Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Qupperneq 10
1
Sýning Harðar
heitir „Fjórar
árstíðir II. “
Myndirnar
tvær sem hér
eru birtar eru
einnig úr
myndaröð um
árstíðir frá
1977.
H amingjusamar
myndir
Eg gef myndverkum mínum aldrei neinum nöfn.
Síðast þegar ég sýndi í Washington DC, bauð
ég áhorfendum að lýsa myndunum sjálfir, og
það féll í góðan farveg. Fólki fannst það taka
þátt í sýningunni með þessu móti. Áhorfendur
höfðu þannig tækifæri til að ljúka við mynd-
imar, hver á sinn hátt. Fólk var komið með
blað og blýant og fyllti heilan kassa af hug-
myndum. Svo gaf ég eina mynd fyrir bestu
skýringuna.
— Það er Hörður Karlsson, sem mælir
svo. Hörður hefur búið útí Ameríku síðustu
35 ár og starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um. En hann er líka listmálari og grafíker.
Svo er hann frægur fyrir frímerkjagerð.
Við hittumst á Hótel Borg. Hörður er á
hraðferð. Er að fara af landi brott daginn
eftir og er jafnframt að undirbúa sýningu
sína. Hann er hátt uppi af ákafa og næstu
vikur virðist hann ætla að verða á ferð og
flugi, innanlands og utan. Og svo var ég
að gifta mig, segir hann.
Rætt við HÖRÐ
KARLSSON sem býr í
Washington og sýnir á
1 Kjarvalsstöðum dagana
10.-24. desember.
Eftir ELÍSABETU
JÖKULSDÓTTUR
Sýning hans, Fjórar árstíðir verður opnuð
á Kjarvalsstöðum ...
— Ætlar þú kannski að gefa áhorfendum
á Kjarvalsstöðum kost á því að tjá sig um
myndirnar á sama hátt?
Ég hef nú ekki hugsað um það. Það get-
ur þó vel komið til greina. Það gæti samt
vakið forvitni fólks að koma og skoða sýn-
inguna. Mér finnst líka að áhorfendur á
íslandi sé forvitnir. Þeir kunna betur að
meta list en áhorfendur vestan hafs. Nú em
tíu ár síðan ég sýndi síðast heima, svo mér
finnst tími til kominn að láta til skarar
skríða. Þetta em mest stórar akrílmyndir
sem ég sýni að þessu sinni. Síðast sýndi ég
krítarmyndir. Þær em málaðar á síðustu
þrem ámm. Nú er ég kominn á eftirlaun
og hef allan tíma til að mála. Enda er ég
alltaf að.
— Sýningin ber yfírskriftina Fjórar árstíðir.
Hafa árstíðimar mikil áhrif á þig. Sveiflast
þú eftir árstíðum?
— Nei, reyndar ekki og ég tek ekki eina
árstíð fram yfír aðra. Ég veit ekki alveg
hvaðan hugmyndin kom, en árstíðimar
bjóða uppá mikla glímu við liti. Hver árstíð
um sig hefur svo einkennandi en um leið
margbrotna liti. Ég nota bæði heita og kalda
liti í myndum mínum. Það er mikið blátt.
Ég held að það sé ekki til sá íslenskur
málari sem ekki notar mikið blátt. Svartur
litur er líka mjög erfíður. Ég nota hann
mikið. En ég man eftir prófessor í skóla sem
ég var í í Mexíkó sem kom til mín, tók all-
ar svörtu túbumar mínar og fleygði þeim í
ruslafötuna. Þetta er ekki litur, sagði hann.
Ég hætti samt ekki að nota hann. En stund-
um er betra að nota dökkbláan eða aðra
dökka liti í staðinn fyrir svartan. Ef maður
kann ekki að fara með hann, getur það
orðið subbulegt. En það er mikil viðureign
að eiga við liti. Við málarar erum hálfgerð-
ir íþróttamenn, við þjálfumst og æfum okk-
ar allt lífíð. Við emm alltaf að uppgötva
eitthvað nýtt og reyna nýjar aðferðir. Stund-
um er þetta hálfgert nudd hjá mér, þegar
liturinn vill renna út í buskann og ég verð
að hafa mig allan við til að missa ekki stjóm-
ina. Þá upplifði ég mig stundum eins og
leirkerasmið, þegar ég er að nudda litnum,
eins og ég vil hafa hann.
Ég er fyrst og fremst að fást við liti og
kombínasjón. íslenskt landslag virkar þann-
ig örvandi á mig og mér fínnst yfírleitt
mjög örvandi að ferðast og mála mikið eft-
ir að ég kem heim úr ferðalögum. Ég held
að það sé eitthvað í myndum mínum, sem
hægt er að kalla íslenskt landslag, og áhrif
frá landslaginu, þó ég noti aldrei mótívið
beint á léreftið. En litimir hér á íslandi og
birtan er góð ögran fyrir listmálara.
Tilfínningin ræður alveg ferðinni. En fyr-
ir nokkrum árum fór' ég að mála í nokkurs-
konar póstkortastærð, eins og til að und-
irbúa mig. Ég lagði þetta svo til hliðar en
fólk var alltaf að kíkja og sýndi þessu
áhuga. Ég tók þá það til bragðs að ramma
smámyndimar inn og þær seldust eins og
heitar lummur.
En ég sé mótívið oft fyrir mér áður en
ég byrja á sjálfu verkinu. Eg ligg þá kannski
bara uppí rúmi og hugurinn fer í ferðalag.
En það er oft erfíðast að einfalda hugmynd-
ir sínar og ná fram vissum kjarna sem verk
þurfa að bera í sér.
— Ertu að reyna að koma einhvetjum
hugmyndum frá þér eða tilfinningum eins
og gleði, reiði eða einmanaleika?
— Nei, ég held að myndimar mínar séu
allar hamingjusamar. Það hefur komið fyrir
einstaka sinnum að ég hef málað dökkar
eða svartsýnar myndir, en mér finnst þær
ekki eiga neitt erindi á sýningu. Ég held
þeim fyrir mig. Það er til dæmis mynd heima
hjá mér sem hangir uppi á vegg. Sú heitir
Ragnarök og sýnir ijórar svartar hauskúp-
ur. Fólk verður voða hissa þegar það sér
hana og fínnst hún sennilega ólík mér. En
ég hef líklega haft þörf fyrir að gera eitt-
hvað fígúratíft.
— Hamingjusamar myndir? Viltu þá
skapa jákvæð viðbrögð?
— Ætli það ekki. Ég er tiltölulega já-
kvæður maður og hamingjusamur.
— Er það eitthvað sérstakt annað sem
örvar þig?
— Mér fínnst gott að fá mér eitt
hvítvínsglas og þá er ég kominn í stuð. En
ég verð að hafa algera kyrrð og vera einn.
Fyrst eftir að ég hætti að vinna og bytjaði
að mála, gat ég aldrei byijað að mála fyrr
en eftir myrkur. Einfaldlega vegna þess að
ég var orðinn svo vanur því.
gs
mi
ist
er
þe
ge
ha
as
Hi
æl
er
ba
ar
ar
ít
al
sú
se
Lí
eii
æi
þa
ar
m:
Hörður Karlsson á vinnustofii sinni í Washi