Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 10
umhverfí hefír mótað mig frá fyrstu bemsku" sagði Ríkarður í bók sinni „Með oddi og egg“, Eiríkur Sigurðsson skráði. Ríkarður og bræður hans sýndu snemma hvert hugur þeirra stefndi. Þeir léku sér að hætti annarra bama, en hugkvæmni þeirra og listfengi kom fljótt í ljós svo að verð- launa þótti vert. í blíðviðri dunda bræðum- ir sér við nýbyggðan homakofa á Fjós- hrauni niður af bænum. Stefán faktor Gúð- mundsson kemur flengríðandi utan af Djúpavogi ásamt konu sinni Andreu á skemmtiferð inn í Hamarsdal. Kaupmaðurinn stekkur af baki er hánn sér drengina við „sauðfé sitt“ og nýréist peningshús. Hjónin dást að húsinu og horha- röðinni. Faktorinn verðlaunaði drengina og lagði í lófa hvers þeirra silfurpening. Bræð- umir voru þrír, Bjöm, Finnur og Ríkarður. Svona var Stefán faktor glöggur listdóm- ari. Tveir bræðranna urðu þjóðkunnir lista- menn, Ríkarður myndhöggvari og Finnur listmálari. Stefán faktor var afí Agnars Guðmundssonar skipstjóra, en langafí Guð- rúnar þingmanns Agnarsdóttur. Þeir bræður láta ekki við það sitja að reisa sér flárhús og stunda sauðfjárbúskap. Ríkarður fínnur tálgustein í gilfarvegi og byrjar strax að forma ýmsa smíðisgripi. Þeir bræður finna aðra tálgusteinsnámu, rauða að lit í svonefndum Hultrahömrum, í Qallgarði sunnan við Búlandstind. Náman í mjórri rák, hengiflug ofan og neðan. Græna námu fínna þeir á Búlandsdal. Ríkarður smíðar taflmenn úr gijóti. Fær fyrir þá „mikið fé og þykist vera ríkur". Braeðumir búa til málningu úr gijótinu. Nudda því við blágrýtishellur, þurrka mylsnuna í sólskini og hræra svo með femisolíu. Finnur málaði allt hvað hann gat með þessari heimagerðu málningu. Hagleikur braeðranna og listfengi spyrst um héraðið. Tálgusteinn og ýsubein verða fímum höndum yrkisefni. Georg Georgsson læknir á Fáskrúðsfirði sendir Ríkarði útskurðaijám að gjöf. Vin- samlegt — og „greinileg bending frá læknin- um, hvaða braut ég skyldi ganga", segir Ríkarður í bók sinni. En sá sem mestan þátt átti í að Ríkarður hélt til Reykjavíkur til þess að afla sér menntunar var Páll H. Gíslason verslunar- maður á Djúpavogi, síðar kaupmaður í Kaupangi, faðir Stefáns A. Pálssonar, sem enn lifir háaldraður í Reykjavík, kunnur fyrir starf sitt að mannúðarmálum. Nafni Páls í Kaupangi og sonarsonur er Páll Gísla- son læknir og borgarfulltrúi í Reykjavík. Páll kaupmaður skrifaði Stefáni Eiríkssyni tréskurðarmanni og bað hann taka Ríkarð til náms og fékk játandi svar. Gísli f Papey hafði séð steintafl Ríkarðs. Bað fyrir kveðju og innskrift í reikning Ríkarðs. Þannig lögð- ust margir á eitt og réttu fram hjálparhönd ungum efnismanni. Stefán Eiríksson myndskeri var Aust- fírðingur að uppruna, fæddur í Fremraseli í Hróarstungu. Hann nam myndskurð í' Kaupmannahöfn, var snillingur í höndum, að sögn Ríkarðs, glaðlyndur að eðlisfari og féll vel með þeim. Að loknu þriggja ára námi lauk Ríkarður prófí. Prófverkefni hans var spegilrammi sem nú er geymdur á Þjóð- minjasafninu. Er skemmst frá því að segja að verk Ríkarðs vakti almenna aðdáun og prófdómaramir sem ekki voru daglega að hafa í hámæli hrós um verk manna sögðu í skjali sínu er Ríkarði var afhent í viður- kenningarskyni: „Aðdáanlega af hendi leyst.“ Undir þennan vitnisburð rita Stefán hinn oddhagi Eiríksson, Ámi leturgrafari Gísla- son, sem var að sögn Benedikts Gröndals svo frægur fyrir ritlist og málmgröft að útlendingar vildu ekki trúa, að verk hans væm gerð á íslandi, og svo iðjusamur, að sögn Ríkarðs, að hann hélt á signeti í ann- arri hendinni og al í hinni og gróf á signet- ið gangandi um götur bæjarins, og var lög- regluþjónn í leiðinni, með auga á allri um- ferð. Auk þeirra var Bjami Jónsson frá Galtafelli, bróðir Einars myndhöggvara. Bjami var sjálfur lærður húsgagnasmiður, félagi Jóns Halldórssonar „í Kóinu", eins og sagt var, seinna Bjami í Bíó, eigandi kvikmyndahússins, faðir Harðar húsameist- ara ríkisins. Á námsáram Ríkarðs í Reykjavík var Þorsteinn Erlingsson skáld kennari hans í Iðnskólanum. Ríkarður skýrði Bjama Bene- diktssyni frá Hofteigi frá kennslu Þorsteins: „Hann fór oft í gönguferðir með okkur eink- um í dönskutímunum — stundum ofan í flöra, stundum upp á. Skólavörðuhæð, einu sinni alla leið inn í Öskjuhlíð." Hér kemur