Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Blaðsíða 17
Hollendingurinn sór íallra djöfla nafni, aðhann skyldisigla íófæru veðri fyrirhöfða einn,jafnvelþótt hann yrði að sigla til efsta dags — og djöfullinn tók hann á orðinu. stígur á land og binst vináttuböndum við kaupmann nokkum skoskan er verður á vegi hans, selur honum demanta gegn hlægilegu verði, og þegar honum berst til eyma að viðskiptamaður hans eigi fagra dóttur, þá biður hann um hönd hennar. Verða þessi kaup einnig með þeim. Því næst birtist heimili Skotans á sviðinu, stúlk- an væntir brúðgumans kvíðin í hjarta. Henni verður oft litið með angurværð á stórt mál- verk og bliknað er hangir uppi í stofunni og getur þar að líta fagran mann, búinn spænsk-hollenskum klæðnaði; það er gam- all erfðagripur og að sögn ömmu hennar trú eftirmynd Hollendingsins fljúgandi eins og hann var ásýndum þegar hann sást í Skotlandi fyrir einni öld, á dögum Vilhjálms konungs af Óraníu. Þessu málverki hafa einnig fylgt þau vamaðarorð, að konur inn- an fjölskyldunnar skyldu vera á varðbergi gagnvart fyrirmyndinni. Einmitt þess vegna hefur stúlkan allt frá bamæsku geymt í hjarta sér andlitsdrætti mannsins ógnvæn- lega. Þegar nú Hollendingurinn fljúgandi gengur í raun inn gólfíð holdi klæddur bregður stúlkunni í brún; en ekki af ótta. Einnig hann hrekkur við er hann lítur mynd- ina. Þó tekst honum að koma í veg fyrir að nokkrar grunsemdir vakni þegar honum er frá því skýrt hvern mann hún sýni; hann hlær að hjátrúnni, gerir sjálfur gys að Hol- lendingnum fljúgandi, gyðingnum eilífa á úthafinu; þó tekur hann ósjálfrátt að lýsa því angurværum rómi hvemig skipherrann þurfi að líða hinar fáheyrðustu þrautir á ómælanlegri sjávarauðninni, að líkami hans sé ekkert annað en líkkista af holdi og sálu hans leiðist þar, að lífíð stjaki honum frá sér og einnig dauðinn vísi honum á bug: líkt og tómri tunnu sem öldumar kasta hver til annarrar og aftur til baka í hæðni, þannig sé hinum vesæla Hollendingi slöngv- að milli lífs og dauða, hvorugt vilji af honum vita; þjáning hans sé jafn djúp sjónum sem hann hrekst um, skip hans án akkeris og hjarta hans án vonar. Ég held að brúðguminn hafi lokið ræðu sinni nokkum veginn á þessum orðum. Brúðurin virðir hann fyrir sér alvarleg í bragði og skotrar augunum við og við á málverkið. Það er því líkt sem hafí hún komist að leyndarmáli hans og þegar hann síðan spyr hana: Katharina, viltu vera mér trú? svarar hún ákveðin: Trú fram í dauð- ann. A þessum stað man ég að var hlegið og kom sá hlátur ekki að neðan, úr Helvíti, heldur að ofan, frá Paradís. Þegar ég leit upp kom ég auga á unaðsfagra Evu sem horfði tælandi á mig stórum, bláum augum sínum. Handleggur hennar slútti út yfir svalirnar og í hendi sinni hélt hún á epli, eða öllu heldur appelsínu. En í stað þess að bjóða mér annan helminginn á táknræn- an hátt gerði hún sér lítið fyrir og kastaði einfaldlega berkinum í höfuð mér. Viljandi eða óviljandi? Það langaði mig að vita. En ég varð ekki lítið hissa, þegar ég steig upp í Paradís til þess að efla kunningsskapinn, að fínna þar fyrir bjartleita stúlku og blíðlega sem var undurmjúkvaxin og kven- leg, ekki grönn en þó