Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Side 15
Þeir Bjami og Þórhallur voru íslenskir farmenn sem komu til Grænlands sama sumarið og Karlsefni, og eru þeir einnig með fjörutíu menn á skipi. Tvö önnur skip hafa samflot með Karlsefni í sólarátt, að tali Eiríks sögv, þau Freydís Eiríksdóttir og Þorvarður bóndi hennar á öðru, og á hinu Þorvaldur Eiríksson og Þórhallur veiði- maður. Á skipi þeirra Þörvalds vom flestir Grænlendingar. Samtals á skipunum fjórum voru um það bil hundrað og sextíu manns, meira en helmingur þeirra íslendinga ef treysta mætti Eiríks sögu. Undirbúningi að Vínlandsför þeirra Karls- efnis og félaga hans er lýst með nokkrum öðrum hætti í Grænlendinga sögu, eins og áður var getið. Samkvæmt henni er ekki nema um eitt skip að ræða og á því eru sextíu karlmenn og fimm konur (auk Guðríðar að því er virðist). En þröngt hefur verið um borð því að auk fólksins var þar alls konar fénaður. Höfundur sögunnar hef- ur auðsæilega haldið að þeir Karlsefni hafi tekið með sér stálpaða nautgripi; brátt varð graðfé „úrugt og gerði mikið um sig“. Og sumarið eftir hafa þeir dágóðan hagnað af að selja Skrælingjum búnyt, svo að kýr hafa verið þroskaðar þá en graðungurinn er einnig fullorðinn því að hann „tók að belja og gjalla ákafíega hátt“ og gerði Skrælingja heldur en ekki skelkaða. Höf- undur Grænlendinga sögu hefur sem sagt ekki áttað sig á því að engum mun hafa dottið í hug að flytja stórgripi svo langa leið um haf og Grænlendingar urðu að þola til Vínlands. Hitt tíðkaðist jafnan að menn tóku með sér kálfa og önnur ungviði þegar þeir fluttust búferlum um langan sjóveg. Nú er örðugt að bera sögumar tvær saman við veruleikann sjálfan af þeirri einföldu ástæðu að heimildir skortir. Hins vegar getum við reynt að athuga sögumar í ljósi þeirrar þekkingar sem okkur er tiltæk um viðbrögð manna fyrr á öldum við ýmiss konar vandamálum sem forfeður okkar og frændur þeirra á Grænlandi þurftu að glíma við. Hér skal þó staðar numið að sinni; aðr- ir minnispunktar um fátækar þjóðir á norð- urvegum bíða betri tíma. 12 Um Grænlendinga sögv og Eiríks sögu rauða hefur geysimikið verið skrifað en þó hvergi betur en í ritum Ólafs Halldórssonar Grænland í miðaldaritum (1978) og Eiríks saga rauða. Texti Skálholtsbókar (1985). Allt um það er margt sem varðar þessar tvær sögur ekki rannsakað til hlítar og þyrfti því að kanna betur. Nú hefur mér dottið í hug að íslendingar ættu bráðlega að fara að undirbúa umræðufund um Vínlandsmálið í heild í því skyni að hægt verði að fjalla rækilega um þau vandamál sem hvarfla að fróðleiksfúsum lesanda þeg- ar honum verður hugsað um leitir Islend- inga Og Grænlendinga að nýjum heimkynn- um og sjálfum sér um leið. Eftir slíka ráð- stefnu ætti að vera hægt að taka saman bók um Grænland að fornu og Vínland hið góða sem skýrði fyrir áhugamönnum í Vest- urheimi og öðrum hvað sennilegast þykir um Vínland og Vínlandsfara. Svo er talið í fróðum bókum að Kólum- bus hafi borið að Vestur-Indíum árið 1492, örfáum misserum eftir að Danakonungur tapaði Hjaltlandi og Orkneyjum í hendurnar á Skotakonungi, án þess að nokkur þyrfti að bregða sverði eða hleypa af byssu. En Danir voru einstaklega hirðulausir um ijar- læg eylönd sín og er þó ekkert atvik í sögu þeirra jafn minnisvert eins og það að þeir týndu Grænlandi, stærstu eyju heims og fundu það ekki fyrr en löngu seinna. Ein- mitt um það leyti sem