Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 11
 ^^^ ¦VV/ ÍTv (Jn Bjjj^K ¦ Jæ H 1 gg&Hy " hb9 Pí" r ^i II áinflE Kini t^^^^m Helgi Þ. Friðjónsson: Oh. I am ashamed of you (1983). Olía á striga 208x248 sm. Eign listamannsins. Jóhann Briem: Bræðurnir sjð (1970). Olía á striga 125x180 sm. f 1 "í Hringur Jóhannesson: Við dyrnar (1972). Olía á striga 110x90 sm. Eign listamannsins. an við venjubundna sjónræna skynjun okk- ar. Á síðastliðnum misserum hefur svo kveð- íð við nýjan tón í verkum listamannsins sem er orðinn lausari í formi auk þess sem litur- inn hefur öðlast ríkari efnisvirkni. Minna efnistökin óneitanlega á eldri takta frá form- leysismálverkinu. Gunnar Örn (f. 1946) tileinkaði sér snemma myndmál fígúratífa málverksins og í byrjun 8. áratugarins vakti hann at- hygli fyrir expressionískar fígúrumyndir þar sem kvenlíkaminn var helsta viðfangsefnið. Þessar myndir voru hlaðnar sálfræðilegri spennu en þó ávallt afmarkaðar með líkam- legum útlínum. Átökin áttu sér stað í hold- inu, litnum sem listamaðurinn skóf upp og gaf margræðar merkingar. Síðastliðinn ára- tug hefur málverk listamannsins breyst í grundvallaratriðum. Hann varð líkt og fleiri fyrir greinilegum áhrifum frá Nýja málverk- inu og kastaði þá fyrir róða öllum hefð- bundnum reglum um teikningu og rými sem einkennt'höfðu fyrri verk hans. Nú var það tilfinningin sem réði ferðinni og sú löngun að finna upp áður óþekkt form, fígúrur sem áttu uppruna sinn í hugskoti listamannsins. Hann málar nú á fletinum ummyndaðar fígúrur og furðufyrirbæri sem hafa einna helst vísun í íslenska náttúru og menningu. Ormurinn hefur t.d. opnað fyrir honum myndræna möguleika formrænt og ekki síður sem stoð fyrir táknfræðilegar merk- ingar. Það er annars athyglisvert hve fáir lista- menn af þessari kynslóð hafa einbeitt sér að manninum sem myndefni. Fígúran í verk- um Hauks Dór (f. 1940) er á mörkum hins óhlutlæga málverks. Þorbjörg Höskulds- dóttir (f. 1939) hefur umfram allt lagt sig fram við að gefa okkur nýja sýn á landslag- ið þó svo að fígúran sé oft til staðar í verk- um hennar. Helgi Gíslason (f. 1947) gerði um tíma bronsmyndir sem byggðust á mannslíkamanum en voru í raun hugleiðing um sjálft skúlptúrhugtakið. Gunnsteinn Gfslason (1946) yrkir um manninn f sam- spili við náttúruna sem hann leysir upp í myndbrot á myndfletinum. Eiríkur Smith: Óskin (1975). Olía á striga 100,3x85,5sm. 1/. * F~~ •^ffSL W \ ' ' t ^mm ¦',. ¦ POPPLISTIN Ef við lítum hins vegar á andstæðu fyrr- greindra listamanna sem á einn eða annan hátt tileinkuðu sér myndmál expressionis- mans þá kemur listamaðurinn Erró (f. 1932) fyrst upp í hugann. Erró gerði samklippur allt frá 1958 en tók þær ekki upp í máiverk- inu fyrr en hann kynntist Popplistinni í New York árið 1962. Þá hvarf hann frá allri formsköpun og snéri sér þess í stað að myndum fjölmiðlaheimsins sem hann málaði á léreftið með aðstoð myndvörpu. En það sem hefur markað sérstöðu Errós innan Popplistarinnar er vafalítið hvernig lista- maðurinn hefur á kerfisbundinn hátt skipu- lagt myndrýmið og fundið leiðir til að sýna ólíka tíma á myndfletinum. Þar teflir hann ýmist saman myndum sem hafa eigið mynd- rými eða hann lætur myndir af ólíkum uppr- una ganga inn í sameiginlegt rými. And- spænis slíkum myndum er vart hægt að nota hefðbundna viðmiðun í málverki. Við stöndum frammi fyrir nýrri tegund af mál- verki þar sem listamaðurinn er búinn að Sveinn Bjb'rnsson: Græni Kristur (1967). Olía á striga 90x110 sm. Eig.: Kjarvalsstaðir. brjóta af sér öll takmörk tíma og rúms og rugla okkar náttúrlegu skynsemi. Við neyð- umst til að lesa verk hans, túlka myndbrot sem sífellt breyta um merkingu eftir því hvaða grunnformi eða mynd við tengjum þau. Þessar merkingarlegu tilfærslur gefa verkum listamannsins óvenju auðugt tákn- rænt gildi. Tryggvi Ólafsson (f. 1940) er annar listamaður sem tók upp myndmál og aðferðir Popplistarinnar. í fyrstu lét hann sér nægja að stækka upp þekktar ljósmynd- ir en með