Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 7
Napóleon og Jósefína kona hans. Samtíma koparstunga. Ránsferðir Undir Yfirskini Frelsunar Aftakan mæltist mjög illa fyrir bæði inn- anlands og erlendis. Aftakan varð til þess að fleiri ríki hófu styijöld gegn Frökkum og uppreisnir hófust innanlands f tveim þriðju héraðanna. Gírondínar voru hraktir frá völdum, taldir óhæfir til þess að veija landið fyrir innrásarheijunum og innanlands varð víða skortur lífsnauðsynja og jaðraði við hungursneyð. Dýrtíðin óx hröðum skref- um. Þær stéttir sem höfðu fengið aukin réttindi við byltinguna voru þriðja stétt, sem var borgarastétt, bændur og lágstéttir borg- anna. Hagsmunir þessara stétta fóru ekki saman, en hættan magnaði vissa samstöðu undir forustu róttækra afla lágstétta París- arborgar. Með valdatöku þeirra síðast- nefndu hófst hin svonefnda ógnarstjóm undir forustu Robespierres, sem mótaði stefnuna frá miðsumri 1793 til miðs sumars 1794. Stefnan var fyrst og fremst að sigr- ast á óvinum Frakklands, erlendum og inn- lendum. Styijöldin var aðalástæða' breyttrar stefnu. Ef friður hefði varað, hefði ekki komið til neinnar ógnarstjómar. Ógnar- stjómin tryggði Frökkum sigurinn og þegar frá leið urðu herferðir Frakka um Evrópu, ránsferðir undir yfirskini frelsunar þjóðanna undan kúgunarveldi keisara og konunga. Hemaðurinn ruddi brautina fyrir snjallasta herforingjann og tryggði um leið völd þeirra og hagsmuni sem áttu allt sitt að þakka byltingunni. Napóleon var alkominn frá Korsíku þegar útlitið var hvað ískyggilegast. Lyonborg, næststærsta borg Frakklands snerist á sveif með uppreisnarmönnum og Toulon, önnur mesta herskipahöfn Frakka, opnaði höfn sína enska og spænska flotanum. Tilviljunin var Frökkum hagstæð í því að mikill hluti enska hersins var í Vestur-Indíum og loforð Austurríkismanna um sex þúsund manna lið brást. Spænsku og suður-ítölsku liðsveit- imar vom ótryggar, svo að liðskosturinn var ónógur til þess að halda borginni Ieng- ur. Stjómin hófst þegar handa að bæla nið- ur uppreisnirnar víðs vegar um landið og hrelqa enska flotann frá Toulon. Sjálfsréttlæting Napóleon var kvaddur í lið Carteaux hers- höfðngja, sem skyldi forða því, að uppreisn- armenn í Marseille gætu sameinast liðsveit- um uppreisnarmanna í Lyon. Meðan her Carteaux var að hreinsa til í borgum Pro- vence skrifaði Napóleon frægustu ritgerð sína, sem heitir „Le Souper de Beaucaire“ (Kvöldverðurinn í Beaucaire). Þessi saman- tekt er réttlæting Napóleons í þátttöku sinni í því að bæla niður allar uppreisnartilraun- ir. Tveir menn ræða saman um borgarastyij- öidina í Frakklandi og fordæma Gírondína og konungssinna. Napóleon sýnir fram á hve upreisnartilraunimar séu tilgangslausar og siðferðilega rangar. „Allir alræmdustu óvinir byltingarinnar vona að uppreisn ykk- ar takist." Segir þar. Napóleon sá að öll undanlátssemi yrði ríkinu að falli og hann hafði þá trú, að miskunnarlaus harðýðgi gegn fjandmönnum ríkisins væri nauðsyn- leg. Þetta var skoðun róttækustu Jakobín- anna um þessar mundir. Það var þessi af- staða sem olli því að allar uppreisnartilraun- ir voru barðar niður og erlendir herir hrakt- ir frá landamærunum og meira en það. Við þetta bættist sjálfsréttlætingin, að með innr- ásum Frakka í hágrannaríkin væri verið að frelsa þá kúguðu. Þessi ritsmíð Napóleons var sjálfsréttlæting