Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Síða 5
Sag-an segir að Eysteini munki hafi verið varpaðí djúpa dýflissu eftir deilur við Gyrði biskup. Hafí Eysteinn þá kveðið Lilju — og þar meðkvaðhann sjálfan sig úr prísundinni með yfírskilvitlegum hætti. um fjárheimtur fyrir kirkjuna. Deilur voru þá uppi á íslandi milli biskupa á báðum stólum og alþýðu um skatt þann, tíund, sem leggja skyldi til biskupsstólunum og lítur svo út sem erkibiskup hafi treyst Eysteini betur til fjárheimtunnar en Gyrði. Þeir Ey- steinn og Eyjúlfur komu til landsins um líkt leyti og Gyrður fór utan, 1355, voru þeir félagar þá orðnir „visitatores" hinnar kaþ- ólsku kirkju. Jón Espólín ritar: „Fóru þeir þá yfir allt land kirkjunnar vegna, öfluðu og heimtuðu peninga, af leikum og lærðum, urðu brátt nokkrar ágreiningar með Gyrði biskupi og sendiboðum þessum. Þá kom og út Andrés Gíslason úr Mörk og Ami Þórðar- son með hirðstjóm yfir Sunnlendinga og Austfirðinga fjórðungi; en Þorsteini Eyjúlfs- syni frá Urðum og Jóni Guttormssyni Skrá- veifu vom skipaðir Vestfirðir og Norður- land; höfðu þessir fiórir leigt allt land af konungi um þrjú x .nur, með sköttum og skyldum, heimt- a þeir konungs vegna fé og peninga, hvar sem þeir fengu eða náðu, og svo allir þessir, áttu landsmenn að standa undir hinu þyngsta ánauðaroki,—“ Á þessum árum gerðist það í Þingeyrar- klaustri í Vestur-Húnavatnssýslu að settur var af embætti Amgrímur Brandsson ábóti og jafnframt sviptur officialisembætti. Arngrímur þessi kemur við sögu Eysteins. Um biskupinn að Hólum, Orm, segir Jón Espólín að látist hafi 1356, hafði Ormur biskup þá í þremur utanlandsferðum sótt sér jafnmörg verndarbréf til konungs til stuðnings fjárkröfum sínum og dugði honum ekki. „Var hann fáum harmdauði," ritar Espólín, „öðrum en hinum embættislausa Amgrími sem saknaði þar vinar í stað“. Ormur hafði gert Amgrím þennan að stað- gengli sínum í biskupsembættinu í fjarveru sinni. Samkvæmt hinum tilvitnuðu orðum hefur Arngímur varla verið vinsælli Ormi. Eftir missi ábótaembættisins játaðist Am- grímur undir predikaralifnað sem var sér- réttindahópur klaustursfólks innan Ágústín- usarreglu. í Þingeyrarklaustri var fylgt reglu Benediktusar og átti þetta flakk ábót- ans fyrrverandi milli reglna sér fá for- dæmi. Jón Espólín ritar um yfírreið þeirra ijárplógsmanna erkibiskups, Eysteins og Eyjúlfs: „Skipuðu visitatores Amgrím ábóta aftur í ábótastétt sína, og fóm hvergi að heiti hans, né annarri ófrægð er á honum lá.“ Því hefur verið haldið fram að um vinar- bragð Eysteins við Amgrím þennan hafi verið að ræða og hafi hann minnst fomra kynna. Hálfum öðrum áratug fyrr, í bisk- upstíð Jóns Sigurðssonar Skálholtsbiskups, höfðu gerst annálaðir atburðir í Þykkvabæj- arklaustri í Vemm. Gísli Konráðsson ritar um árið 1342 m.a.: „Jón biskup Sigurðsson fangaði Amgrím, Eystein Amgrímsson ok Magnús klausturbræður í Vemm fyrir það að þeir höfðu barið á Þorláki ábóta sínum, þeir urðu ok opinberir at saurlífi; sumir at bameign; var Ámgrímur settur í tájárn, en Eysteinn í hálsjám. (Ekki verðr fundit hversu Eysteinn bróðir komst úr fangelsi því, en með vissu er að sjá hann færi þá utan.)