frekari úrvinnslu hafa verkin orð- ið flóknari í myndbyggingu og frásögnin ríkari. Andstætt við marga aðra popplista- menn þá finnur áhorfandinn ávallt návist höfundar í verkum Tryggva, hvort sem það er í áferð litarins eða táknfræðinni. í raun þá hefur Popplistin haft lítil áhrif á íslenska listamenn og það er athyglisvert að þeir tveir, sem mest haf a lagt af mörkum tilhennar, hafa lengst af verið búsettir er- lendis, Tryggvi í Kaupmannahöfn og Erró í París. Nokkrir listamenn eru þó flartengd- ir Poppinu eins og t.d. Sigurjón Jóhannsson (f. 1939) sem gerði verk í anda poppsins á 7. áratugnum en hefur lítt þróað þær hug- myndir; Hringur Jóhannesson (f. 1932) hef- ur verið orðaður við Poppið en hefur þó umfram allt fylgt hugmyndum ný-raunsæis- stefnunnar og lagt sig fram við að gefa ný og óvænt sjónarhorn á hversdagslegt um- hverfi okkar; Bragi Ásgeirsson (f. 1931) tengist poppinu óbeint með neo-dadaískum aðferðum sínum þar sem hann nýtti „notað- an hlut" í myndgerðina og hafði endaskipti á merkingu þeirra. NÝBYLGJA í byrjun þessa áratugar urðu mikil straumhvörf í íslenskri myndlist þegar fígúr- atíft málverk ruddi sér aftur til rúms eftir að Land Art, Conceptlist og Performance höfðu verið ríkjandi meðal framsækinna listamanna sfðastliðin 10 ár. Víst er að þetta fígúratífa málverk, sem nefnt hefur verið Nýja málverkið, er náskylt fyrri og seinni tfma expressionisma. Málverk eftir Jóhann Briem ganga fyllilega með verkum eftirJón Axel (1956), Tolla (1953) og Jón Óskar (1954). Og undarlegur skyldleiki virðist vera milli verka Gunnlaugs Scheving og Helga Þorgils Friðjónssonar (1953). Greini- legt er að Nýja málverkið á íslandi er samr- uni hugmynda frá ólíkum menningarsvæð- um þar sem skarast fjarskyldar liststefnur og hugmyndin Helgi. Þorgils, sem var einna fyrstur til að innleiða Nýja málverkið hér á landi, sótti menntun sína til Hollands þegar Conceptlistin var f algleymingi og vist er að hún hefur að verulegu leyti haft mót- andi áhrif á afstöðu hans til myndmáls og stíls. I fyrstu einkenndust verk hans af nákvæmri línuteikningu en á sfðastliðnum árum hafa fígúrurnar orðið mótaðri og hold- legri. Helgi Þorgils er einn af fáum íslensk- um, fígúratífum málurum sem gerir raun- veruleg frásagnarverk, sem í flestum tilfell- um lýsa sambandsleysi milli einstaklinga, tilgangsleysi sem oft jaðrar við fáránleika. Jón Óskar dvaldi í Bandaríkjunum og bera stórar og metnaðarfullar myndir hans þess merki. Jóhanna Kristín Yngvadóttir hefur hins vegar sótt í smiðju Edvards Munch en þótt kunna að gera persónuleg og hrífandi listaverk. í verkum Daða má svo merkja greinileg tengsl við súrrealismann, einkum eins og hann birtist á Norðurlöndum. Af þessari stuttu upptalningu er greinilegt að þeir listamenn af yngstu kynslóðinni, sem stunda fígúratíft málverk, hafa sótt efhi víða, énnfremur sem þeir hafa orðið fyrir áhrifum hver frá öðrum. En um hvað fjallar svo fígúratíf myndlist á íslandi sfðastliðna áratugi? í upphafi var hún hlaðin félagslegri gagnrýni. I verkum sínum frá 7. áratugnum lýsir Einar Hákon- arson firringu nútímamannsins; Tryggvi Ólafsson málar „Mótmælafundinn" 1968 auk þess sem hann tekur skýra afstöðu á móti hernaðarbrölti Bandaríkjamanna; og Erró deilir harðlegá með skopi eða bein- skeyttum myndbrotum á fáránleika Vfet- namstríðsins og hrópandi óréttlæti hvar sem það fínnst í veröldinni. En síðastliðinn ára- tug getum við sagt að hin félagslega gagn- rýni hafi horfið að mestu úr verkum íslenskra myndlistarmanna — að örfáum undanskildum — og þeir orðið uppteknari af eigin sjálfi. Málverkin sýna sjaldnast raunverulega frásögn, athöfn eða félagsleg- ar tilvísanir, heldur eru þau eintal í fyrstu persónu; spurning um tilfinningar og upplif- un sem listamaðurinn þrýstir í efnið, litinn og formið. ------------------------------------------ Höfundur er listfræðingur. H- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNÍ 1988 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.