Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 5
kvikmyndahúsa. Aðeins birtast þar undir- stöðuatriði, en aukaatriði burtu felld. Þann- ig skiptir landslag litlu máli, aðeins er vitn- að til þess, þegar það öðlaðist þýðingu vegna atburða, lýsinga. Hið sama skeður og birt- ist aðeins á ferli hins daglega lífs, þegar nauðsynlegt rejmist að dreifa framvindu sögunnar. Yfír höfuð sýna sögumar okkur nokkra atburði, afleiðingar þeirra og í kjöl- farið fylgja önnur atvik með sínum afleiðing- um, fjötruðum kringumstæðum og atburð- um, sem samtvinnast „ævintýri" sögunnar. En heildin sýnir alltaf einfalda, frábæra byggingu sögunnar, einnig málfræðilega, enda þótt viðkvæðið orsök-afleiðing, geti stundum í framkvæmd margbrotin og verk sem virðast hulin geta orsakað alvarlega atburði margar blaðsíður fram í tímann. Einnig geta skorist línur verknaðar og sum- ar þeirra endað án frekari afleiðinga. Öllu þessu mætum vér í Njáls sögu. Hnefahögg olli ef til vill ekki afleiðingum á stundinni, en gat síðar orðið orsök meiri atburða; röð hinna eggjandi óvæntu hefndaraðgerða Bergþóru og Hallgerðar lauk án endis enda þótt því væri ætlað að vísa til síðari at- burða, þótt í óljósu formi sé. Allt er þetta gert til þess að frásögnin þræði ekki einfald- ar línur en orsakar hreyfingu og líf, sem gagntekur athygli lesarans. Eins og mestur hluti persóna sagnanna, hafa tvær aðalpersónur Njáls sögu raun- verulega lifað. Gunnar á Hlíðarenda annars- vegar en Njáll á Bergþórshvoli hinsvegar, eru sannsögulegar persónur. Þótt vér vitum lítið meira um þá en sagan greinir. Það virðist ljóst, að hinn raunverulegi Njáll eigi lítið sameiginlegt með þeim Njáli sem birtist í sögunni, enda þótt fornleifa- rannsóknir og skírskotun til annars uppruna leyfí oss að vera þess fullviss að árásin og brennan hafí átt sér stað (sennilega nóttina á milli 21. og 22. ágúst árið 1011). En hinn sannsögulegi Njáll virðist hafa verið áræð- inn bóndi eins og margir fleiri Snorri varð- veitir í Eddu sinni eina vísu tileinkaða Njáli og hugmyndin sem vísumar gefa um hann virðist ekki gefa til kynna rólegan, friðsam- an persónuleika, réttlátan og góðan, eins og sagan segir. En það gildir einu, því að hinn raunverulegi Njáll varð bókmenntaleg persóna og hann höfðar aðeins til sérfræð- inga. Einnig margir aðrir atburðir, sem sag- an lýsir, virðast samsvara illa sögulegum raunveruleika, t.d. staða Njáls sem alþýðu- manns; en aðrir virðast samræmast raun- veruleika. Fomleifagröftur hefur sýnt ótví- ræðar heimildir um bardaga við Rangá, sem samsvara sögunni mæta vel; þar sem er að fínna fjölda kumla — þótt ekki sé vitað hverra — einmitt þar sem sagan greinir, margir þeirra, sem voru nefndir, vom sann- sögulegir, þótt ekki vitum vér, hvort upp- mni þeirra var sá, sem höfundur sögunnar segir. í reynd skiptir það ekki máli; Njáls saga hefur sína „sagnfræðilegu" samsvör- un, sem ekki samræmist sagnfræðilegum raunvemleika. Það er sennileiki atburða, sem sagan greinir, er algerlega óháður raun- vemleika, eða nákvæmlega því sem gerðist. Njáll kemur fram í sögunni sem persónu- leiki hreinn og samkvæmur, svo að oss leyf- ist að skilja (eða jafnvel spá) um