Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Side 4
U R
GLATK I STUNN I
Hver var Eysteinn
Ásgrunsson?
ysteinn Ásgrímsson hét íslenskur munkur sem
uppi var á 14. öld er kom á sáttum milli kirkju
og íslenskrar alþýðu og þá og um aldir síðan
milli alþýðu í landinu og guðs almáttugs með
frægu kvæði.
Hann lést j Noregi 1361 eftir ævintýraleg-
an æviferil. Óvíst er hvenær Eysteinn fædd-
ist, um bemskuár hans og uppruna, en þeir
tveir viðburðaríku áratugir úr ævi hans, er
um verður fjallað með grein þessari, eru
nægiiega kunnir til að ályktað verði af þeim
um manninn sjálfan. Með eftirfarandi máli
verður lýst manninum Eysteini Ásgríms-
syni, munki, skáldi, rannsóknardómara og
innheimtumanni á vegum kaþólsku kirkj-
unnar.
Svo segir munnmælasaga ein að munkur-
inn Eysteinn Ásgrímsson hafi deilt við bisk-
up er Gyrður hét, hafí biskup varpað Ey-
steini í dyblissu, djúpt grafna í jörð. Hafí
þá Eysteinn kveðið ljóð eitt, Lilja kallað,
og þar með sjálfan sig úr prísundinni með
yfirskilvitlegum hætti. Við hvert vísuorð,
er hann orti, hófst hann nær dagsbirtunni.
Er hann kenndi þess hve kröftugur skáld-
skapur hans var fylltist hann stoltv segir
sagan, og varð þá að orði af talsverðu oflæti:
Tendrast öll og talar með snilli
tunga mín af herra sínum,
um stórmerkin áttu að yrkja
yfirspennanda heima þrennra.
Að sjálfsögðu er
Eysteinn munkur
frægastur fyrir þá Lilju,
sem allir vildu kveðið
hafa. Hann hefur verið
sérkennilegur maður,
sáttfús að sumu leyti, en
að öðru leyti hneigður til
uppivöðslusemi og fleiri
góða hæfileika hafði
hann en til skáldskapar.
í síðari hluta
greinarinnar, sem birtist
í jólablaði Lesbókar,
verður Qallað um Lilju.
Eysteinn hafði ekki fyrr sleppt orðinu en
hann féll til botns og er hann kenndi þess
iðraðist hann og orti um sjálfan sig af öllu
meiri hógværð:
Bljúg og sár í bandi væri,
bandi rétt éns neðsta fjanda,
nema hjálpræði guðs ið góða
gefið á jörð mig leystan hefði.
Hófst hann þá upp fyrir kynngi kveðskap-
arins og því nær yfírborði jarðar sem hann
orti lengur uns hann var laus úr prísundinni.
Þessi þjóðsaga um uppruna hins fræg-
asta af öllum íslenskum helgikvæðum er
dæmigerð fyrir hvemig sögur laga sig að
sálfarslegum þörfum þeirra manna sem
halda þeim lifandi. Samkvæmt elstu varð-
veittu uppskrift kvæðisins Lilju, Bergs-
bókargerð frá 15. öld, er fyrrgreind vísa
hvatning, ekki sjálfsupphafning:
Tendrast öll og tala með snilli
tunga mín af herra þínum
um stórmerkin áttu að yrkja
yfirspennanda heima þrennra.
Bjúg og sár í bandi værir,
bandi rétt ens neðsta fjanda,
nema að hjálpræði guðs hið góða
gefið á jörð mig leystan hefði.
að halda“. í framhaldi af þessum orðum
sínum ritar Guðbrandur: „Það er eitt aðal-
einkenni þjóðsagna að þær eru allar rang-
ar, annars væru þær saga en ekki þjóð-
saga.“ Þjóðsaga er m.a. til marks um tilfinn-
inga- og kenndalíf þjóðar og er nokkurs
vert að þekkja hvort tveggja, hvað sem öfg-
um hinna tilvitnuðu orða líður. Sagan um
Eystein í dyblissunni ber vissulega með sér
sístæð sannindi mannlífsins, myndmálssaga
um sálarkreppu manns, einsemd og einangr-
un sem hroki oft leiðir af sér. Og á sér hlið-
stæður í erlendum bókmenntum fyrri tíða
(t.d. grískum, Orfeus og Eredice).
