Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 4
Njáls saga í spænskri þýðingu Meðal miðaldabókmennta Evrópu ber að telja nokkur meistaraverk, sem breytt hafa lim sitt út yfir mörk þeirra landa sem þau skópu. íslendingasögur mynda án efa veiga- mikinn hluta innan heildar þessara meistara- Til þessa hefur engin Njáluþýðing verið til fyrir spænska heiminn, sem er eitt af stærstu máls væðum j arðarinnar. Þessvegna er þýðing Bemárdez merkur viðburður fyrir íslenzkar fombókmenntir og í formálanum, sem hér er þýddur, kemur fram víðtæk þekking þessa spænska lærdómsmanns á viðfangsefninu. Þýðandi á spænsku og höf undur formála: ENRIQUE BERNÁRDEZ. Þýðandi formálans á íslenzku: SIG- URÐUR SIGURMUNDS- SON í Hvítárholti. verka: bókmenntalegra afreka ýmissa höf- unda, samin á heilu tímabili í senn bæði stuttu og víðfeðmu og nær yfír meira en eina öld. Hér er að mæta einstæðri tegund verka, án hliðstæðu við allar aðrar bók- menntir Evrópu. Og í ríkum mæli, meðal þessara sagna, er þó ein, sem í almennri vitund gnæfír sem hár tindur yfír allt: Njáls saga, en kölluð einnig, venjulga vegna loka- setningarinnar — Brennu-Njáls saga. Hún er ekki einungis mest að blaðsíðutali, en nær einnig mestri fullkomnun frá hverskon- ar bókmenntalegu sjónarmiði. En hvað er saga2? Sögur eru frásagnir í óbundnu máli samdar og ritaðar á íslandi frá upphafí 13. aldar og fram á miðja 14. öld. Fyrir íslendinga miðalda var sagan ein- faldlega sannsöguleg frásögn og gat fjallað um ýmsa hluti: um Noregskonunga og ann- arra skandinavískra landa (konungasögur), sögur heilagra, hinna fyrstu íslensku bisk- upa (Biskupasögur), um persónur (fomald- ar), því að það var allt sem gerðist fyrir landnám hinnar óbyggðu eyjar í Atlantshafi í lok 9. aldar, persónur úr meira og minna goðsögulegum munnmælum; en einnig frá nýlegum atburðum, næstum samtíða tilurð verkanna; eða persónur sagna um alla Evr- ópu með fastri bókmenntalegri umfjöllun, eins og Karlamagnús, Roldán o.s.frv. En sögur, aftur á móti, sem eru frásagnir af persónum íslenskum þar sem hreyfíafl frá- sagnar þróast á milli landnáms og fyrstu kristnu kynslóðar íslendinga, þ!e. til 1020 eða um það bil. Allt er þetta „saga“ fyrir íslendinga, sem þeir hafa með trúarlegum ákafa náð að varðveita sem sameiginlegt tákn um þjóð- emislega tilveru og aðalborinn uppruna sinn, um minningar þess atburðar, þegar á eyju, vart byggilegri, reis á stofn ríki, ein- stakt í sinni röð, sem kallað hefur verið fyrsta samfélag sem kennt er við sósíal- isma. En þessir sömu íslendingar eru á þeim tíma þátttakendur í sameiginlegri mið- alda-meimingu allrar Evrópu, sem þeir þekktu vel. Samkvæmt niðurstöðu um sam- eiginlega menningu eru ekki til ákveðin mörk á milli frásagnar og bókmennta, ekki heldur á milli einstaklings og þjóðfélags, sem hann var þó hluti af. Þess vegna var notað sama orðið, „saga“, yfír hugtök jafn Qarlæg eins og frásögn „stranglega sann- söguleg" um persónu raunveruleikans og helgisögur, hreinar munnmæla- eða jafvel goðsögulegar frásagnir. í stað þess að fylgja eftir bókmennta- Formáli þýðanda Njálssaga er komin út í spænskri þýðingu. Þýðandinn er Enrique Bemardez próf- essor í Madrid. Hann er prófessor í íslenskri tungu og bókmenntum og hefur auk þess þýtt nokkur íslensk verk önnur, svo sem goðsögulegt efni úr Eddunum og Egils sögu Skallagrímssonar. Fram kemur í formála þeim, sem hér birtist í íslenskri þýðingu, í máli höfundar, að sögurnar séu frásögn og lýsing á íslenskum persón- um sem uppi voru á tímabilinun frá fundi íslands (874) til og með hinni fyrstu kristnu kynslóð allt til ársins 1020 ... Segja má, að fram að þessu, hafí íslenskar fombókmenntir verið því nær óþekktar í öllum hinum spænska heimi, en „kastilíanskan" eins og spænskan er rétt nefnd, er ein af stærstu tungum heims (líklega sú 3. í töðinni), nær ekki einungis yfír móðurlandið Spán, heldur yfír öll ríki Suður-Ameríku (önnur er Brasilíu), alla Mið-Ameríku, Kúbu, Mexíkó, mikið inn í