viðbrögð hans. Hér er sama, hvort hin raunvemlega, sögulega persóna er fjarlæg. Svo nefnt sé aðeins enn eitt dæmi, frásögn af kristnitök- unni hefur söguhöfundur tekið trúanlega, atburðir em á yfirborði réttlættir, en ekki skiptir máli hvort raunvemleg saga kristni- tökunnar samsvari sögunni í heild. Ef vilji er fýrir hendi, er hægt að ímynda sér að um sé að ræða lestur raunvemlegrar sögu; í reynd var það svo hjá mörgum íslendingum á umliðnum öldum. En það getur ekki villt oss sýn yfír bókmenntalegan gmndvöll sög- unnar sem aðeins er með sögulegu ívafí. Vér getum — og skulum — lesa hana sem skáldsögu, gleymum því ekki, að rætur hennar liggja í tilfallandi atburðum, tvö hundmð ámm áður en hinn óþekkti höfund- ur skóp þá víðfeðmu frásögn, sem nefnd hefur verið Brennu-Njáls saga. Eins og ég hef sagt, þá þekkjum vér ekki höfunda að baki allra þessara sagna — enda þótt fram hafi komið nokkrar tilgátur, skal þar fyrstan telja valdamikinn höfðingja frá seinni helmingi 13. aldar, Þorvarð Þórar- insson — einn atkvæðamesta „goðann“. En einnig nafnið látum vér lönd og leið: því það sem vér ekki megum gleyma er, að vissulega var hér höfundur á ferð, sem samdi verkið án minnsta gmns um að síðar yrði um það fjallað með bókmenntalegum róm antískum hætti. Vissulega var hann sá sem hann var, kristinn maður, íslendingur með góða þekkingu á mestum hluta þeirra hér- aða sem sagan nær yfir, en honum fataðist nokkuð í staðfræði, þegar til Noregs kom t.d. Hann þekkti og notfærði sér verk, er- lend og íslensk, þar á meðal Biblíuna, eins og liggur í hlutarins eðli. 117 Los htjos de Sigfus prometen ayudar a Flosi Los hijos de Sigfus se enteraron de que Flosi estaba en Holtsvad, y fueron allí a verle; allí estaban __ Mörk y su hermano Lambi, Thorkel de Mörd ?mund, los hijos de Sigfus, Lambi Sigurdarson y runnar Lambason, v Grani Gunnarsson. i Hér er ekki staður til að útlista fullkom- lega aðaluppsprettur — lindir þær sem höf- undur notaði til sögunnar, einka-ætlunar- verk á sérfræðisviði. En vissulega er þó hægt að merkja, að tilvera léðra linda geti falið í sér að Njáls saga, eins og hver önn- ur, sé að vissu leyti brædd upp úr einhverju eldra riti. í íslendingasögum em þessar lind- ir notaðar sem uppistaða frásagnar ævintýr- is, til þess að búa einhverjum atburði form, eða að marka vissum persónuleika ákveðinn bás. Með þvi að vitna til nokkurra áberandi dæma frá sérfræðingum og sýna fram á það form sem þeir notuðu sér til hagnýting- ar. Þessar lindir ber að benda hér á og hvemig sagan endurspeglar þær. Elsta at- hugun sem hér um ræðir (og lærðir menn upplýstu á síðustu öld) skírskotar til áhrifa „Samræðna Alberto Magno Páfa“ á frásögn um draum Flosa í kapítula nr. 133, þar sem söguhöfundur þiggur af „Samræðum" kall þeirra manna sem feigir vom. Enn aimenn- ari em þó áhrif (Þiðriks sögu af Bem) undir- byggð, eins og segir í formála, á þýskum kveðskap, og áhrifín einnig falin í lýsingu Gunnars og fylgir trúlega eftir til Hildi- brands í sögu af þýskum uppruna. Einnig franskar bókmenntir þekktar og þýddar á íslandi sem annars-staðar, hafa sín áhrif, augsýnilega nokkrir svipdrættir af nýrri innsýn til riddarasagna; verka