eins og áður segir, en hún ber þess einnig merki að hann hafði ömun og andstyggð á styijöld Frakka inn- byrðis. Eftir blóðbaðið og aftökumar í Mar- seille óskaði Napóleon eftir því við hermála- ráðuneytið að hann yrði skipaður í Rínar- herinn. Hann var búinn að fá. nóg af bræðravígum. Tækifærið Birtist En það átti ekki fyrir honum að liggja, að minnsta kosti ekki um sinn. Þegar Lyon og Marseille féllu, töldu hinir 28 þúsund íbúar Toulon að eina von Frakklands væri konungsveldi Bourbona og bandamanna þeirra. 27. ágúst drógu þeir liljufánann að hún og lýstu hinn fyrrverandi ríkisarfa Frakklands, Lúðvík XVII, konung sinn og árið 1793 fyrsta ár endurreists konungsveld- is í Frakklandi. Daginn eftir opnuðu þeir höfnina fyrir ensk-spænskum flota. Skömmu eftir þessa atburði var Napóleon á ferð til Nizza og þá mætti hann einum hinna fjögurra fulltrúa stjórnarinnar í París, sem áttu að vinna að töku Toulonborgar. Þetta var maður að nafni Saliceti, sem var nákominn Bouonapörtum þar sem hann var reglubróðir Jóseps bróður Napóleons í frímúrarareglunni í Marseille, „Perfait Sinc- erité“ (Hin fullkomna einlægni). Napóleon fór þess á leit við hann að hann yrði skipaður til starfa í umsátrinu um Toul- on, þá fengi hann tækifæri til að beita sér gegn ensku sveitunum þar. Frímúrarabróðir Jóseps tók þessari málaleitun vel. Skömmu síðar vildi svo heppilega til fyrir Napóleon, að stórskotaliðsforingi Frakka við Toulon særðist og þá var Napóleon skipaður í hans stað af Saliceti. Her Carteaux hélt til Toul- on og Napóleon tók við stjóm störskotalið- sveitarinnar. Napóleon hafði ekki ennþá fengið tækifæri til þess að sýna kunnáttu sína og snilli sem stórskotaliðsforingi, nú kom tækifærið upp í hendur hans. Napóleon sá strax hvar óvinimir vom veikastir fyrir og hvar hentast var að koma stórskotaliðinu fyrir. Hann útlistaði áætlun sína fyrir yfírhershöfðingjánum og fram- kvæmdi hana. Þáttur Napóleons í töku Toulon var tak- markaður við beitingu stórskotaliðsins, en beiting þess var gildur þáttur í sigrinum. Augustine Robespierre bróðir Maximilians Robespierres var fulltrúi stjómarinnar í Suður-Frakklandi og hann átti mikinn þátt í því að þáttur Napóleons var metinn að verðleikum. Napóleon var skipaður herforingi og hann segir í minningum sínum að frægðarferill sinn hafí hafist í Toulon. Hefndaraðgerðir stjómarfulltrúanna eftir sigurinn á íbúum Toulon vom ekki geðslegar. Napóleon ásamt nokkmm herforingjum reyndu að stöðva blóðbaðið og níðingsverkin en gátu lítt beitt sér. Hefðu þeir látið til skarar skríða gegn rænandi og myrðandi hermannaskríl hefðu þeir mátt búast við óblíðum viðbrögðum ógnarstjómarinnar í París. Napóleon dvaldi nokkum tíma með fjöl- skyldu sinni, systkinum og Letitziu móður sinni. Fjölskyldan hafði flutt frá Marseille á sveitasetur skammt frá Antibes, La Sall- ém, sem Napóleon hafði keypt eftir að hag- ur hans vænkaðist sem hershöfðingja. Sam- komulagið var gott innan systkinahópsins, nema hvað Lucien hegðaði sér ekki sem æskilegast. Hann hafði kvænst dóttur veit- ingamanns nokkurs án þess að spyija móð- ur sína leyfis og auk þess var ráðahagurinn ekki talinn sæma Buonaparte-ættinni. Luci- en var altekinn af jafnréttis- og frelsiskröf- um og róttækastur allra róttækra. Napóleon naut samvistanna við fjölskyldu sína þrátt fyrir þetta og var nú sá