Suðurríki Bandaríkjanna og Filippseyjar. Það sem hér um ræðir er því stórviðburður fyrir íslands og allar spænskumælandi þjóðir. Þekking höfundar og yfír- sýn yfír miðaldabókmenntir Evrópu er geysilega víðtæk og innsýn hans til íslenskra bók- mennta slík, að ekki væri ætlandi neinum manni erlendum að óreyndu. Skoðanir hans brjóta ekki svo séð verði í bága við nútímakenningar færustu íslenskra fræðimanna. Telja má, með réttu, að hann opni íslendingum nýja sýn inn í þessi frægu verk, þar sem hann lýsir frá nýrri hlið hlutverki fomkvenna, svo að líta beri þær öðrum augum og fara um þær mildari höndum en áður hefur verið gert. SIGURÐUR SlGURMUNDSSON legri framvindu annarra Evrópulanda, skópu íslendingar ný viðhorf. Ég hefí á öðrum stað með nægum dæmum leyst úr þeim spumingum hvemig, hvenær og hversvegna sögumar voru samdar. En það verður ekki frekar rætt hér, því að valdið gæti stöðugum deilum meðal sérfræðinga. Hér nægir að minnast þess að með því að ijúfa jafn rótgróna venju eins og munn- lega sagnageymd, þjóðsagnir, arfsagnir meira og minna staðbundnar og þann vana að færa í letur, og semja til ritunar verk samkvæmt fyrirmynd kristinnar Evrópu, hófu þeir í upphafí 13. aldar að setja á bókfell sögur sem hér hefur verið getið, og það, yfír höfuð, sögur íslenskra persóna sem meira og minna fram úr skara — íslendinga- sögur. Það eru ekki sögur sagðar af munni fram frá kynslóð til kynslóðar, sem á ákveðinni stundu eru svo settar á bókfell, heldur em það verk samin af einstökum höfundum, beina leið á bókfellið; enda þótt þau væra ætluð, án efa, ekki til einka- eða hljóðlest- urs „menntaðra" manna, heldur til samlest- urs háum rómi. Ritaðar sögur koma því eðlilega í stað fomra munnlegra sagna, og um langar íslenskar vetramætur, á meðan meðlimir fjölskyldunnar sitja að ýmsum störfum er hægt að hugsa sér einn þeirra lesa hátt sögu af Noregskonungi eða helgum manni, eða íslendingi meira eða minna merkum, ef til vill forfaðir einhverra þálif- andi eða einhver þekktur á þeim tíma, eða einfaldlega frægur fyrir þann orðstír sem hans fjölskylda hafði hlotið. Hinar fomu munnlegu frásagnir, misjafn- lega langar, héldu að mestu velli, en aðal- dægradvölin nú varð lestur þessara rituðu verka, svo frábært er það, að haldist hefur fram á síðustu tíma. Og á meðan annars- staðar í Evrópu miðaldabókmenntir féllu í gleymsku eða takmörkuðust um aldaskeið við nokkra fágæta áhugamenn, lifðu þær á íslandi, héldu velli. Handritin komin á bók- fell margfölduðust, og brátt vora þau kom- in á pappír, í svo ríkum mæli að sjaldan náði því nokkurt miðaldafræðirit Evrópu, og það sem enn meira gildir/þau vora áfram lesin hátt á kvöldvökum heimilanna. Og það allt fram á 19. öld, þégar einnig fór að liðk- ast einkalestur, svo sem enn gerist, þótt í minna mæli sé nú á 20. öld. Persónur sagnanna, þ.e. ekki þær raun- veralegu, heldur hugmynd þeirra er sÖgum- ar sömdu, sjálfar persónumar rísa upp af blöðunum og umbreytast í uppsprettulind nýrra frásagna, þjóðkvæða, ljóða, verða til þess að mynda stóran hluta íslenskra arf- sagna og lítils eyjaklasa sem teygaði af þeirri lind íslenskrar menningar, Færeyjam- ar. Við eigum hið auðuga söguljóð um Cid, sem ekki hefur hafíð sig yfír söngleikinn, heldur fylgir arfsögninni, á vissan hátt, sýn- ir upprana meistaraverks vorra söguljóða. Á íslandi er Gunnar á Hlíðarenda aðalper- sóna fyrsta hluta Njáls sögu, en skoðanir um hann hafa breyst fram á vora daga, nú er hann litinn almennari, mennskari, líkt og höfuðpersóna sögu Grettis hins sterka, auk margra annarra. Sjaldan hafa bók- menntir valdið jafn óskoraðum, augljósum áhrifum meðal alþýðu manna. Án efa lifðu þessar persónur í sínu mikla veldi og vissulega hafa þær gert vissan hluta þess, sem sögumar eigna þeim en af þeim hafa gengið stuttar sögur löngu seinna. En höfundar sagnanna gerðu miklu meira en að safna sögum þessum saman og færa þær í letur. Nokkrar þessara sagna urðu þeim vissulega uppsprettulind (geram