Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. SEPTEMBER 1988 13 Veitingahúsið Brekka, þar sem hægt er að snæða galloway-nautakjöt. Snyrtimennska er til fyrirmyndar í Hrísey, götur steinlagðar, víða fallegar lóðir og töluverð trjárækt. „Bæjarins beztu“ fást í Abbapylsum á sléttri grasflöt og þar koma unglingarnir saman. Við höfnina slær hjarta athafnalífsins. A miðri mynd er báturinn, sem flytur fólk milli eyjar og lands. Ferðamannastraumur til Hríseyar rísey hefur í vaxandi mæli orðið ferðamanna- staður í seinni tíð. Hún blasir við af veginum milli Akureyrar og Dalvíkur; það virðist ekki nema örskot þangað út, en spölurinn sá er lengri en virðist við fyrsta augnakast. Bátur- inn leggur upp frá Árskógssandi og strax við bílastæðið var ljóst, að verulegur hópur fólks var á ferðinni og ætlaði sér út í Hrísey með bátnum á þessu sama ágústkvöldi, sem blaðamaður Lesbókar var þar. Það kom líka í ljós, að farþegarnir voru fæstir Hríseying- ar, heldur innlent ferðafólk. En hvað skyldi það vera í eyjunni og þessu litla sjávar- plássi, sem dregur að sér fólk? Það sést, þegar komið er inn úr dyrum á veitingahús- inu Brekku; þangað hafði hafði þessi sami hópur steðjað. Það vekur strax athygli í Hrísey, að göt- urnar eru fallega steinlagðar og að þar eru margir snyrtilegir og fallegir garðar við húsin. Snyrtimennska er á hærra stigi en gengur og gerizt í smábæjum við sjávar- síðuna og mættu sveitarstjómarmenn hingað og þangað um landið líta til Hríseyinga eft- ir fyrirmynd. Annars verður tæpast sagt, að eyjan sé nein náttúruparadís í sjálfu sér. Landslagið þar er ekki fjölbreytt en fuglalíf er ríkulegt og æðarvarp er á talsvert stórum hluta eyjarinnar. Trillukörlum þykir gott að róa frá Hrísey; það er skammt fyrir þá á mið og sjórinn er það sem menn hafa treyst á hér sér til framfæris. Það er vel við hæfi, að á hæð ofanvert í bænum er stytta af Hákarla-Jörundi og horfir í kvöld- sólarátt. Mikið glæsimenni hefur Jörundur Síðdegis má sjá hvern bílinn af öðrum stefna niður á Árskógssand og báturinn sem flytur fólk út í Hrísey er þétt setinn. En hvað skyldi það vera, sem svo mjög dregur ferðamenn út í Hrísey? verið, ef myndin sú arna líkist honum, sem varla þarf að efast um. Af einstökum Hrísey- ingum mun Jörundur frægastur og út af honum eru komnir fleiri Jörundar. Veitingahúsið Brekka stendur í brekku. Þar hefur verið gerð snyrtileg viðbygging við íbúðarhús og gestir njóta fagurs útsýn- is, sumpart yfír bæinn og sumpart yfír fjörð- inn allt til Dalvíkur - og fjöllin að baki. Allt er þetta falleg umgjörð um sérstæðan kvöld- verð og það er óneitanlega sér á parti og gerist ekki á hveijum degi, að fólk fari norður í Hrísey til að borða. Það sem dreg- ur að svo um munar er kjöt af galloway- holdanautum, sem um árabil hafa verið geymd í eyjunni og eru þar enn. Það er sumsé alvöru, skoskt nautakjöt, sem hvorki er hægt að kaupa í Kjötmiðstöðinni hjá Hrafni, Sláturfélaginu eða annarsstaðar syðra. Til að tryggja að við hefðum erindi sem erfíði, hafði verið hringt frá Akureyri og maturinn pantaður. Allt stóð það heima. Elskuleg ung stúlka kom með matseðilinn og þar er gefínn kostur á plankasteik og piparsteik og fleiri uppskriftum, sem líta að minnsta kosti vel út á pappímum. Við vorum íjögur saman og það var ákveðið að panta tvær á planka og tvær með pipar. Stúlkan var mjög kurteis, þegar hún afsak- aði, að það væri því miður ekki til, sem stæði á matseðlinum. Kokkurinn hefði víst gleymt að panta nægilegt kjöt, eða eitthvað svoleiðis. Við yrðum bara að fá eitthvað annað. Hún nefndi vöðvasneiðar í því sam- bandi og tíbónsteik, sem getur verið afbragð og skrifarinn pantaði eina slíka. Líklega er galloway-kjötið ágætt hráefni. Að vísu var tíbónsteikin samt einum of seig á köflum. Verra var samt hitt, að hún var böðuð í feitri sósu, sem átti ekkert heima þama og skásti kosturinn var að byija á því að fjarlægja hana. Þetta kostaði 1800 krónur á mann, eða um 4000 á hjón og þá ekki drukkið annað með en pilsner. í fyrsta lagi er það alltof dýrt, jafnvel þótt matreiðsl- an væri góð. En því miður brást bogalistin þar, - að minnsta kosti brást hún þetta ágústkvöld. Kannski var það einhverskonar óhappatilfelli, sem enga mynd gefur af matreiðslunni almennt. í því sambandi vil ég taka fram, að flestir sem ég hef rætt við og snætt hafa á Brekku, hafa látið vel af því, en þykir það dýrt. Brekka býður einn- ig uppá sjávarrétti, enda hægt um vik að ná í nýjan físk. Útlendir gestir kjósa trúlega fremur sjávarréttina, því þeim er ekki ný- næmi á nautakjöti. Svo það er ekki annað en gott um það að segja, að Brekka skuli einnig gefa kost á fiskmeti. En það er frek- ar klaufalegt að eiga ekki það sem á mat- seðlinum stendur þennan skamma tíma sumarsins, sem fólk er á ferðinni í ein- hveijum mæli og varla getur það orðið þess- um rekstri til framdráttur. Á leiðinni niður að bátnum gengum við yfir grasflöt, sem að öllum líkindum er Hallærisplanið í plássinu. Þar eru Abbapyls- ur í skúr og tvö borð, sem bæði voru þéttset- in unglingum. Allt snyrtilegt og til fyrir- myndar. Ekki einu sinni rusl á grasflötinni. Matargestirnir tíndust niður á bryggjuna, þar sem báturinn beið. Og brátt var Hrísey að baki og það var eins og hún flyti í logn- værunni á spegilsléttum firðinum. Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.