Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Blaðsíða 16
Heinrich Heine. Þeir Wagner ogHeine tóku efnisögunnar um Hollendinginn
fljúgandi ólíkum tökum.
Munnmælasagan um Hollendinginn fljúgandi komst á loft meðal niðurlenskra sjófa-
renda ekki síðar en á öndverðri 17. öld. Hún greinir frá hrokafullum skipherra
hollenskum er hét á skrattann að hann skyldi sigla fram að dómsdegi tækist
honum að komast fyrir höfða nokkurn. Skipherranum varð að ósk sinni og lét skrattinn
hann standa við heit sitt, og birtist skip þetta sjómönnum ístórviðrum á eilífri siglingu sinni.
í byrjun 19. aldar, þegar rómantíska stefnan stóð hátt, tóku skáldin að yrkja og setja
saman leikrit um skipherrann ólánsama og áhöfn hans. Og einn höfuðsnillinga evrópskra
bókmennta fyrir miðja síðustu öld, Heinrich Heine, lét ekki sitt eftir liggja og vitnar ti!
sögunnar í tveimur lausamálsverkum sínum. Fyrra sinni í ferðamyndum frá Norderney,
1826, þar sem hann drepur stuttlega á hana í kafla um ævintýrasagnir er sjómenn kunna,
og álítur hann söguna um Hollendinginn fljúgandi mest heillandi allra þess háttar sagna.
Síðara sinni rifjar Heine hana upp í frásögn sem hann kallaði Úr minningum Schna-
belewopskis greifa. Hann hafði gert atrennu að samningu þeirrar frásagnar árin
1822—26, en fulllauk henni ekki fyrr en árin 1831—33ogIétkomaáprentiíSalonI, 1834.
Minningar Schnabelewopskis vöktu strax athygli, líkt og flest allt sem Heine ritaði, og
þærféllu meðal annars ígóðan jarðveg hjá tveimur íslenskum stúdentum í Kaupmannahöfn
á fjórða tug aldarinnar, þeim Fjölnismönnum Jónasi Hallgrímssyni og Konráði Gíslasyni,
og sjást dæmi þess í bréfaskiptum þeirra góðvinanna.
Schnabelewopski er hugarsmíð Heinrichs Heines, en skáldið Ijær honum þó jafnframt
ýmislegt úr eigin farí og lífi, og mega sumir kafla minninganna kallast eins konar sjálfsæ-
visögubrot, enda var það ásetningur Heines með ritun þeirra. Þar segir á kátlegan hátt
frá æsku og uppvexti Schnabelewopskis í Póllandi, burtferð hans úr föðurhúsum til guð-
fræðináms í Hollandi, til háskólans í Leiden. Schnabelewopski gerir þó um sinn hlé á ferð-
inni til Leiden 'og hefur viðdvöl í Hamborg hálft ár. Á leið til Leiden siglir greifinn ungi
síðan frá Hamborg til Amsterdam og þar fer hann í leikhús og sér verk um Hollending-
inn fljúgandi. Hér birtist gerð Heines af munnmælasögunni og hefur hann aukið veigam-
iklum dráttum við hana frá eigin bijósti. Þessa gerð las svo stórmeistari óperutónlistarinn-
ar, Richard Wagner, og hagnýtti sér þegar hann orti textann og samdi tónlistina við
fýrstu meiriháttar óperu sína, Hollendinginn fljúgandi, sem frumflutt var í Dresden
1843. Þess má geta að Wagner komst í kynni við Heine í París 1840.
Heinrich Heine og Richard Wagner tóku efni sögunnar um Hollendinginn fljúgandi ólík-
um tökum. Heine er sjálfum sér líkur, eins og nærri má geta, og segir hana fullur hæðni.
Wagner er hins vegar þyngrí á brún og er sagan í verki hans gædd siðrænni alvöru.
Kjami sögunnar og ris, eins og hún nú er, mun runnið frá Heine: Dæmisagan um trygg-
lynda og fómfúsa ást er nær út yfir mörk lífs og dauða. Trygglynd ást afþví tagi varð upp
frá því ávallt meginyrkisefnið í óperum Wagners.
