Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 12
verk hans. Að loknum tónleikunum var tón- skáldinu haldið kveðjusamsæti í Iðnó. Að loknum ræðum sem fluttar voru skemmtu menn sér við kórsöng og einsöng fram yfir miðnætti. Einsöngvarar voru Sveinbjöm sjálfur, Guðrún Agústsdóttir (móðir Kristins Hallssonar) og Ríkarður Jónsson. Á Hafnarárum Ríkarðs komst hann í kynni við fræga söngmenn og tónlistarmenn er hvöttu hann eindregið til þess að helga sig sönglistinni. Má nefea Georg Höeberg, kennara Tónlistarháskólans í Kaupmanna- höfa og hljómsveitarstjóra konunglega leik- hússins. Sönghneigð Ríkarðs og löngun hans til þess að þjálfa rödd sína og þroska var til þess, að því er Ríkarður telur sjálfur, að leiða einn kunnasta vonbiðil íslenskan, fræg- an af mjallhvítum manséttum, himinbláu hálsbindi, hvítum Panamahatti, að ógleymd- um loníettum, í faðm danskrar sönggyðju. Þetta var Tryggvi Svörfuður, sá sem Þór- bergur sagði frá í bók sinni, íslenskum aðli. „Hugur hans dróst allur að skáldskap og músik og leyndardómum fagurra kvenna," sagði Þórbergur um Tryggva Sveinbjöms- son. Satt var það, ef marka mátti feril Tryggva. Hann söng á plötu með Pétri Á. Jónssyni óperusöngvara, Sólsetursljóð Bjaraa Þorsteinssonar, skrifaði leikritið „Regnen", sem leikið var í Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfe, kyssti hurðarhún fagurrar ungmeyjar á Akureyri og stóð berhöfðaður við glugga hennar meðan hún spilaði á píanó. Nú höguðu örlögin því þannig að Ríkarð- ur Jónsson fór að tilvísan Severins Jakob- sens, vinar sfns og skólabróður í Listahá- skólanum I söngtíma til ungfrú Bodil Jens- en, söngkennara. Tryggvi hafði spumir af námi Ríkarðs þvi söngurinn var þeim sam- eiginlegt áhugamál. Þeir voru alltaf syngj- andi. Ríkarður réð Tryggva að fylgja sér á fundi söngkennarans, fröken Jensen. Svo fór að Svörfuður varð fljótt bálskotinn í söngkennaranum og gekk að eiga ungfrú Bodil Marie, dóttur Christians Jensens myllueiganda. Þau giftust 15. júní 1917. Ríkarður þakkar sér það. „Ég svo að segja útvegaði honum konuna," sagði Ríkarður. Tryggvi Svörfeður átti eftir að launa Rfkarði hjúskaparmiðlun hans. í suður- göngu Ríkarðs, Davfðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi og félaga er þeim fylgdu til Capri, eyjunnar fögru, skrikaði Rfkarði fót- ur. Hann rann niður snarbratta skriðu fram á gínandi hengibrún, sem gekk lóðrétt í sjó niður. Ríkarður taldi daga sfna talda, en Tryggvi Svörfeður kastaði sér í einni log- andi snarsveiflu yflr girðinguna, hélt sér f hana og gat seilst til Ríkarðs, svo honum var borgið með aðstoð félaganna. Sem skáldi sæmdi þrumaði nú Svörfeður yfir skjólstæðingi sfnum, er hann hafði hrif- ið úr hættu á brún bjargsins og launaði hjónabandið með traustu handabandi: „Hér um bil var hrapaður af háu bergi niður, skemmtimaður skapaður skáld og myndasmiður." Meðan Rfkarður dvaldist á ítalfu stundaði hann söngnám hjá kunnum söngkennara, Aceilli. Var hann tenórbarýtón, skólabróðir og félagi hins nafekunna söngvara Battist- inis. Rfkarður var heimilisvinur Sigvalda Kaldalóns tónskálds. Milli þeirra lágu gagn- vegir góðvina. Dvaldist Rfkarður oft í Grindavík. Gengu þeir félagar þá oft langar leiðir, stundum út f hraunið eða f átt til Reykjavíkur, en langoftast austur f víkina. Stundum sátu þeir og hlýddu á faglakvak og öldugjálfur fram á nætur. En svo var glymjandi söngur og kátína innan dyra. Stundum kom Eggert bróðir Sigvalda f heimsókn. Þá bar sitthvað til tíðinda og kunni Ríkarður ýmsar sögur af