Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Page 7
HANNES PÉTURSSON Klukkukvædi Fyrir langalöngu reið ferðamaður einn um veg. Það var á sumri. Hann kom í fornan eyðidal. Þá hafði sól sigið til fjalla. Hann steig af baki hesti sínum og lagðist til svefns í móalaut hjá reiðgöt- unni. Um nóttina dreymdi hann draum: Honum þótti sem hann legði hlustir fast að jörðu þar í mónum og væri þá talað til sín skýrum rómi. Ekki gat hann áttað sig á því, hvort röddin barst neðan frá, þar sem hann var staddur, ellegar úr annarri átt, en það heyrði hann þó fyrir víst, að hún kom til hans úr jörðu. Hann mundi, þegar hann vakn- aði, hvað við hann hafði verið mælt og fór með það stöku sinnum fyrir aðra síðar á lífsleiðinni. í draumn- um heyrði hann sagt — eftirþvísem nú erkunnugt: Um langa tíð hef ég legið í þessari mold. Ég var lögð undir kjarald, gisið búsáhald til geymslu millum árstíða. Annað veifið kom einhver hönd sem lyfti mér úr jörð og hringdi mér, svo hamrarnir undir tóku . . . hönd, hönd sem vissi hversu ég er gjörð: Vox mea est bamba. Possum depellere Satan! Ég nam á þeim stundum, stopulum, ofar mold hvern styrk minn gamli hljómur veitir — og frið er illvættir, jafnt úr austri og vestri, höggva óttafullar sálir sem strá í tvennt. Ég, vemdarklukka, kunngjörði hátt yfir dalinn það kall sem er skýrum stöfum í mig brennt: Vox mea est bamba. Possum depellere Satan! Ég nam á þeim stundum, stopulum, ofar mold stjarft auga, hlust sem titrar við og kné sem skelfur, þegar alþekkt umhverfi gerist ógnvænt snögglega, líkt og Djöflinum selt. Ég, verndarklukka, kunngjörði hátt yfir dalinn það kall sem var í málmsteypu mína fellt: Vox mea est bamba. Possum depellere Satan! Liðinn er tíminn, þá er þetta var. Ég þreyi, minnug sjálfrar mín, lítilsnýt grunnt hér undir grasveginum, en fylgist með gangi tunglanna þó. Horfnir á braut eru allir úr þessum djúpa dal nema sauðir. Þeir dreifa sér nú að vild um hæð og laut. Grafin Iigg ég og gisið er kjarald mitt. Gleymdist ég í þessum fjalldrapamó? Égskynja veðrin, og haust eftir haust á ferðum hunda, leitarmenn og fjárjarm og gnegg. Ég heyri til árinnar, eilíflega hún kliðar. Allt, líka þetta, nem ég sem gagnsæjan vegg. Ég heyri stundirnar, héðan úr minni jörð hneppt undir kjaraldi, moldug, alein án raddar. Þær koma til mín í kynslóðum — en ég vaki kyrrstæð í eigin tíma, sem mér var gert af smiði mínum að flytja fram í hljómi. Hann fór um mig augum nýgjörða, mælti: Þú ert! Ég heyri stundirnar. Uni því. Allt um það er ósk mín sú að ég fyndist. Gleðiríkt væri að stíga enn á ný upp, fram í Ijósið ef einhverri hendi lyft sem þarf mín við. Ég mundi steypa moldinni af mér sem hroða og mæla, nei kalla hátt, hátt að fyrrí sið: Vox mea est bamba. Possum depellere Satan! Það erýmissa manna mál, að klukkunnar í hinum forna eyðidal væri ákaft og lengi leitað eftir forsögn dreymandans. Sumir hafa fyrir satt að hún fyndist og stæði letrað á hana greinilegum stöfum það er hún hafði sagt: að raddhljóð hennar væri bamba oghúngæti hrakið Myrkrahöfðingjann á burt. Hefðu menn flutt hana glaðir til þeirrar kirkju sem næst lá fundarstað og sé hún síðan notuð til helgrar þjón- ustu, en hafi þó verið steypt upp. Aðrír staðhæfa að klukkan liggi enn í mold og verði hennar hvað úr hvetju betur leitað en fyrr. Eftirmálsgrein Kvæði þetta er smíðað með frjálslegn móti upp úr orðum í sjálfsævisögu Jóns' prófasts Steingrímssonar (1728—1791). Hann segir að afasystir sín hafi „séð þá klukku, sem fannst í jörðu að yfirhvolfdu kjaraldi í nokkru plássi fyrir framan Hof í Skagafjarðardölum; skyldi þar áður hafa verið eitt klaustur og eyðilagzt í stóru plágunni 1404. Veit nú enginn til þessa. A greindri klukku stóðu þessi orð: Vox mea est bamba, possum depellere Satan.