Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Blaðsíða 7
túlkuð með flóknu taktmynstri af tveimur ásláttarhljóðfærum á víxl. Þetta virtist vera þeim meðfætt en hefði áreiðanlega vafíst fyrir vestrænum hljóðfæraleikurum, eins og það að aðhæfa sig síbreytilegum sönghraða og textaflutningi á sviðinu. Þegar okkur var boðið baksviðs til að fylgjast með hljómsveit- inni ieika varð okkur einkum starsýnt á „erhúleikarann" en „erhú“ er kínversk tveggjastrengjafiðla. Á meðan hann lék fal- legan einleikskafla, sem leggja þurfti í mikla tilfínningu, gat hann haldið uppi samræðum við sessunaut sinn, að því er virtist áreynslu- laust og alveg óháð leiknum! Við héldum tvenna tónleika í Nam Fong (Suður-) leikhúsinu, og rekjan í Suður-Kína gerði okkur látlaust að athlægi. Tónninn í hljóðfærum okkar hneig neðar og neðar, nótumar vöfðust saman eins og pappírsroll- ur, og vegna aukahitans frá sviðsljósunum svitnuðum við svo mikið á meðan við lékum, að svitinn draup ofan í augu okkar og varð eins og lag af gleiðlinsum, sem margfaldaði og víkkaði sjón okkar. Það var áhrifamikill látbragsleikur þegar þetta gerðist allt í senn. Viðleitni okkar var samt vel tekið með hlý- legu lófataki og mannhæðarhárri blóma- körfu, ásamt hamingjuóskum frá héraðstjór- anum í Guangdong og fömneyti hans. Daginn eftir var farið með okkur í skoðun- arferð og fyrst á æfíngu hjá Sinfóníuhljóm- sveit Gvangsjhú, sem fór verulega aftur þegar vestræn tónlist var bönnuð í Kína. Hún er nú nýlega farin að æfa og flytja vestræn sinfóníuverk í staðinn fyrir upp- hafna byltingartónlist. Hún þyrfti líka að fá nýrri og betri hljóðfæri. Síðan var okkur sýnd byggingarsamstæða þar sem var lif- andi miðstöð túlkandi listamanna, vinnustof- Kín verskir akrobatar. Stúlkan hjólar með öðrum fætínum, eu með Mnum sparkar hún skálum upp i loftið og lætur þær raðast ofan & höfuðið & sér. tónleikana. ur þeirra og skóli í túlkandi listum, þangaö sem ungt fólk, hvaðanæva úr Kína, kemur til þjálfunar. Eftir það fóram við til „Bjart- skýjaijalla" þar sem áður var miðstöð trúar- iðkana, en nú garður í fögra Qallaum- hverfi, þaðan sem víðsýnt er yfir Gvangsj- hú. Við hvíldum okkur í viðhafnarstofu sum- arskála í þessu fagra umhverfi, sem eitt sinn hafði orðið mörgum fomskáldum inn- blástur. Mitt í sveitunum, langt undan, tran- aði þéttbýliskjami sér fram, með húsaþyrp- ingum og iðnaðarbyggingum. Leiðsögumað- ur okkar sagði að þana hefði fyrir tveimur áram síðan ekkert verið nema tijágróður! Þetta minnir á hve hart Kínveijar leggja að sér til að færa allt í nútímahorf. Við náðum til Beijing strax um kvöldið. Það var löng leið að aka frá flugvelinum inn f borgina. Vegimir líktust rómverskum veg- um — þráðbeinir og iangir. Andstætt rekj- unni og gróðursældinni fyrir sunnan var Beijing grábrún og rykug vegna hins þurra vetrarloftslags, sem enn ríkti að nokkra, en öðra hvora bar blóm kirsubeijatijánna fyrir augu okkar — vorið var ekki langt undan. Það var enn dálftið svalt. Það var eitthvað í „loftinu" sem benti til þess að við gætum ekíri verið á leið neitt annað en til hinnar fomu höfuðborgar Kína. Kannski var það vegna þess hvað hún er mikil um sig, strangleiki hennar og það hve óaðgengileg hún er, að upp í huga okkar kom mynd af því hvemig hefði verið að koma hér sem sendimaður á leið til keisarans í Kína. Þá komu mér í hug þau orð sem Qfjan Long keisari viðhafði árið 1793 við sendimann Breta, Macartney lávarð, og era sígilt dæmi um kínverska einangranarhyggju: „Við höf- um allt. Við metum einskis framandi og hugvitssamiega hluti og höfum enga þörf fyrir framleiðsluvörur landa yðar.“ — Hvemig mundi framandi tónlist okkar vegna að þessu sinni? Á Stað Hinnar Opinberu Formfestu Eftir að við voram komnir til Beijing voram við sífellt haldnir sterkri víðáttu- kennd, og olli því breidd strætanna, bygg- ingamar, sem gerðar era í rússneskum stfl, og víðfeðmasta torg í veröldinni, Ijan an men (Torg himnesks friðar). í þessu um- hverfí fundum við skyndilega ekki lengur fyrir þrengslunum, sem við voram orðnir svo vanir. Aftur á móti fóram við nú að fínna fyrir öðra — hinir fíjálsu dagar fyrir sunnan vora að baki; nú tók hin opinbera formfesta við. Okkur var ætlað að halda tvenna tónleika í hinu virta, nýja leikhúsi þeirra, Kínverska ópera- og danshúsinu, sem tekur 1600 manns I sæti. Þar var mjög nýtískulegur búnaður og afar djúpt snúningssvið og sæt- in vora á tveimur hæðum, rauð að lit. Að þessu sinni höfðum við mjög fallegan og greindan „siðameistara" til að kynna efnis- skrá okkar; hún var fyrrverandi ballet- dansmær, en nú rithöfundur, og talaði af- burðafallega