1978 voru fyrst kynntar tillögur frá Ferðamálaráði um þjónustumiðstöð við fossinn. Síðan er búið að karpa um stað- setningu, stærð, gerð og mikil- vægi þjónustunnar. 1985 hreyfði bóndinn á Brattholti, Njörður Jónsson, málinu aftur og núna eru allir forsvarsmenn staðarins — Náttúruvemdarráð — hrepps- nefnd Biskupstungnahrepps — eigendur Brattholts — Ferðamála- ráð sammála um ofangreind þrætuepli — en þá stendur allt fast á mikilvægasta þröskuldinum — fjárveitingavaldi Alþingis! Uppbygging aðstöðu við Gullfoss Samþykktar tillögur em afar líkar þeim tillögum er Ferðamála- ráð lagði fram árið 1978. Þá var Hrafnkell Thorlacius arkitekt fenginn til að teikna frumdrög að þjónustuskála. Samkvæmt tillög- um þá og nú á staðsetning þjón- ustumiðstöðvar að vera á efsta stalli. í nágrenni við núverandi þjóðveg. Vandaðir stígar yrðu út- búnir niður að fossinum, til að allir ferðamenn geti á sem auð- veldastan hátt farið þá. í miðstöðinni er gert ráð fyrir aðstöðu er miðast við þarfír ferða- manna og þá staðreynd að húsið verður staðsett við fjölsóttasta friðland á Suðurlandi: 1) Sala á algengum og nauðsynlegum ferðamannavöram. 2) Snyrtiað- staða er miðast við 2-3 þúsund manns daglega og milli 100 og 200 þúsund á ári. 3) Aðstaða/vist- arvera fyrir rekstraraðila og starfsfólk hans. 4) Lágmarksað- staða fyrir gesti til að snæða nesti, auk „fræðslustofu" þar sem gestir yrðu fræddir um náttúra- far, myndunarsögu Gullfoss og Hvítárgljúfurs og fleira. 5) íbúð/ aðstaða fyrir landvörð Náttúra- vemdarráðs yfir sumartímann. 6) Sérstök áhersla verði lögð á að- stöðu fyrir hreyfihamlað fólk. 200 þúsund krónur 1987 Hluti af þjónustuhúsinu verði leigður og eigandi Brattholts sem leggur til land undir mannvirki, hefur forleigurétt að aðstöðu fyrir þjónustu. í tillögum er rætt um virkt eftirlit, þannig að landið þoli sem best umferð ferðamanna og að gestum sé sem best tiyggð- ur aðg^ngur að svæðinu. Að frumkvæði Ferðamálaráðs vora þessar hugmyndir fullunnar með framangreindri hönnun Hrafnkels Thoriacius. Þáverandi Ferðamála- ráð samþykkti þær samhljóða og ákveðið var £ið hrinda þessu í framkvæmd eftir miklar umræður innan ráðsins og á vettvangi um- hverfísmálanefndar þess. Fékk formaður þess og framkvæmda- stjóm fullt umboð ráðsins tii að heflast . handa. En verkið var stöðvað með einu bréfí úr stjóm- arráðinu. Þáverandi samgöngu- ráðherra ,í skamma stund, kvað upp þann úrskurð, að ráðið hefði ekki samþykki ráðuneytisins til að fylgja eftir því framkvæði sem tekið hafði verið. Áður höfðu þó hugmyndir arkitektsins verið kynntar fyrrverandi samgöngu- ráðherra, sem samþykkti þær með skriflegri heimild. Kom þetta nokkuð á óvart þar sem settur ráðherra var þingmaður Suður- landskjördæmis. Nú — nokkram áram síðar fóra forsvarsmenn Gullfoss-svæðisins fram á fjár- veitingu úr sameiginlegum sjóði landsmanna til byggingar ferða- mannaaðstöðu við Gullfoss. Beiðnin var lögð fram í nóvember 1987 og fengust 200 þúsund krónur, peningar sem ná afar skammt, en segja má að með þeim hafí komið samþykki á þörf framkvæmda. Að sögn formanns hrepps- nefndar Biskupstungnahrepps, Gísla Einarssonar, verður efnt til annars fundar í júníbyijun með þingmönnum Suðurlands og for- svarsmönnum ferðamála. „Aðeins tveir þingmenn komu á fundinn 1987 — við vonum að enginn láti sig vanta nú, sagði Gísli. Allir sem heimsækja svæðið hljóta að sjá þörfína." Biýn þörf er á fjár- magni til undirbúningsfram- kvæmda. Allir standa einhuga saman Heimamenn láta sig dreyma um að hægt verði að undirbúa grann hússins í sumar. Til þess þarf að færa núverandi Kjalveg — kaupa land af Brattholti til að fá meira rými fyrir húsið — leggja raftnagn (sem er trúlega dýrasti liðurinn) og fleira — til þess að hægt verði að hefja byggingar- framkvæmdir. Samdóma álit allra knýr á um framkvæmdir. Allir standa saman um að núna verði að veita lán eða styrki til að hefja framkvæmdir. Heiður okkar Islendinga sem ferðamannaþjóðar er í veði! í minningu fyrri ábúenda Bratt- holts, er gáfu ríkinu umhverfi Gullfoss, í trausti þess að staður- inn og landsmenn myndu njóta þess — er hér með skorað á lands- feður að bæta snarlega úr því ófremdarástandi er nú ríkir við Gullfoss. Ráðherrann sem stöðv- aði málið 1978 ber óneitanlega nokkuð óþægilega ábyrgð. Von- andi bæta síðari starfsbræður hans um betur. Að öðram kosti er ein dýrmætasta náttúraperla íslendinga í hættu. STÓRK0STLE6 NÝJUN6 FRÁ PHIUPS op Nú þurfa viðskiptavinir, vildarvinir, ættingjar og annað gott fólk sem hring- ir í farsímann þinn ekki lengur að hlusta á símstúlkuna hjá Pósti og síma segja þeim að þú hafir tekið úr sambandi og þau þurfi að hringja aftur og aftur. Það nýjasta frá PHILIPS ap er: FARSÍMSVARI. ÞÚ GETUR SLAKAÐÁ OG ÓHRÆDDUR SINNT Farsímsvarinn frá PHILIPS ap biður við- komandi að slá inn hans númer sem þú síðan hringir í. Farsímsvarinn frá PHILIPS ap geymir allt að 9 númer sem hringt var úr í tónvalsminni. Með einum hnappi kall- arðu síðan númerin upp. EINFALT OG TÍMASPARANDI DU ERT EKKI VH> EN SAMT HeimHistæki hf 1 TÆKNIOEILD - SÆTÚNI 8-SlML 69 1500

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.