Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Page 14
M 1 N N 1 S P l J l\ K T A R 1 9 8 8 Höldum ráðstefnu um Vínlandsmálið í heild Grænlendinga sögu hermist svo frá að íslenskur farmaður, Bjarni Herjólfsson frá Drepstokki við Eyrarbakka, kom heim úr utanför sumar- ið 986 eða þar um bil og fréttir þá að faðir hans hafi flust búferlum til Grænlands. Bjarni „Nú hefur mér dottið í hug að íslendingar ættu bráðlega að fara að undirbúa umræðufund um Vínlandsmálið í heild, í því skyni að hægt verði að Qalla rækilega um þau vandamál sem hvarfla að fróðleiksfúsum lesanda þegar honum verður hugsað um leitir íslendinga og Grænlendinga að nýjum heimkynnum og sjálfum sér um leið.“ Eftir HERMANN PÁLSSON Á þessari rómantísku teikningv eru þau Guðríður Þorbjamardóttir og ÞorGnnur karlsefhi látin hneigja höiuð sín við komuna til Vínlands, eða nánar tiltekið Straumfjarðar, þó ekki viti menn nú nákvæmlega, hvar hann hefur verið. Liklega hefíir það þó verið einhversstaðar þar sem nú heitir Nýja England. ræður af að sigla í kjölfar föður síns útnorð- ur um ókunn höf, en lendir í þoku og vill- ist; mörgum dögum síðar sjá þeir land. Bjami hirðir ekki um að kanna það neitt heldur siglir norður eftir; tveim óþekktum löndum síðar ber fjórða landið fyrir sjónir og það reynist vera Heijólfsnes á Græn- landi, bústaður föður hans. Fardrengur frá Eyrarbakka er þar með kominn heim og gerist grænlenskur þegn á Eystribyggð. Þeir sem reyna að feta sig áfram eftir tímatali Grænlendinga sögu lenda í ýmiss konar ruglingi sem er engu skárri en haf- villur Bjama Heijólfssonar, enda er engin leið að vita hve langur tími á að hafa liðið frá vesturför hans uns Grænlendingar fóru að leita Vínlands. En síðar í sögunni er lýst fimm leiðöngrum frá Grænlandi sem vom gerðir út í því skyni að kanna þau ókunnu lönd sem Bjami hafði ekki nennt að rann- saka á sínum tíma. Fjórar af þessum Vínlandsferðum, að því er Grænlendinga saga telur, voru famar undir forystu Bratt- hlíðinga, bama Eiríks rauða, þeirra Leifs heppna, Þorvalds, Þorsteins og Freydísar, en ein er undir leiðsögn Skagfirðingsins Þorfinns Karlsefnis. Fyrsti og frægasti land- könnuðurinn er Leifur Eiríksson sem kaupir skip af Bjama Heijólfssyni og siglir því til Vínlands með þijátíu og fimm manna áhöfn. Þetta virðist vera sama skipið sem Bjarni stýrði þegar hann fann Vesturálfu, þótt slíkt sé raunar ekki staðhæft berum orðum. Næsti leiðtogi er Þorvaldur, sem þótti Leif- ur ekki hafa kannað Vínland nógu víða. Þá segir frægasti landkönnuður norðurálfu: „Þú skalt fara með skip mitt, bróðir, ef þú vill, til Vínlands, og vil ég þó að skipið fari áður eftir viði þeim er Þórir átti í skerinu." Grænlendingar fundu ærin verkefni handa fomu kaupskipi Bjama frá Drepstokki, þótt hlutverk þess væri ekki hið sama og fyrr. Þorvaldur er særður til ólífis á Vínlandi, og var það fyrsta banablóð norrænna manna sem Skrælingjar helltu út þar vestra. Skip- veijar hans sigla farinu heim til Grænlands, og næst „fýstist Þorsteinn Eiríksson að fara til Víniands eftir iíki Þorvalds bróður síns og bjó skip hið sama.“ Hann hefur með sér tuttugu og fimm manna áhöfn og Guðríði konu sína, en það átti ekki fyrir þeim að liggja að njóta saman unaðsdægra í varma Vínlands, því þau lenda í hafvillum, vellqa í hafi allt sumarið og taka að lokum land í Vestribyggð þegar vika var af vetri. Þar andast Þorsteinn, og um vorið ræður ekkjan menn á skipið og siglir suður til Brattahlíðar. Nú er ekki hermt fleira í Græn- lendinga sögu frá farkosti Bjarna, enda er ekki firá því greint hvaðan Freydís náði sér í skip til Vínlandsferðar. En það má teljast engan veginn óhugsandi að hún hafi fengið skipið frá Guðríði mágkonu sinni, enda hafði Guðríður gifst skipseiganda áður en Freydís sigldi suður og hefur því ekki þurft á Bjama- naut að halda. Orlög þessa skips í Grænlendinga sögu minnir oss á timburleysi Grænlendinga, enda var viður eitt af því sem þeir sóttu til Marklands og Vínlands. Var það ekki að