kínversku. Hún lærði skýring- araar í efnisskránni okkar utanað og fór með þær eftir minni, svo sannfærandi, að engu var líkara en hún þekkti tónlist okkar til hlítar, sem hún gerði vitaskuld ekki. Áður en hún kom fram hafði hún varið tveimur klukkustundum í að máta allskyns kjóla, þar til hún ákvað að vera í nítískuleg- um vestrænum klæðnaði (frakka og pilsi) og háhæluðum skóm — dagar bláu einkenn- isfatanna, sem gerðu alla eins, vora liðnir. Allt til þessa höfðu pils og háir hælar verið algjörlega bannaður kvenfatnaður, sem átti að vera látlaus og óbrotinn í ströngu sam- ræmi við bænda- og öreigahugmyndafræði Maós. Nú er fegrun kvenna við það að kom- ast í tísku aftur og má þegar sjá þess nokk- ur merki að það sé hagnýtt í verslun. Áður en við héldum tónleikana langaði okkur mjög til að bjóða framúrstefnutón- skáldunum, sem áður er getið, að koma og hlýða á okkur, en sú tilraun okkar bar eng- an árangur þar sem svo til engir símar era í heimahúsum í Beijing og of langan tíma hefði tekið að koma boðum á annan hátt. Engu að síður var hvoratveggja tónleikun- um tekið af mikilli hrifningu af áheyrendum. Fyrri tónleikamir vora teknir upp af ein- hverri ríkisstöð og útvarpað daginn eftir. Eftir tónleikana stóðu rithandasafnarar, sem vildu fá nöfnin okkar, í langri röð bak- sviðs og þeir vora ákafír í að spjalla við okkur. En áður, uppi á sviðinu, höfðu kveðið við smellir í ljósmyndavélum í gríð og erg, og sveipur af ljósmyndurum ætt fram og aft- ur, þegar háttsettir embættismenn komu til að færa okkur blóm og fara um okkur viður- kenningarorðum. Við veittum því athygli að Wú, aðstoðarskrifstofustjóri í utanríkis- ráðuneytinu, og Deng, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hinar opinbera umboðsstofn- unar fyrir túlkandi listir, vora í þessum hópi, en þeir höfðu haldið okkur móttöku- veislu daginn áður, þar sem meðal annars var borin fram hin fræga pekingönd. Þeir voru afar elskulegir og lítillátir menn, og sögðu okkur í veislunni frá efnahagsástand- inu í Kína og efnahagsmarkmiðum Kínveija. Wú hafði einfaldlega vitnað í ræðu Dengs Xíaópíngs á allsheijarfundi aðalráðgjafar- nefndar Kínverska kommúnistaflokksins: „Það ríður á að fjórfalda verga þjóðarfíam- leiðslu. Það þýðir að hún mundi nema einni billjón Bandaríkjadala árið 2000. Þá mundi verg þjóðarframleiðslu Kína vera sambæri- leg við verga þjóðarframleiðslu hinna þró- aðri ríkja heims, en þó vitaskuld ekíri á mann ... Efnalegar aðstæður era undir- staðan. Með bættum efnalegum aðstæðum og hærra menningarstig, munu framtíðar- horfur þjóðarinnar batna til muna... Við munum setja okkur nýtt markmið þegar við, í lok aldarinnar, höfíim flórfaldað verga þjóðarframleiðslu, það er, að komast jafn- fætis hinum efnaíega þróuðu ríkjum á þarnæstu 30 til 50 áram... Einangrun mundi hindra framþróun í hvaða landi sem væri. Við liðum fyrir hana og líka forfeður okkar... Við verðum að ljúka upp fyrir umheiminum. Það mun ekki skaða okk- ur... Ef við framfylgjum einangranar- steftiu og lokum dyram okkar að nýju, verð- ur alls engin leið fyrir okkur að komast jafnfætis þróuðu ríkjunum á fímmtíu árarn." Það var til að sanna vilja Kínveija að ná þessu marki, að framúrstefnukvartett okkar var boðið til landsins. En burtséð frá núverandi stjómarsteftiu; ef geta borgaranna til að auðsýna ástúð og hlýju, í stað þess að státa af efnalegri vel- gengni, væri aðalsmerki háþróaðrar og göfugrar menningar, þá væri Kína meðal þróuðustu ríkja. Það era þau heildaráhrif sem við, og margir gestir aðrir, hafa orðið fyrir í Kína. En kenningar Konfúsíusar (samræmi við þjóðfélagið) og Laó-tse (sam- ræmi við náttúrana) hafa orðið kínverskri menningu til bjargar á meðan önnur menn- ingarsamfélög hafa tortímst. Mikið af speki þeirra er enn samgróin Kínveijum þótt á ýmsu hafi gengið um vinsældir hennar í aldanna rás. Þá daga sem við höfðum eftir tónleikana notuðum við til að fara í Beijing-óperana, á fimleikasýningu og í Vináttubúðina, og ferðast til fíirðulegra staða, svo sem Múrs- ins mikla, Minggrafanna og Borgarinnar forboðnu. Frammi fyrir þessum mikilfeng- legu minjum voram við gripnir djúpri lotn- ingu fyrir menningu, sem áður var svo glæsileg, og hefur nægan mátt til að skara framúr á ný áður en mjög langt um iíður. Við fóram frá Kína innilega snortnir af göfugri menningu þess, og hétum því að snúa aftur þangað síðar, til að afla okkur meiri og dýpri rejmslu. Höfundur er tónskáld og hljóðfæraleikari og býr i Reykjavík, í Vínarborg og Hong Kong. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNÍ 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.