Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 2
E R L E N D A R B Æ K u R GUÐBRANDUR SIG- LAUGSSON tók saman PATRICIA HIGHSMITH: THE TREMOR OF FORGERY. Penguin Books. Bandaríski rithöfundurinn Ingham er staddur f Túnis. Hann hefur ekki frétt neitt frá sfnum nánustu lengi og fyrirmæli kvik- myndaframleiðandans sem hann er að skrifa handrit fyrir berast ekki. Hann er á barmi örvæntingar. Ingham kemst í kynni við sam- landa sinn sem útvarpar amerískum draum- um á stuttbylgju austur yfir Jámtjald. Hann hittir danskan málara og fær smjörþefínn af viðhorfi til lffsins sem hann er alls ókunn- ur. Ingham ratar í raunir og berst örvænt- ingarfullur við samvisku sína og brennir brýr að baki sér um leið og hann byijar að hlaða í aðrar. Loks fær hann fréttir. Fram- leiðandinn hefur fyrirfarið sér. Unnusta hans kemur sem engill að hann heldur og hjólin snúast. Ingham virðist ætla að ná sér en brátt stendur hann frammi fyrir vanda sem hann óraði ekki fyrir. The Tremor of Forgery er ekki besta bók Highsmith en hún svfkur ekki iesendur sína. Hún er hafín yfír flesta þá sem skrifa sái- fræðilega reyfara og versta bók hennar er betri en bestu bækur annarra. Jonathan Evan Maslow: Bird of Life, Bird of Death. Penguin Books. Þjóðartákn Guatemala er fugl. Ekki er mér kunnugt um hvað né hvort hann heiti nokkru fslensku nafni, en á útlensku kallast hann Quetzal, og á ennþá meiri útlensku Pharomachrus mocinno. Fugl þessi líkist mest vængjuðum ormi, iangt stélið gerir útslagið með það og þegar svoddan fygli er fangað er ómögulegt að halda því lifandi í búri. Samkvæmt þjóðtrú indjána er fuglinn tákn lffs og dauða. Það að drepa þennan fugl, sem hefur ægifagrar Qaðrir, var á tímum Mayanna giæpur sem ekki varð refs- að með öðru móti en lífláti. Fuglinn er friðað- ur og eru þeir hugsjónamenn til í Guate- mala sem helga líf sitt rannsóknum og vemdun hans. Það er ekki auðhlaupið að því þar sem iandið er erfítt yfírferðar, bæði vegna landslags og eins hins að skæruliðar leynast þar víða og eru til alls vísir. Jonat- han Evan Moslow, sem er fuglafræðingur og blaðamaður, tók sér ferð á hendur til Guatemala til að leita uppi fuglinn og fann. í þessari bók segir hann ferðasöguna. Það koma allmargar persónur fyrir og er bókin fróðleg. The Translator’s Art Essays in Honour of Betty Radice. Ritstýrt af William Radice og Barbara Reynolds. Penguin Books. Það eru sprenglærðir menn og konur sem eiga greinar í þessu riti sem er til minning- ar um Betty Radice. Hún var ritstjóri hjá Penguin-forlaginu, sá þar um sígildu deild- ina, var hámenntuð í klassískum fræðum og þýðandi. Eins og nafíi bókarinnar ber með sér er hér fjallað um þýðingar og þá vandasömu iðju. Ritgerðarhöfundamir greina frá kynn- um sínum við Betty Radice og skoðanir sínar á þýðingastarfinu. Vitaskuld er margt merkilegt sagt í bókinni og verður það ekki haft eftir hér. í ritinu er fjallað um þýðing- ar úr grísku, latínu, fomensku, kínversku, japönsku, sanskrít og fleiri málum sem venjulegu fólki er lokuð bók, en það er gert á skemmtilegan og upplýsandi hátt og ætti hver sem lætur sig tunngumál og bókmennt- ir varða að hafa gagn af lestri bókarinnar. í bréfum Jónasar til Gyldendal kemur ekkert fram um útgáfu á bókum hans á þýzku, frönsku, hollensku og sænsku að öðru leyti en því, að Jónas stendur í viðræðum við þýðendur skömmu fyrir andlátið. Eftir GUNNAR STEFÁNSSON Jónas Guðlaugsson með syni sinum, Sturlu. Myndin er tekin skömmu fyrir and- lát skáldsins og er varðveitt á byggðasafni Skagen. Sturla varð Ustfræðingur og forstöðumaður Iistasafns í Hollandi og var fjallað um hann í grein í Lesbók á síðasta ári. Hann er látinn fyrir allmörgum árum. Athugasemd um Jónas Guðlaugsson Igrein í Lesbók 16. apríl fjallar Þorsteinn Antonsson um Jónas skáld Guðlaugsson. Það er ánægjulegt að þessu skammlífa merkisskáldi skuli nú gefínn gaumur eftir að hafa nánast leg- ið í þagnargildi um langt skeið. Nánast, segi ég: Jónas hefur aldrei gleymst með öllu. Eitt ljóða hans, Æskuást, hefur orðið heimilisfast í ljóðaúr- völum og ljóðagerð Jónasar á íslensku hefur Hannes Pétursson gert skil í