Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Side 6
Wolfgang vínbóndi við eikarámur, sem vínið þroskast í. Afhverjum vínviði fást árlega 1-2 lítrar af víni. Vínbóndinii verður að treysta á bragðlaukana etta vín getur maður drukkið endalaust heilt kvöld og langt fram á nótt.“ Vínbóndinn Wolf- gang þagnar og heldur flöskunni upp að ljós- inu svo að ég geti lesið á límmiðann. Þetta er eitt af tíu eða tólf víntegundum Hjá hvítvínsbónda í Móseldal, sem verður að annast hvem vínvið fjórtán sinnum áður en berin verða lesin og treysta á handafl fremur en vélar — og umfram allt á eigin bragðskyn, þegar til þess kemur að ákvarða, hvenær vínið í ámunum er á því stigi, að hægt sé að setja það á flöskur. Eftir HRÓBJART DARRA KARLSSON sem hann framleiddi árið 1986. Víninu í þessari flösku er hann búinn að vera að lýsa fyrir mér síðustu mínútumar. Orð eins og persóna, þroski, líkami, mýkt og aldur notar hann til að lýsa kynnum sínum af því. Það er eins og hann sé að tala um gamlan vin. Nú er formálinn orðinn nógu langur, hann snýr sér snöggt við og gengur fram til að ná i glös og opna flöskuna. „Þegar ég segi að hægt sé að drekka þetta vín endalaust," kallar hann úr fremra herberg- inu, „meina ég að hægt sé að drekka þijár til Qórar flöskur á einu kvöldi án þess að fínna tilfinnanlega á sér.“ Síminn hringir á hæðinni fyrir ofan og hann hleypur upp stigann. Ég sit einn eftir í kjaliaranum. Mér er hugsað heim til íslands, þar sem alkóhól- prósenta og verð áfengisins eru borin saman til að finna út hvaða áfengi gerir mann mest drukkinn fyrir sem fæstar krónur. Hér er útreikningurinn annar. Því minna alkó- hólmagn í víninu, því meira magn er hægt að drekka í einu og því lengur og betur er hægt að njóta vinsins. Wolfgang kemur hlaupandi niður stigann með tvö glös í hendinni, grípur flöskuna og sest andspænis mér. Hellir góðum sopa i annað glasið og bragðar á, skenkir svo bæði glösin full og skálar. Hann hallar sér aftur í stólinn og drekkur af glasinu með tilheyrandi þefí og sötri. Pírir augun, grett- ir sig eilítið og situr eitt andartak grafkyrr með stífan háls eins og hann væri að hlusta á einhvem kalla til sín úr mikill fjarlægð. Svo kyngir hann og andar hratt frá sér, „Svona, einmitt svona á vín að vera," segir hann brosandi og lítur stoltur á flöskuna. Wolfgang er lágur vexti, snöggur í hreyf- ingum, brosmildur og glaðlyndur. Beinn í baki, þéttvaxinn og gengur ávallt hratt og ákveðið eins og hann sé á leiðinni eitthvert. Þó vínverð sé lágt í Evrópu, sumarið ’87 slæmt til vínyrkju og í rauninni kreppa er hann bjartsýnn og býst við betri tíð. „Það hefur oft verið kreppa en alltaf birt upp um síðir," segir hann þegar ástandið í greininni ber á góma. VÍNRÆKT Vín var fyrst ræktað fyrir um 4000 árum, fyrir botni Miðjarðarhafs. Þaðan breiddist víngerðin út til annarra svæða og kom með Rómveijum til Mið-Evrópu eða þangað sem nú er Þýskaland. Víngerðarlistin hefur erfst frá föður til sonar í gegnum aldirnar og getur Wolfgang rakið ættir sínar til vínbænda í yfir 500 ár. Það liggur mikil vinna á bak við flösku af góðu víni. Aður en hægt er að lesa vínber- in að hausti þarf að koma 14 sinnum við hvem vínvið eða sinna honum á annan hátt. Það þarf að sníða af gamlar greinar, því hver grein ber aðeins ávöxt einu sinni. Nýju greinamar þarf að binda upp, því þær bera ekki þungann af vínbeijunum þegar kemur fram á haust. Vínakur krefst sömu umhirðu og aðrir akrar. Hann verður að plægja, úða gegn skordýrum og illgresi og síðast en ekki síst verður að bera á hann áburð. Það er um það bil ársverk manns að hugsa um þá 12000 vínviði sem Wolf- gang á. í mcðalári fær hann um tvo lítra af víni af hveijum vínvið. Kjallaravinnan Þegar berin eru komin inn í kjallarann eru þau sprengd og pressuð og safanum safnað í tank. Þar er grugg látið setjast til. Að endingu er vínbeijasafinn settur í eikartunnur, þar sem geijunin fer fram. Hún tekur um §óra til tíu daga, en vínið liggur áfram í tunnunum fram á vetur til að þroskast. Það þarf að fylgjast náið með þroska vínanna. Wolfgang á um tuttugu vínámur og smakkar vínið í þeim að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku til að vita hvað þeim líður. Það er gaman að fara á „stofugang" í kjallaranum með Wolfgang. Það er svipað og að ganga með yfirlækni sjúkrahúsdeildar á milli rúma og hlýða á sögu hvers einstakl- ings. Hvert vín á sína þroska- og breytinga- sögu. Þau eru misgóð að upplagi, eiga ólíka möguleika. Sum þroskast vel, önnur illa, sum eru gleðiefni, önnur valda vonbrigðum og áhyggjum. Vínin liggja mislengi í tunnunum, allt eftir því hve hratt og vel þau þroskast. Eitt af vandasömustu verkum vinbóndans er að ákveða, hvenær vínið hefur náð nægTim þroska til að hægt sé að tappa því á flösk- ur. Eins þarf hann að geta þekkt það á bragðinu, hvort vínið þroskist eðlilega eða hvort það sé að lenda inn á rangri þroska- braut. Til þess að geta gripið nógu snemma inní, ef eitthvað er að fara úrskeiðis, þarf vínbóndinn að hafa mjög góða bragðlauka og verður að fylgjast mjög náið með. Þegar vínbóndanum finnst vínið hafa náð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.