fólki í Suður-Evrópu fer að leika landmunir á nýjum jarðeignum vestan hafs, þá lendir Grænland í glatkist- unni og finnst ekki aftur fyrr en á átjándu öld. Danir höfðu fengið svo mikið eignir frá Noregi árið 1387 að Danakonungur varð einhver stærsti landeigandi álfunnar heila öld á eftir en svo missir hann tökin á stærstu jörðinni. Nú er þegar farið að búa undir hátíða- höld í tilefni af þeim fimm öldum sem liðn- ar eru síðan Kólumbus fann Kúbu árið 1492. Vesturheimsmenn eru miklir aðdáendur hans eins og ráðið verður af öllum þeim aragrúa af örnefnum sem kennd eru við þenna sæfara úr suðri. Verður því enginn skortur á mannfagnaði um víðar sveitir Kanada, Bandaríkjanna og annarra þjóð- landa í Vesturálfu. En hitt hefur einnig heyrst að Norðmenn ætli að minnast þessa afmælis með sérstökum hætti: Þeir ætla sem sagt að gera kvikmynd um Leif Eiríksson Vínlandsfara, sem nú um nokkra manns- aldra hefur notið þeirrar frægðar að vera heiðursborgari norska ríkisins, af því að mönnum þótti ekki nógu veglegt að hann væri íslendingur eða Grænlendingur. Höfundur er prófessor úr Edinborgarháskóla. ,_, ,-- -r.-, ,-, r-,-1 r~-1 I-1 I-1 I-1 i-1 r-1 I-1 Krækiber í bók Að vita hvernig einu sinni var, þegar voru moldargólf og sumir voru með kýr í kjallaran- um . . . Það líkist dálítið fráleitu ævintýri fyr- ir börn fædd í dag. Eins og ævintýri frá því fyrir mörgum öldum. Þó eru aðeins liðin nokk- Stutt spjall við ÖNNU MARIU ÞÓRISDÓTTUR í tilefni þess, að Krækiber, þáttur hennar til margra ára í Lesbók, kemur nú út í bók. Anna María Þórísdóttir ur ár. Allt um dýrin og sveitina og lífíð sem einu sinni átti að hafa verið, það er eitthvað annarlegt, næstum ótrúlegt, getur varla hafa verið, en var. Anna María Þórisdóttir einbeitir sér að öðrum hlutum en margir hér á höfuðborgar- svæðinu sem sækja vinnu í bíl og fara lang- ar leiðir. Hún sækir annað, yfír vegarlausa kílómetra, í bækur, myndlist, tónlist, minn- ingar. Hún situr heima hjá sér og segir frá því sem einu sinni var, þýðir, skrifar, les. Hún lifír rólegu lífí, er sjálfri sér nóg og kann að umgangast sjálfa sig svo ágæt- lega. Hún hefur sinn eiginn lífsstíl, sem er sjaldgæfur í dag. Hún rífur heldur ekki í hár sér, togar ekki í skott sér, er ekki reið. Hún er fáorð. Hermir ekki neitt upp á næsta mann. Fiffar ekki upp neitt um það hvemig allt ætti að vera og væri betra svoleiðis en ekki svona. Hún segir frá því sem einu sinni var. Kannski fráleitt ævintýri þar sem ríkir svo óþekkt hlýja, en að einhverjum hluta til satt. Það var þá sem kom fram eitt nýtt dægurlag á hveiju laugardagskvöldi og sveitimar settust niður hjá útvarpstækjun- um og einbeittu sér við að læra lag og texta til að syngja út næstu viku. Ævintýr. Nú er að koma út eftir hana úrval greina sem hún skrifaði um nokkurra ára skeið í Lesbók Morgunblaðsins. Þættir sem hétu Krækiber. — Mig langaði alltaf til að gifta mig og eignast böm. Mig langaði aldrei til að vinna úti. Ég vildi alltaf verða rithöfundur, svona 10, 11 ára ákvað ég það. Skrifaði þá litla sögu og gerði mér ljóst að þetta var það sem ég vildi gera. Ég hef alltaf sagt að ég vildi frekar vera lítill rithöfundur en tauga- veiklaður kennari, — þetta á einungis við mig, ég þekki marga kennara sem em langt frá því að vera nokkuð taugastrekktir. Ég tók kennarapróf eftir stúdent og kenndi tvo vetur á Selfossi. Það er það eina sem ég hef kennt. Mér fannst það fara