bókinni Fjögur ljóðskáld. Þorsteinn Antonsson fjallar einkum um feril Jónasar hér heima. Ar hans í Danmörku hafa lítt verið könn- uð. Þar ruddi hann sér til rúms sem höf- undur, gaf út sex bækur, en féll frá innan við þrítugt. Danmerkurferil Jónasar athug- aði ég dálítið fyrir tæpum fímm árum við dvöl í Kaupmannahöfn um nokkurra mán- aða skeið. Sú er ástæða þess að ég skrifa þessar línur að gefnu tilefni. Forsenda þess að við getum metið verk Jónasar Guðlaugssonar og skáldferil er auðvitað sú að ritsafn hans fáist gefíð út. Verk hans eru ekki svo mikil að vöxtum að það sé ofverk okkar að hrinda slíku í framkvæmd, en áhugi útgefenda hefur ekki vaknað þótt eftir sé leitað. En þennan sóma skuldum við minningu Jónasar, auk þess sem verk hans eru gott bókmennta- sögulegt dæmi um aldamótaandann í bók- menntum okkar og sókn íslenskra höfunda til frama erlendis í byijun aldarinnar. Jón- as fór þar í fótspor Jóhanns Sigurjónsson- ar. Þeir gáfu út ljóðabækur á dönsku samtímis, Jónas og Gunnar Gunnarsson, og var Jónasi mun betur tekið, en Gunnar sigraði með skáldsagnagerð, þriðja bindi Borgarættarinnar. Á eftir kom Guðmund- ur Kamban. Af þessum fjórum höfundum féllu Jóhann og Jónas frá ungir. Kamban og Gunnar lifðu lengur, en Kambans biðu harmsöguleg örlög, Gunnar einn komst heim. Allir þessir menn eru horfnir úr danskri bókmenntasögu ef marka má ný- legt margra binda yfírlitsrit: þar er Kamb- an einn nefndur á nafti. Snúum aftur að Jónasi Guðlaugssyni. í Konunglega bókasafninu í Kaupmanna- höfn eru varðveitt allmörg bréf hans til Peters Nansen hjá Gyldendal. Þar má kynnast viðleitni hans til að afla sér lifí- brauðs á skáldskap, tilraunum sem gengu erfiðlega enda heilsan tæp. Hann gerði sér vonir um að bækur hans yrðu þýddar á erlend mál og um skeið virtust góðar horf- ur á því. Aftan á titilblaði Sólrúnar og biðla hennar segir að þýðingar sögunnar á þýsku, ensku, sænsku og íslensku séu í undirbúningi. Eftir því sem ég fékk séð í spjaldskrá Konunglega bókasafnsins kom engin þýðing á þessari eða öðrum sögum Jónasar út meðan hann var lífs. Árið sem hann dó, þó að honum látnum, kom Sólrún út í sænskri Jjýðingu sem ekki er tilgreint hver gerði. A íslensku kom Sólrún fjórum árum seinna, þýdd af Guðmundi G. Hag- alín, ári fyrr þýddi Hagalín smásagnabók- ina Breiðfírðinga. Sagan Mónika hefur ekki komið út, en var lesin í útvarp 1979 í þýðingu Júníusar H. Kristinssonar eins og fram kom í leiðréttingu í Morgunblað- inu eftir að Lesbókargrein Þorsteins birt- ist í ljósi þessarar vitneskju kom mér mjög á óvart að lesa í grein Þorsteins Antonsson- ar að „þegar Jónas dó höfðu bækur eftir hann verið gefnar út á þýsku, hollensku, frönsku, og verið var að undirbúa heildar- útgáfu á verkum hans á sænsku." í bréfum hans til Gyldendals kemur ekkert fram um þetta að öðru leyti en þvi að Jónas stendur í viðræðum við þýðendur skömmu fyrir andlátið og þýðing Móniku á sænsku var til lykta leidd eins og fyrr sagði. Fróð- legt væri að vita hvaðan Þorsteinn hefur sínar heimildir. Þorsteinn setur dramatíska fyrirsögn á grein sína og hefur eftir ónefndum dönsk- um vini um Jónas: „Yfír gröf hans var ekki sagt eitt einasta orð.“ Jónas dó á Skagen á Jótlandi árið 1916 eins og fram kemur í greininni, og þar er hann grafínn. Hans var töluvert minnst í dönskum blöð- um og í Skagens Avis er sagt frá útför- inni sem virðist hafa verið nokkuð fjöl- menn. Minningarræðuna ætlaði vinur Jón- asar, rithöfundurinn Harry Söiberg að flytja. Vegna lasleika gat hann ekki gert það en ræðan birtist í skömmu síðar í Bogvennen, riti Gyldendals. Harry Söiberg lét sér annt um minningu Jónasar. Löngu síðar, 1946, birti hann fróðlega grein um vin sinn í Politiken sem ég þýddi og birti í Andvara í fyrra. Hvað sem líður þeim spumingum sem grein Þorsteins vekur er fengur að grein hans um Jónas Guðlaugsson. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að unnt sé að gefa rit hans út með rækilegri greinar- gerð um æviferil skáldsins og verk. Höfundur er bókmenntafræðingur og dagskrár- fulltrúi hjá ríkisútvarpinu. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.