Víst er að Eysteinn Asgrímsson skáld og
Skálholtsbiskupinn Gyrður ívarsson áttu í
erjum sín í milli um alllanga hríð, svo sem
sjá má af annálum. Um deilu þeirra er þjóð-
sagan ekki áreiðanleg heimild en styrkir þó
að einhverju leyti líkindin að helgikvæðið
sé ort vegna áreksturs milli þessara manna
tveggja. Fleira úr alþýðufróðleik vísar til
sama. Hallur Magnússon, skagfirskt skáld,
orti Sjálfdeilur 1580, Hallur segir:
(4) Þar með gjörvallt lista lán
og lífið sjálft í æðum
hlotið hafi menn heilsu rán
af hættum fyrnsku-kvæðum
(5) Eysteinn hét sá upp tók slag
af eftirleitni nauða
þar hann kvað svo breyttan brag
að biskup hreppti dauða.
(7) En þó vildi öðrum frá
aldrei lukku svipta;
mega menn í mörgu sjá
að málaefnin skipta.
Jón Sigurðsson ritar um Sjálfdeilur á
minnisblöðum sem hann lét eftir sig: „Af
kvæðinu má sjá að það hefur verið frásaga
í Skagafirði á 16. öld manna í meðal að
Eysteinn hafi kveðið Gyrði biskup dauðan.
Því að Eysteinn þessi er án efa bróðir Ey-
steinn Ásgrímsson.“
Víst er að fram á 18. öld a.m.k. höfðu
menn það fyrir satt um Gyrði þennan að
hann hefði borinn verið í merarhildum; hef-
ur þó fæstum verið kunnugt um hvemig
sá kvittur kom upp, að hann verður rakinn
allt aftur á 14. öld, til Eysteins Ásgrímsson-
ar. Mælt er að báðir hafi verið staddir úti
á hlaði í Skálholti, Eysteinn og Gyrður bisk-
up; veður var gott og var biskupinn að
snyrta sig. Er Gyrður varð Eysteins var
kastaði hann fram vísuparti:
Gyrður kembir gulan lokk
með gylltum kambi.
Gyrður sagði síðan: „Botnaðu nú, Ey-
steinn bróðir."
Eysteinn mælti:
Kominn er úr kapalskrokk
sá kúluvambi.
Fyrri grein
Eftir ÞORSTEIN
ANTONSSON
Eins og sjá má er elsta gerð vísunnar
annars efnis en hin síðari gerð og ekki til
marks um yfírlæti eða dramb heldur er hún
biýning um að ekkert minna en hið besta
hæfi því tilefni að yrkja um stórmerki drott-
ins. Þannig hafa menn fram á okkar daga
lýnt í ljóð þetta og ekki séð lengra nefi sínu.
Á síðari tímum hafa innlendir staðreynda-
safnarar á söguslóðum, sem metið hafa
slíkar eins og eðlisfræðingar náttúrufyrir-
brigði, gert Eystein Ásgrímsson að óskil-
greinanlegum anda, firrtan öllum líkamleg-
um lífshræringum, þar með kvæðið Lilju
að þurrkuðu blómi rnilli blaða (t.d. Guð-
brandur Jónsson). Er þó höfundur og kvæði
skyldari því bijóstviti, sem orðið hefur þjóð-
inni til bjargar á myrkum öldum en vísinda-
hyggju. Guðbrandur Jónsson fræðimaður
ritar um framangreinda sögusögn í langri
grein um Lilju Eysteins Ásgrímssonar, að
sannleikskom geti falist í slíkum sögnum
en ómögulegt að festa það fyrir sér nema
með öðrum gögnum „en þá þarf venjuleg-
ast ekki á upplýsingu þjóðsögunnar lengur
Meira þurfti ekki til.