“ Gísli hefur fyrir satt að um sama Eystein sé að ræða og sjö ámm síðar var orðinn svo háttsettur embættismaður kirkjunnar að sjálfum biskupi, Gyrði, var ekki stætt á að bannfæra hann, jafnvel þótt hann bæri slíku við; og er frásögn sagnaþularins Gísla Konráðssonar víst sönnu nærri: aldarfar, atgervi og mannekla hafa að öllum líkindum valdið þessari atburðarás, þeir hafi þekkst frá fornu fari, Eysteinn og Arngrímur, og að Eysteinn hafi skipað hann aftur í emb- ættið af þeim sökum. Amgrímur munkur í Þykkvabæ var af Ágústínusarreglu eins og aðrir munkar þar, hann dvaldi síðan um skeið í Viðeyjarklaustri og meðan hann dvaldi þar varð hann að skipta um reglu er klaustrið var gert að Benediktusar- klaustri vegna manneklu. Ekki þótti góð latína á þessum ámm að munkar skiptu um reglu upp á sitt eindæmi en Arngrímur hefur, samkvæmt þessari útlistun, ekki gert annað eftir að hann var fallinn í ónáð sem Benediktusarmunkur en snúa frá því sem honum var þröngvað til að gera, hverfa aftur til sinnar fyrri reglu. Til er langt kvæði eftir hann sem ber þess keim að vera stæl- ing á Lilju Eysteins Ásgrímssonar. Full ástæða er til að ætla að Jón Sigurðs- son biskup, sem hafði orð á sér fyrir harð- drægni við innheimtu í nafni kirkjunnar þrátt fyrir lítinn árangur, hafi verið jafn- framt ósvífninni sá mannþekkjari að er hann kynntist Eysteini eftir óspektirnar í klaustr- inu í Vemm hafi hann látið hjá líða að refsa honum svo sem verðugt var samkvæmt kirkjulögum en gert hann í staðinn að milli- göngumanni alþýðu og kirkjunnar. (Ábótinn sem þeir munkar í Þykkvabæ börðu var almennt talinn lítilmenni.) Víst er að Ey- steinn leysti 1358 úr meginágreiningsefni alþýðu og biskupa, deilunni um tíundina sem þá hafði verið uppi frá 1344 a.m.k., og hafði Eysteinn þá reynst vera sá málafylgju- maður meðal kirkjunnar manna að hann var orðinn sendimaður erkibiskups og sérlegur embættismaður hans til þeirra innheimtu- starfa sem Joni Sigurðssyni — og síðar Gyrði — reyndist svo örðugt að framfylgja í nafni kirkjunnar. Víðar var pottur brotinn meðal kirkjunnar manna á þessum árum en í Þykkvabæ. Sama ár og munkamir þrír voru lagðir í ijötra í Þykkvabæjarklaustri kveiktu drukknir munkar í Möðruvallaklaustri sem Davíð Stefánsson lýsir í leikriti. Árið eftir, 1343, lét Jón biskup Sigurðsson, fyrirrenn- ari Gyrðis, brenna nunnu að Kirkjubæ fyrir hórdómsbrot og fleiri ávirðingar. Og um þetta leyti svipti hann ábótann í Helgafells- klaustri á Snæfellsnesi embætti, en ekki geta heimildir um hverjar sakir voru á hann bomar. 1356 „börðu klerkar í Skálholti djáknann Sigurð í hel er acolytus var að vígslu ... Sokki subdjákn var helst til þess nefndur, varð þó aldrei víst hver banamaður hans var, síðan var nokkra hríð látið af að syngja í kirkjunni." (Jón Esp.) Deilur um tíund hófust í biskupstíð Jóns Sigurðssonar, 1344, og u.þ.b. hálfúm öðrum áratug síðar settu innheimtumenn erkibisk- ups, Eysteinn og Eyjúlfur Brandsson, þær deilur niður. Sáttmálinn hefur varðveist, og er dagsettur 19. júlí 1358. Undirskrift Ey- steins er á latínu og útleggst svo: „Bróðir Eysteinn af reglu heilags Ágústínusar Helgisetri." Um ijárheimtur biskupanna Jons og Orms áður en Eysteinn kom til sögunnar, ritar Gísli Konráðsson: „En það var nú árið 1344, að hin fyrsta prestastefna var haldin af Joni biskupi Sigurðssyni, á norrænan hátt. . . heima í Skálholti: reikn- aði hann útgjöld af kirkjutíundum, er kirkj- ur höfðu að varðveita, af hinum ríkari mönn- um og fleirum öðmm. — Á því ári er talit að hann og Ormr Hólabiskup væru harðir við lærða og leika á íslandi... 1346 telja annálar að biskupar gerðust svo harðir við landsfólkið að það þóttist varla mega undir búa. Höfðu þá Norðlendingar á alþingi sam- tök móti Ormi biskupi, voru leikmenn fyrir þeim, og kröfðust að haldinn væri allr fom vani, og afsögðu allar nýgerfingar ok yfir- reiðir Orms biskups, fremur en forn vani var áður til, ok lögðu við 5 hundraða sekt, ef nokkur héldi þetta ekki, og þetta sam- þykkti öll alþýða. Síðan setti Ormr Hegra- nessþing ok bauð að halda allan fornan landsrikt, utan tíundir lykist þar sem eignir lægi eftir lögum, en bændur ok öll alþýða æptu á móti ok neituðu, ok fékkst ekki at- gjört. Fóm báðir biskupar utan á einu skipi, Jón og Ormr, í Hvalfirði, og var þá biskups- laust í landinu." 