Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 19
1 I Umhverfis Le Puy en Velay standa einstak- ir klettar upp úr landslaginu. A tveimur þeirra eru klaustur, en á þeim þriðja er risastór stytta af Maríu með Jesúbamið. Á myndinni sjáum við kap- ellu St-Michel d’Aiguilhe. AUVERGNE- Mðsælt, franskt hérað í Auvergne birtast lítil þorp óvænt og virðast renna inn i umhverfið. Ferðalög eiga að vera hvíld frá daglegu vanabundnu hvers- dagslífi, þar sem alltaf er verið að keppa við sekúndur og mínútur - en fríið verður stund- um engu minna kapphlaup, þegar verið er að reyna að sjá sem mest á sem skemmstum tíma. Fyrir þá sem vi\ja hafa rólegt og afslappað frí í nokkra daga út frá stórborginni París, er mælt með að reyna AU- VERGNE, sem er hluti af mið- hálendinu, Massif Central, fyrir vestan Rón þar sem Clermont- Ferrand er stærsta og þekkt- asta borgin. Til að komast þangað er best að taka lest frá París til Lyon, sem er raunar ein fremsta borg Frakklands í matargerðarlist - mikið sagt í landi, sem býr yfir frægustu kokkum í heimi - og þar er mikið úrval þekktra matsölu- staða. En við skulum sveigja framhjá miðborg Lyon að þessu sinni. Bílaleigubfllinn bíður fyrir utan Perrache-stöðina í Lyon og stefnan er tekin á móti bylgjandi ökrum, beitilöndum og skógivöxn- um ásum. Við hittum franska bændur er byggja á aldagömlum hefðum í landbúnaði - kom- og grænmetisrækt, en ekki síður í húsdýrahaldi og mjólkurfram- leiðslu. Héraðið liggur hátt, milli 300- 1.200 metra yfir hafi, en á hæstu landspildum em engi og beitilönd. Frakkar sjálfir nota Auvergne mikið sem frístunda- og afþrey- ingarstað, en eriendir ferðamenn sjást hér í litlum mæli miðað við ferðamannastraum í París, Loire- dalnum og á Rívíerunni. Það em þess vegna möguleikar á góðu hvfldarfríi í nýju umhverfi. Vikuferð um svæðið gefur góða möguleika á ríkulegri upplifun. Stungið er upp á að taka leiðina frá Lyon um Le Puys en Velay, Garabit, Murol, Mont-Dore, Clermont-Ferrand, Vichy og Mo- ulin. Það er róleg vikuferð og gefur góðan þverskurð af þessu litríka, franska landsvæði. I stað þess að lýsa Ieiðinni, er reynt að láta myndimar tala. Klukkuturninn í miðaldabæn- um Moulin var byggður á miðri 12. öld og stóðst alla eldsvoða og stríð, en eyðilagðist að lok- um í eldsvoða 1946. En bæj- arbúar gengust fyrir söfnun til að endurbyggja turninn í sama formi og með sama klukkuspil er birtist á kortérs fresti. (ath. láta textann yfir hvita textann á myndinni!) Hvað býður þýska borgin Frankfiirt? Um miðjan september færð- ist þýska borgin Frankfúrt nær íslendingum þegar tekið var upp beint flug þangað tvisvar í viku. Frankfurt er ein stærsta viðskiptaborg Þýskalands og þar eru flestir bankar. Borgin liggur í hjarta Þýskalands og beint flug þangað opnar nýja markaði fyrir Islendinga í við- skiptaerindum, en líka nýtt sjónarsvið fyrir íslenska ferða- menn. Við leituðum almennra upplýs- inga um borgina hjá Knut Hánschke, framkvæmdastjóra skrifstofu þýska ferðamálaráðsins í Kaupmannahöfn. Knut segir að auðugt menningarlíf og rólegt andrúmsloft Frankfurt sýni, að borgin búi yfír hinu besta i þýsku borgarlífi. Flugvöllurinn í Frank- furt - hliðið á milli Þýskalands og Evrópu - sé góður tengiliður í allar áttir og stærsta jámbrautar- stöð Evrópu er staðsett í miðri Frankfurt. Ferðamenn í Frankfurt finni eitt mesta úrval af söfnum, sem fyrirfínnst í Þýskalandi, úrval af verslunum sé sambærilegt við París og Mflanó og fjöldi leikhúsa sýni litskrúðugt menningarlíf í borginni við ána Main. Um 1,7 milljón ferðamenn heimsóttu Frankfurt 1987, af þeim vora 60% útlendingar. Fleiri eriendir ferðamenn koma til Frankfurt en annarra þýskra borga og borgin býður upp á 17.000 gistirúm í mörgum gæða- flokkum. Síðasta ár komu þangað 1.850 íslendingar og dvöldu 3.500 daga í borginni, en það er sami fjöldi og kemur frá Lúxembúrg og írlandi. Sögulegar byggingar við Römerberg í Frankfurt er hótel fyrir þig Velkominá ><!ls HÓTEL w ÖÍ2K HVERAGERÐI simi 99-4700. Þú svalar lestraiþörf dagsins ásíöum Moggans! 'éf HÓPFERÐABÍLAR - ALLAR STÆRÐIR SÍMAR 82625 685055 v. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. SEPTEMBER 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.