glöggt fram hve bærinn hefír vaxið og allar Qarlægðir verða afstæðar með tímanum. Svo sem jafnan era gamanmál Ríkarði hug- stæð, einnig frá kennslustundum. „Ég minn- ist þess ekki, að sést hafí skapbrigði á Þor- steini í tímum, þó frammistaða nemendanna væri býsna misjöfn. í bekknum var einn Bijóstmynd af Jónasi Jónssyni fá Hriflu. nemandi með afbrigðum tomæmur og óhneigður til náms; en ég held jafnvel að Þorsteinn hafí verið þýðari við hann en aðra, ef nokkuð var. Pilturinn var sérstaklega illa að sér í íslenskri réttritun. Eitt sinn er vit- leysur hans í þessari grein keyrðu úr öllu hófí vék Þorsteinn sér prúðmannlega að honum og sagði: „Nú skal ég kenna þér gott ráð; þú skalt skrifa orðin alveg þveröf- ugt, við það sem þér fínnst vera — og sjá svo hvemig fer.““ Ríkarður var hinn eini er kvað ljóð um Þorstein Erlingsson við fráfall hans. Þá söng hann einnig ljóð Þorsteins, Júlínótt á plötu. Stefán Eiríksson útvegaði Ríkarði atvinnu í Kaupmannahöfn. Síðar komst Ríkarður að hjá Einari Jónssyni myndhöggvara, lærði að móta myndir og undirstöðu að högg- myndagerð. Einar ráðlagði honum eindregið að fara í Listaháskólann. Þangað komst Ríkarður eftir vel heppnað inntökupróf. Hann var svo heppinn að fá tilsögn hjá Edvard Eriksen, höfundi Hafrneyjunnar (Den lille Havfrue) í Kaupmannahöfti. Móð- ir Edvards var íslensk, Svanfríður Magnús- son hét hún, fædd 1855, dáin 1924. Það kom í hlut þeirra Ríkarðs og skólafélaga hans Severins Jakobsens og Knudsens, að „cicelera" (hamra eirsteypingar) áður en Haftneyjan var gefín, en það gerði Carl Jacobsen árið 1913. Þótti þeim félögum mikið til um er eitt af dönsku blöðunum lét þess sérstaklega getið að verkið væri vel af hendi leyst. Severin Jakobsen gerði síðar styttu Davíðs Stefánssonar skálds, þá er nú prýðir saiarkynni Þjóðleikhússins. Ríkarður var samtíma mörgum íslending- um í Kaupmannahöfn, þeim er síðar urðu þjóðkunnir á sviði bókmennta, Iista og stjómmála. Einn margra var Sigurður Nord- al. í listaverkabók Ríkarðs kemur fram að Nordal er skráður eigandi að bikar sem skorinn er úr hvaltönn. Á Kaupmannahafn- aráram Ríkarðs hafði Skinfaxi borist í hend- ur honum. Það var blað Ungmennafélag- anna. Athygli Ríkarðs beindist að ritgerðum Jónasar Jónssonar frá Hriflu. „Ég varð mjög hrifínn af þessum skrifum, en þekkti ekkert til höfundarins," sagði Ríkarður. Spurði hann þá Sigurð Nordal, sem þá var við nám í Kaupmannahöfn „hvemig hann væri eiginlega, þessi Jónas Jónsson frá Hriflu". Sigurður Nordal svaraði ekki öðra en þessu: „Jónas Jónsson er yndislegur maður." Atvikin höguðu því svo að Ríkarður átti eftir að slást í för með Jónasi Jónssyni og ferðast með honum um landið þvert og endilangt er hann vann að stofnun Fram- sóknarflokksins. Jónas hélt erindi, en Ríkarður söng og sagði gamansögur. Einnig gekkst hann fyrir fjöldasöng og sijómaði af röggsemi. Vinátta góð tókst með þeim Jónasi. „í einskis manns návist hefír mér liðið betur. Þar er alltaf yl, mannúð, skiln- ing og samhljóm að fínna," sagði Ríkarður um Jónas frá Hrifiu. Ennfremur: „Hann hjálpaði mér á hinn drengilegasta hátt, án þess að þar væri um nokkra ölmusu að ræða.“ Þótt Ríkarður nyti vináttu Jónasar og fyrirgreiðslu var það þó álit kunnugra að hann hafí með ýmsum hætti goldið þeirr- ar vináttu er andstæðingar JJ fjölluðu um mál er snertu Ríkarð. Meðal landa sem Ríkarður kynntist á Hafnaráram sínum vora þeir Guðjón Bald- vinsson frá Böggvisstöðum og Ólafur Frið- riksson ritstjóri. Við þá batt hann vináttu- bönd. Ríkarður kvað Guðrjón hafa verið „einn hinn vænlegasta lauk íslenskra ættstofna". Fyrsta mjmd Ríkarðs, er hann mótaði og vann á námsáram sínum í Kaupmannahöfn, var vangamynd Guðjóns Baldvinssonar. Rfkarður kvaðst hafa notið „ómetanlegrar ánægju og uppfræðslu“ af viðkynningu sinni við Guðjón. Að sögn Sigurðar skólameistara Guðmundssonar er var samtíða þeim fyrr- nefndu félögum í Kaupmannahöfn var eng- inn stúdent kunnugur eins mörgum iðnaðar- mönnum og alþýðufólki meðal landa f Höfti og Guðjón. „Hann hugsaði mikið um, hvern- ig mannlífíð og manneðlið, þjóðfélagið og skipan þess ætti að vera. Hitt hugleiddi Sigurður Guðmundsson skólameistari. Banakossinn (Ólafur liljurós og álfamærin), lágmynd. Tréspýta. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.