1347 rituðu Norðlendingar Noregskon- ungi bréf um fjárkröfur biskupa og aðra ánauð sem þeir töldu sig af biskupum hafa og bryti í bága við fomar venjur. „Og fyrir þetta bréf settu 12 bændur úr Norðlendinga- fjórðungi sín innsigli, en almúginn á íslandi samþykkti á þremur þingum," ritar Gísli. I bréfi þessu sáu bændur sig tilneydda til að kvarta undan því við konung hversu fjöl- mennir biskupar vom í yfirreiðum sínum um landið. Gísli ritar ennfremur: „Jon biskup Sig- urðsson kom út í Hvalfirði 1348 .. .reið Jón þat haust norður til Hóla ok ætlaði að koma á sættagjörð milli Orms biskups og bænda, kom þar saman fy'öldi bænda úr Norðlend- ingafjórðungi, og vildu með öngu móti und- ir Jón biskup leggja mál þeirra Orms bisk- ups og ekki sættast við Orm og at öngum kostum ganga öðmm nema hinar fornu venjur héldust sem þeir höfðu áskilið. Jon reið þá við svo búið suður Kjöl og tók sótt er hann kom heim, þá er leiddi hann til bana ...“ (Gísli bætir við: „Varþáfrostavet- ur svo mikill á íslandi, snjóar svo miklir ok ísalög at enginn mundi slíkan.“) Ef að líkum lætur, hefur Eysteinn gegnt erindum Jons Sigurðssonar og Salomons erkibiskups við alþýðu. Hæfileikar hans til málflutnings og sáttagjörða em augljósir af kvæði hans og þeim sáttmála sem hann að lokum kom á. 1359 stefndi Eysteinn enn biskupi, Gyrði, á fund erkibiskups til að standa fyrir máli sínu. Svo fór að ekkert varð úr ferðinni því að Eysteinn friðmæltist við biskup, tókust á ný sættir með þeim tveimur. Biskup skipaði Eystein því næst offícialis yfir Vestfirði. Og er líklegast að Eysteinn hafi ort Lilju að svo komnu. Gísli Konráðsson ritar um síðasta æviár Gyrðis biskups: (1360) „fór Gyrður biskup á skip og ætlaði utan . . . ok margir menn aðrir. Lögðu þeir út á kaupskipi litlu til hafs, ok er þeir komu skammt frá landi, austur undan Vestmannaeyjum, að varla sá til lands, sökk niður skipið með öllu fé (góssi), en menn allir hlupu í skipsbátinn. — Gjörði guð þá dásemd, að báturinn tók lítið skorti á 40 manna, með jarteinum síns heilaga Þorláks biskups Þórhallasonar, sem þeir hétu á. En sá bátur var ekki vanr að bera meira en hálfan þriðja tug manna. Komust menn allir með lífi í land. Það fylgdi ok með að sú kista rak upp heil ok fannst á Eyrum er í var brennt silfur Skálholts- kirkju og biskupsskrúði Gyrðis biskups." Eysteinn hefur ekki þurft að velkjast í vafa um innræti yfirmanna sinna. Af Gyrði er það frekar að segja að skömmu eftir að hann lenti í skiprekanum við Vestmannaeyj- ar lagði hann upp aftur í utanlandssiglingu og nú með stærsta skipi sem menn töldu að til þessa hefði verið í eigu íslensks manns, var skipið nefnt eftir eiganda þess og hét Ormur. Skip þetta týndist í hafi og alls níu tugir manna með því og þeirra á meðal Gyrður biskup. Sjálfur fór Eysteinn utan sama ár, haustið 1360, hreppti hann illviðri á leiðinni og lenti í hrakningum, og er skipsmenn bar að landi í Noregi eftir strangt úthald voru þeir illa á sig komnir af vistaskorti, einkum af drykkjarleysi. Gísli ritar: „Eysteinn kom heim til Helgiseturs í Þrándheimi nærri Kyndilmessu (2. feb.) en dó á lönguföstu fyrir passions sunnudag (14. mars)...“ Meira en margan annan einkenndu tvö öfl skapgerð mannsins Eysteins Ásgríms- sonar, hneigð til uppivöðslusemi og önnur til sáttfysi, og kemur heim við kvæði hans. Um kvæðið verður fjallað sérstaklega í ann- arri grein, sem birtast mun í jólablaði Les- bókar. Höfundur er rithöfundur í Reykjavík LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. DESEMBER 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.