Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 3
GUÐMUNDUR FRÍMANN HtastöísasiiBSBEmi]® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan er af Hallsteini Sigurðssyni myndhöggvara og verkum hans, sem nú eru á sýningu á Kjarvalsstöðum. Hallsteinn er einn af okkar framsæknustu myndhöggvurum og hefur unnið jöfnum höndum í stein og jám. Verkin á Kjarvalsstöðum eru úr málmi, en sérstæð í þá veru, að listamaðurinn hefur málað þau einnig. Þama eru bæði frístandandi verk á gólfi og hreyfilistaverk (mobiles), sem hengd eru upp. iljála hefur æði oft verið til umfjöllunar í Lesbók, en í þetta sinn vegna þess að nú er hún komin út í spænskri þýðingu ogþýðandinn, Enrique Bemárdez, hefur skrifað ítarlegan formála. Fyrn hluti hans birtist hér í þýðingu Sigurðar Sigurmundssonar í Hvítárholti. Los bijos de Sigfus prometen ayudar a Flosi Los hijos cic Sigfus sc enteraron de que Flosi cstaba cn Holtsvad, y fucron allí a verlc; allí estaban Kctil de Mörk y su hermano Lambi, Thorkel de Mörd y Sigmund, los hijos de Sigfus, Lambi Sigurdarson Gunnar Lambason, y Grani Gunnarsson, Hamundarson. FIosi sc puso cn venida con alegría. Ferðablaðló í dag birtist fyrri grein af tveimur um þróunina í Evrópuflugi fram til aldamóta, en búast má við miklum breytingum og nýjungum hvað þá þjónustu varðar. Ríkarður Jónsson var afkastamMl myndskeri, myndhöggvari og málari raunar einnig og gripir eftir hann, oftast skomir í islenzkt birki, voru gefiiir ótal máttarstólpum þjóðarinnar á meridsafmælum þeirra. Nú er þess minnst, að öld er liðin frá fæðingu Ríkarðs og af því tilefhi skrifar Pétur Pétursson um listamanninn. Gömul haustmynd Gustar um jarðargróða grályndur norðanvindur, vís til að vinna grand. Það haustar. Hamingjan góða hjálpi þér, Norðurland. Bliknar í mýri brokið, blástörin höfði drúpir, finnur, að hún er feig. Litförótt laufafokið leikur um sleginn teig. Brekkan og beijahlíðin blikna, í dalnum ríkir haustsins helkalda ró. Heiðlóa, köld og kvíðin kreikar um auðan mó. Enn er gróðurtíð gengin, gaddurinn bráðum þaggar lyngþyt og lindahjal. Senn standa sumarengin sönglaus í Langadal. Áin mín yndislega úlfgráa stranda strýkur, gefur að engu gaum, berandi veg allra vega von mína og sumardraum. Guðmundur Frímann er þjóðkunnur rithöfundur og skáld, fæddur 1903 ( Hvammi I Langadal í A-Húnavatnssýslu, en hefur átt heima á Akureyri, þar sem hann hefur lagt stund á húsgagnasmíði, bókband og kennslu. Hann hefur látið frá sér fara 4 Ijóðabækur, smásögur og skáldsögu. Að hleypa ekki heimdraganum Einar Petersen bóndi á Kleif sagði mér frá því að á æskustöðvum hans á Jótlandi fyrir stríð hefði þótt ógæfulegt, ef ungl- ingur fór ekki strax eftir fermingu að heiman til að vinna fyrir sér. Hvert fóru þá unglingamir? Þeir réðust í vist á sams konar heimili og þeir komu frá til að vinna sömu störfín og þurfti að vinna heima: í fjósi, úti á akri eða inni í eldhúsL Jafnvel gat farið svo, að í stað þess sem fór að heiman, réðst jafnaldri hans í vist á heimil- ið til að vinna sömu verk og hinn var látinn vinna hjá ókunnugum. Slík viðskipti þóttu vænleg til þroska. Unglingamir komust þá undan vemdarvæng foreldranna og gátu mannazt og fengið tækifæri til að venja sig af óheppilegum venjum í samskiptum, sem stundum mótast milli bams, systkina og foreldra, áður en þau yrðu samgróin. íslenzkur skólamaður lýsti fyrir mér fyrir fáum ámm ekki óskyldu viðhorfí til skóla- göngu nú á tímum, en hann hafði verið í Danmörku að kynna sér skólamál. Þar væri algengt að ungt fólk sækti skóla í önnur hérað til að kynnast nýju umhverfi, þótt flest ungmenni ættu kost á skólagöngu í heimabyggð. Pannst honum það ólíkt því sem er hér, þar sem nokkuð bæri á því, að ungmenni, sem ættu kost á skólagöngu í heimabyggð, þættu