Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 13
FAT AHONNUN Þetta verður stuttbuxnasumar tuttbuxur voru upphaflega einungis notaðar af karlmönnum, en kvenfólkinu er ekkert heilagt þegar kemur að jafnrétti. Stuttbuxur voru fyrst almennt viðurkenndar á konur um og upp úr 1920, en þriðji áratugur inn var einmitt það tíma- víðar eða þröngar stuttbuxur, reiðhjólastutt- buxur, „boxer“-stuttbuxur, s.s. hvaða snið sem er er leyfilegt. Stuttbuxur eru líka ólíkt þægilegri en stuttu pilsin, hér á okkar vinda- sama landi fýkur oft upp undir pilsin, en sértu í stuttbuxum þá losnarðu við það vandamál. Nú, og í hita og sól er bara að bil sem konur fóru unnvörpum að mót- mæla, í orði og æði, þeim höftum sem á þær höfðu verið lögð. Konur hentu frá sér fjötrum hinna þvingandi klæða, lífstykkja og efnismikilla lqóla. í stað þeirra komu m.a. stuttbuxur, þær voru reyndar einungis viðurkenndar sem sportfatnaður; á tenni- svellinum og við þess háttar tækifæri. En þriðji áratugurinn einkenndist af strákslegri tísku, hárið var klippt stutt og fótleggimir voru beraðir í kjólum og buxum. Það varð síðan ekki fyrr en undir 1970 sem stuttbuxur urðu vinsælar sem fatnaður við hversdagsleg tækifæri s.s. við vinnu. Þá litu dagsins ljós hefðbundin jakkaföt með stuttbuxum á konur. STUTTBUXNATÍSKAN 1988 í ár ení stuttbuxur svo sannarlega í tísku, og það í öllum mögulegum gerðum. Stutt- buxur eru líka viðurkenndar við flest tæki- færi, íþróttastuttbuxur, bermudastuttbuxur, Eftir ÁSDÍSI LOFTSDÓTTUR fá sér stuttbuxur úr næfurþunnu efni og hafa þær mjög stuttar. Ef við lítum aðeins á helstu gerðir stutt- buxna í ár sjáum við að flestir ef ekki alhr tískuhönnuðir sem mark er takandi á, bjóða upp á stuttbuxur. Fyrir þær sem vilja vera kvenlegri en sportlegar stuttbuxur bjóða upp á, er bara að fá sér buxnapils. Þegar tísku- blöðum er flett má sjá margar gerðir slíkra buxnapilsa, þau eru þá í víðari kantinum, oft með miðjufellingu sem felur þá að um buxur er að ræða. Vinsælastar eru þó hinar svokölluðu „Bermuda-buxur“, fijálslegri útgáfa þeirra eru víðar buxur sem bundnar eru í mittið. Þær sem ekkert hafa að fela fá sér „bicycle“-stuttbuxur, þær eru níðþröngar og úr teygjanlegu efni og falla þétt að lærum og lendum. Spaugilegu týp- umar fá sér stuttbuxur sem minna á nær- fatnað karla, svokallaðar „boxer“-stutt- buxur, þær sem hafa kímnina á hreinu fá sér einfaldlega slíkar heiranærbuxur. Sport- legasta útgáfan er svo Iþróttabuxumar, þið munið, þessar sem maður kallaði leikfími- buxur í gamla daga. Auðvitað finnast síðan aðrar útgáfur af stuttum buxum, ein gerðin minnir á fyrirbrigði sem nefndist „hot- pants“. „Hot-pants“ vom „heitastar" um og upp úr 1970, þær vom nefndar svo af bandaríska tímaritinu Womens Wear Daily. Þessar stuttbuxur vom mjög, mjög stuttar, oft úr sléttflaueli og gjaman skreyttar með útsaum, perlum eða pallíettum. í anda skrautlegri útgáfu hippa- eða blómatísku þeirra tíma. „Bermuda“-stuttbuxur „Bermuda“-stuttbuxumar svokölluðu em án efa og verða langvinsælustu stuttbuxum- ar í ár, ef ekki bara vinsælasta flík sumars- ins. En hvemig hófst það allt saman og af hverju heita þær „Bermuda“-buxur“? Það var á fjórða og fimmta áratugnum sem Bermuda-eyjamar urðu að vinsælum sumardvalarstað. Á þeim tíma vom í gildi lög á eyjunum sem bönnuðu konum að bera leggina a.m.k. fyrir ofan hné og (alit vel- sæmi). Nú, tískan lætur ekki að sér hæða eins og við öll vitum og sniðugir tískuhönn- uðir fundu upp á því að klæða konur í bux- ur sem náðu niður að hné, rétt tæplega þó. Skilyrðum yfírvalda var fullnægt og alls velsæmis var gætt, en það sem meira var konur gátu loksins orðið brúnar á fótleggj- unum, þó ekki væri nema upp að hné. Þann- ig urðu „Bermuda“-stuttbuxumar til. „Bermuda“-stuttbuxumar hafa síðan verið fáanlegar ýmist með eða án uppábrots. Höfundur er fatahönnuöur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNl 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.