ófyrirsynju að þeir reyndu að nota skip sín sem allra lengst? Vafasamt er að þeir hafi lagt mikla stund á skipasmíðar sjálfír. Hér er rétt að hyggja að Eiríks sögu rauða, þótt frásagnir hennar af Vínlands- ferðum séu á marga lund ólíkar því sem rakið er í Grænlendinga sögu og hún minn- ist hvergi á Bjama Heijólfsson. Samkvæmt Eiríks sögu kaupir Þorbjöm á Laugarbrekku „skip er stóð uppi í Hraunhafnarósi" og heldur því til Grænlands. Eftir mikið vos og vesöld tóku þeir „Heijólfsnes á Græn- landi við vetumætur sjálfar." Þorbjöm lend- ir því á sama stað og Bjarni á að hafa gert eftir að hann rak skyggnur á Vesturálfu. Þorbjöm dvelst þann vetur á Heijólfsnesi, og um vorið siglir hann skipi sínu vestur í Eiríksijörð. Um skip hans er það næst að segja að þeir feðgar Eiríkur rauði og Þor- steinn sonur hans búa það til Vínlands- farar; þeir lenda í hafvillum og komast heim „við vetur sjálfan." En sögu skipsins er engan veginn lokið, þótt það hefði tvívegis lent í slíkum hrakningum. Þeir Þorvaldur Eiríksson og Þórhallur veiðimaður, sem var hundheiðinn Grænlendingur, „höfðu það skip er Þorbjöm hafði út þangað og réðust til ferðar með þeim Karlsefni. Sunnan hafs skildust þeir félagar að; Þórhallur heldur í norðurátt á skipi með níu menn um borð en Þorvaldur verður eftir og fellur fyrir ein- fætingi nokkrum. Þótt frásögn sé engan veginn skýr þá má helst gera ráð fyrir því að Þórhallur hafí siglt skipinu Þorbjarnar- naut og er þetta þá hinsta för skipsins, því að þeir lentu í andbyri „og rak þá upp við Irland og vom þar mjög þjáðir og barðir; þá lét Þórhallur líf sitt“. Grænlendinga saga og Eiríks rauða saga nefna nokkra íslenska farmenn á Grænlandi og taka þeir allir þátt í leiðöngrum til Vínlands nema Bjami Heijólfsson sem talinn er hafa fundið hið nýja land. Hinir em Karlsefni (Skagfirðingur), Breiðfírðingamir Snorri Þorbrandsson og Bjami Grímólfsson og af Austfjörðum þeir Þórhallur Gamlason, Finnbogi og Helgi. Báðar sögur leggja mikla áherslu á þátt Karlsefnis í Vínlandsferðum en þeim kemur illa saman um heiti annarra íslendinga sem léðu Grænlendingum hjálp- arhönd við að kanna nýjar slóðir vestan hafs. Því er örðugt að vita í einstökum atrið- um hveijir íslendingar þar vom á ferð en þó er freistandi að draga þá ályktun af þessum frásögnum að grænlensk verslun hafí verið í höndum fslendinga á öndverðri elleftu öld. Hins vegar geta sögumar ein- ungis um einn norskan farmann á Græn- landi; Þóri stýrimann sem Leifur heppni bjargar af skeri og andast skömmu síðar gestur Leifs í Brattahlíð. Um Þóri er þess að geta að hann á íslenska konu, Guðríði, sem er helsta kvenhetja beggja sagna; á Vínlandi elur hún fyrsta evrópska bamið sem borið er í Vesturheimi og verður síðan formóðir þriggja biskupa sem stýra íslenskri kristni á tólftu öld. Guðríður varðar nokkuð skipasögu Vínlandsþátta, þótt hún sé reynd- ar stödd á skeri og skipreika með bónda sínum þegar henni bregður fyrst fyrir í Grænlendinga sögu; svo er hins vegar hermt í Eiríks sögu að þegar hún er ung heima- sæta á Snæfellsnesi vill efnilegur farmaður úr sveitinni fá hennar, en Þorbjöm faðir hennar synjar ráðahagsins og siglir með dóttur sína og annað skuldalið sitt til Græn- lands. í sögunum er einkum um þijú skig að ræða sem Guðríður hafði kynni af: í fyrsta lagi farkostur Þorbjamar föður henn- ar (Eiríks saga); í öðru lagi skip Bjarna sem eiginmenn hennar Þorsteinn og Þorvaldur notuðu til sæfara (Grænl. s.); í þriðja lagi skip Karlsefnis síðasta bónda hennar (báðar sögur). Tvívegis fer þessi ótrauða kona með nýjum brúðguma í hvort skiptið út á megin- höf til að kanna ný lönd en raunar tekst henni ekki að komast alla leið suður til Vínlands fyrr en þau Karlsefni höfðu átt hjúskaparfar saman um hríð. Að loknum ævintýmm og harmleikjum vestan Græn- landsála hverfur þessi glæsilega kona til heimalands síns og verður húsfreyja í Skagafírði eftir að bóndi hennar Karlsefni, frægasti skipeigandi í þeirri myndarlegu sveit, er liðinn undir lok. Þá gerist Guðríður „nunna og einsetukona“ þó nokkrum ámm eftir að Guðrún Ósvífursdóttír á Helgafelli „var fyrst nunna á íslandi og einsetukona" eins og hermt er í Laxdælu á sínum stað. Á fyrri hluta elleftu aldar vom það ekki ýkjar margar húsfreyjur á íslandi sem snem baki við veraldlegum áhyggjum þessa heims og gengu ótrauðar í helgan stein. 