Sá hluti minninga Schnabelewopskis, sem hér fer á eftir, er þýðing 7. kapítula þeirra. í
lok kapítulans þar á undan lýsir Schnabelewopski fyrstu sjóferð sinni á lífsleiðinni, frá
Hamborg til Amsterdam. Þá vakna í huga hans endurminningar um ævintýrasögur er
fóstra hans gömul hafði þulið honum, þar á meðal var sagan af HoIIendingnum fljúg-
andi. Schnabelewopski reynir að koma auga á hafkonurnar, sem sitja á skeijum og kemba
græna lokka sína, en hann heyrir aðeins söng þeirra. Um nóttina sér hann svo skip stórt
sigla hjá þöndum seglum og eru þau blóðrauð. Líkist skipið dimmleitum jötni, sem búinn
er víðum skarlatsmöttli, og hann spyr sig hvort þar fari Hollendingurinn fljúgandi. Þvi
næst hnýtir Schnabelewopski við frásögn sína, að hann hafi séð þennan ógnvænlega skip-
herra á sviði í Amsterdam og kynnst um leið einni þessara hafkvenna, sem kemba lokk-
ana sína grænu. Lýkur þar 6. kapítula.
HH
Heinrich Heine og
Hollendingurinn fljúgandi
Úr minningum
Schnabelewopskis
greifa
Sagan um skipherrann
ólánsama og áhöfn hans
höfðaði mjög til skálda
þegar rómantíska
stefnan reis hæst í
upphafi síðustu aldar og
ekki lét Heine sitt eftir
liggja.
Formáli og þýðing:
HAUKUR HANNESSON
Þið kannist eflaust við
sögnina um Hollending-
inn fljúgandi. Það er sag-
an um skipið fordæmda
sem aldrei nær til hafnar
og hefur nú siglt í ór-
atíma fram og aftur um
heimshöfín. Verði annað
hafskip á vegi þess, þá róa þangað á báti
nokkrir menn úr hinni voveiflegu áhöfn og
biðja í vinsemd fyrir bréfasendingu. Þessi
bréf verður að negla í siglutréð, annars
hendir skipið ólán, ekki síst ef um borð er
engin biblía né heldur skeifa fest við fram-
sigluna. Bréfín eru ævinlega stfluð til fólks
sem alls enginn þekkir eða er löngu dautt,
svo að stundum fær bamabamið í hendur
ástarbréf ætlað langömmunni er hvflt hefur
í gröf sinni heila öld. Þessi timburvofa, þetta
skelfílega skip, dregur nafn sitt af skip-
herra sínum, Hollendingi nokkrum, er eitt
sinn sór í allra djöfla nafni, að hann skyldi
sigla fyrir höfða einn þrátt fyrir ógurleg-
asta storm er þá geisaði, jafnvel þótt hann
þyrfti að sigla allt fram á efsta dag; mér
er liðið úr minni hvað höfðinn hét. Djöfull-
inn tók hann á orðinu, hann verður að hrekj-
ast á hafínu allt fram á efsta dag, nema
því aðeins að hann fái lausn fyrir tryggð
konu. Djöfullinn, jafn heimskur sem hann
nú er, hefur ekki trú á kvennatryggð og
því gaf hann skipherranum fordæmda leyfí
til þess að stíga á land einu sinni sjöunda
hvert ár og kvænast og vinna þannig til
lausnar sinnar. Vesæli Hollendingur! Hann
verður sjálfur oft harla feginn, leystur að
nýju undan hjónabandinu og laus við frels-
ara sinn, og heldur þá aftur um borð.
fjfphiiá
Richard Wagner.
HoIIendingurinn fljúgandi var fyrsta
stórópera hans, frumflutt í Dresden
1843.
Sýningin sem ég sá í leikhúsinu í Amst-
erdam var byggð á þessari sögn. Enn em
liðin sjö ár, Hollendingurinn vesæli er lún-
ari en nokkm sinni á eilífum hrakningunum,