kátlegum atvikum, þegar í brýnu sló milli Eggerts og Guggu, vinnustúlku Sigvalda og konu hans frú Margrétar. Um Guggu vinnukonu, sem verið hafði hjá Kaldalónshjónunum f áratugi og hlýtt á margan söngmanninn sagði Ríkarður „Það var ég var við, að hún hafði meira gaman af að heyra mig syngja en Eggert. Þetta hefer ef til vill ekki farið fram hjá söngvaranum." Eggert hafði reiðst við Guggu og farið í fússi úr plássinu. Um tfma ritaði Ríkarður í dagblöð um hijómleika og söngskemmtanir er fram fóm í Reykjavík. Em til ummæli hans um ýmsa söngvara er gátu sér frægðarorð. Hann segir um Stefán Guðmundsson (íslandi) að rödd hans sé „einhver sú allra Ijúfasta, þýð- asta og liðlegasta, sem hér hafi heyrst um Séra Árui Þórariaasoa. Lágmyad af Th. Stauuiug, forsætisráð- berra Daoa. alllangt skeið". Rödd Stefáns er að sögn Ríkarðs: „á köflum yndislega fögur og frá- bærlega sveigjanleg". Stefán íslandi kunni líka að meta hand- bragð Ríkarðs og listfengi. Hann stóð fyrir því, ásamt öðmm nemendum Sigurðar Birk- is að fá kunnan trésmíðameistara, Jón Hall- dórsson til þess að smíða nótnaskáp, fínan skáp, að færa Sigurði að gjöf. Á hurð skáps- ins var sett útskorin plata, eftir Ríkarð, með hörpu á nótnastrengjum. „Þetta fannst okkur nemendunum stórsnjallt" sagði Stef- án. Mörgum tugum ára síðar kom Stefán á heimili Birkis, sem var þá látinn. „En þegar ég gekk inn í eina stofena stóð skápurinn þar upp við vegg með útskurði Ríkarðs Jóns- sonar," sagði Stefán íslandi. Ríkarður söng inn á 5 hljómplötur fyrir Polyphonfyrirtækið í Kaupmannahöfa árið 1928. Það vom íslensk .lög. Rfkarður og séra Ámi Þórarinsson pró- fastur vom nágrannar um nokkurra ára skeið. Þá hófst vinátta sem hélst órjúfanleg meðan báðir lifðu. Séra Ámi var tíður gest- ur á verkstæði Ríkarðs, sem endurgalt heím- lýsiugu. sóknir prófastsins. Um Ríkarð og kynni sín af honum sagði séra Ámi: „Hann var mér til mikillar skemmtunar. Mikil ósköp er hlað- ið á þann mann af listum. Hann er mynd- höggvari, leturgrafari, teiknari, listaskáld, listasöngmaður, ágætur kvæðamaður, segir ákaflega vel frá, er hermikráka og myndi sennilega hafa orðið listamaður á 'leiksviði, ef hann hefði lagt það fyrir sig. Þar að auki er hann afbragðsdrengur og mesta prúðmenni. Við höfðum gaman hvor af öðr- um.“ Víst er um það að vinóttan og aðdáun- in var gagnkvæm. Ríkarður sagði um ná- granna sína séra Áma og vin hans Jón í Skjálg: „Það var nú meiri guðsgjöfin þegar ég fékk þá í bakhúsið." Ríkarður sagði margar sögur af viðskipt- um þeirra séra Áma og Jóns í Skjálg og leynir ekki gleði sinni að verða áheyrandi að viðræðum þeirra. Séra Ámi sagði Ríkarði að Jón í Skjálg hafí oftast verið fyrstur til að borga gjöld sín, en alltaf hefði fylgt ein- hver illkvittni með. En það var alveg sama hvað hann sagði við séra Áma, því ljótara sem það var, þeim mun meira elskaði Ámi hann. Svo heldur Ríkarður áfram að segja sögur: „Einhvemtíma kallaði séra Ámi Jón í Skjálg út undir kirkjuvegg eftir messu og spurði: Hvemig líkaði þér ræðan hjá mér í dag, elskan mín? — Ja, jú, svaraði Jón. Þetta var ágætis ræða, alveg ágætis ræða, að minnsta kosti svaf ég prýðilega undir henni. Það er að segja þegar ég vaknaði ekki við hrotumar í hinum djöflunum." Og eitt sinn varð séra Ámi var við að Jón var með pela í kirkjunni og dreypti á undir messu. Eftir messuna kallaði séra Ami í Jón og sagði við hann: „Heyrðu, elskan mín, ég sá ekki betur en þú værir með pela. — Jú, já, það er nú svona, sagði Jón, að ég var alveg að verða innkulsa undir guðs- orðinu hjá þér.