fíngerð eins og krist- all, ímynd húsaga og hrífandi þokka. Það var einungis um efrivörina, vinstra megin, að eitthvað teygðist eða fremur hringaðist líkt og halakom á sandeðlu að mjakast burt leiðar sinnar. Það var leyndardóms- fullur svipdráttur, sem maður reyndar var ekki vanur að fínna í fari hinna hreinu engla né hjá ljótum djöflum. Þessi svipdráttur merkti hvorki gott né illt, heldur aðeins vonda samvisku; það var bros eitrað af skiln- ingseplinu sem munnurinn hefur gætt sér á. Þegar ég sé þennan drátt á mjúkum og rósrauðum meyjarvörum, þá finn ég krampakenndan titring fara um varir sjálfs mín, titrandi löngun til að kyssa þær varir; líkur sækir líkan heim. Ég hvíslaði því í eyra stúlkunnar fögru: Ungfrú! Mig langar til að kyssa þig á munn- inn. Hvort nú væri, herra minn, það er góð hugmynd! var svarið sem snöggt, hljóm- fagurt og heillandi ómaði frá hjartanu. Nei, en — söguna sem ég hafði í hyggju að segja hér í heild, og átti Hollendingurinn fljúgandi aðeins að vera umgjörð hennar, hana mun ég nú láta ósagða. Þannig hefni ég mín á þeim sem teprulegir eru og svolgra þess háttar sögur í sig af unaði, og eru frá sér numdir niður að nafla, já og enn lengra niður, skammast síðan út í sögumann, fitja upp á nefið í annarra hópi og úthrópa hann sem siðleysingja. Þetta er góð saga, eins gómsæt og sykurleginn ananas, eða ný styijuhrogn, eða sveppur í búrgúndarvíni, og væri notaleg lesning eftir bænastundina; en af hefndarfýsn og í refsingarskyni fyrir ósanngimina áður, þá mun ég láta hana ósagða. Hérna set ég því langt þankastrik — Þetta strik merkir svartan legubekk, og á honum gerðist sagan sem ég ekki segi. Sá saklausi verður að þjást með þeim seka, og mænir nú mörg góð sálin á mig bónar- augum. 0 jæja, ég vil trúa þeim sem betri eru fyrir því, að aldrei fyrr hefur nokkur kysst mig jafn ofsafengið og þessi gullin- hærða hollenska stúlka, og að hún sigraðist glæsilega á þeim hleypidómum sem ég fram að því hafði borið í bijósti gagnvart ljósu hári og bláum augum. Nú fyrst varð mér ljóst hvers vegna skáld eitt á Englandi líkti þess háttar dömum við frostkalt freyðivín. Undir ísköldum hjúpnum leynist heitasti safínn. Það er ekki til neitt sem ertir bragð- skynið meir en andstæðan milli kuldans ytra og glóðarinnar innra, sem funar upp hömlulaus og ölvar og hrífur ómótstæðilega hinn sæla víndrykkjumann. Já og miklu heldur en í dökkhærðu dömunum brenriur gimdarloginn í margri helgimyndinni, rósamri á yfirborðinu, með gullslegið dýrð- arhár, blá himinaugu og frómar hendur líkar liljum. Ég þekki gullinhærða stúlku frá einu hinna bestu heimila í Niðurlöndum er stund- um yfirgaf höllina sína fögru við Suðursjó, kom á laun til Amsterdamborgar og fór þar í leikhús, kastaði appelsínuberki í höfuðið á hveijum þeim sem henni hugnaðist, og eyddi stundum meira að segja svallsömum nóttum á gistihúsum sjómanna, hollenska Messa- línu. — Þegar ég sneri að nýju til leikhússins var einmitt á fjölunum síðasta atriði leikrits- ins, þar sem kona Hollendingsins fljúgandi, frú Hollendingurinn fljúgandi, fómar hönd- um í örvæntingu á háum sjávarhamri meðan lánlaus bóndi hennar er á hafínu, á þilfari hins voveiflega