“ Hraunþúfuklaustur heitir plássið þar sem klukkan fannst. Það liggur langt frá byggðum bólum, fram við öræfi. Þar mun aldrei hafa verið neins konar helgisetur, en bóndabær á fyrstu öldum byggðar í landinu; síðar að líkindum sel um einhvem tíma. Höfundur kvæðisins gizk- aði á í tímaritsgrein 1974, að klukkan hefði verið gömul „trölla- og djöflafæla" á hinum afvikna stað, því kunn er sú trú alþýðu, að illvættir hræðist hljóm vígðra klukkna. Raunar vísar hin latneska áletrun sjálf til þeirrar trúar. H.P. nota tæknibrellur og eru of uppteknir af tækni. Þar er hægt að nefna Franz Liszt. En tækni er ekkert annað en leið til að hjálpa þér til að túlka. En túlkunin kemst þá ekki til skila, því þeir, í þessum tilvikum, eru svo uppteknir við að sýna tækni, að til- fínningin fer lönd og leið. Söngvarar gera þetta stundum líka, enda eru til þeir söngv- arar, sem kunna minni tækni, eða röddin farin að láta á heyra, en tilfinningin lifir og þá getur túlkunin orðið mjög áhrifamikil. — Nú talar þú um söngvara og leikara sem endurskapandi listamenn? Já, og þar á ég við að þeir brúa bilið á milli verks, sem þegar hefur verið skapað og koma því áleiðis. En þeir eru síst minna skapandi en sá listamaður, sem upphaflega samdi verkið. Það færi lítið fyrir snilld Be.et- hovens eða Shakespeares, ef enginn væri til að flytja og túlka verk þeirra. Málið er kannski að betri listaverk bjóða upp á marg- brotnari túlkun. — -Tóhlistargáfan!Er hún ekkibrothætt? Jú. Pop-síbyljan er líka hættuleg tón- heyminni. Það hefur margt gott verið gert í rokktónlist, en rétt einsog í klassískri tón- list, er þar mikið msl. Eg hef fyrir satt, að í Krísuvíkurskólanum séu eiturlyfin tekin fýrst af krökkunum og síðan þungarokkið, því það er álitið svo sefjandi. En tilraunir hafa sýnt að t.d. Mozart og Beethoven virka vel, bæði á dýr og blóm. Eg trúi líka á tón- listarlækningar. Eg þekki það bara frá sjálf- um mér, ef mér líður illa, þá slaka ég á og kem aftur til sjálfs mín við að hlusta á tón- list. — En nútímatónlist? Er hún ekki eins konar rokk í klassíkinni? Eða 20. aldar tónlist eins og hún kemur sjálfsagt til með að heita. Tónlist breytist með tíðarandanum, rétt eins og tungumálið. Þær tilraunir, sem tónskáld vom upp- teknust við á ámnum 1960—80, hafa fjarað nokkuð út og mér sýnist menn vera að „ró- ast“, og taka það frá þessum tíma, sem hentar þeim og hægt er að nota. Svo hafa tónskáld í austantjaldslöndunum verið að fást við og þróa aðra tegund tónlistar og mjög athyglisverða. En nú er að verða meiri samgangur milli austurs og vesturs og eflaust spennandi tímar framundan á tónlistarsviðinu. — Ein sígild spuming, sem þú hefur vafa- laust heyrt oft áður. Hvernig kemur íslenskt tónlistarlíf þér fyrir sjónir? Síðan ég kom hingað fyrir sextán ámm, hefur tónlistarlífið breyst ótrúlega mikið. Hér em haldnir ótrúlega margir tónleikar og tónlistarlífið tekur miklum framfömm ár hvert. En það er ekki kominn tími til að setjast niður og hrópa húrra. Ennþá er tón- listarlíf á íslandi ekki eins og það gerist best í útlöndum, þar sem það er sums stað- ar á heimsmælikvarðá. En hér er mikill fjöldi í tónlistarskólum að læra á hljóðfæri og það virðist nánast vera í tísku að læra söng. En klíkuskapur er töluvert vandamál hér. Það vita þeir sem til þekkja. En við eigum mjög efnileg tónskáld, sem eiga það sameiginleg að vera mjög sjálfstæð í sinni listsköpun og óháð tískustraumum, sennilega vegna þess að þrátt fyrir stórauk- in samskipti við útlöna síðustu ár, er landið x töluvert einangrað. En ég gæti trúað að það séu svona um 30 einstaklingai1, sem allir hafa mjög persónulegan stíl. — Eigum við þá að hafa eina háfleyga spurningu ílokin. Hvaðan kemur