Gyrður ívarsson var Norðmaður og var
biskup í Skálholti á árunum 1349—60. Þrátt
fyrir upprunann kann hann að hafa reynt
að fóta sig á hefðinni með vísupartinum og
hafí honum verið kunnugt um vald ferskeytl-
unnar, þessa keppinautar kirkjulegrar inn-
rætingar um hugi Islendinga, væri ekki
undarlegt þótt hann hefði ekki getað tekið
gamni Eysteins. Orð Eysteins mundu menn
lengst af því sem Gyrði sjálfan varðaði. Svo
segir að sundurþykki mikið þeirra í milli
hafí sprottið upp úr þessum orðaskiptum.
Sagan segir að ágreiningurinn hafi vaxið
uns biskup bannfærði Eystein. Eysteinn var
þá jafnframt erindismaður erkibiskupsins í
Niðarósi, sem hafði skipað hann í embætti
ármanns síns og Gyrður hafði þv í ekki vald
til að bannfæra hann, kann að hafa gert
það samt, ef ekki af annarri ástæðu þá af
þeirri að fyrir honum hafí vafist, eins og
fleirum, að skilja kaþólskar siðabækur út í
hörgul. Orð í kvæði Eysteins hafa verið
talin til marks um að hann hafi ort til að
losna úr banni kirkjunnar og komast aftur
í náðina hjá Gyrði biskupi: „Send mér hing-
að sjöfalds anda sanna gift, er leysi úr
banni...“ En nærtækast er að ætla að með
orðinu „bann“ meini Eysteinn í þessu sam-
hengi skáldgáfu sína.
Ármaður merkir hér rannsóknardómari,
offícialis á máli kirkjunnar. Yfírleitt voru
þrír slíkir í senn í Skálholtsstifti um miðja
14. öld. Eftir að erkibiskupinn í Niðarósi
hafði skipað Eystein í þetta embætti 1349
hélt hann til íslands. Gyrður hafði þá ekki
hlotið fullgilda vígslu, eins og til hafði stað-
ið, vegna skorts á erkibiskupum; Svarti-
dauði fór þá um lönd Norðurálfu og dóu
erkibiskupar úr plágunni sem aðrir, en til
íslands náði hún ekki í þetta skipti. Gísli
Konráðsson ritar: „Gyrður ívarsson ábóti
af Jónskirkju var vígður til biskups í Skál-
holti 1349 ... af hr. Salomoni í Ósló í Nor-
egi... Bróðir Eysteinn Ásgrímsson hafði
utan farið ... — kom hann út þessi misseri
með offícialisvald ... En Gyrður kom út til
stólsins 1351.“ Afráðið var 1349 að Gyrður
yrði biskup en vígslan fór ekki fram fyrr
en síðar þrátt fyrir hin tilvitnuðu orð. Þegar
biskup kom til landsins hafði Eysteinn verið
sjálf sín of lengi til að hann tæki þessum
háttsetta embættismanni kirkjunnar af
þeirri auðsveipni sem Gyrður mátti vænta.
Elstu heimildir um embætti rannsóknar-
dómara undir þessu heiti, officialis, eru frá
árinu 1340. Fyrir þann tíma voru notuð
heitin „ármaður" eða „umboðsmaður" um
sömu eða svipaða embættismennsku. Undir
hana féll að rannsaka og dæma í málum
sem undir kirkjuna heyrðu, skera úr deilum
um eignarétt milli kirkju og leikmanna, og
má nærri geta hvorum hefur végnað betur
fyrir þeim dómstól. Sifjaspell, hórdómur,
hjúskaparbrot voru einnig mál sem heyrðu
undir þennan rannsóknardómara kirkjunn-
ar. Eysteinn varð offícialis 1349, hann hafði
þá dvalið um skeið í Noregi, í klaustrinu
Helgisetri í Þrændalögum, að því er talið
hefur verið fyrir tilmæli Salomons erki-
biskups sem aðsetur hafði þar skammt frá.