eiginlegi fjölskyldu- faðir. Mörgum róttækustu byltingarmönnunum var kunnug andúð Napóleons á múgæði og aftökum og margir þeirra töldu hann tor- tryggilegan fyrrverandi liðsforingja í hinum konunglega franska her. Sumar uppástung- ur hans sem eftirlitsmanns strandvama milli Nizza og Marseille þóttu ekki sýna til litssemi eða virðingu fyrir múgnum, að dómi margra róttækra lýðskrumara á löggjafar- þinginu. Niðurlag í næsta blaði. Höfundurinn er kennari á Vopnafirði. ROLF JACOBSEN Fasten your seatbelts Baldur Pálmason þýddi Að sitja aðþrengd með knén undir höku hátt yfir þrumuveðri og rauðberjarunnum, slíkt er hlutskipti okkar, er við leitum fjarlægra stranda. Lítum brot af írlandi í móðu eins og í slitnýttri kortabók, eldsnöggt er ullarteppið dregið yfír aftur, svo að okkur er þyrmt við að sjá allt. Og undir teppinu stóra, gráu eftir mikinn þvott, Iiggur éinnig hafíð, hið hrufótta hörund vatnsstjömunnar Jarðar, sem er ekki heldur gefíð um of tíðar augnagætur. Og síðan skall nóttin á með Júpíter, Andrómedu og Siríus. Og sá, sem fékk af hendingu sæti við glugga, getur horft út í myrkrið, séð sólkerfí og órafjarrar vetrarbrautir, úrfjaðrir algeimsins, sem fá hjörtun til að slá og ganga, tikk-takk, tikk-takk inni í öllu lifandi, öllu sem hrærist. A öllum hnöttum. í fólki og fílum, jafnvel í þröngu búri silfurrefsins slær það og gengur, gengur og berst í hræðslu eða öryggð, ást eða hatri. Líka hér hjá hinum 139 lifandi lífum 15000 fetum ofar Atlantshafí og aðeins 60 sjómílur til austurs frá Labrador inni í svífandi stofu sem líkist leikhússal þar sem áhorfendur eru sofnaðir á sýningunni, unz smáhrikt í skrokknum kemur hjörtunum til að slá hraðara á ný, tikk-tikk-takk, áfram bara, áfram í lífí, sem ekkert okkar veit um endinn á, þar eð hver sekúnda lífs okkar er eins og örvaroddur — okkar eigin samtími, og þá erum við strax nokkru eldri eftir fýrstu ljóðlínu. Því er kannski bezt að fletta blaði. En stöndum ekki strax á fætur, því að við erum brátt komin alla leið inn í nýja tímann, þar sem allt er senn gert úr gleri, er gagnsætt, því að okkur hafa hlotnazt ný augu, skörp. Við sjáum nær allt, sem við ber á Jörðu. Og gleði okkar er þögguð niður smám saman. No smoking allowed. Please fasten your seatbelts. Og síðan ofan til jarðar, í votviðrið, veltitröppurnar og vagnakraðakið. Eg er að skrifa um líf þitt. Rolf Jacobsen sendi frá sér fyrstu Ijóðabókina árið 1933, þá 26 ára að aldri, og þótti sú bók, Jord og jem, marka tfmamót f norskum skáldskap, sakir nýrra yrkisefna og efnistaka. Sfðan hefur komið frá hendi skáldsins rúmur tugur ljóðabóka, og er Rolf Jacobs- en fyrir löngu kominn í tölu virtustu skálda Noregs og raunar á Norðurlöndum. Hann kom hingað til lands fyrir fáum árum og las f Norræna húsinu. Ljóðið hér er úr bók hans Tenk pá noe annet frá 1979. — B.P. I ÞÓRUNN GUÐMUNDSDOTTIR Eyðimerkurblóm Þú sagðir mig vera eyðimerkurblóm og brátt myndi ég visna og deyja því rætur mínar næðu ekki lengur niður að lífsins lind. Þú kvaðst mig yrkja um sorg og liðna tíð og myrkur væri í sál minni. Mín eina von væri að litir þú inn og létir mér í té vökvun. \ Sjálfur kvaðst þú eiga þá sök á því að blómið væri að deyja. \ Höfundur er skrifstofustúlka i Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. SEPTEMBER 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.