tónlistin? Vává, þessi var erfið. — Stockhausen segist fá sina tónlist utan úr geimnum. En ég veit ekki, sem persóna á ég miklu auð- veldara með að tjá mig í tónlist. Ég á stund- um í vandræðum með orð. En ætli tónlistin eigi ekki sömu uppsprettulind og ljóðið og önnur list. Landslag kveikir tóna, og það er mikil tónlist í íslensku landslagi. Eg fer aldrei út úr húsi, án þess að virða fyrir mér landslagið. Fallegir dagar, eins og þeir ger- ast oft úti á Álftanesi innblása mig og gefa mér mikið. Það er oft fögur sjón, sem t.d. Englendingar fara alveg á mis við. En ég upplifi veröldina mikið í tónum. Tónlistin kemur innan úr höfðinu, frá hugmyndum og tilfínningum. 0g sem söngvari fær mað- ur jafnvel meiri útrás en hljóðfæraleikari. Söngurinn er svo líkamlegur. Höfundur er lausamaður i blaðamennsku og húsmóðir. E R L E N D A R B Æ K U R Guðbrandur Siglaugsson tók saman Mikhail Saltykov-Shchedrín: The Gíolovlyov Family. Þýtt hefur Ronald Wilks. Penguin Books. Þessi grimma flölskyldusaga kom fyrst út í Rússlandi fyrir rúmum hundrað árum og hefur verið lesin síðan af áfergju og skemmtan. Persónumar eru dregnar upp af vægðarleysi og hatri óg afbrýði gerð slík skil að ógleymanlegt verður. Sagan gerist á tímum ánauðarinnar og Arina Golovlyov kemst á snoðir um veikleika sonar hennar sem neyðist til að selja eignir þær sem hann fékk að skilnaði frá henni. Hinn sonurinn, Porfiry, notfærir sér stöðuna og hlýtur náð hjá móðurinni. Porfíry verður laukur ættar- innar og úthýsir og rekur í opinn dauðann alla sína nánustu. Hann er heigull og hroka- gikkur sem einangrar sig frá umheiminum og deyr hrópandi. Sagan er grípandi skemmtileg og fylgja henni formálsorð eftir þann ágæta V.S. Pritchett og önnur eftir þýðandann. Saltykov-Shchedrin var samtímamaður Dostojevskíjs, voru þeir kunnugir vel og lentu síðar í illdeilum. Shchedrin var óvæg- \ inn blaðamaður og átti lengst af erfitt upp- dráttar. Hann var ritskoðaður og þegar hann komst í ritstjórastól iðkaði hann þann sið sjálfur, mun hafa breytt heilu og hálfu greinunum án þess að ráðgast við höfunda. Þrátt fyrir það vann hann sér nafn sem hinn ágætasti ritsijóri. Verk hans eru öll hæðin og því vopni kunni hann að beita af mikilli kúnst. REAY TANNAHILL: FOOD IN HISTORY Ný og endurskoðuð útgáfa. Penguin Books. Matarvenjur íslendinga breyttust ekki mikið í aldanna rás. Landnámsmenn komu með siði sína í þeim efnum úr Noregi og af löndum sem áttu því litla láni að fagna að hafa legið innan seiling- ar þessara villimanna sem víkingamir voru. Það voru ekki nein illmenni sem hröktust undan ofríki Haralds hárfag- ara, heldur friðsælir bændur sem hlotið höfðu óeynslu í víkingi en voru vaxnir upp úr strákapörum. En fólkið þurfti að borða og var aðaláherslan lögð á að geyma vetrarforðann. Kom var malað, rúgur, bygg og hveiti, kjöt var reykt og lagt í súr, ostur var gerður og mjöður bruggaður. Það var erfitt um vik á ís- landi og því varð matargerðarkúnstin ekki sú bjargræðislist sem hún reyndist í veðursælli löndum. Skortur á þori eða ímyndunarafli, ef til vili áhuga- eða tíma- leysi, kom ábyrgum matseljum ekki til að leggja svo mikið sem harðnandi skóf- ir á flatt brauð, klipa á smjör og steikja á jámi eða steini í eldi. Svo má vera að eddumar hafi verið bragðbetri og fal- legri í framan en fiskur hafsins, skór skárri kostur en skarfakál og fíflablöðk- ur. Nei, það var ekki nein sæld að búa í slíku landi, eða hvað? Komumst við þetta án sjálfsbjargarviðleitni? Nei, ó, nei. Slíkar hugrenningar kvikna við lestur þessarar fróðlegu og góðu bókar sem hefur að geyma matarsögu heimsins í hnotskum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. DESEMBER 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.