Eysteinn hafði þá um skeið verið í förum
milli Noregs og fslands, þótt munkur væri,
en verið búsettur milli ferða að Helgisetri.
Fram til þess hafði hann verið í sex ár heim-
ilisfastur í Helgafellsklaustri á Snæfells-
nesi, þar áður í Þykkvabæjarklaustri í Ver-
um. Eysteinn var munkur af reglu heilags
Ágústínusar og klaustrin þijú heyrðu henni
til.
Þegar Gyrður kom út og hafði hlotið bisk-
upstign með löglegum hætti skarst í odda
með honum og Eysteini, að sögn Gísla Kon-
ráðssonar sagnritara. Eysteinn átti um þær
mundir í deilum við hirðstjórann, Ölaf
Bjamason, og eftir útkomuna dró Gyrður
mjög fram mál hirðstjórans móti Eysteini,
og þá fyrir ofríki Eysteins í embætti sem
hann taldi. Ágreining hirðstjórans og Ey-
steins leiddi af að tekinn hafði verið af lífí
1351 bróðir Eysteins, Guttormur Ásgríms-
son, fyrir þær sakir að hann hafði leyst úr
haldi konungsfanga. Deildi Eysteinn á dóm-
arann, taldi að bróðir sinn hefði verið líflát-
inn „með ofurvaldi og litlar sakir hans er
honum gekk mjúklyndi til að leysa fangana,
er aldrei hefðu verið sannaðir sekir að lög-
um“. (G. Kon.)
Vegna ágreinings þessa var haldinn í
Skálholti sáttafundur daginn fyrir Þorláks-'
messu 1353, fjölmennt var á fundinum og
svo hét að sættir tækjust. Um átölur Ey-
steins hefur munað því að „Ólafur fór síðan
út til Noregs, með slíku prófi sem hann gat
fengið í málum þessum —(G. Kon.)
Biskupi bar að fara í eftirlitsferðir um
biskupsdæmi sitt og þegar hér var komið
hafði hann Eystein með sér á yfírreið sinni
og lét hann votta máldagagerðir sínar —
skrár yfir kirkjueignir er biskupi bar að
gera í þessum ferðum. Á þeim tíma kváð-
ust þeir á, Eysteinn og Gyrður, svo sem að
framan greinir, og ef að líkum lætur. Tvær
máldagagerðir eru til frá árinu 1354 með
undirskrift Eysteins. Jón Espólín ritar um
þessar ferðir: Mjög þróaðist á þeim tíma
óvild með þeim Gyrði biskupi og bróður
Eysteini, og fóru margar þungar greinir á
milli, svo að dró til fulls fjandskapar, orkti
Eysteinn níð um biskup, og stefndi honum
á erkibiskupsfund, hugði síðan utan fara,
«n biskup lýsti banni yfír honum ... „Bann-
ið getur hafa verið þjóðtrú ein eins og fyrr
sagði. Gísli Konráðsson ritar: „Gyrður fór
utan 1355, en út kom hann aftur 1357 í
Hvalfírði. Hafði þá verið biskupslaust á ís-
landi hin fyrri misseri . . . Var Eysteinn
skáld ýmist í Noregi eða hér inni — má af
því ráða að ekki mundi Gyrður hafa mikið
fang á honum í viðureign þeirra."
Um þetta leyti gerðist það að erkibiskup
setti Eysteini og Eyjúlfi nokkrum Brands-
syni „kórbróður í Niðarósskirkju" fyrir að
fara yfírreiðir biskups í hans stað og sjá