mjög vel saman að hugsa um heimili og böm og geta svo skrif- að í frístundum. Og það hef ég gert. Byij- aði snemma að þýða með bömin í bama- vögnum. Flest það, sem ég hef gert, hef ég gert fyrir útvarpið. Þýtt og lesið þar inn sögur. Síðan skrifaði ég í nokkur ár hugleiðingar, „Krækiber", í Lesbókina og vann heilmikið fyrir Samvinnuna og Vikuna. Þessi bók sem kemur út eftir mig núna er fyrsta bók mín. Ég hef ekki hugsað út í það að gefa út sögur mínar eða ljóð. Kannski hef ég látið það vera að hugsa svo langt. Það hefur verið mér nóg að fá birt í tímaritum. — Ég er sátt við líf mitt. Ég hafði gam- an af því að ala upp bömin mín og sjá um heimilið þó ég sé ekki mikið gefín fyrir matseld. Ég hef fengið minnimáttarkennd gagn- vart konum sem vinna úti, em í námi, hugsa um heimili líka. Ég dáist að þessu en bara skil ekki hvemig það er hægt. . Það hafa orðið ofsalegar breytingar á öllum lífsháttum frá þvi ég fæddist, — ég sat hjá ömmu minni undir moldarvegg þeg- ar ég var lítil. Ég hef ekkert út á nútímann og tækni hans að setja. Ég tek þátt í honum en á annan hátt. Hraði er eitthvað sem á ekki við mig. Og heldur ekki það að hlaupa úr einu í annað. Kannski er ég dálítið þrjósk. Vil halda í eitthvað sem var í gildi áður fyrr og lifa rólegu, einföldu lífí. Kannski er maður eitthvað útúr, þegar allir em út um allt og alls staðar og hafa varla tíma til að tala. En þessi lífsmáti minn hentar mér. Ég er sátt við sjálfa mig og fínnst gott að vera ein. Svo er ég alltaf að skrifa og J)ýða allt árið um kring. Ég hef líka mjög gaman af að kynna mér menningarsögulega hluti, ferðast og skoða og skrifa síðan um það sem ég hef séð. Kynna mér allt það besta og fallegasta sem gert hefur verið í listum í heiminum og segja frá því, — það er draumur minn. Ég hef mjög gaman af að ferðast og skoða mig um í stórborgum. Maðurinn minn og ég gerum mikið að því. Við höfum frek- ar eytt peningum í ferðalög en safna mubl- um. Það er mér mikilvægt að skoða og horfa og njóta ... ég er einhvers konar fegurðarþurfalingur. Eða fagurkeri. Falleg tónlist, falleg myndlist, fallegt Ijóð. Það er eitthvað sem ég þarf miklu meira en hlaupa á eftir nýjustu fréttum. — Kannski á ég það til að taka ekki minn eiginn skáldskap nógu alvarlega. Hef borið meiri virðingu fyrir öðrum höfundum en sjálfri mér. En ég hef ailtaf verið að gera það sem mig langar til. Ég hefði getað farið út í það að eignast fleiri peninga og unnið úti. En mig langaði aldrei til þess. Ég hef haft fyrirvinnu, ég á mjög góðan mann. Við erum góðir vinir og félagar og töluvert skotin hvort í öðru eftir 35 ár. Atómljóðið kveikti í mér þegar ég var kennari á Selfossi. Keypti þá bókmennta- tímarit sem hét Vaki og varð mjög hrifin af ljóði þar eftir Stefán Hörð, Kvöldvísur um sumarmál. Þar var líka grein eftir Hörð Ágústsson sem fjallaði um afstrakt. Svona póstur, svona sending — næstum því af himnum ofan — getur kveikt t manni svo maður gleymir aldrei. Það var eins og að gleypa lítinn bita af heiminum þar sem maður var staddur þama í litlu plássi. Ég hef að mestu skrifað smásögur og ljóð. Mér fínnst smásögumar oft vera litlar grínsögur. Ég sæki mikið efnið í þær norð- ur á Húsavík en þar ólst ég upp. Ljóð mín em annað mál. Þau standa mér nær og ganga nær. Kristfn Ómarsdóttir I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. DESEMBÉR 198R 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.