Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 20
ÞRÓUN í EVRÓPUFLUGI FRAM TIL ÁRSINS 2000 - frá sjónarhóli forsljóra Austrian Airlines, dr. Papousek I. grein Ferðaritari átti þess kost fyr- ir skömmu að kynnast sjónar- miðum forráðamanna Austrian Alrlines (AA) í Vínarborg, sem kunna að vera áhugaverð fyrir íslensk flugmál með tilliti til „deregulation" í bandarisku flugi eða brottfalls Qölmargra reglna í átt til „frjáls flugs“, sem hefur haft gífurlegar breytingar í för með sér í bandarískum flugmálum. „Frjálst flug“ er fyrirhugað í Evrópu samhliða samruna EBE-ríkjanna 1992 og er þess þegar farið að gæta. Samkeppnisaðstaða íslenskra flugfélaga í fitjálsu Evrópuflugi Forystumenn flugmála hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki fara eins geyst af stað og gert var í Bandaríkjunum, en ljóst er að brottfall á mörgum reglum í v-evrópsku flugi muni orsaka miklar breytingar á öllum sviðum alþjóðaflugs. Litlu flugfélögin munu þurfa að taka á öllu sínu til að hafa í fullu tré við risafélög- in eins og rejmslan var í Banda- ríkjunum og alveg óvíst hvaða áhrif þetta kann að hafa á sam- keppnisaðstöðu íslensku flugfé- laganna, ekki síst þegar ísland stendur utan við hið stóra mark- aðsbandalag EBE á sama hátt og Austurríki, Noregur og Sviss. Vantar nauðsynleg tæki Fyrr á árinu flutti forstjóri AA, dr. Papousek framsögu á ráð- stefnu í Vín um vandamál evr- opskra flugfélaga og fróðlegt að relq'a ýmislegt, sem þar kom fram. Forstjórinn sagði til dæmis, að á sama tíma og lagt hefði verið í stórfelldan kostnað til að breyta og bæta fæði og veitingaþjónustu um borð í hinum fullkomnu þot- um, væru nauðsynleg tæki, flutn- ingabflar eða farangursbrautir til að koma farþegum um borð, ekki til staðar. 20-30% aukningí farþegaflugi Einmitt þetta gæti gerst í flug- rekstrinum! Fram til ársins 1995 hefðu Evrópuflugfélögin ein fjár- fest - miðað við allar áætlanir - fyrir a.m.k. 55 billjónir banda- ríkjadala í nýjum endumýjuðum flugvélakosti. En á sama tíma væru orðin slík þrengsli - yrðu enn meiri - á alþjóðlegum flugvöll- um og flugleiðum, að stórfelldar seinkanir væru daglegt brauð. Á sl. ári hefði orðið mikil aukning í faiþegaflugi, jafnvel sums staðar 20-30%; hjá AA um 16% í áætlun- arflugi. Yfir billjón flugfarþegar 1987 Fyrir um 40 árum hefðu flug- farþegar verið 10 milljónir - síðar hefði aukningin orðið hundraðföld - með meira en billjón farþega árið 1987! Nú gæti til dæmis al- þjóða flugvöllurinn í Mvinchen ekki tekið við neinum viðbótar- lendingum mestan hluta dagsins og sama gilti um marga aðra flug- velli í V-Evrópu og jafnframt flug- leiðimar sjálfar í háloftunum. Það er erfítt umhugsunar og áhyggju- efni fyrir stjómendur flugfélaga að þurfa að viðurkenna þá stað- reynd, að ekki sé hægt að nýta hinn dýra vélakost sem hag- kvæmast, vegna ytri aðstæðna - Að fljúga áfram á tölvuöld! Þegar flug- freyjan kemur svífandi í þyngdar- leysi tii þín! vegna þrengsla á flughöfnum og flugleiðum. Otaldir mifijarðar hverfa Ótaldir milljarðar hyrfu vegna aukins eldsneytiskostnaðar, vegna seinkana og fella verður niður flug, af því ekki er til pláss til að lenda. Reynslan af „frjálsu flugi" í Bandaríkjunum er mjög Beðið í röðum í háloftunum eftir lendingarleyfi. Að velja og bóka flug- leiðir heima! Dr. Hubert Papousek. slæm og þar er ástandið enn verra en í Evrópu. Vestanhafs hafí aldr- ei verið jafnmikið um, að flug hafí verið fellt niður og flugfélög neyðst til að fara aðrar flugleiðir en áætlað hafí verið, vegna þrengsla - óneitanlega rýri það flugöryggi. Stöðugt stærri farþegaþotur Samstarf v-evrópskra flugfé- laga gefur vonir um, að í Evrópu muni ríkja betra ástand en í Bandaríkjunum, en ef flug verður gefið fíjálst er ástæða til að bú- ast við hinu versta. En flugfélögin geta að nokkm leyti kennt sér um þrengsli á flugvöllum - hinni miklu farþegaaukningu hafí ekki verið mætt með fjölgun flugvéla heldur með stöðugt stærri þotum og öngþveiti hafí oft skapast í flughöfnum, þegar margar breið- þotur koma og fara um svipað leyti. Flugbrottfömm og lending- um í V-Evrópu einni hefur fjölgað um 1000 á dag, sem er mesta aukning í fjöldamörg ár. Allt hafí þetta áhrif á flugstjóm - nýir flug- stjórar liggi ekki á lausu - þeir þurfí mikla menntun og öll aukn- ing margfalt meiri en allar spár sögðu fyrir um. Frávik um „aðeins“ 60 milljón farþega! Ef litið er á spá samtaka evr- ópskra flugfélaga um farþega- Qölda til næstu aldamóta, sé gert ráð fyrir árlegri meðaltals-aukn- ingu um 5,1% - allt upp í 7,1% - eða lítið frávik um „aðeins" 1,9%. Meðalspáin segi hinsvegar, að árið 2000 - eftir 12 ár - verði 26 v-evrópskar flughafnir nánast óstarfhæfar sökum þrengsla, en sé tekið mið af hærri spánni, 7,1%, þýði það, að 35 alþjóðaflughafnir V-Evrópu hafí náð „afkastagetu" sinni í flugvallarrekstri. Þessi litli hundraðshluti, 1,9%, þýði með öðmm orðum hvorki meira né minna en 60 milljónir nýrra flug- farþega! Að panta flugstjóra með skömmum fyrirvara Þegar á síðasta ári hefði far- þegaflugið náð þeirri aukningu, sem fyrri spádómar höfðu búist við árið 1991. Það er hægt að fá tækjabúnað til matargerðar og þjónustu í fluginu með tiltölulega skömmum fyrirvara, en flugstjóra og flugumferðarstjóra er ekki hægt að panta með skömmum fyrirvara. Hjá AA líði um 10 ár frá því að tilvonandi flugmaður biður um starf, þangað til hann öðlast flugréttindi á farþegaþotu. Margar aðrar breytingar hafa orð- ið, sem menn gerðu sér ekki grein fyrir. Allur borðbúnaður í vélun- um hefði til dæmis verið hand- þveginn fyrir 35 árum, nú þyrfti AA að láta þvo daglega um hálfa milljón stykkja af ýmsum borð- búnaði. Dr. Papousek gerði líka að umræðuefni þau vandamál er við blöstu í þrengslum vegna fyrir- hugaðra breytinga yfír í „fíjálst flug“ - hvað það kynni að þýða fyrir flugfélög utan EBE. Um það verður rætt í grein númer tvö.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.