því aðeins hafa ástæðu til að fara í skóla í önnur hérað, að þau væra í vandræðum heima fyrir, jafnvel til vandræða. Hefur það vafalaust spillt fyrir héraðsskólunum, þegar slíkir nemendur vora orðnir margir. Unglingar frá stöðum þar sem ekki er skóli láta hins vegar af því hvað það sé þroskandi að fara_ að heiman og verða að bjarga sér sjálfur. Á sama hátt hafa sveitaunglingar mannazt af að fara að heiman til vandalausra í þéttbýli. í fom- um sögum era býsna mörg dæmi um að bömum væri komið í fóstur til mikils met- ins fólks. Snorri Sturluson ólst sem kunnugt er ekki upp hjá foreldram sínum í Hvammi í Dölum heldur á skólastaðnum Odda á Rangárvöllum. Margt kaupstaðarfólk hefur talið það hafa verið sér og bömum sínum mikils virði að vera í sveit á sumrin og kynnast náttú- ranni og dýranum og sveitastörfum. Ég er sannfærður um að það sem þroskaði kaup- staðarbömin mest var þó það að vera hlut- gengur hjá vandalausum. Nú er annar hátt- ur á. Margir foreldrar virðast vera með nagandi samvizkubit 11 mánuði ársins yfir því hvað þeir eiga lítil samskipti við böm sín og vilja bæta fyrir það með nánum sam- skiptum í sumarleyfinu með orlofsferðum til sólarlanda. Með því móti fá bömin aidrei tækifæri til náinna samskipta við fullorðið fólk án návistar foreldranna. Enn má minnast fomra dalamannna. í Laxdælu segir frá því, að Bolla Bollason fysti til útlanda, með þessum rökum: „Þyk- ir maður við það fávís verða ef hann kann- ar ekki víðara en hér ísland." í Hávamálum er það talið þroskandi að fara víða og kynn- ast fólki: Sá einn veit, er víða ratar og hefir §öld of farið, hveiju geði stýrir gumna hver, sá er vitandi er vits. Nú á tímum gerist þetta með námsdvöl og starfsreynslu erlendis. Stöðugt er bætt við námsgreinum hér á landi og þess vegna síður nauðsyn að sækja nám erlendis á byij- unarstigi. Pjölgar þá þeim, sem ekki hleypa heimdraganum, einkum Reykvíkingum, þar sem skólamir eru flestir í Reykjavík og mest fjölbreytni í störfum. Þegar stefnt var að því fyrir nokkram áram að stofna há- skóla á Akureyri var því gjaman haldið fram, að það væri mikilsvert fyrir Akur- eyringa að þurfa ekki að fara að heiman til slíks náms. Ætli Jótinn á Kleif hefði ekki heldur talið það ógæfulegt fyrir akur- eyrsk ungmenni að fara ekki að heiman komin á tvítugsaldur? Hins vegar tel ég að slíkur skóli ætti að gefa reykvískum ung- mennum ánægjulegt tækifæri til að hleypa heimdraganum og kynnast öðra í landi sínu en höfuðborginni. Hér á landi er alltaf auðvelt að verða sér úti um athugasemdir um náungann sem má halda að byggist á þekkingu, en geta verið úreltar vegna aukins þroska viðkom- andi. Á þeim forsendum er hér haldið uppi leynilegum alþýðudómstólum, þar sem engin vöm er í málinu, því að ákærður fær hvorki að vita dóminn né dómsforsendur.í hinu opinbera dómskerfi skal ákærður teljast saklaus, þar til sekt hans er sönnuð, en fyrir hinum hulda alþýðudómstóli er ákærð- ur dæmdur sekur nema hann sé hreinsaður af öllum gran. Með fjölmennari þjónum era hleypidómar um náungann vafalaust ekki síður algengir, en þeir hljóta að verða enn yfírborðskenndari en hér og byggjast á ytri einkennum eins og litarhætti, þjóðemi og * mállýzku, og því augljósari. Margt fólk fær að njóta sín betur með því að skipta um umhverfi. Þar sem ég er kunnugur erlendis, er lítið spurt um náung- ann hvemig hann hafi kynnt sig í æsku og hvemig fólk foreldrar hans og systkini séu, eins og hér er iðulega gert, heldur hvað hann vilji og hvað hann geti hér og nú, þegar hann fái að spreyta sig. Skyldi þrótt- ur Norður-Ameríkumanna ekki hafa byggzt mikið í slíku viðhorfi? Björn s. Stefánsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. SEPTEMBER 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.