11 Leiðangur Karlsefnis er með allt öðmm brag en hinar Vínlandsferðimar sem nefnd- ar em í sögum. Grænlendinga saga og Eiríks saga rauða em á einu máli að hann dvaldist um vetrar sakir með Eiríki í Brattahlíð og gekk þá að brúðkaupi með Guðríði Þorbjarnardóttur sem þá var ekkja eftir Þorstein Eiríksson; og báðum sögum kemur saman um að hún hafi fylgt nýjum bónda til Vínlands. En þó ber sögunum margt í milli og skal hér drepa á aðdrag- anda að Vínlandsför. í Grænlendinga sögu er glögglega gefið í skyn að hugmyndin um Vínlandsför sé komin frá Grænlendingum en hins vegar bendir þar ekkert til þess að Karlsefni hafi átt fmmkvæðið sjálfur: „Hin sama var umræða á Vínlandsför sem fyrr og fystu menn Karlsefni mjög þeirrar ferðar, bæði Guðríður og aðrir menn. Nú var ráðin ferð hans og réð hann sér skipveija, sex tigi karla og kon- ur fímm. Þann máldaga gerðu þeir Karls- efni og hásetar hans að jöfnum höndum skyldi þeir hafa allt það er þeir fengi til gæða. Þeir höfðu með sér alls konar fén- að því að þeir ætluðu að byggja landið ef þeir mætti það.“ í Grænlendinga sögu segir bemm orðum að Karlsefni hafí komið frá Noregi til Græn- lands en Eiríks saga lætur þess ekki getið hvaðan hann lét úr höfn og má þó ráða af orðalagi að átt er við ísland: Eitt sumar býr Karlsefni skip sitt og ætlaði til Grænlands. Réðst til ferðar með honum Snorri Þorbrandsson úr Álftafirði og vom fjórir tigir manna með þeim. Eyrbyggja getur þess að Snorri Þor- brandsson fór til Grænlands og síðar „til Vínlands ins góða með Karlsefni; er þeir börðust við Skrælingja þar á Vínlandi, þá féll þar Snorri Þorbrandsson, inn röskvasti maður". Höfundur Eiríks sögu virðist hafa stuðst við Eyrbyggju eða einhveija aðra heimild svipaða henni og af misskilningi látrö Snorra koma með Karlsefni alla leiðina frá íslandi, þar sem Eyrbyggja lætur hann fara frá Grænlandi og þá vitaskuld nokkram tíma síðar. Og í Eiríks sögu er það Þorbrand- ur Snorrason en ekki Snorri sjálfur sem fellur fyrir Skrælingjum á Vínlandi. Allt um það kann fróðleikurinn um Snorra að hafa valdið mglingi á tímatali í Eiríks sögu. Sam- kvæmt tímatali Eyrbyggju flyst Snorri til Grænlands árið 999 eða þar um bil og Vínlandsförin er síðar. En með því að slengja þessum tveim saman að kalla má lætur Eiríks saga Vínlandsförina verða miklu fyrr en rétt er og er ærið margt myrkt um at- burðaröð í sögunni. Þegar haft er í huga að Eiríks saga læt- ur Karlsefni sigla frá íslandi til Grænlands með fjömtíu manns um borð, þá mun óhætt að gera ráð fyrir því að höfímdur hennar hafí hugsað sér farþega sem ætluðu sér að gerast landnemar á Grænlandi eða Vínlandi. Ifyrri kosturinn er vitaskuld öllu fysilegri, enda mun höfundur hafa vitað af Eyr- byggju að þeir Snorri og Þorleifur bræður settust að á Grænlandi og Þorleifur bjó þar til elli. Á hinn bóginn örlar á þeirri hug- mynd í Eiríks sögu að Karlsefni kunni að hafa hugsað sér Vínlandsferð áður en hann kom til Grænlands og gætu þá farþegar hans hafa verið fyrstu Evrópumennimir sem sigldu í sólarlagsátt í því skyni að setjast að í Vesturálfu. Hvernig sem því kann að hafa verið háttað í hugmyndaheimi höfundar, þá telur sagan ekki að Grænlendingar hafí átt upptökin að Vínlandsför þeirra Karlsefnis og Snorra: Á því léku miklar umræður um vetur- inn í Brattahlíð að þeir Karlsefni og Snorri ætluðu að leita Vínlands og töluðu menn margt um það. En því lauk svo að þeir Karlsefni og Snorri bjuggu skip sitt og ætluðu að leita Vínlands um sumarið. Til þeirrar ferðar réðust þeir Bjami og Þórhallur með skip sitt og það fömneyti er þeim hafði fylgt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.