Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Blaðsíða 20
IJINGVSU: Gunnar Sveinsson framkvæmdastjóri BSÍ „Rútan“, tákn Rútudagsins á þakinu. Rútusöngvar sungnir á siðasta Rútudegi. Á leið upp í Kverkfjöll — brúin yfir Kreppu hefur orðið ófær vegna vatnavaxta. Landslagið eins og kvikmyndatjald — við jökullón Gigjökuls á leið í Þórsmörk. föl á Holtavörðuheiði fyllir oft rútumar — 4) samkeppni við flugið, sem á hvert metárið á fætur öðru með fjölgun farþega. Hágæða-rúta nútímans Hvað gerið þið til að stand- ast samkeppni við einkabil og flugvél? Svar okkar er að auka gæði og bæta þjónustu. Við bjóðum farþegum okkar bestu bíla, sem finnast á Norðurlöndum. Nútíma hágæða-rúta er með — hallandi, dúnmjúka svefnstóla; — gott loft- ræstikerfí; — ljós yfír hveiju sæti; — sjónvarps- og mynd- bandstæki; — kaffivélar og kæli- skápa; — útvarp, segulbönd og hátalarakerfí; — fleiri útgöngu- dyr, sem auðveldar farþegum inn- og útgöngu. „Það eru breyttir tímar, Gunn- ar minn,“ sagði fullorðinn farþegi við mig um daginn. Hann minnt- ist sinnar fyrstu rútuferðar upp í Hvalijörð og sagði, að þá hefðu ekki verið bólstruð, mjúk sæti; heldur harður trébekkur og Hval- fjarðarvegurinn hefði verið hálf- gerður torfæruvegur. „Svei mér þá, sagði hann, ég var fleiri daga að jafna mig í rassinum!" Stytting ferðatíma — sam- tenging samgönguþátta En hvernig getið þið bætt þjónustuna? í fyrsta lagi með því að stytta ferðatímann — fækka stoppum — minnka útkeyrslur frá beinni braut. Rútuferðir hérlendis eru famar að jafngilda hraðferðum erlendis á lengri leiðum. Til dæm- is hefur Reykjavík-Akureyri-leið- Frægasta Þórsmerkurrútan, sem Bjami í Túni ók um 1940-60 eða lengur. in styst um tvo klukkutíma síðustu ár. Bílfreyjur eru á nokkr- um lengri leiðum til að auðvelda þjónustuna. Með betri bílum og vegum stenst áætlun betur — höfum jafnvel dæmi um húsmóð- ur í Strandasýslu er stillir eld- húsklukkuna, þegar rútan fer framhjá! í öðru lagi með því að sam- tengja rútuleiðir og aðra sam- gönguþætti betur saman. Má þar nefna beinar rútutengingar Reykjavík-Mývatn, Reykjavík- Húsavík, Akureyri-Egilsstaðir- Höfn. Einnig eru komnar mjög góðar tengingar við ferjur eins og Baldur á Breiðafírði og Heij- ólf, Þorlákshöfn. Allt sem heitir flug á Austfjörðum er samtengt við rútu. Við erum bæði í harðri samkeppni við flugið — en líka í náinni samvinnu við það. Nýr ferðaþáttur, mikið notaður af erlendum ferðamönnum, nefn- ist„Air-Bus“ eða flug-rúta; þá er flogið aðra leið á áfangastað, en farið með rútu til baka eða öfugt. Hraði — öryggi eða hvort tveggja Mikið er nú lagt upp úr hraða á leiðum, en hinn þjóðsagna- kenndi rútubílstjóri, Olafur Ket- ilsson, lagði ekki mikið upp úr styttingu ferðatíma — ók svo hægt að sumum farþegum hans þótti nóg um! Eitt sinn var Ólaf- ur á ferð um Grímsnesið, þegar strákur kallaði til hans, að nú yrði hann að hraða sér — belja væri að fara fram úr rútunni! Ólafur lét sér hvergi bregða við stýrið og svaraði að bragði: „Taktu þér þá far með beljunni, strákur!" Eftir Ólafi er líka haft: „Hraðinn í umferðinni er okkar bölvaldur. Ég keyri hægt — en örugglega." En nú leggst allt á eitt — betri bílar og betri vegir — sem hljóta að auka hraða og öryggi. Kröfur ferðamannsins Hvernig mæta rúturnar kröfum ferðamannsins? Ferðaskrifstofa BSÍ var stofn- uð til að aðlaga rútuna ferða- manninum — kynna hana sem ferðatæki. Ótímabundni hring- miðinn er til dæmis mjög vinsæll meðal erlendra ferðamanna, en ekki mikið nýttur af íslendingum. Útlendingar hafa jafnvel haft vetursetu á hringnum og tekið hringmiðann upp að nýju um sumarið. Fyrir vísitöluíjölskyldu með þriggja og átta ára börn kostar hringmiðinn 16.500 krón- ur — á móti rúmlega 23.000 króna lágmarkskostnaði (sam- kvæmt útreikningi FÍB) á bíl sem fer hringveginn. Hvernig ferðast útlend- ingar út frá áfangastöðum? Geysilega mikið hefur aukist, að erlendir ferðamenn taki hjól með sér í rútuferðir og hjóli á milli þess, sem þeir hoppa upp í rútumar. Hjólreiðamenn fá betri tilfínningu fyrir landinu og skoða betur hvem áfangastað. Ennþá eru íslendingar ekki búnir að taka upp þennan ferðamáta. Spennandi rútuferðir með Ieiðsögn Við reynum að gera rútuferð- ina eins spennandi og kostur er. Við sköpum samt ekki vísvitandi ófærð til að gera hana æsispenn- andi! Ég man alltaf eftir Banda- ríkjamanni, sem lenti í að aðstoða við að moka rútu leið í gegnum skafl á Holtavörðuheiði — það reyndist mesta ævintýraferð hans! Það er leiðarlýsing og sög- ur er tengjast bæjum og lands- lagi, sem gera ferðina spenn- andi. Leiðsögn hefur til dæmis verið á Vestfjarðaleið — land- kynning - sem bæði stytti að mun þessa 550 km leið og gerði hana um leið að skemmtiferð. Við áætlum að vera með leiðsögn á spólum eða leiðsögumann á vissa staði. Og hver veit nema að rútu- söngvar verði teknir upp aftur eins og í gamla daga, þegar allir sungu saman af hjartans lyst! Rútur á ævintýraleiðum Sérleyfíshafar eru líka farnir að bjóða upp á spennandi sérferð- ir með leiðsögn. Má þar nefha ferðir yfír Sprengisand og Kjöl — Fjallabaksveg nyðri, um Klaustur að Skaftafelli — Þórsmerkurferð- ir — ferðir frá Egilsstöðum í Kverkfjöll, Mjóafjörð og Borgar- fjörð eystri — nýjar ferðir frá Vík í Mýrdal upp í Lakagíga. Allt eru þetta ferðir á slóðir, sem íslendingar eiga erfítt með að komast á með smábílum og njóta sívaxandi vinsælda. Ný leiðabók Lokaorð, Gunnar. Leiðabókin okkar er að koma út næstu daga. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér þar nýjar sérferð- ir og aukna þjónustu. Miklu ýtar- legri upplýsingar verða í nýju leiðabókinni, um gististaði — allt frá tjaldsvæðum upp í hótel. Kannski er það talandi tákn um breytta tíma — aukna samvinnu á milli allra ferðaþjónustuaðila. Komið á Rútudaginn — finnið samhug allra, sem vilja aðstoða ykkur við að FERÐAST UM ÍS- LAND.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.