eins og (Flor- es-saga og Blankeflúr) og Alexanders saga, sem einnig er til á „kastilíönsku af frönskum uppruna, flæða inn í mörg íslensk verk, þar á meðal Njáls sögu, þar sem hetjan Kári virðist þiggja mikið frá hugmyndaríkum riddarasögum, og næstum mætti skoða hann sem „villuráfandi riddara" eins og Einar Ól. Sveinsson komst að orði. Auk þessara erlendu verka þýddra á íslensku, gat höfundur sögunnar einnig hafa þekkt þau í uppmnalegri mynd, og líka bætt við mörgu þótt minni háttar væri, vér höfum íslensk verk sem Njáluhöfundur hef- ur ómælt þegið af. Auk sagnfræðilegra rita sem almennt em að meginmáli notuð í sög- umar, em íslendingabók Ara fróða og ýms- ar gerðir Landnámabókar, upptökum fjölda heimilda ber nákvæmlega saman við það, sem sagan segir, höfundur notaði eldri sögu frá sama tíma og þar birtast persónur eins og vér mætum í Njáls sögu; svo er yfír höfuð í Laxdælu og einnig Eyrbyggju og einnig í glötuðum sögum. I þeim fann höf- undurinn heimildir um persónur í líku formi og hann hafði kynr.st af fyrri verkum, og hann, eins og hans samtíðarmenn, þekktu vel, einnig var þar að finna heimildir sem stór-atburði. Sömuleiðis notaði Njáluhöf- undur glataða sögu Bijáns konungs af ír- landi og frásögn af kristnitökunni, sem hann endursegir og umskapar á þá leið, sem honum þótti henta best — hans eigin verki. Og eðlilega notaði hann skrifuð lög, enda þótt útlegging þeirra samræmist ekki að öllu þeim sem varðveist hafa. Að lokum má hann hafa þekkt og notað í innskots- greinar persónur, óháðar verki hans, ýmsar munnlegar lindir, frásagnir frá liðnum tímum, sem reyndar skorti hið nákvæma bókmenntalega form. Augljóst er, að þessi stutta og ófullkomna upptalning nægir ekki höfundi sögunnar fullkomlega til þess að skapa verki sínu form sem slíku, heldur til áð skjóta inn efnis- atriðum hér og hvar til skrauts, lýsa persón- um, afla sér sögulegrar vitneskju o.s.frv. En að nokkru getum vér þó talað um beina notkun þéssara uppsprettulinda (t.d. við umsköpun þeirra eða umritun svo sem í draumi Flosa), í öðru lagi er hægt að tala um einföld hugræn áhrif með lestri eldri rita. Allt þetta sýnir ekki aðeins að verkið skortir ekki hið minnsta til að ná fullkomn- um frumleika (nokkuð sem með vissu var fágætt í bókmenntum miðalda), heldur voru höfundi vel kunnar bókmenntir síns tfma bæði fornar og nýjar. Hinn íslenski fræði- maður Sigurður Nordal telur, að samkvæmt tímatali sé Njáls saga ákvörðuð frá síðasta tímabili ritaldar, frá sama tíma og talin eru ýmis samskonar meistaraverk. Ekki er hægt að ákvarða tilurð hennar nákvæmt, en líklegast um 1280, en elsta handritabrot talið frá 1285. Samkvæmt tímatali og list- fengi hefur þessi tegund bókmennta náð mikilli hæð og hefur getið af sér gegnum öldina verk eins og Egils sögu, Gísla sögu Súrssonar, Laxdælasögu, Eiríks sögu rauða, en nokkru nær oss í tíma en Njáls saga eins og vér þekkjum hana er Gunnlaugs saga Ormstungu, Hrafnkels saga og enn eitt meistaraverk eins og Grettis saga í byijun 14. aldar. Niðurlag birtist i næstu Lesbók. m Y LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. SEPTEMBER 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.