við ráð fyrir því að við þekkjum enga þeirra) en einnig menningarlindir, skrifaðar, íslenskar og erlendar. Fræðimenn síðari tíma hafa farið fijálsri hendi um efnisþráð sagnanna. í forspjalli mínu fyrir Egils sögu Skallagrímssonar skírskotaði ég til nokkurra þeirra linda, sem Snorri Sturluson væri vafalaust höfundur að og hefði notað. En það sem telja verður aðalinntakið, er hið lýsandi víðfeðmi þekk- ingar í bókfræði, guðfræði, og almennum fræðum alltaf dulbúnum, aldrei augljósum, sem hvarvetna er að mæta í íslendingasög- um. Við gleymum hugmyndinni um munnleg- ar frásagnir færðar í letur. En við gleymum ekki að þessi skrifuðu verk vora hugsuð til þess að lesa þau hátt, reyndar með einskon- ar sviðssetningu þegar lesarinn breytir yfír í frásögn. Þegar sögumar vora styttar af fræðimönnum síðari tíma, féllu þær mjög vel að bókmenntum ættuðum til upplestrar, með sama sniði og verk ætluð til einkalest- urs í sínu formi henta eins til hljóðlesturs. Hér þykir hlýða að skírskota til formsins, tungumáls þess sem sögumar era samdar á, þ.e. það sem kallað hefur verið „stíll sagn- anna“, en það er eitt þeirra höfuðeinkanna sem gerir þær að einstökum verkum þegar litið er yfír allt tímabil evrópskra miðalda- bókmennta. Ég hef þegar getið þess, að ritmál sagnanna er óbundið. Það er heill- andi staðreynd, því að á meðal íslenskra verka má telja sem víðfeðma bókmenntalega arfleifð í ljóðformi (Eddur og skandinavísk kvæði) sem ef til vill vora notuð við samn- ingu sagnanna. Gleymum ekki að mestur hluti miðaldasagna var skrifaður í ljóðum; ekki aðeins söguljóðin, heldur líka sögur af Alexender, af ridduram frá Asturíu o.s.frv. Þrátt fyrir það, völdu íslendingar fremur óbundið mál, þar til nokkur kvæði frönsk uppúr Alexanderssögu (eftir Gualtiero Cast- iglione þýdd á 13. öld), eða Tristansögu (eftir Thomas) sem birtist í ljóðum og einn- ig á öðram evrópskum tungum (þýsku, kast- ilíönsku o.s.frv.) þýddu íslendingar á óbund- ið mál. Þar sem fyrir Ísíendinga var óbund- ið mál hæfara til hverskonar frásagna. En hvert einstakt tákn hins óbundna máls er ekki notað úr þessum frásögnum. Nokkur hreinræktuð kirkjuleg verk, eins og sögur hinna fyrstu íslensku biskupa, sýna margbrotinn stíl mjög í ætt við latneska málsgreinafræði. íslendingasögur og kon- ungasögur, aftur á móti, sýna stíl mjög frá- bragðinn hinum hreinræktuðu latnesku áhrifum og mynda hinn kunna „sagnastíl". Það vekur hrifningu, að í um hálfu hundr- aði sagna er að fínna órofíð samræmi á milli almennrar byggingar sagnanna og málfræðilegrar meðferðar. Hið óbundna mál lýsir sér best í samtalsformi. í reyndinni endurspegla þær hina töluðu lifandi tungu, merkið um byggingu þessara verka gæti verið sama og munnlegra frásagna, svo langt sem það samband kann að vera sótt. Hér er líka um að ræða annað sjónarmið, sem fram kemur í stíl sögunnar, það er samskonar framsetning efnis og umfjöllun persóna. í sögunum er ekki að fínna neitt sem líkist eintali sálar, sem ber oss einfalda beina leið til þekkingar á persónum, að far- vegi hugsunar þeirra og hugrenninga o.s.frv. Allar aðalpersónur og margar þær óæðri birtast í fyrstu samkvæmt stöðu í ættar- tölum (fyrst og fremst á íslandi miðalda, og fram á ritunartíma), eiginkona eða eigin- maður, böm þeirra, heimilisfang, þjóðfélags- staða, venjuleg lýsing hans á ytra borði, og stundum stuttlega vikið að skapgerð eða einhver innskotsgrein varðandi hans fyrri ævi eða forvera hans. Þegar hér er komið, þekkjum við persónuleikann af orðum hans og gjörðum. Hér er viðhöfð, ef svo mætti segja, fullkomlega hlutlæg umfjöllun um persónur: Vér kynnumst hugrenningum þeirra og sálarlífí, en aðeins af því sem at- hafnir á lífsferli sýna, en ekki af sérstakri vísbendingu höfundar. Um leið og skilgreining efnis hefur verið gerð, liggur jafnframt fyrir að frásögnin verður nánast að vera sviðssetning á formi sem stundum hefur verið líkt við tungumál

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.