“ „Þetta hús ætti að vera orðið heims- frægt," sagði Ríkarður um Gmndarstígs- húsið. „Það var bænahús Östlunds trúboða, einu sinni bjó Eiriar Benediktsson þar og svo þeir félagar séra Ámi og Jón í Skjálg." Ríkarður taldi Jón fyndnasta mann sem hann mundi eftir. Gamansemi Ríkarðs var við bragðið. Hann var einkar fendvís á fyndni og glens. Gamanmál vora honum nauðsyn, engu síður en daglegt brauð, svo ríkur þáttur vora þau í fari hans, en flím var honum fjarri. Á löngum starfsferli efedi Ríkarður til margra listsýninga. hann tók einnig þátt í fjölda sýninga með öðram listamönnum, auk iðnsýninga. Engin sýning hans — og gildir einu þótt gestir lofeðu list hans og kunn-. áttu — mun þó í huga hans hafa jafaast á við fyrstu listsýningu ævi hans, þá er móð- ir hans tekur drenginn við hönd sér og leið- ir hann, smásvein á sjötta ári, fyrstu sporin á framabraut og efair til listsýningar á verk- um hans í baðstofa nágrannabæjar, Háls við HamarsQörð. Sýningargripir vora æðar- kolla með unga á baki. Efaiviðurinn ýsubein. Við fermingu missir Ríkarður af aitaris- göngunni, en seinna skar hann biskupsstól- inn í Kristskirkju í Landakoti. Um þann grip hefði mátt segja með orðum Þorsteins Erlingssonar er kvað um meistara Ríkarðs og beinstól er hann skan „frernd er það og gaman, að íslensk hönd og íslensk list eiga stólinn saman." „Ríkarður Jónsson átti til listfengra rnanna, bókhneigðra, hagmæltra og söngv- inna að telja, í báðar ættir," sagði Guðmund- ur Finnbogason, landsbókavörður í Iðnsögu sinni, því mikla verki. Guðmundur sagði ennfremur að Ríkarður hafi „manna mest kynnt sér og gert sér innlifa hina fomu tréskurðarlist vora og yngt hana upp, ekki síst höfðaletrið, sem prýðir mörg fegurstu verk hans. Hagleikur hans er frábær, og tréskurður hans ber þess að vonum jafa- framt merki, að hann er leikinn og hug- kvæmur myndasmiður og teiknari. Verk han8 era oft myn4list og skrautlist í senn, táknrænar myndir úr starfslífí þjóðarinnar verða stef í skurðverkum hans.“ Einn hinna vandlátustu listdómenda, Emil 'fhoroddsen píanóleikari, tónskáld og myndlistarmaður, sem sjálfer tók þátt í sýningu margra listamanna ásamt Ríkarði, Mugg, Júllönu Sveinsdóttur, Jóni Þorleifs- syni, Ólafí Túbals, Kristínu Jónsdóttir o.fl. sagði síðar um veric Ríkarðs: „Þang, lítill útskurður er með þvf göfegasta sem sýnt er.“ Ennfremur. „... taki hann (Ríkarður) sér hníf í hönd þá hugsar hann ekki um neitt annað en listrænt form og þá spretta fram hinar mestu gersemar," segir Emil Thoroddsen í listafregn sinni. Á heimili Ríkarðs Jónssonar og konu hans Maríu Ólafsdóttur blasti við augum Qöldi muna er tengdust ævistarfi Ríkarðs og bera vitni smekk þeirra hjóna; hvemig þau kusu að búa heimili sitt húsgögnum og listmunum. Dætur þeirra hjóna, Olöf, Björg og Ásdís hafa eftir kostum reynt að varð- veita muni Ríkarðs og verk hans með það fyrir augum að koma þeim fyrir á föstum samastað, er verkum Rfkarðs jrrði valinn. Jóhannes Kjarval lét á sínum tima í ljós þá ósk sína að verkum þeirra Ríkarðs væri búinn staður undir sama þaki. Kjarval sagði: „Það átti að byggja sameiginlega yfir verk okkar Ríkarðs Jónssonar, við stöndum jafnfætis í Iistinni, ég nota liti, pensil og striga, en Ríkarður, vinur minn, notar tálguhníf og berar hendumar." Nú þegar öld er liðin frá fæðingu Rfkarðs Jónssonar sýnist kominn tími til að greidd verði afborgun af snilligáfenni og verkum hans sýndur sómi. Höfundur er þulur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.