skips síns. Hann ber ást til hennar og vill yfirgefa hana svo hann leiði hana ekki í glötun og hann trúir henni fyr- ir skelfilegum örlögum sínum og þeirri hræðilegu bölbæn er á honum hvilir. Hún hrópar aftur á móti hárri röddu: Ég var þér trú til þessarar stundar og ég veit um ör- ugga leið til þess að reynast þér trú fram í dauðann! Um leið og hún mælir þessi orð, þá steyp- ir konan trúlynda sér í sjóinn, og nú er for- dæming Hollendingsins fljúgandi einnig á enda, hann er hólpinn, og við sjáum hvem- ig draugaskipið sekkur í hyldýpi hafsins. Boðskapur leikritsins er sá til kvennanna, að þær skuli gæta sín á því að giftast ekki neinum fljúgandi Hollendingi; og við karl- mennimir komumst að raun um það af þessu leikriti, hvernig kvenfólkið leiðir til þess, þegar best lætur, að við förumst. E R L E N D A R B Æ K U R GUÐBRANDUR SIG- LAUGSSON tók saman IM NM IS » . I ,SMC v Hl Nin JA.MI s I iii Smn soi l’( )S M()\ HENRY JAMES: THE SPOILS OF POYNTON David Lodge sá um útgáfuna og ritar inngang Skýringar eftir Patriciu Crick Penguin Books Frú Gereth er þess fullviss að Fleda Vetch verði fyrirtaks tengdadóttir. Hún rær að því öllum árum að Owen sonur hennar felli hug til stúlkunnar en sá maðkur er í mys- unni að hann er í tygjum við aðra. Móðir hans er ekkja. Eiginmaður hennar og hún söfnuðu að sér dýrmætum hlutum og hús- gögnum sem sonurinn skyldi erfa þegar hann kvæntist. Frú Gereth hefur illar bifur á stúlkunni sem Owen er lofaður og sökum þess að hún telur hana ekki verðuga dýr- gripanna flytur hún þá í burtu úr húsinu. Fleda Vetch verður æ meira í sviðsljósinu og er elskuð af Owen. Fleda á aftur á móti erfitt með að endurgjalda ástina. Má vera það sé reynsluleysi eða taugaveiklun, kannski helgi siðgæðisins. Þessa sögu skrifaði James skömmu fyrir síðustu aldamót. Hann greinir frá því í for- mála hver kveikjan að henni var, en honum var sögð saga af móður sem sneri baki við syni sínum í því augnamiði að hún eignað- ist verðmæti sem eiginmaður hennar skildi eftir sig. I rás tímans tók þessi frásögn á sig blæ listaverks og er The Spoils of Poyn- ton afraksturinn. BARBARA VINE: A FATAL INVERSION Pengiiin Books Fyrir þau Adam, Rufus, Shiva, Vivien og Zosie var sumarið 1976 afdrifaríkt. Atburðir sem áttu sér stað í litlu þorpi úti á landi urðu þess valdandi að leiðir þeirra skildu og var ákveðið að þau reyndu að forðast hvert annað. Tíu ár liðu. Þá fundust jarðneskar leifar konu og barns í hundagraf- reit á landareign sem áður var í eigu Adams. Við það heijaði martröð á alla sem hlut áttu að máli og líf einstaklinganna tekur breytingum. A Fatal Inversion er reyfari sem heldur manni föngnum. Það er ekki fyrr en að afloknum lestri sem hægt er að anda létt- ar. Strax á fyrstu síðum kemur það fram að morð var framið þetta góða sumar, en hvert fómarlambið var, og hver morðingi var kemur ekki í ljós fyrr en að síðustu. Annars er ekki vert að fara náið út í það því nokkuð spillist ánægjan viti maður fyrir víst hvað og hvernig allt gerðist. Þetta er afbragðsbók með bráðsnjöllum endi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.JÚNÍ1988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.